Vísir - 11.02.1964, Síða 4

Vísir - 11.02.1964, Síða 4
V1SIR . Þriðjudagur 11.. febniar 196«. EG! O! 0000096684 AltNr T. Mnwon ritafli grein f VM fðstudaginn 31. janúar, sem harm nefnir Hvað naer skálda- leyflB langt? — Hugleiðing um ung ljððakáld. Þessi grein er rðkstudd gagnrýni á atómskáldskap og bygg- ist einkum á tilvitnunum (tvö skáld þá Dag Sigurðars. og Jón frá Pálm hóHi. Greinin er skilmerkilegri en obbinn af þehn ádeilum sem eru skrifoðar um atómskáidskap og vildí ég feginn rœða svolftið um koeti hermar og galla sem eru hvor ir tveggja athyglisverðir. En má ég kynna mig... ég heiti Peter Carleton, kalia mig af rselni Kám Marðarson. Ég er Banda- rfojamaður, magister 1 norðurlanda bdkmenntum. Ég er að viða að mér efni f doktorsritgerð um Islenzk an skáldskap frá 1918 fram til dags ins i dag, að ógleymdum atóm- skáldskap. Meiningin með því að kynna mig svo raekilega er að sýna fram á það, að ég er nokkum sem átti sér stað héma I bsenum fyrir nokkrum árum. Þýzkur prent ari sem kallar sig diter rot, sá um uppsetningu á 1.-2. hefti af tímaritinu Birtingi 1957, og þðtti meðferð hans æði nýstárleg („heft- ið þar sem allt stóð á hausnum"). Sumir deildu á diter rot og sögðu að hlutverk prentarans hafi verið alltof áberandi í þessu hefti; prentlistin ætti eingöngu að þjóna bókmenntum. Diter rot svaraði í 2. hefti Birtings 1958 og sagði með al annars, „Aðrir gætu sagt með sama rétti; bókmenntimar eiga að þjóna prentlistinni." Þannig var deilan og athugum nú kvæðið: Þar eru tvær setningar samtvinnað- ar eins og f dróttkvæði og mað- ur verður fyrst að „taka vfsuna upp“: Sýngjum lof list listanna, prentlistinni. Héðanífrá skulu aðrar listir þjóna henni svosem þemur drottningu sinni. Égégég eg ÉK I ich um mlg frá mÉr moi ego til legt og vel byggt Ijóð, hver ein asti stafkrókur hefur sinn tilgang og maður kemst ekki hjá því að hafa gaman af því ef maður þekk ir aðstæðurnar. Svo fjallar það um hina ævagömlu togstreitu milli höfundanna og prentaranna. Ég gæti vel hugsað mér að ræða um þetta kvæði í doktorsritgerð minni, ekki sízt vegna innleggs þess í þessa 500 ára gömlu deilu. Svo í öðru lagi vegna þess, hvað það er gott dæmi um hve erfitt getur verið að átta sig á fslenzku tæki- færiskvæði. Og í þriðja lagi af því að skáldið hefir bersýnilega orðið fyrir áhrifum frá dróttkvæðunum, og er það býsna merkilegt þegar um atómskáld er að ræða. Ég mót- mæli semsé eindregið, að kvæðið sé kallað fáránlegt hnoð. Inúum okkur að öðru dæmi Ólafs Það er kvæðið Ei steinn (með EFTIR KÁRA MARÐARSON veginn hlutlaus aðili gagnvart þessmín di terrót egó. Ðrit - Erót! \ um alíslenzku deilum um gildi at- ómskáldskapar. Nú ætla ég að I segja frá eigin brjósti hvernig mál ' ið kemur mér fyrir sjónir. Eftir að hafa farið nokkrum al- mennum orðum um ung leirskáld snýr Ólafur sér að fyrsta dæmi sinu, kvæðinu Lofsaung eftir Dag Sigurðarson. Um það kvæði segir hann „Af öllu fáránlegu hnoði sem ég hef rennt augum yfir, er þetta einna verst. Svo mðrg voru þau orð, og héma er kvæðið: Sýngjum lof égégég list listanna eg Ek prentlistmni I ich. Héðanífrá um mlg frá mÉr skulu aðrar listir moi þjóna henni ego til mln svosem þemur di terrot drottníngu sinni égó Drit - Erót! Ég! Ó! 1? n hér varð Ó.lafi á sem aldrei skyldi hafa ver'ið, að hann valdi kvæði sem er bara dálftið gott. Hann heldur að það sé fá- ránlegt hnoð af því að hann skilur það ekki. Kvæðið vitnar i atvik Ég! Ó! í fyrri partinum er prent- arinn látinn lýsa tilgangi sfnum. Síðari helmingurinn sýnir hann í verki. Lofsöngurinn er jafnframt sjálfhól þar sem hann prentar fyrstu persónu fomafnið með alls konar tilbrigðum. Siðan snýr hann sér að nafni sínu og vegsamar sig með því að setja það saman á ýmsa vegu. Fyrst fær hann út úr því Drit, reynir svo aftur og fær Erót (sem minnir mann á erótísk- ur) og er svo yfir sig hrifinn af þessari útkomu að hann getur ekki annað en stunið upp Ég! Ó! Meiningi-n með að tvinna saman setningarnar er kannski að sýna hvað kvæði getur verið erfitt af- lestrar ef prentarinn missir taum- hald á hugmyndaflugi sinu þegar hann setur það. Og kvæðið er erf itt, það viðurkenni ég, og Ólafi er vorkunn að hann skildi það ekki. Og þó — maðurinn ætti að minnsta kosti að þekkja Birting ef hann ætlar að fara að skrifa f blöðin um ungu skáldin. Ég hef eytt miklu rúmi I að skýra þetta kvæði eftir Dag, en ég vil ekki þar með segja að mér finnist kvæðið neitt slgilt verk. En það er mjög sómasam- vísitölum) eftir Jón frá Pálmholti. Kvæðið