Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. marz 1964. Með T DAG minnist „Kirkjan og þjóðin“ þess, að á þessu ári er hálf fjórða öld liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. Þetta á vel við. Ef nokkur is- lenzkur prestur hefur að fullu og öllu verið eign þjóðarinnar — eign alþýðunnar — þá er það hann, enginn eins og hann, hvorki fyrr né síðar. Tvisvar sinnum á ungra aldri varð Hall- grímur Pétursson af tilviljun á vegi æðstu og voldugustu kirkju höfðingja landsins. I bæði skipt- in gerðu þeir sinar ráðstafanir til að koma honum til náms og sveigja líf hans inn á brautir náms og lærdómsframa. í bæði skiptin mistekst það og þvl er það, að án allra prófa, án allra réttinda, verður hann að ganga í þjónustu kirkjunnar þegar fyll ing tímans var komin. Sagan segir, að eitt sinn hafi Herra Guðbrandur verið á ferð út á Höfðaströnd. Við götuna eru nokkur börn að leik. Bisk- upinn stöðvar hest sinn og gef- ur sig á tal við þau: „Hvað er- uð þið að gera börnin góð?“ Átta ára snáði í hópnum verður fyrir svörum. Hann svarar með vísu: Ég er að tina þúfnahnot í þrætukot. Mylur málakvörn muðlinghnöttinn hvörn. Biskupi líkar svarið svo vel, að hann gefur sig að drengnum, ljóðar á hann. Og Hallgrímur litli svarar með annarri vísu. Þannig hefjast þeirra viðskipti. Þetta verður tii þess að biskup tekur sveininn heim að Hólum og lætur kenna honum. En kál- ið er ekki sopið þótt I ausuna sé komið. Þetta gengur ekki eins greitt og tii þess var stofnað. Það verður lítið úr náminu. Hall grímur kemst I einhverja ó- lempni fyrir kveðskap eða þess konar ungæðishátt hjá fyrir- kvenfólki á staðnum. Og það næsta, sem við vitum um hann er að hann er kominn til út- landa, er í Kauþmannahöfn, far inn að reka járn og hefur ærið illa vist. Ekki eru til greinargóðar heim iidir um það hvernig á þessari för hans stóð, en Hallgrímur minnist hennar í reisusálmi sín- um á þessa leið: Móðurjörð minni frá, þín mildin gæzkuhá, leiddi með lukku blíða og Iétti öllum kvíða. Hvernig svo sem til þessarar ferðar var stofnað, hefur Hall- grímur a. m. k. síðar fundið það, að einnig þá var hann leiddur af Guðs. máttugu föðurhönd og falinn forsjá hans. En hann unir illa vistinni í járnsmíðinni og formælir meist- ara sínum á ófagurri íslenzku. í þeim svifum ber að mag. Brynjólf Sveinsson, sem þóttu „orðin að vísu ófögur en orða- tiltækið ekki ómjúklegt". Ávítar hann Hallgrím fyrir að formæla svo sínum sannkristnum ná- unga, en hinn hefur það sér til afsökunar, að hann yrði að þola Sr. Hallgrímur Pétursson högg og slög fyrir sakleysi með öðrum vondum aðbúnaði. Er þeir nú taka tal saman, finnur Brynjólfur strax hverjar gáfur búa hjá þessum unga manni. Hann fær hann til að hætta við iðnina og snúa sér að bóknámi. Hann kemur honum I mennta- skóla I Kaupmannahöfn, þar sem hann strax tekur hinum beztu framförum. Allar líkur benda til mikilla námsafreka. Ekki vantar gáfurnar. arljóð En allt kemur fyrir ekki. Hvor ugur þessara miklu andlegu skör unga — herra Guðbrandur eða magister Brynjólfur megnar að leiða þennan gáfaða ungling frameftir brautinni til hins glæsi lega lærdómsframa. Honum er af æðri máttarvöldum ætlað ann að og meira hlutverk heldur en það, sem venjulega bíður góðra námsmanna á hefðbundnum skólavegi. Og nú vitum við hvað það er, sem veldur. Nú er það Guðríður Símonardóttir, sem