Vísir


Vísir - 11.02.1964, Qupperneq 1

Vísir - 11.02.1964, Qupperneq 1
54. árg. — Þriðjudagur 11. febrúar 1964. — 35. tbl. VÍSIR Myndir frá útskipun hans á Bfásavík NORÐURLANDSBORtNN SENDUR SUÐUR um aögerðum, sem þeir höfðu mótmælt. Sjást á annarri myndinni, þeir Jóhann Her- mannsson forseti bæjarstjómar og Áskell Einarsson bæjarstjóri. Um síðustu helgi var Norður- landsborinn fluttur frá Húsavík og borunum með honum þar með hætt þar á staðnum, þrátt fyrir margitrekuð mótmæli bæj arbúa, sem fannst að Norðlend- ingum væri sýndur ósómi með þvi að flytja Norðurlandsbor tll Suðurlands. Vltaskipið Árvakur var á Húsa vík fyrir helgina og tók þá bor- inn um borð. Var borinn ailur tekinn i sundur, svo að auðvelt var að flytja hann sjóle ðis. Myndimar sem hér birtast voru teknar þegar verið var að skipa stykkjunum út í Árvak. Komu þá tveir forustumenn Hús víkinga gangandi niður á bryggju og fylgdust með þess- 1 gær var svo hald'nn fundur í bæjarstjóm Húsavíkur og var þar enn samþykkt i einu hljóði að mótmæla einhliða aðgerðum raforkumálaskrifstofunnar f þessu máli. Ennfremur var því lýst yfir, að bæjarstjórnin áliti að samningnum frá því í des. 1962 um notkun Norðurlands- borsins væri ekki slitið fyrr en gengið hefð: verið úr skugga um hvort heitt vatn fyrirfinnst við Húsavík. Tugmilljóna efnaiðnaður í Mývatnssveit: ISLENDINSAR 06 H0LLCNDIN6AR RCISA KlSIL 6 ÚR VCRKSMIDJUNA Húsavík verður útskipunarhöfn Eftir nokkurra ára um tal og athuganir varð- andi byggingu Kísilgúr Bls. 2 íþróttir — 3 Myndsjá frá uppboð- inu á Álfsnesi. — 4 Deilt um atómljóð skáld — 7 íslcnzkar stúlkur f Höfn — 9 Dögun i Grænlandi. verksmiðju við Mývatn, getur Vísir sagt þær fréttir, að stjómarfrum- varp verður væntanlega lagt fyrir Alþingi innan skamms þar sem gert er ráð fyrir að myndað verði hlutafélag um rekstur þessa mikla iðju vers, og er þar gert ráð fyrir að íslendingar eigi meirihlutann í fyrirtæk inu og Hollendingar minnihlutann. Endanlegar viðræður við Hol- lendinga fara fram sfðar í þess- um mánuði. Þá er gert ráð fyrir stofnun sölufyrirtækis erlendis fyrir kísilgúrinn, sem verksmiðj- an verði aðili að. Loks er þess að geta, að gert er ráð fyrir að Húsavík verði útskipunarhöfn hinnar nýju útflutningsvöru, og að lagður verði nýr vegur þang- að ofan úr Mývatnssveit, eða gamli vegurinn þar f milli stór- bættur. Þessar fréttir sagði Magnús Jóns son bankastjóri og alþm. þeirra Norðlendinga eystra, blaðmu í morgun, en Vísir sneri sér til hans um þetta mál í tilefni af þvf að Magnús var nýlega norð ur f Mývatnssveit, ræddi við hreppsnefndina þar og landeig- endur austan vatnsins, um ýmis atriði varðandi stofnun og bygg ingu Kís lgúrverksmiðju við Mý vatn. Magnús á sæti í stóriðju- nefnd, sem fjallað hefur um þetta mál, en formaður hennar er dr. Jóhannes Nordal banka- stjóri. Baldur Líndal, efnaverk- fræðingur, hefir verið fæknileg- ur ráðunautur nefndarinnar í þessum undirbúningi öllum og dvalizt I Hollandi nokkrum sinn um í því sambandi. Magnús Jónsson rifjaði í sam talinu upp ýmis atriði úr áætl- unum ,sem gerðar hafa verið um kísilgúrverksmiðju við Mý- vatn. Gert er ráð fyrir að bygg ing hennar kosti um 120—130 milljónir, að við hana vinni 60 —70 manns, og að hún fram- leiði 10—12 þúsund lestir af kfsilgúr á ári, að verðmæti um 40—50 milljónir króna. Verk- smiðjan verður reist austan við Mývatn, t nánd við Reykjahlíð. Rafmagn er þangað komið frá Laxá og yfrið nægur jarðhiti fyrir hendi f Námaskarði' til rekstrar verksmiðjunnar. Magnús Jónsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.