Vísir - 07.02.1964, Síða 16
Föstudagur 7. febrúar 1964.
Wade tapaði fyrir
7 Akureyringum
Akureyri í morgun.
Skákmeistarinn Wade er á Ak-
ureyri um þessar mundir og hef-
ur þegar teflt þar þrisvar sinnum
tvfvegis fjöltefli og einu sinni tek-
ið þátt 1 hraðskákmóti.
1 hraðskákmótinu tók Wade þátt
fyrsta kvöldið sem hann var á Ak-
ureyri en það var sl. miðvikudag.
Þátttakendur voru alls 20. Wade
varð efstur með 17 vinninga, næst-
ur varð Halldór Jónsson með 16
Frarnh. á bls 6.
Mikið brunatjón á íbúð í Kópnvogi\
Miklar skemmdir urðu á húsl
og innbúi efri hæðar hússins
Holtagerði 54 f Kópavogi, þeg-
ar eldur gaus upp f því klukkan
langt gengin 6 e. h. í gær.
Húsið er tvílyft, en eldurinn
læsti sig ekki á neðri hæðina og
þar urðu því engar bruna-
skemmdir. Sin fjölskyldan býr
á hvorri hæð og á efri hæðinni
býr sjómaður með konu sinni
og 5 ungum börnum. Bóndinn
var úti á sjó, en konan var
heima með öll börnin, það
yngsta nýlega fætt.
Eldurinn virðist hafa komið
upp í svefnherbergi þar sem a.
m.k. eitthvað af börnunúm var
inni. Þegar konan varð eldsins
vör, hraðaði hún sér inn í svefn-
herbergið, greip bömin og hrað
aði sér út.
Eldurinn læsti >s\g með flug-
hraða um alla hæðina, en hún
er ekki fullsmíðuð ennþá. Voru
veggir plasteinangraðir en loftið
klætt með aluminíum pappa og
mjög eldfimt. Varð þarna mikið
bál á skammri stund og tók
það slökkviliðið f Reykjavfk
heila klukkustund að kæfa eld-
inn.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Kópavogi urðu mikl-
ar skemmdir bæði á húsinu
sjálfu og innbúi fóiksins á efri
hæðinni.
Ekki kvað lögreglan vera bú-
ið að rannsaka til hlítar um
upptök eldsins.
r...
■■■/ '••• " %
:
Bændumir fú þúsundkrón-
ur fyrir hvem lux úr únni
Cooper greiðir 1,2 millj. á
óri fyrir Vntnsdolsá
Tveir brezkir auðmenn, þeir
Major John Ashley Cooper og Cap-
ólafur Stefánsson
tain Hazlehurst, hafa nú tekið
Vatnsdalsá á Ieigu til 10 ára. —
Greiða þelr 7 þús. sterlingspund á
ári f leigu fyrir veiðlréttindin í
ánni, og 1000 pund á ári fyrir eft-
irlit og klak. Auk þess leggja þeir
fram 8334 pund til byggingar veiði
mannahúss og 1500 pund til þess
að gera flskveg. Bændumir við
Vatnsdalsá telja, að ef vextir eru
reiknaöir af fjármagni þvf, er Iagt
er fram til framkvæmda, samsvari
greiðslur 1,2 milljónum króna á
ári f 10 ár.
Á s. 1. ári nam laxveiðin í Vatns-
dalsá um 1200 löxum. Miðað við
núverandi gengi á pundinu, fá
bændur við Vatnsdalsá því þúsund
krónur fyrir laxinn, eða um 200
kr. á kflóið, ef reiknað er með til
jafnaðar 10 punda löxum.
Gert er ráð fyrir, að framkvæmd
ir við byggingu veiðimannahúss
hefjist strax og veður leyfir f vor.
Leggur Cooper fram hálfa milljón
Settur búnaðurmúlastjóri
Stjóm Búnaðarfélags íslands á-
kvað á fundi sínum í gær að
setja Ólaf Stefánsson nautgripa-
ræktarráðunaut hjá Búnaðarfé-
laginu búnaðarmálastjóri vegna
veikinda dr. Halldórs Pálssonar.
Vísir náði í morgun tali af
Ólafi Stefánssyni. Ólafur kvaðst
hafa hlotið menntun sína I Ed-
dnborg og lokið þaðan prófi í al-
mennum búvfsindum 1947. Hann
hefði að námi loknu ráðizt til
starfa hjá Sambandi nautgripa-
ræktarfélaga Borgarfjarðar. Síðar
hefði hann hafið störf hjá Búnað-
arsambandi Kjalarnessþings og f
ársbyrjun 1952 hafið störf hjá
Búnaðarfélagi Islands.
