Vísir - 11.02.1964, Page 5

Vísir - 11.02.1964, Page 5
/ V í SIR . Þriðjudagur 11. febrúar 1964. útlönd í morgun útlönd í rnorgun útlönd í morgun utlönd í morgun Mannshvarf vekur heimsathygli Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnti í gær, að Rússinn Yuri Ivanovitsj Noss- enko hefði óskað eftir að fá að setjast að f Bandaríkjunum. Hans hafði verið saknað í viku og hvarf hans vakið feikna at- hygli. Hann bjó í sama gistihúsi og aðrir sovézkir ráðstefnufulltrúar og sérfræðingar, sem sitja Genfarráðstefnuna um afvopn- un Sovétstjórnin leitaði til svissnesku lögreglunnar og bað um aðstoð til þess að hafa upp á manninum, en hún mun hafa leitað aðstoðar INTERPOL, al- þjóðalögreglunnar. Maðurinn var sagður vera sérfræðingur í afvopnunarmálum. Nú, er kunnugt er orðið, að hann hefir beðið um hæli í Bandaríkjunum, vekur margt sérlega athygli: Utanrikisráðuneyti Banda- ríkjanna hefir enn sem kom- ið er ekkert vilja segja um hvar hann sé niðurkominn. og er þvi ekki vitað, hvort hann er kominn til. Banda- ríkjanna, eða er enn í Evrópu. Utanríkisráðuneytið hefir það eftir honum, að hann sé liðsforingi í öryggisliði Sovét- ríkjanna. Hefir þetta vakið grun um, að hann ; hafi herhaðárieg leyndarmál í fórum sínum: Kunnugt er einnig, að hann . 1 átti að fara heim til Sovétríkj- anna 5. febrúar, en hann tók það ráð að hverfa. Og menn spyrja: Hvers vegna? Yuri er 36 ára, kvæntur ' og á tvö börn. INN KLOFNAÐI — og 83 fórust — hætfir nú þingmennsku Líklegt er, að 83 menn af 319 manna áhöfn tundurspillisins Voya ger, er árekstur varð milli hans og ástralska flugvélaskipsins Melbo- urne í gær úti fyrir ströndum Nýja Suður-Wales. Tundurspillirinn, Voyager, sem var 2800 lestir, klofnaði I tvennt og sukku báðir skipshlutar, fram- hlutinn þegar, en afturhlutinn hélzt á floti í þrjár klukkustundir Meíbourne, sem er flaggskip Ástralíuflotans, Jaskaðist nokkuð, en ekki svo, að menn óttuðust neitt, að það sykki á kið til hafn- ar. Menzies forsætisráðherra ávarp- aði þjóðina í gærkvöld og kvaðst verða að búa þjóðina undir, að tugir manna hefðu farizt við á- reksturinn. • Sir Alec Douglas-Home hélt fyrsta fund sinn með Lester B. Pearson forsætisráðherra Kan- ada í gær. Utanríkisráðherrar beggja landanna sátu svo fram- haldsfund. Butler fer í dag til New York til viðræðna við U Thant um gæzluliðs-vandamálið, Harold Mcmillan fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands tilkynnti í fyrrakvöld í tilefni sjötugsafmælis síns, að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til þings í næstu almenn- um þingkosningum. Hann kvaðst hafa náð sér eftir veikindi sín, en hann fyndi, að hann væri farinn að þreytast fyrr en áður, og þvf tekið kvörðun um að ætla sér ekki nema fimm stunda vinnudag. Hann sagði að í forsætisráðherratíð sinni hefði hann oft orðið að vinna 15 stundir á dag. Nú kvaðst hann mundu st-anda,-öri(^þör£. :.og njót$.-, þess; að- iðka bóklestur meira en hann hefði getað á áratuga þingmanns- ferli. Mcmillan svaraði fyrirspurn um hvort hann ætlaði að skrifa endurminningar sínar, og sagði, að hann hefði enga ákvörðun tekið um það. Mcmillan minntist sérstaklega góðs samstarfs við Eisenhower og Kennedy. Elísabet drottning hefir heiðrað konu hans, Lafði Dorothy, með æðsta heiðursmerki, sem konum er veitt, og Mcmillan verður án efa aðlaður, svo sem venja er þeg- ar forsætisráðherrar á Bretlandi láta af störfum, ekki hafa allir þegið aðalstign, svo sém Churchill sem kaus að vera þingmaður í neðri málstofunni, áfram. .Leiðtogar stjórnarandstöðunnar, þeir HaroJdWiisonog Jo Grimmon hafa íoicið mikju lofsorði á Mc- millan. Skeyti bárust Mcmillan hvaðanæva að úr heiminum í gær, m.a. frá Nikita Krú?év forsætis- ráðherra Sovétríkjanna. HÆKKUN Á BÓTUM ALMANNATRYGGINGA í efri deild lagði félagsmála- ráðherra, Emil Jónsson, fram frv. frá neðri deild um hækkun á bótum almannatrygginga. Þá kvaddi sér hljóðs Alfreð Gíslason (Ab). Kvartaði hann einkum um seinagang á greiðslum til bóta- þega, spurði hvoít ekki væri hægt að greiða þær mánaðarlega, og einnig vildi hann hækka fjöl- skyldubætur. Félagsmálaráðherra svaraði þessu nokkrum orð- um. Sagði hann m. a., að vissu- lega hefðu bóta- þegar fulla þörf á mánaðarleg- um greiðslum. En því miður væru peningar ekki fyrir hendi svo ekki væri unnt að hafa þær oftar en á hálfs árs fresti. Um fjölskyldubæturnar er það að segja, að þær eru reikn aðar til almennra tekna, og ef þær yrðu hækkaðar yrði tiltölu- lega meira