Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 14. marz 1964. VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingóifsstræti 3 Askriftargjald er 70 krónur á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Þeim væri sæmra að þegja pÁUM mun hafa komið það á óvart, að ríkisstjórnin fékk kaldar kveðjur hjá Tímanum og Þjóðviljanum daginn sem þjóðin fagnaði því, að hafa fengið fulln- aðarumráð yfir 12 mílna landhelginni. Það hefði verið til of mikils ætlazt, að ritstjórar þessara tveggja blaða sæju sóma sinn í því, að hætta árásum á stjómina fyrir samninginn frá 1961. Til þess skortir þá þann manndóm, sem þarf, þ. e. að geta játað, þó ekki væri nema með þögninni, að þeir hafa haft á röngu að standa. Næst því að biðjast afsökunar hefði þeim verið sæmst að þegja þennan dag. Það yrði langt mál að 1 rifja upp allt sem þessir menn hafa sagt um samning- inn, enda óþarft, því að þjóðin man þau skrif og veit I að þau voru aðeins í illum og óheiðarlegum tilgangi gerð. Hvað er nú t. d. að segja um hrakspárnar og get- j sakimar fyrir síðustu kosningar, þess efnis, að Bretum yrði veitt ný undanþága til veiða innan 12 mílnanna eftir 11. marz 1964? Þessi ódrengilegi áróður var not- aður miskunnarlaust í síðustu kosningum bæði af kom múnistum og Framsóknarmönnum. Þeir sögðu í ræð- um og létu blöð sína segja þjóðinni, að hún mætti að engu leyti treysta ríkisstjóminni og stjórnarflokkuriúni í landhelgismálinu, því að öll loforð yrðu svikin og nýr „undansláttur" gerður strax eftir kosningar. Meira að segja var sagt eða gefið í skyn, að þá þegar væri um þetta samið, en stjómin þyrði ekki að láta þjóðina vita um það fyrr en eftir kosningar. Stjómarandstæðingar vissu ofur vel, að framlenging á undanþágunum kom ekki til greina, hvorki var rík- isstjómin til viðtals um slíkt né heldur hafði verið farið fram á það af Breta hálfu. Nú hafa þeir, sem létu blekkjast af þessum áróðri, séð hve mikið má treysta á fullyrðingar leiðtoga Fram- sóknar og kommúnista. Slíkum baráttuaðferðum beita engir heiðarlegir stjómmálamenn. Þær eru fyrir neðan virðingu þeirra. Þetta em þau vopn, sem kommúnistar nota alls staðar, en þau mundu hafa jæynzt þeim deig í þessu máli, ef Framsóknarmenn hefðu ekki skipað sér í fylkingu með þeim. Áður en kosningaáróðurinn hófst, var þjóðin svo einhuga um landhelgissamning- inn, að líklegt má telja, að fylgið hafi hrunið enn meir af kommúnistum, ef þeir hefðu staðið einir uppi með þennan lygaáróður. Þeir eiga því formanni Framsókn- arflokksins mikið að þakka, og hefur hann sannarlega bætt fyrir það, sem hann gerði á hluta þeirra hér fyrr á áram! Nú er eina hálmstráið að hamra á því, að afsalað hafi verið einhverjum „einhliða rétti“ til frekari út- færslu landhelginnar. Þetta hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og fleiri sýnt fram á með óhrekjandi rökum, að er helber fjarstæða, og þar kemur innan skamms, að stjórnarandstaðan verður að eta þetta ofan í sig eins og öll önnur ósannindi í landhelgismál- inu. Við getum ekki tekið okkur lögsögu yfir öllu land- grunninu, nema alþjóðalög leyfi það. ☆ JJVALFJÖRÐUR var baðað- ur köldu sólskini. Tals- verður andvari, sem ágerðist, þegar