Vísir - 11.02.1964, Side 8
8
VISIR . Þriöjudagur 1 r. febrúax 1964,
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
1 lausasðlu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f.
Heimatilbúin vandræöi
Bjami Bragi Jónsson hagfræðingur ritar nýlega grein
um gengið í tímaritið Frjáls verklýðshreyfing. Þar
vitnar hann í eftirfarandi orð brezks hagfræðings:
„Menn verða umfram allt að gera sér grein fyrir því,
að gjaldeyrisvandræði eru ekki nokkuð, sem rignir
fyrirvaralaust yfir þá af himnum. Hver þjóð, sem nenn-
ir að sinna því, getur búið sér til þessi vandkvæði á
svipstundu með hjálp seðlapressunnar og harðdrægra
stéttasamtaka".
þetta eru orð í tíma töluð. íslendingar þekkja sann-
gildi þeirra af eigin raun. Eftir styrjöldina allt fram til
1960 átti pjóðin við mikinn og stöðugan gjaldeyris-
skort að búa. En með breyttri stjórnarstefnu hefir á
síðustu árum tekizt að snúa þeirri óheillaþróun við.
Einn ávöxtur viðreisnarstefnunnar, og ekki sá ómerk-
asti, hefir verið að þjófein hefir aftur eignazt gilda
gjaldeyrissjóði. Slíkir sjóðir eru sem alkunna er undir-
staða þess að unnt sé að gefa verzlunina frjálsa og
taka upp viðskipti í auknum mæli í hörðum gjaldeyri.
Vöruskiptaverzlun er neyðarúrræði þeirra þjóða, sem
enga eiga gjaldeyrissjóðina. Á víðtækri slíkri verzlun
höfum við slæma reynslu. Þess vegna er það megin-
atriði, að ekki verði út af þeirri braut horfið sem hér
hefir verið mörkuð. Þjóðin hefir þegar kynnzt af eigin
raun þeim hagsbótum, sem felast í því að búa við
frjálsa verzlun, en ekki höft og svartan markað. Eng-
inn óskar eftir slíku ófremdarástandi aftur.
JJér er líka bent á þá staðreynd, að efnahagsörðug-
leikar eru oft heimatilbúin vandræði, sem ráða má bót
á með skynsamlegri hagstefnu. Ferill viðreisnarstjórn-
arinnar er gleggsta sönnun þess. En erfiðasti steinn-
inn í götunni er óbilgjörn launastefna, sem ríkisvaldið
fær ekki ráðið við. Sú er meginorsök þess, að nauð-
synlegt hefir verið að breyta genginu á liðnum árum.
Þennan sannleik þurfa launasamtök landsins að skilja
og haga aðgerðum sínum í samræmi við það. Kjara-
bætur má fá fram á margan annan hátt en þann, sem
býður hættu gengislækkunarinnar heim.
Grýlan mögnuð
gíðast í fyrradag mátti lesa harmtölur í Tímanum
yfir því að hluti innlánsfjárins skuli bundinn í Seðla-
bankanum. Auðvitað veit Framsóknarflokkurinn mæta
vel, að það er hin skynsamlegasta ráðstöfun, þótt reynt
sé enn að gera sér pólitískan mat úr henni. Bundna
féð er undirstaða gjaldeyrissjóðanna og til þess ætlað
að mæta skakkaföllum í utanríkisviðskiptum. Auk
þessa vinnur það gegn ofþenslunni í peningamálum
þjóðarinnar. En hið eilífa sífur flokksins um „frysta
féð“ sýnir til hverra áróðursbragða er gripið, sem
gánga beint í berhögg við hagsmuni lands og þjóðar.
jr
Alit formanns Kaupmannasnmtaknnna:
Verðlagsyfírvcldiit ené■
urskoði afstöðu sína
Vlsir heflr ðtt viðtal við for-
mann Kaupmannasamtaka ís-
lands, Sigurð Magnússon og
spurt hann um álit hans á Kjara
dómi verzlunar og skrifstofu-
fólks sem gekk fyrir helgina.
Sigurður svaraði:
— Kjaradómurinn er ( megin-
atriðum eins og ég hafði gert
mér í hugarlund að verða
mundi. Auk hækkunar á kaupi
er ein aðalbreytingin fólgin í
styttri vinnutíma og að verzlun
arfólk byrjar eftirvinnu 10 mfn-
útum eftir að búið er að loka
verzlunum.
Þetta þýðir I framkvæmd, mið
að við að afgreiðslutfminn ekki
styttist, geysi mikinn kostnaðar
auka hjá sumum verzlunum,
einkum þó hjá kjötverzlunum
og matvöruverzlunum, en þar er
óhjákvæmilegt að vinna í allt að
eina klukkustund á degi hverj-
um eftir að verzlunum er Iokað
og í sumum tilfellum lengur,
einkum um helgar og fyrir hátfð
ar.
Nú er það skylda verðlags-
yfirvalda, fyrst verðlagsákvæði
eru f gildi að taka tillit til þess-
ara hluta svo og til annarra
hækkana á reksturskostnaði
sem orðið hafa undanfarin ár og
gera ákvarðanir sinar f sam-
ræmi við það.
Niðurstöður dómsins þurfa í
sumum tilfellum skýringar við
og er þvf nauðsynlegt að Iauna-
greiðendur almennt hafi samráð
við skrifstofu samtaka sinna um
hugsanleg vafaatriði þvf mikil-
vægast er fyrir alla aðila að
Sigurður Magnússon.
dómnum sé framfylgt rétt frá
byrjun".
