Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 15
V í SIR . Laugardagur 14. marz 1964. 75 — Það var fallegt af yður að koma, sagði hún. - pér haldið þó ekki, að mér hafi ekki verið alvara? — Nei, ég treysti yður. Þau fóru að tala um íbúðina, sem hann hafði leigt og hún gaf í skyn, að það væri gaman að sjá hvernig hann hefði hreiðrað um sig þar, ög auðvitað sagði hann, að hún gæti komið þegar hún vildi. — Ég hefði komið fyrr áðan, sagði hún, en ég varð að doka- við, ef assessorinn skyldi koma. Hann heiðrar mig stundum með heimsókn, þegar hann kemur úr réttarsalnum, en svo nennti ég ekki að bíða — og var sannast að segja fegin að hann kom ekki. - Og nú eruð þér lausar og liðugar? — Til klukkan 9 í kvöld - hann kemur alltaf klukkan 9, nema þegar hann verður að vera hjá móður sinni, skilst mér. Ég verð að vera heima klukkan 9 — en, það er langt þangað til. — Við gætum borðað miðdeg isverð saman. — Það gæti verið skemmti- legt. Við gætum matazt hjá Laperouse - það er rétt hjá, þar sem ég á heima. Svo skrepp ég upp í íbúðina mína tveimur mínútum fyrir 9 og verði hann ekki kominn, getum við farið í gönguferð saman. — Og þá yrði kannske tæki- færi til að sjá íbúðina mína. - Við sjáum nú til, sagði Soffía brosandi. Nú bættist maður í hóp þeirra þriggja, sem sátu við næsta borð: — Það er mikið, að þú komst; sagði einn þeirra þriggja, sem fyrir voru. - Ég get ekki að því gert. Ég var á verði í sjúkrastofu fangelsisins og það var nóg að gera. í gærkvöldi komu þeir með einn, sem hafði verið stung inn rýtingi í slagsmálum. Það hafði verið gerð lögregluinnrás í Grýtuna við Hörpugötu og ef lögreglan hefði ekki komið, hefði þessi náungi vafalaust ver ið drepinn. Ekki veit ég hver hann er, en félagi hans kallaði / hann Baunastöngina, heyrði ég- Soffia' og René höfðu verið farin að leggja við hlustirnar, en þegar Soffía heyrði lækna- kandidatinn nefna Baunastöng- ina, kipptist hún við. — Og lögreglan hefur áhuga á honum. Já, hann virðist flækt ur í eitthvert mikilvægt mál — ég held morðið í hraðlest nr. 13. Og nú var það René, sem ekki síður fór að leggja við hlust- imar. — Það er sagt, að hann sé að minnsta kosti meðsekur morðingjanum. — Vita menn þá hver morð- inginn er? — Já, það er búið að hand- taka hann - hann heitir Oskar Rigault. Soffía rak upp vein - hún gat ekki kæft það, svo mjög brá henni. Hún snerti við hendi læknakandidatsins: — Afsakið, heyrði ég rétt, að þér segðuð Oskar Rigault? — Já, það er rétt. Svo sagði að minnsta kosti lögreglumaður sá, sem kom með særða mann- inn; og þeir voru handteknir á sömu stundu. - Heyrið þér, haldið þér að ég geti komið í sjúkraheimsókn til Baunastangarinnar? — Nei, sagði læknakandidat- inn, sem var vinsamlegur, því að hann kannaðist vel við Soff- íu, eins og hinir stúdentarnir flestir. Til þess þarf sérstakt leyfi. Þar að auki er tvísýnt um líf mannsins. - Afsakið, sagði Soffía skelf ingu lostin. — Þekkið þér Baunastöngina? spurði René alveg steinhissa. Og af hverju brá yður svona? - Ég skal segja yður það í hreinskiini - ættarnafn mitt er Rigault, og ég á bróður, sem heitir Oskar. René varð gripinn hræðslu og þagði. - Ég hlýt að vera eitthvað rugluð, sagði Soffía. Bróðir minn hefir verið í Afríku und- angengin 3 ár Hann er skikk- ar.legasti maður, er galgopi og dálítið kærulaus, en hann mundi ekki gera flugu mein. Og ég á bágt með að skilja, að hann skuli hafa flækzt inn í morð- mál. Ég veit, að Oskar mundi aldrei vega mann, en ég er grip in