kemur til sögunnar. Á þeim — Hallgrími og henni — er að vísu 16 ára aldursmunur. Samt er það hún, þessi næstum fertuga ekkja, sem fær þenna rúmlega tvítuga skólapilt til að yfirgefa glæsilega framtíð og framavonir I sjálfri Kaupinhöfn. En „enginn má sköpum renna“. Þessu verð- ur ekki breytt. „Hallgrímur hafði fullkomlega hugfest sér að ekta Guðríði, svo hann varð ekki frá þvi talinn“, segir sr. Vigfús I Hítardal I ævisögu sinni. Til hennar hefur hann fengið þann ástarþokka, að um vorið 1637, þá þetta ánauðuga fóik skyldi hingað fara, yfirgaf hann bæði skólann og Iærdóm- inn og fór með Guðríði hingað til lands. Cvo líða árin — sjö erfið ár I eymd og óvirðing. Hann er „púlsmaður danskra" — kot- bóndi á Suðurnesjum — „þurfa- maður þrælanna I Hraununum". „Var þá stórt efnaleysi Hall- gríms“, segir sr. Vigfús. Upp úr þessum djúpa dal efna- og umkomuleysis er haldið til lands ins æðsta staðar — á fund bisk upsins I Skálholti. Þeirri för lýsir sagan — þjóðsagan — m. a. á þessa leið: Þangað kemur Hallgrlmur mjög fátæklega til fara með sjóvettlinga á höndum, en maðurinn ei mjög ásjálegur eða kurteis fyrir heiminum, fann þar eitthvað af stólsfólk- inu og sagðist vilja finna bisk- upinn, að hverju sumir hlógu, segjandi hvað þessi húski mundi vilja biskupnum. Sögðu þó bisk upi til hans að fátækur maður af nesjum sunnan mundi viljá fá að tala við hann. Sagt er þegar biskupinn vissi hver per- sónan var, hafi hann svarað: „Fari hann ofan I smiðju og reki járn. Það kann hann, því að hann hefur gjört það fyrri“, hvað og Hallgrímur gerði rösk- lega, þar til biskup lét kalla á hann. Var svo Hallgrími fylgt á biskupsfund, hvar hann fram bar sitt erindi'. Átti biskup langt tal við Hallgrím, svo að aðra furðaði það að hann skyldi virða þennan fátækling svo mikils, að setja hann við borð hjá sér og eiga við hann langt tal, og ekki síður þá er þeir vissu um er- indi hans og erindislok rejkn- andi biskupi um það fyrir heila- grillur að vlgja svo auvirðilega og fátæka manneskju til prests. En þá þeir heyrðu Hallgrlm predika fyrir vígslu, skiptu þeir hljóðinu ... Vlgði svo biskup- inn, mag. Brynjólfur, Hallgrím til prests og gaf honum hest með reiðtygjum þar til alklæðn- að og prestshempu, sendi hann síðan Hvalsnesingum. Cendur Hvalsnesingum .. Þann ^ ig lýsir Ævisagan því, þegar Hallgrímur Pétursson gekk I kirkjunnar þjónustu. Þannig vill þjóðin — þjóðsagan hafa það, að þessi mikli andans maður hafi komið inn fyrir staf heil- agrar kirkju. Hann kom þangað próflaus, réttindalaus, efnalaus, umkomulaus hafandi tapað geist legheitunum og langan tíma for- lagt" bókina, en lifað við fátæk- legt búhokur sem annar búðar- eður hjáleigumaður. En eins og hann var óvirtur og öllum heiðri sneyddur þegar kirkjan tók hann I sinn móðurfaðm, að sama skapi hefur þjóðin upphafið hann, krýnt hann sínum æðstu metorðum, gert hann að Davlð konungi þessa jökullands, Iyft honum hátt yfir alla aðra kirkj- unnar menn allt frá fyrstu dög- um íslenzkrar kristni fram á þennan dag. Enn eru heilræði hans numin af hinum ungu, enn eru spekimál hans talandi I eyru hinna fullorðnu, enn eru hugg- unarorð hans athvarf hins aldr- aða við aðkomu dauðans. í ágætri ritgerð, sem dr. Jón Þorkelsson skrifaði um Hallgrím Pétursson I Almanak Þjóðvina- félagsins árið 1914, segir hann að þeir séu ekki margir .hér á landi, sem eigi H. P. ekki eitt- hvað að þakka, „sá ungi heil- ræði og lífsspeki, sá voldugi og yfirlætismikli varygðarorð, sá vesæli og vonlausi huggun. Þeir, sem andans og listarmenn þykj- ast vera, munu og fáir vera þeir gikkir fyrir Guði, að þeir kann- ist ekki við andriki Hallgríms, afl hans og snilld, þegar honum tekst upp.