Við fjöll og sæ' — ferða-
þættir og minningar
Hallgrfmur Jónasson: VID
FJÖLL OG SÆ, ferðaþættir
og minningar. Ctg. Prent-
smiðjan Leiftur h.f.
Löngu landskunnur rithöfund-
ur, ferðagarpur og kennari, Hall
grfmur Jónasson, hefur sent frá
sér nýja bók. Er þetta 5. bók
hans. Bók þessi er 224 bls. og
skipt í 3 aðalkafla er nefnast:
Gesti ber að garði, Við fjöll og
sae, og Horft um öxl, alls 27
þættir. Einn þátturinn, Slys á-
Skálavatni, segir Hallgr. Jónas-
son að sé að öllu efni og að
mestu leyti að orðfæri eftir Jón
Ámason, bónda f Lækjarbotn-
um í Landssveit. Sumri þætt-
imir f bók þessari eru áður
fluttir f útvarp, en eins og kunn-
ugt er, þeim, sem hlusta á mælt
mál útvarps, er Hallgrímur með
al vinsælustu útvarpsfyrirlesara,
erindi hans jafnan vel flutt,
vandlega samin og athyglisverð.
Hann segir f formála, að nátt-
úrufræðiþekking sín sé harla
takmörkuð. Á vissan hátt er
hann áreiðanlega í flokki beztu
náttúmfræðinga hér á íslandi,
kemur það víða fram f ræðum
hans og ritum. Og hann hefur
hæfileika til að segja þannig
frá, að eftir er tekið og munað.
Stíll hans er ætíð góður, oft
magnaður og þrunginn sannri
snilld. 1 stuttu máli bregður
hann upp ógleymanlegum mynd
um bæði lýsingum á landslagi,
veðurfari, ferðalögum og öðr-
um atvikum svo og frásögnum
um atburði, stóra og smáa. —
Hann hefur fengið þá náðar-
gáfu að geta sagt vel frá, lát-
laust en þó hrífandi. Hallgrím-
ur Jónasson býr yfir miklum
gáfum og miklum sálarkröftum,
það sýnir hann m. a. I frásögn-
inni um baráttuna við sjúkdóm-
inn á bemskuárunum og þann
mikla sigur, er hann vann með
viljastyrk og þrautseigju. Það
er margt í þessari bók, auk fróð-
leiks, sem allir hafa gott af að
lesa. Þetta er vissulega lærdóms
rfk bók og skemmtileg, þar er
bæði alvara og gamansemi á
ferðum. Ég ætla ekki að geta
sérstakra kafla bókarinnar hér,
en ég held að erfitt sé að finna
leiðinlega blaðsfðu f bókinni.
Að minnsta kosti treysti ég mér
ekki til þess. Bókin er tvímæla-
laust meðal allra beztu bóka
þessa árs (1963), þegar á allt
er litið. En ég skal geta þess, að
skáldsögur s.l. hausts hef ég eng
ar lesið ennþá
Myndir, margar og ágætar,
prýða bókina, prentaðar á góð-
an myndapappír. Allur er frá-
gangur góður og prentvillur sá
ég engar sem máli skipta.
Þorsteinn Jónsson.
, Skrúfudagurinn'
verður á morgan
1962 tók Vélskólinn upp á
þeirri nýbreytni að stofna til
sérstaks hátfðardags, sem nefnd-
ur er Skrúfudagur, en merki
skólans er sklpsskrúfa, og skýr-
ir það nafn dagsins. Skrúfudag-
urinn er almcnnur mótsdagur
eldri og yngri nemenda skólans.
Þriðji Skrúfudagurinn verður
haldinn hátíðlegur á morgun,
og verður dagskráin f fjór-
um liðum: Starfsemi skólans
verður kynnt, veitlngasalir skól-
ans verða opnir, síðan verður
efnt til sérstaks hátfðarfundar,
og um kvöldið verður árshátfð
Vélskólans að Hótel Sögu.
Skrúfudagurinn er almennur
mótsdagur eldri og yngri nem-
enda Vélskólans. Menn koma
saman, hitta gamla skólafélaga,
rifja upp endurminningar frá
skólaverunni og kynnast skóla-
starfinu, eins og það er á hverj-
um tíma. Eins og fyrr segir, var
fyrst stofnað til þess dags 1962,
og er því ekki hægt að segja
að hann byggist á gömlum erfða
venjum heldur er verið að reyna
að mynda þær fyrir framtfðina.
Þeir tveir Skrúfudagar, sem
haldnir hafa verið, hafa gefizt
alveg sérstaklega vel, og menn
eru þess fullvissir, að í retta
átt sé stefnt.
Dagskrá Skrúfudagsins að
þessu sinni verður þannig:
Kl. 14 — 16.30 verður starfsemi
skólans kynnt. Nemendur verða
þá við störf f hinum þrem verk-
legu deildum. Þar verða diesel-
vélar og eimvélar í gangi og
rafmagnsæfingasalurinn og rann
sóknarstofan opin. öll verða
tækin notuð af nemendunum, og
munu þe’r veita allar skýringar
og upplýsingar sem gestir kunna
að óska eftir.
KI. 14 til 17 verða veitinga-
Framhald á bls. 13.