er löng romsa af tölustöf- um sem byrjar: 2759 6471 i JÍ)ÍSiJj)!i 'íi1B /ííOiiV.H ÖVt v9Bb i og fer loksins algerlega út um þúfur: 0000096684 2 Hér var Ólafur miklu kunnugri aðstæðunum en ég, en ég fór þó að spyrjast fyrir um kvæðið og lærði þetta. Einu sinni var fjár- málaráðherra uppá Islandi. Sumum fannst þessi maður lesa upp langa fimmstafa dálka i eldhúsumræðun- um án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Kvæðið virðist vera ádeila á þennan mann, eða öllu heldur á alla menn sem kynnu að haga sér svona. Það er gömul og góð íslenzk hefð að yrkja vísur um stjórnmálamenn, sem manni geðjast ekki að. Ef Jón hefði, verið hagyrðingur af gamla skólanum þá hefði hann kannski ort ferskeytlu um ráðherrann: y Manninum kveður mikið að, margar tölur þylur. Sífellt er hann að sanna það sem að enginn skilur. (Ég bið afsökunar á versinu. Ég er, því miður, enginn hagyrðingur). Það sem Jón ætlar sér að segja með þessu kvæði sínu er alveg ná- Kári Marðarson. kvæmlega það sama. En hann seg- ir það öðruvísi, og mér finnst hann segja það miklu betur. Hann dregur dár að töluæði nútímans með því að nota hans eigin aðferð og mér finnst hann hafa sagt anzi margt þegar tekið er tillit til þess, að hann notar ekki eitt einasta orð. Svona gamankvæði, ort eingöngu með tölustöfum, er aðeins hægt að yrkja einu sinni á hverri tungu og nú er Jón búinn að gera það. Má hann hafa þökk fyrir. Og það þýðir ekki að fárast út af slíku tækifærisljóði (eða ferskeytlunni minni!) af því að það er ekki mik ill skáldskapur. Margir leggjast á lítið. Þriðja dæmi Ólafs er Sólbruni um nótt eftir Jón. Ólafi finnst ekki mikið til kvæðisins koma og þarna er ég honum harla sammála, þó með þeim fyrirvara að Islend- ingur kynni að benda mér á margt í því sem ég ekki skil. Jæja, hérna er ]>á iélegt kvæði. En hvaða á- lyktun eigum við að draga af því? Eigum við að fordæma Jón frá Pálmholti, eða öll ung skáld, af því að Sólbruni um nótt er endileysa? Eða á rrraður ekki öllu heldur að lita á það sem sjálfsagðan hlut, að í hverri ljóðabók séu bæði góð og vond kvæði? Hefir séra Matthías ekki verið kallaður manna mistæk- astur? Það hefir verið mælt, að eitt gott kvæði réttlæti útgáfu heill ar bókar. Mér finnst sanngjarnari vinnubrögð að reyna að finna þetta eina eða tvö kvæði og draga þau fram í ljósið um leið og maður slátrar hinum. í Hendur borgar- innar eru kaldar mundi ég vilja benda á Þrá og Kvöldljóð einfar- ans sem kvæði, er geti bjargað bókinni. Jþegar Ólafur er búinn að ganga frá Jóni velur hann sér nýtt vopn tii að vega að atóm- skáldum. Hann skopstælir atóm- kvæði. En skopstælingin hittir ekki í mark. Hún er lágkúruleg og leið inleg. Það er höfuðregla að skop- stæling verður að vera dálítið skemmtileg í sjáifri sér ef hún á að hrífa. Þetta vissi „Jón Kári“ vel og þess vegna geta bæði vinir og fjendur atómskáldskapar hent gam an að Þokum. Mér er sérstaklega minnisstæður Sundhallarvörður- inn Svali og svo hef ég fengið þetta á heilann: deiglumergðin snapir ferskjugrið. Það er eitt- hvað viðkunnanlegt við góðar stæl ingar, svo að ég tali nú ekki um rímnastælingar Jónasar.. Ég er semsé alls ekki á móti stælingum á atómskáldskap, en maður ætti að láta það vera, nema það sé vel gert. Síðasta bragð Ólafs er það bezta. Hann vitnar i „ljóð“ aftast ( kveri Jóns: Einsog sólin Líf Einn dag kemur ástin Eirðarleysi. og svo reynist þetta vera efnisyfir litið. Honum tókst alveg að blekkja mig á þessu og hafi hann heila þökk fyrir. Ég er ennþá að smáhlæja að þessu, enda finnst mér efnisyfirlitið fullt eins gjald- gengt og sum kvæðin í bókinni. Ég ætla ekki að hafa þessi orð öllu fleiri. Ég þakka fyrir birting- una og vona að mönnum hætti nú síður til að fordæma atómskáldin að órannsökuðu máli. BRIDGEFÓLK 5 kvölda tvímenningskeppni, sem spiluð verð- ur í Sjómannaskólanum á fimmtudagskvöld- um, hefst 13. þ. m. kl. 20.00. Þátttaka er öllum heimil. Sérstök áherzla er vakin á að þessi keppni veitir rétt til þátttöku á barómeterkeppni ís- landsmótsins, sem fram fer um páskana. TAFL- OG BRIDGEKLÚBBURINN. Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hasstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Amardalsætt — Útsala Áður auglýst útsöluverð á ritinu stendur áfram enn um sinn í bókabúðum í Reykjavík og úti um land. — Uppl. í síma 15187 og 10647. Afgreiðslustarf Piltur eða stúlka óskast nú þegar til afgreiðslu- starfa í kjörbúð. Upplýsingar í síma 12112.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.