Vísir - 25.02.1964, Síða 15

Vísir - 25.02.1964, Síða 15
V1SIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1964. 15 í þeim svifum, er Luigi sagði þetta, var lögð hönd á öxl hans. Hann kipptist við og leit upp og brá, er hann sá hver kominn var — Paroli, maðurinn, sem hann hafði verið að tala um, stóð þama og brosti til hans. — Corpo di Bacco, eruð það þér, Paroli. Ég var einmitt að baknaga yður. — Já, ég heyrði það, sagði Paroli hlæjandi. Donato horfði á Paroli for- vitnislega, enn hann var þegar farinn að athuga augun í Luigi. - Vinur minn, sagði hann, þér eruð orðinn dálítið ruglað- ur - það er hreinasta vitfirr- ing að láta skeika að sköpuðu með sjónina, þegar svona er komið. - Ég þori ekki að andmæla, en það er dýrt að leita til sér- fræðinga. - Af hverju komuð þér ekki til mín? - En þér voruð horfinn. — Þá hefðuð þér átt að leita að mér. Jæja, ég er fundinn - og ég skal hjálpa yður. Lyftið upp höfði yðar, svo að ég geti séð betur. Luigi hlýddi og Paroli skoðaði hann betur. - Eftir hálfan mánuð verðið þér á batavegi - það er að segja, ef þér óskið þess. Ég skal skrifa lyfseðil handa yður. - En lyfin kosta Iíka pen- inga. Allir apótekarar eru svíð- ingar. - Þessi lyfseðill kostar yður ekki neitt. - Já, þá býst ég við að ég hafi efni á þessu, sagði Luigi hlæjandi. Svo bætti hann við: - Þér komið þó vænti ég ekki hingað, læknir, til þess að borða miðdegisverð? - Nei, ég kom sannast að segja til þess að tala við yður, svaraði Paroli. — Er það satt? spurði Luigi undrandi. — Já, ég hafði heyrt yður minnast á þennan stað, og það datt í mig, að ég mundi geta fundið yður hér. — Þurfið þér á mér að halda til einhvers? — Ég þarf að tala við yður. Það hlýtur að vera auð stúka einhvers staðar þar sem við get- um talað saman í ró og næði. - Jú, ég held nú það, sagði Luigi og benti á dyr einar. - Það er víst enginn þarna inni. Við getum vel farið þarna inn, læknir. Þú afsakar mig smá- stund, Donato. — Landi yðar? spurði Paroli. - Já, læknir, frá Piemont. Læknirinn rétti Donato hönd sína og glerskurðarmeistarinn tók þéttingsfast í hana. í þess- um svifum gekk framreiðslu- stúlka framhjá. - Ó, komið með öl handa okkur það í herbergið, þama. stúlka), sagði Paroli — og færið Dkkur, bella ragazza (fagra Þegar hún var komin með könnu af öli og glös, settust þeir Luigi og Paroli og byrjaði Paroli samræðuna með því að spyrja: — Hvað hafið þér fyrir stafni um þessar mundir? - Ég stunda alltaf sömu iðn- grein — vopnasmíði. - Hjá hverjum vinnið þér? - Hjá vopnasmið f Batignol- les. — Hvað fáið þér í kaup? — Sex franka á dag. - Það er lítið. — Já, það er varla eftir fyrir tóbaki, þegar maður hefir klætt sig og fætt. - Nei, það er svo sem ekkert sældarlíf. - Jæja, eitt er þó sem mikil uppbót er f. Ég hefi gaman af leiksýningum og get farið í leik- hús þegar mér sýnist. - Það var einkennilegt. Það kostar þó peninga. - Ekki mig, ég hefi nefni- lega dálitla aukavinnu í tveimur leikhúsum. - Þér eruð kannske „stat- isti“, ha? Og við hvaða Ieik- hús? - 1 Batignolle og Montmar- tre. - Og í hverju er starfið fólg- ið, má ég spyrja? - Ég er ráðinn vegna kunn- áttu minnar og þjálfunar sem vopnasmiður - ég lít |ftir skot- vopnum þeim, sem notuð eru á leiksýningum, tvisvar í viku - þ. e. a. s. þeim, sem skotið er úr. Meistari minn hefir samn- ing við leikhúsin. Og ég fæ að standa að tjaldabaki og stund- um fæ ég að sitja niðri í saln- um. Og mest gaman hef ég af „kómedíunum". — Ég held nú að kómedíurnar, sem sýndar eru í þessum leik- húsum, séu heldur tilbreytingar- litlar, sagði Paroli og hellt.i öli í glas vinar sfns. - Já, en hvað um það, mað- ur getur glaðzt yfir þessu samt. - En ef ég veitti yður riú tækifæri til skemmtilegra og á- hyggjulausara lífs — hvað mund uð þér segja við því? - Ég mundi taka því