tekið í skatta. í sumum löndum eru þessar bætur skatt- frjálsar, en þá er ekki um að ræða persónufrádrátt fyrir börn. Enn fremur teldi ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu óvíst, hvort rétt væri að óbreyttu formi, að hækka bætur barnmargra fjöl- skyldna. SPARIFJÁRSÖFNUN UNGMENNA. Jón Þorsteinsson (A) mælti fyr- ir frv. um sparifjársöfnun ung- menna. Segir í því m. a. að hvert íslenzkt barn, fætt eftir 31. des. 1964, skal, eftir því hefur verið nafn gefið, fá afhenta söfn- unarbók frá Landsbanka ís- lands með tvö hundruð króna innstæðu að gjöf. Gjafafé þetta endurgreiðir Seðla- bankinn til Landsbankans. Innistæður í söfnunarbókum skulu bera almenna innlánsvexti, eins og þeir eru á hverjum tíma hjá Landsbanka íslands. Að auki skulu innstæðurnar vera visitölu- tryggðar, þannig að innstæða sem staðið hefur heilt almanaksár í bók, skal í árslok verðbætt með vísitöluuppbót, er svari til þess, sem meðalframfærsluvísitala árs- ins, sem er að ljúka, er hærri en meðalframfærsluvísitala ársins á undan. Óheimilt er að greiða út inn- stæðu í söfnunarbók, fyrr en ung menni hefur náð 21 árs aldri. Fé það, sem safnast í söfnunar bækur ungmenna, skal Lands- bankinn ávaxta með því að kaupa vísitölutryggð skuldabréf hús- næðismálastjórnar. 1 greinargerð segir, að mark- mið þessa frv. sé að efla sparnað en tryggja jafnframt, að sparifé unga fólksins rýrni ekki vegna verðbólgu, að skapa sérhverjum ungum manni, sem hefur vilja og getu hagstæða aðstöðu til að eiga myndarlega fjárhæð til ráðstöfun ar við 21 árs aldur, og að tryggja aukið lánsfé til íbúðarbygginga. Ólafur Jóhannesson (F) gerði þá athugasemd, að ef Landsbankinn ætti að fá allt þetta fé til ráðstöf- unar, sem svo Seðlabankinn end- urgreiddi honum, þá væri hann hræddur um, að aðrir viðskipta- bankar vildu fá sömu aðstöðu. Sagði þó, að hér væri hreyft at- hyglisverðu máli. Ólafur Björnsson (S) lýsti stuðningi sínum við frv. en fannst þar varla ganga nógu langt. Alfreð Gíslason (Ab) sagði sig eindregið fylgjandi frv. Það hefði mikið uppeldisgildi, þvl eins og riú stæði væri enginn grundvöll ur til að hvetja börn til sparnaðar. 0: ' ' o : Á AÐ SETJA ATHAFNA- MENN í TUGTHÚSIÐ? Er fundir hófust í neðri deild, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár Björn Pálsson (F). Sagðist hann vera nýkominn af fundi með út- vegsmönnum, þar sem hann hefði frétt, að setja ætti Stur- laug Böðvarsson á Akranesi í fangelsi þennan sama dag vegna vangoldinnar sektar. Svo væri mál með vexti, að Sturlaugur Böðvarsson hefði flutt út síld með togara. En láðst hefði að fá vottorð frá fiskmats- manni. Krafðist ráðuneytisstjóri þess, að síldinni yrði kastað fyrir borð eða hún sett í bræðslu. En nú hefði hún verið seld á frjáls- um markaði og verið dæmd góð erlendis. En fyrir bragðið hefði S. B. fengið sekt og vafalaust er þetta brot á einhverjum regl- um. En hér er um það að ræða að koma síld í verð í staðinn fyrir að kasta henni. Sjálfsagt munar Sturlaug ekki mikið um þetta fé, en hann er hér að mót- mæla óréttlæti. Og hvers eiga athafnamenn að gjalda ef þeir koma fiski í verð í stað þess að kasta honum? STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS. Jónas Pétúrssöri (S) •flutti breyt ingartillögu sina við lög um stofn lánadeildina um s. n. bústofns- leigusjóð. Segir þar að lán tjl bústofnsauka má veita hrepps- félagi gegn tryggingu í fast eign eða sýslu- ábyrgð. í reglum fyrir sjóðinn seg ir, að hrepps- nefnd skuli hafa á hendi stjórn sjóðsins, höfuð- stóll sé lifandi peningur, búpening urinn sé leigður frumbýlingum 1 hreppnum fyrst og fremst, leigu- tíminn sé ekki skemmri en 6 — 10 ár og vextir af þessum bústofns- lánum séu greiddir í lifandi pen- ingi. Sagðist flutningsmaður hafa velt þessu fyrir sér f nokkur ár og fyrirmyndin væri eigjnlega aust- an úr Fellahreppi, þar sem bóndi hefði gefið fyrir nokkrum árum 100 ær til svona sjóðs. Hefur hann verið notaður síðan. Að vísu væri heimild hjá Bún- aðarbankanum til að veita slík lán sem hér væri um að ræða en ekki hefði fundist heppilegt form fyrir þau. Vonaði hann að þetta frv. gæti orðið að einhverju liði, er menn hefja búskap í sveit. Þá töluðu þeir Lúðvfk Jósefs- son (Ab), Björn Pálsson (F) og Eysteinn Jónsson (F). Fannst þeim yfirleitt illt ástandið í landbúnað armálum þjóðarinnar og framtíðin alldökkleit. Umræður þessar hóf- ust 'á fimrritudégi' f siðusfu viku og varð þeim ekki lokið nú.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.