“ Slik gjöf hafa Hall- grfmsljóð verið íslendingum öll- um og eru enn 1 dag. Slíkur er Hallgrímur. Þess vegna var hann ekki aðeins „sendur Hvalsnes- ingum“ heldur allri þjóðinni. Hann átti hina guðlegu náðar- gáfu. Hann var af Guði útvalinn til að flytja þjóð sinni boðskap lífsins — eilífa lífsins. Þess Frh a Dls 1„ Hallgrímsminning 1914 Á sunnudag I föstuinngang 1914 skyldi að biskupsboði minnzt 300 ára afmælis Hall- gríms Péturssonar. Víða varð minna úr en til stóð, því að „norðanstorm gerði harðan að- faranótt sunnudagsins, en snjór mikill á jörðu, rétt um land allt, og víða ofanhríð. Hafa þvi orð- ið mörg messuföllin", segir herra Þórhallur I Kirkjublaði sínu. En vlða var messað við mikið fjölmenni, þrátt fyrir ófærð og vonzkuveður. í Reykjavík varð hluttaka mikil og innileg. Stúd- entafélagið hafði alþýðufyrirlest ur og I K.F.U.M. voru á 5. hundrað manns taldir út úr sal, sem tók um 300. í Odda var bylurinn svo svartur að vart sást yfir hlaðið. Þar varð messu- fall. Svo varð einnig I Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Aftur á móti var messufært á Hvals- nesi þennan minningardag. — Vestan úr Stykkishólmi skrifaði sr. Sigurður Gunnarsson „Vel var kirkjan sótt hjá Hallgrimi hér I Hólminum, þrátt fyrir kalt og hvasst veður. Kirkjan troð- full og fjöldi varð frá að hverfa. En hvað guðsþjónustan og und- irbúningurinn undir hana bar skýran vott um ást fólksins á H. P., og aðdáun fyrir honum. Því gleymi ég aldrei". — — — Á Akureyrl var margt fólk við kirkju þótt stórhríð mætti heita. Kirkjugestur þar segir, að stemn ingin hafi verið svo mikil, að hann hafi ekki getað tára bund- izt þegar Passíusálmarnir voru sungnir, og svo vel tókst sr. Geir upp fyrir altarinu, að „hver tónn gekk mér að hjarta og fyllti mig angurblíðum fögnuði". Matt hías steig I stólinn og talaði um H. P. og hans „Kristnu Háva- mál“. Þegar hann að lokum hafði yfir erindið: „Trúarskáld, þér titrar helg og klökk tveggja alda gróin ástarþökk", þótti mér sem „gloría standa um höfuð ljóðsnillingnum, og þegar hann 1 guðmóði lýsti hinni postullegu blessun, gat ég ekki annað en viknað við þá tilhugsun að þetta yrði máske I síðasta sinn, sem hann lýsti blessun Guðs yfir söfnuðinum í prédikunarstól. — Þessi guðsþjónusta er sú lang- áhrifamesta, sem ég minnist að hafa tekið þátt I og um leið sú uppbyggilegasta". í Kaupmanna höfn var hin fyrsta ísl. guðs- þjónusta haldin þennan dag. Ungir menn og gamlir .karlar og konur, streymdu til kirkjunnar alls um 350 manns. Sr. Magnús Magnússon I Bregning messaði, en dr. Sigfús Blöndal var með- hjálpari. Að lokum skal getið, hvernig H. P. var minnzt I holds veikraspítalanum 1 Laugarnesi. Eftir venjulega guðsþjónustu var samkoma með upplestri og söng. Hún endaði á Son Guðs ertu með sanni. „Stóðu þá upp jafnvel þeir, sem bágt áttu með að standa". Þeir veikustu höfðu látið bera sig til kirkjunnar. Fagnaðarhugurinn var sem bezt á stórhátið. Prestur I Laugarnesi var sr. Haraldur Níelsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.