Ólafur er 42 ára gamall. Hann
er ættaður frá Eyvindarstöðum.
ísl. króna (4167 pund) um leið og
verkið hefst, en afganginn þegar
verkinu er lokið. 1500 pund, eða
um 150 þús. fsl. krónur leggur
Cooper fram til þess að gera skurð
gegnum Flóðið til þess að auð-
velda göngu laxins.
I samningunum við Bretana er
gert ráð fyrir, að þeir megi hafa
4 laxastengur á sumri f ánni. Auk
þess mega þeir hafa 3 silúngssteng
ur, en með\þvf skilyrði að þeir
leggi silunginfi upp í frysti og af-
hendi hann bændum við Vatnsdals
á. Bretarnir mega sem sagt aðeins
hirða laxinn sjálfir.
Slökkviiiðsmenn tóku stiga, sem þeir reistu upp
þaðan réðust þeir inn í húsið og reyndu bæði
út, en þó fyrst og fremst til að geta athafnað
að svölum hússins, en
að bjarga verðmætum
sig við slökkvistarfið.
BÚ SiGURBJARNAR AÐ
ÁLFSNESl B0ÐIÐ UPP
Á morgun fer fram uppboð á
Iausafjármunum að Álfsnesi f Kjal-
ameshreppi samkv. kröfu Lands-
banka Islands. Eigandi Álfsness er
tallnn Sigurbjöm Eiríksson veit-
ingamaður f Glaumbæ. N.k. föstu
dag er ákveðið að jörðin verði boð-
in upp samkv. kröfu Framkvæmda-
banka Islands.
Það sem verður boðið upp á morg
un er eftirfarandi: 2 kýr, 100 varp-
endur, nokkrir grfsir, 2 gyitur, 12
hross, snúningsvél, International
dráttarvél, sláttuvél, heyblásari,^
dieselmótor, skekta með utanborðs
motor, heyvagn og 160-180 hest-
burðir af heyi. Það er sýslumaður-
inn f Gullbringu- og Kjósarsýslu,
sem efnir til uppboðsins og hefst
það kl. 2 á morgun.
Álfsnes kom mjög við sögu fyr-
ir nokkrum árum, er Ólafur Jóns-
son hóf þar andarækt. Síðan keypti
Sigurbjörn Eiríksson búið. Fram-
kvæmdabanki Islands mun hafa
lánað mikið fé til framkvæmda
þarna.
♦ Johnson Bandaríkjaforseti
lýsti yf r í morgun, að gerð-
ar hefðu verið ráðstafanir til
þess, að herhækistöð Banda
ríkjanna á Kúbu fengi nægi-
legt vatn, en Kúbustjórn lét
loka vatnsleiðslum þangað
vegna þess, að 36 kúbönsk-
um fiskimönnum hefir ekki
verið sleppt þrátt fyrir á-
skoranir hennar. Fiskimenn-
imir eru sakaðir um land-
helgisbrot, en Kúbustjóra
segir þá saklausa.
Borgarstjórinn ræddi skipuiag Reykjavíkur
í Kaupmannahafnarferð
Geir Hallgrímsson borg-
arstjóri, Gústaf Pálsson,
borgarverkfræðingur og
skipulagsstjórar ríkis
og borgar eru nýkomnir
heim úr Kaupmanna-
hafnarferð ásamt fleiri
íslenzkum sérfræðing-
um um skipulagsmál.
Þeir dvöldust vikutfma f Höfn
og ræddu þar framtíðarskipu-
lag Reykjavíkurborgar, sem nú
er á döftnni, við ráðunauta
Reykjavíkur í þeim málum. —
Helzti ráðunauturinn er Breds-
dorff prófessor, sem oft hefir
komið hingað til lands á undan-
föraum misserum í sambandi
við heildarskipulag bæjarlands
Reykjavfkur, sem stöðugt er
urmið að.
Vltað er, að heildarskipulag
Reykjavíkur (og er þá einnig
átt við bæjarlandið innan og of-
an við Elliðaár), verður mjög
til umræðu á næstu fundum
borgarráðs og borgarstjórnar
Reykjavíkur, í framhaldi af áð-
urnefndum fundum og viðræð-
um við ráðunautana i Kaup-
mannahöfn, enda munu þessi
mál vera að komast á lokastig.
Það verða mikil tfðindl þegar
unnt verður að birta borgarbú-
um áætlun um framtíðarskipu-
lag bæjarlandsins, þótt ekki sé
nema í megindráttum, hvar
helztu samgönguæðar eiga að
Iiggja innan við bæinn, hvar á
að byggja nýja höfn o. s. frv.,
en eins og kunnugt er hafa mikl
ar rannsóknir farið fram inni f
Sundum og verið gerð áætlun
um Sundahöfn.