Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 4
 Ví SIR . Laugardagur 14. marz 1964. Um sföustu múnafiamót hafði Guðlaugur Rósinkranz gcgnt embætti þjóðleikhússtjóra í 15 ár. Allmikill styrr hefir að undanförnu staðið um leikhúsið, eins og reyndar oft áður. 1 þessu vlðtali við Vísi gerir þjóðleikhússtjóri grein fyrir sjónarmiðum sínum um stjórn leikhússins og ræðir þau mál sem efst eru á baugi. hafi ánægju og gagn af þeim. Það er engum til gagns eða gleði, að sýnd séu leikrit, sem fólkið vill ekki sjá, hversu merkileg sem þau kunna að vera. Og alltaf þarf að hafa hlið sjón af því, að leikararnir fái hlutverk við sitt hæfi“. „Hvernig var þér innanbrjósts fyrir 15 árum, þegar þú tókst við þessu vandasama starfi?“ „Mér þótti það verulega skemmtilegt og spennandi, þó að ég vissi fyrir, að það gæti orð- ið stormasamt á köflum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leik- „Hvemig er að vera einn af umdeildustu mönnum þjóðarinn ar?“ J6g væri löngu orðinn að taugaveikluðum aumingja, ef ég tæki slíkt nærri mér“, svarar þjóðleikhússtjóri. „Og öllu má venjast. Raunar gerði ég mér fulla grein fyrir því, þegar ég var skipaður f þessa stöðu, að ég mætti búast við harðri gagn- rýni úr ýmsum áttum. Það er nú einu sinni svo, að alltaf stendur styrr um leikhúsin, í hvaða landi sem er, og Þjóðleik húsið okkar var ný stofnun, sem þurfti að skipuleggja frá grunni, prófa sig áfram með og byggja upp smám saman, eftir þvf sem reynslan sagði til um. Ég hef aldrei óskað þess, að þðgn ríkti um leikhúsið — nei, þvert á móti. Afskiptaleysi og lognmolla er það hættulegasta, sem fyrir getur komið. En um- ræðumar verða að vera heil- brigðar og aðfinnslur byggðar á rökum, ekki hleypidómum og illvilja. Gagnrýnin má ekki rhiða að þvf að rffa allt niður, heldur á hún að bæta og byggja upp og 'benda á leiðir til úrbóta, þar sem miður fer. En hér hefur aidrei komið fram raunhæf, já- kvæð gagnrýni. Það er fundið að og rifið niður og sleggjudóm verk, sem efst eru á baugi í leik listinni hverju sinni. Að sjálf- sögðu er ekki hægt að gera öllu skil á fáeinum árum, en ég hef reynt að velja sem margbreyti- legast efni, þannig að engin grein verði alveg afskipt. Af sígildum verkum hafa m. a. ver- ið sýnd leikrit eftir Shakespeare, Moliére, Ibsen, Holberg og Strindberg, af nútímaleikritum má nefna verk eftir Arthur Mill er, Tennessee Williams, Eugene O’Neill, Max Frisch 'John Osborne, Sean O’Casey og Brendan Behan, og til þess að tilraunaleikritagerð nútímans yrði ekki heldur útundan, tók ég Nashyrningana eftir Ionesco, sem jaðra við absúrdisma. Af þeim leikritum, sem fjalla um kviku líðandi stundar, hefur ekkert af verkum Brechts að vísu verið sýnt enn — og ég sætt harðri gagnrýni fyrir það — en ástæðan er einfaldlega sú, að mér hefur ekki tekizt að útvega þýðandá fyrr en nú fyrir skömmu. Og síðasta leikrit Brerfits, Arturo Ui, mun verða sýnt hér, þegar þýðingu á þvi er lokið“.. . „ .. .. » *li íliíuuij tJJíii 13 ijj/l * „Hvað um fslenzku leikritin?” „Þau hafa gengið misjafnlega og flest afar illa fjárhagslega, aðsókn verið dræm og undir- Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri. list og leikhúsum, og meðan ég var við nám í Svíþjóð, sótti 'ég allar sýningar á leikritum, óperum og ballettum, sem ég komst höndum undir. Já, ég tók meira að segja þátt í að stofna leikfélag í Stokkhólmi! Það voru nemendur í háskólun- tók við stöðu þjóðleikhússtjóra 1. marz 1949“. „Finnst þér viðhorf almenn- ings hafa breytzt á þessum 15 árum?” „Mér finnst Ieiklistaráhuginn hafa aukizt mikið, og leiksýn- ingarnar eru nú orðnar fastur þáttur í lífi þjóðarinnar. Við höfum haft margar skólasýning ar og gefið unga fólkinu kost á að sjá leikritin fyrir hálfvirði, og betri áhorfendur er navnriast hægt að hugsa sér. Bi»rnr!e )krit in hafa gengið með ein8æmum vel, og þar