ótta, eins og þér skiljið. — Maðurinn gæti verið al- nafni bróður yðar, sagði René hughreystandi. - En úr því verð ég að fá skorið, sagði Soffía ákveðin — þar skal assessorinn minn sann arlega fá að hjálpa til. Jæja, ég er búin að jafna mig, við skulum fara að neyta miðdegis- verðar og ekki hugsa um þetta frekar. Hann tók undir hönd hennar og leiddi hana, og þau gengu þannig og leiddust til matstofu Laperouse, og René bað um mat seðilinn og lét Soffíu velja rétt- ina. Klukkan fimm mínútur í 9 setti Soffía á sig hattinn og bað René að bíða sín hálfa klukkustund, —. hún ætlaði að fara og grennslast eftir hvort assessorinn hefði komið. Klukk an 20 mínútur yfir 9 kom hún aftur. Assessorinn hafði ekki látið sjá sig. - Þér eruð þá frjáls sem fuglinn — hvert eigum við að fara? - Ja, hvernig væri að fara óg skoða íbúðina yðar? Hvað segið þér um þá hugmynd? - Mér finnst hún alveg ágæt, sagði René, og svo stakk hún hönd sinni undir handlegg hans og þau leiddust til íbúðarinnar í Nevers-götu. 22. Næsta morgun gerði de Gev- rey boð eftir lögfræðingnum, er hafði með höndum erfðaskrá Jacques Bernier. Þennan sama morgun var honum tilkynnt að búið væri aþ flytja Oskar Rig- ault í Consciergerie-fangelsið, og ætlaði hann að fara að gefa fyrirskipun um að láta sækja hann, er leynilögreglustjórinn kom og sagði honum, að Bauna stöngin væri enn í lífshættu og því ekki hægt að yfirheyra hann, en von væri um að lífi hans yrði bjargað. V!Ð SELJUM: Rambler ’60 fyrsta flokks Volkswagen '63 ’62 ’61 og ’60 Volkswagen ’59 rúgbrauð með gluggum og sætum. Sodiac ’59 úrvals bíll Opal Caravan ’60 Taunus ’62 ’60, ’58 og ’57 Moskowitch ’59 Mercedes Benz ’57 190 úr- vals bíll ný innfluttur. Chervolet '60 ’59 ’57 ’56 ’55 Chervolet ’56 3100 sendi- ferða með stöðvarplássi. Látið bílinn standa hjá okk ur og hann selst. rauðarA 111) SKÚLAGATA 65 — SÍIVU 15512 Bílasala MATTHÍASAR Seljum í dag: Opel Rekord ’64.Ekinn 8000 km. Chevy ’62, Ekinn 23000 km. Chevrolet ’60 í góðu standi. Opel Kapitan ’56 og ’62 Mercedes Benz ’59 og ’60 diesel Opel Rekord ’62 lítið ekinn, skipti á V.W. ’62-’64 Opel Caravan ’63 lítið ekinn, Opel Caravan ’55 góður 1 Moskwitch ’57-’60 Volkswagen Pick up ’61 í 1. fl. standi gott verð. Volkswagen ’55-’64 Intemational ’59 vörubifreið £ 1. fl. standi, gott verð Mercedes Benz vörubílar ’55 ’56 ’59 ’60 ’61 og ’63 Höfum mikið úrval af öllum tegundum og árgerðum bifreiða. Bílasalo MATTHÍASAR Höfðatúni 2, simi 24540 24541 Bifreiðaeigendur Trefjaplast er nýjung til ryðbætinga. Trefjaplast er ó- dýr hljóðeinangrun. Trefjaplast undir gólfmottur ver gólfið ryði og hljóðeinangrar. Athugið verð og gæði. Ryðverjum undirvagninn með feiti. Upplýsingar allan daginn að Þinghólsbraut 39, Kópavogi. TELL yOUR WOMAKI, TAKZAN, THIS SECONP ME7ICINE IS VERY l/APOKTALT. I MUST HURT HEE. A LITTLE... y Tarzan, segir Naomi óttaslegin, hvað ætlar hann að gera við mig núna? Segðu henni að þetta sé mjög áríðandi, segir svertinginn, ég verð að meiða hana dálítið, en bara lítið. En ég vil ekki að hún finni til, svarar Tarzan, ekki einu sinni lítið. Hún er hugrökk stúlka, svarar hinn, og þetta verð ur að gerast. 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. ; Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor) FILMUR OG VÉLJ&R Freyjugötu 15 Sími 20235 BÍLA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg Sími 2 3136 Fanný Benonýs sími 16738 Vntteraðnr nælonúlpur Miklatorgi D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.