með þökkum, en svo er það, hvort ég gæti gert það, sem þér hafið í huga, því að svo heimskur er ég ekki að halda, að þér ætlizt ekki til að fá eitthvað fyrir yðar snúð. - Þér þurfið lítið að gera og fáið 5000 franka fyrir. — Fimm þúsund franka — hvert í logandi! — Já, og greiðslu út í hönd. Þér þurfið ekki að gera annað en segja já við tilboði mínu. — En áður en ég játa, verð ég að fá að vita hvað þetta er — hvort ég get tekið við því — eða hvort ég verð til neyddur að hafna því. - Ég geri ráð fyrir, að þér séuð sá sami og þegar við fyrst kynntumst — gerið yður ekki grillur út af smámunum. - Ó, - nei, maður breytist ekki þannig á mínum aldri. - Þá getið þér gert þetta. - Það vona ég, — ég vildi sannast að segja gjarnan gera yður greiða án endurgjalds, því að ég hefi ekki gleymt að þér læknuðuð mig einu sinni, björg- uðuð sjón minni, og ætlið að gera það nú. - Ég stend við það, sem ég hefi lofað. Innan hálfs mánaðar skuluð þér hafa fengið fullan bata. - Segið mér þá hvað það er, sem þér viljið. Angelo Paroli tók vasabók Cecile upp úr vasa sínum og sýndi Luigi hana. - Lítið á þetta, sagði hann. - Ég sé, að þetta er ein þeirr ar tegundar, sem konur stinga nafnspjöldum í og pára í sér til minnis. Hvað er í henni? — Ekkert — nema tvö óskrif- uð blöð. Og það, sem um er að ræða, er að beita kænsku til þess að koma henni inn í herbergi, sem ég skal sýna yð- ur. — Er búið í því? - Já. — Þá vandast málið — þetta er hættulegt. — Hvers vegna? - Ef þeir tækju mig fastan, myndu þeir gera það vegna þess, að þeir grunuðu mig sem þjóf - en ég gæti engar skýringar gefið á erindinu. — En þér megið ekki láta taka yður fastan! - Jæja, ég slæ til, þótt þetta sé engan veginn auðvelt. — Það verður að koma vasa- bókinni þannig fyrir, að hún finn ist ekki nema við gagngera leit. - Ja, nú vandast málið, - þetta er ekki létt - Ef það væri það, mundi ég ekki greiða yður 5000 franka. - Hvers vegna hafið þér á- huga á að koma þessari vasabók inn í þetta ákveðna herbergi? - Það kemur yður ekki við. - Alveg rétt. Ég spurði bara af forvitni. Hvar er þetta hús? - í Batignolles-hverfi. v/Miklatorg Sími 23136 IjSfc* l8966d90ö^.’UL LAUGAVE6I 90-02 Stærsfa úrval bif- reiða á einum stað. Salan er örugg hjó okkur. T A R 2 A N Ég veit ekki hvað ég geri ef ég fæ ekki mátt í faeturna aftur, segir Naomi við Tarzan, ég verð ónothæfur krypplingur. Við verð- um komin til þorpsins á morgun, svarar Tarzan, þá fáum við að vita hvað dr. Dominié og Medu segja, Medu? hrópar stúlkan undr andi. Sá villimaður. Tarzan bros- ir, ég á dálítið leyndarmál, Na- omi, sem ég ætla að geyma þang- að til dr. Dominie er búinn að skoða þig. GARÐASTRÆTI 6 úsid Seljum allar tegundir myndavéla, allar gerðir af filmum. Ljósmynda- pappír (Leonar). Framköllun, kopering. Sími 21556. Höfum kaupanda að 2 herb. íbúð, má vera í Kópavog 1 smfðum eða tilbúin undir tré verk. Sem næst Hafnarfj.veg Höfum kaupanda að 4-6 herb einbýlishúsi. Mikil útborgun. Höfum kaupanda að stóru verzlunarhúsi fullbúnu eða í smíðum. Höfum kaupanda að góðri I búð í vesturbænum, 4-6 herb Mikil útborgun. Höfum kaupendur að 2-6 herb. íbúðum víðsvegar f borginni í flestum tilfellum er um mikla útb. að ræða. Höfum kaupanda að stórri í- búð ca. 150-170 m\ lbúðin má vera í smíðum eða tilbú in undir tréverk. Tökum að okkur að annast sölu og kaup á góðum fast- eignum í Reykjavík og ná- grenni. Hagkvæm eignaskipti er oft möguleg. JÖNINGIMARSSON lögmaður HAFNARSTRÆTI 4 SíMi 20788 sölumaður: Sigurgeir Magnússon Heilsu- vernd Síðasta námskeið vetr arins í tauga- og vöðva- slökun og öndunaræfing um, fyrir konur og karla hefst mánudaginn 2. marz. Upplýsingar í síma 12240 eftir kl. 20. Vignir Andrésson íþróttakennari GAMMOSÍUBUXUR kr. 25.00 Miklatorgi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.