eru að alast upp leik húsgestir framtíðarinnar. Ég held, að við þurfum engu að kvíða, meðan þessi lifandi áhugi á leiklistinni er fyrir hendi hjá ungum og gömlum". „Leiklistarskóli Þjóðleikhúss- ins hefur orðið fyrir hörðum árásum upp á síðkastið — álít- ur þú þær óréttmætar eða hafa við einhver rök að styðjast?" „Það er löngum hægara að finna að en ráða bót á vanda- málum. Auðvitað væri prýðilggt að hafa hér fullkominn leiklist- arskóla, er stæðist samanburð við ströngustu skóla erlendis, en við verðum að taka tillit til aðstæðnanna, og þær eru ekki eins og erlendis, þar sem leik- listin er í mestum blóma. Ég tel, að við getum ekki að svo stöddu haft leiklistarskólann 1 öðru formi en nú er — hvað síðar verður, er annað mál. Og ég spurði nemendur skólans ný- lega, hvort þeir myndu hafa gengið í hann, ef námið tæki þrjú ár og ekki værj mögulegt að vinna neitt með þvf, allt upp á von og óvon og litlar Iíkur til að fá eitthvað að gera eftir á. Allir svöruðu nei. Við verð- um lfka að hugsa út í það, að leiklistarnám er ekki eins og venjuleg skólaganga — það verður enginn leikari, þó að ÞJÓÐLCIKHÚSSTJÓRII 15 ÁR ar felldir — ekkert er auðveld- ara. ,Stefnuleysi‘ er eitt af uppá haldsskammaryrðunum, sem hinir vandlátu dómarar nota í tfma. og ótfma, en þeim hefur bara láðst að geta þess, hvaða stefnu beri að taka upp. Og það er hætt við; aó erfitt yrði að gera öllum til hæfis. Sumir myndu ekki vilja að leikhúsið sýndi neitt annað en Shake- speare og Moliére, ungu spek- ingamir myndu heimta eintóm tilraunaleikrit eftir nýjustu tfzku, sumir myndu vilja létta gamanleiki og ekkert annað, og svona gengur það“. „Og hvaða stefnu leitast þú við úð fylgja f leikritavali?" „Ég lít svo á, að það sé hlut- verk Þjóðleikhússins sem menn- ingarstofnunar að kynna þjóð- inni eins fjölbreytt úrval og tök éru á af leikritum, sem hafa listrænt gildi, hvort sem þau eru gömul eða ný, íslenzk eða erlend, alvarlegs eðlis eða af léttara taginu. Farsa hef ég aldrei tekið, en góðir gaman- leikir, sem hafa boðskap að flytja eða heilbrigða gagnrýni, geta haft mikil áhrif og holl. Þá tel ég leikhúsið þurfa að kynna tektir daufar. Þó hafa verið sýnd 26 eða 27 íslenzk leikrit á þessum tæpu 14 árum, síðan Þjóðleikhúsið var opnað". „Hver þeirra hafa gengið bezt?“ „Tvfmælalaust íslandsklukk- an. Og þjóðleg leikrit eins og Piltur og stúlka, Skugga-Sveinn og Gullna hliðið hafa gengið ágætlega. En flest nýju leikritin hafa því miður gengið illa“. „Hvers konar efni hefur reynzt vinsælast?" „Gamanleikir og söngleikir hafa allajafna verið bezt sóttir, en fólkið vill hafa þetta bland- að, ekki tóma gamanleiki eða tóma harmleiki. Sumir vilja kannske aðeins koma í leikhús til að gráta, en ég sé ekkert athugavert við, að leikhúsgestir fáj lfka að gleðjast og hlæja, þegar svo ber undir. Annars hef ég aldrei látið mér detta f hug að reyna að eltast við smekk almennings, þ. e. að sýna ein- göngu það sem ég held, að muni ganga, enda er smekkur almenn ings algerlega óútreiknanlegur. Hitt er annað mál, að maður verður að leitast við að velja verkefnin þannig, að sem flestir um, mikið áhugafólk um leiklist, og við gerðumst svo djörf að leigja Dramaten fyrir sýningarn ar okkar, sem voru með hinum mesta nýtfzkubrag, jafnt hvað snerti sviðsútbúnað sem leikrita val. Fyrirtækið heppnaðist ágæt lega og vakti töluverða athygli í Ieiklistarheiminum". „Komst þú þá fram sem leik ari?“ „Nei, ég var aðeins einn af stofnendunum". „Hvað varstu lengi í Stokk- hólmi?" „Fjögur ár. Síðan gerðist ég framkvæmdastjóri Ndrræna fé- lagsins, eftir að ég kom heim, og gekkst þá fyrir leiksýning- um, fyrst hluta af Gösta Berl- ings Saga, þar sem Soffía Guð- laugsdóttir var leikstjóri og lék aðalhlutverkið. Ég fékk Gerd Grieg til að setja upp Veizluna á Sólhaugum til ágóða fyrir Nor egssöfnunina, og seinna fékk ég önnu Borg og Poul Reumert hingað til að leika f Dauðadans- inum eftir Strindberg o. fl. Allar þessar sýningar gengu mjög vel og skiluðu miklum ágóða, svo að ég var sem betur fór ekki algjörlega reynslulaus, þegar ég hann sitji á skólabekk í 10 ár, ef hann hefur það ekki f sér, og margir miklir leikarar hafa aldrei gengið í leiklistarskóla. Mér finnst það ekki sanngjarnt að tala niðrandi um nemendur skólans, því að sá hópur, sem nú er við nám, er hiklaust einn af þeim beztu, sem hafa verið í honum frá upphafi. Og þrír nemendur á sfðara ári hafa kom ið fram í vetur í þýðingarmikl- um hlutverkum og staðið sig mjög vel“. „Þú heldur þér við þá reglu að hlusta á allar ráðleggingar og fara sfðan eftir eigin höfði?“ „Ef ég hefði farið eftir þeim ,ráðleggingum‘, sem hellt hef- ur verið yfir mig ár eftir ár úr ýmsum áttum, væri ég löngu búinn að gefast upp og hættur störfum. Og reynslan hefur stundum sýnt, að öðrum en mér getur skjátlazt. Ég man t.d. eftir fyrstu óperusýningu leikhúss- ins. Það þótti óðs manns æði, þegar ég tók upp á þvf að fá sænsku óperuna til að sýna hér Brúðkaup Fígaros, fyrstu óper- una, sem flutt var hér á landi. En það fór svo, að við urðum að hafa aukasýningar og ágóð- hér og erlendar gestaheimsókn- ir með leikrit, balletta og óper- ur til að opna gluggana út f heiminn og gefa Islendingum tækifæri til að njóta þess bezta, sem á boðstólum er í þessum listgreinum. Við höfum fengið hingað um 20 flokka frá mörg- um löndum — vestan frá Bandaríkjunum og austan frá Japan, sunnan frá Spáni og norðan frá Finnlandi og margt þar á milli. Ég álít, að slfkar heimsóknir séu afar lærdóms- ríkar og mikið uppeldisatriði fyrir þá, sem starfa að þessum málum, og þar að auki menn- ingaratriði fyrir alla áhorfend- ur“. „Og hvað viltu segja um fram tíðaráform þfn?“ „Ekki annað en það, að ég Ift ánægður til baka þrátt fyrir ýmsa storma og smáerjur, og betra samstarfsfólk get ég ekki hugsað mér en leikara, leik- stjóra og annað starfsfólk Þjóð- leikhússins, að ógleymdu þjóð- leikhúsráði. Ég hef jafnan leit- azt við að fylgja þeirri stefnu, sem ég hef álitið bezta fyrir leik húsið, og við það mun ég að sjálfsögðu einnig halda mér í framtíðinni”. inn varð 50 þúsund krónur, sem var mikið á þeim tfma. Og næst fékk ég þá vitfirringslegu hugmynd að sýna hér óperu með íslenzkum söngkröftum. Hamingjan góða, þá gekk nú ekkj lítið á! Blöðin töldu þetta hreint brjálæði, og eitt þeirra krafðist þess, að ég yrði settur frá tafarlaust, því að nú væri ég bersýnilega orðinn alveg vit- laus. Jafnvel þjóðleikhúsráðið áleit þetta vafasamt fyrirtæki. En ég sat við minn keip. Ég var viss um, að það myndi ganga vel, og mér varð að trú minni — Rigoletto var sýndur 27 sinnum fyrir fullu húsi, og þar fékk Guðmundur Jónsson tækifæri til að sýna, hvað í honum bjó, og vann glæsilegan sigur, eins og kunnugt er. Síðan hafa verið fluttar nokkrar óper- ur við góðar undirtektir, og við höfum getað boðið frægum, fs- lenzkum söngvurum eins og Stefáni íslandi, Einari Kristjáns syni, Maríu Markan og Þor- steini Hannessyni að koma og syngja á sviði sinnar eigin þjóð' ar. — Að ég tali ekki um gaura- ganginn út af My Fair Lady. Þá ætlaði allt um koll að keyra, og hrakspárnar voru gífurlegar. Jæja, það tókst ekki verr til en svo, að sýningarnar urðu 68 talsins og nettóágóðirm 2,2 milljónir. Og þetta sýnir, hvem ig harðorðasta og stóryrtasta gagnrýni, sem fram hefur kom- ið á Þjóðleikhúsið, var á skökk- um forsendum byggð, og sýn- ingar, sem voru fyrirfram dæmdar hið mesta óráð, urðu þess í stað tveir af mestu sigr- um leikhússins frá byrjun". „Þú hefur fengið hingað marga erlenda gesti — ætlarðu að halda þeirri stefnu áfram?“ „Já, ég hef lagt áherzlu á að fá fyrsta flokks erlenda leik- stjóra til að stjórna sýningum I 1 I, f >?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.