á daginn leið. Fjörður- inn var lygn inni i botninum, en þegar utar dró, hlupu gár- ar eft:r fletinum — það bjarm aði af gullnum blæ á dimm- bláu vatninu. Farið eins og leið liggur undlr Eyrarfjall og fyrir Reynivallaháls með Botnssúl- ur að baki, þetta yrkisefni Ás gríms málara, og þá kom Þyr illinn og Dögurðames — þar var Hörður veginn, Fjöllin taka við hvert á fætur öðm í ýmsum myndum og svip- brigðum — það er ævintýr að aka fyrir fjarðarbotninn með húsagerðarlist þess, sem öllu ræður, fyrir augum, þegar skiptast á skin og skuggar eftir veðráttu í það og það sinnið. Hvalfjörður er bryn- varinn sköruglegum fjöllum á báða vegu. Svo tók Hvalfjarðarströndin (hin nyrðri) við; í suðvestur Akrafjallið — þar undir gerast sviptibyljir svo snöggir stund- um, að bifreiðum er hætt. Hvalbátarnir minntu á leik- föng smástráka, þar sem þeir lágu við festar rétt út af hval- stöðinni. Ameriskur herbill fór geyst niður brekkuna, sem ligg- Hallgrímskirkja í Saurbæ, sem Sigurður Guðmundsson arktitekt teiknaði. Hún var vígð 28. júlí 1957. sem hann orti um skáidbróður sinn á 200 ára afmæli hans. Jjrjú hundruð og fimmtíu ár eru nú liðin síðan Hallgrím- ur fæddist annaðhvort á Gröf á Höfðaströnd eða Hólum í Hjaltadal i Skagafirði. Faðir hans var Pjetur hringjari á Hól- um hjá Guðbrandi biskupi Þor- lákssyni, sem var náfrændi hans, tvímenningur við hann. Sagan hefur ekki að geyma sein áreið- anlegasta vitneskju um skólafer- il Hallgríms Pjeturssonar. Eitt- hvað mun hann hafa verið sett- ur til bókar og jafnvel talið vist, að hann hafi numið I Hólaskóla, en verið rekinn fyrir óknytti. sú þjóðsaga hefur sennilega fæðzt hjá fólkinu (hún getur al- veg eins verið sönn), vegna þess að það hefur haft í huga feril Páls postula og annarra bersynd ugra, sem gerðust heilagir síð- ar á ævi fyrir guðs tilverknað og hugljóman. Liklega hefði Hallgrímur ekki ort jafnvel um „Historíu pínunnar og dauðans Drottins vors Jesú Kristi“ (þ. e. passlusálmana), ef hann hefði ekki komizt I tæri við sætleik syndarinnar. Þá hafa og fyrstu kynni hans af Guðríði Símonar- dóttur (Tyrkja-Guddu) kynt und ir skáidskapargáfuna og gefið honum hæfilegt veraldlegt skyn til þess að dýpka hið sálarlega trúarlega hjá honum. Ástarþokk inn, sem Hallgrímur fékk til þessarar Islenzku veraldarkonu forframaðrar I Istanbul, áður giftrar I Vestmannaeyjum, hefur ekki verið án átaka. Það ævin- týr hefur kostað hann talsvert. Hallgrfmur Pjetursson dvald- ist þá I Kaupmannahöfn og lagði Hallgrímslind fyrir ofan túngarðinn i Saurbæ. Síra Hallgrlmur Pétursson er sagður hafa þvegið holdsveikisár sín úr henni. ur frá útstöð varnarliðsins. Fer- stikla var lokuð og yfirgefin með hlerum fyrir gluggum. Og nú kom „Iandið“ I móti okkur, undirlendið víkkaði. Niðri á ströndinni er kirkja,' sem hefur tign. Hún snýr frá austri til vest- urs. Þegar horft er af þjóðveg- inum til hennar, þar sem hún heilsar með hvlt glampandi þil- in og háan turn og hefst upp I léttleik með djúpa ála Hvalfjarð- ar að baki og skýjafar á himni, birtist nafn úr hugskotinu, sem stækkar og fyllir tíma og rúm og setur sál inn I staðblæinn: Hallgrímur Pjetursson sat fyrir rúmum þrem öldum sem þjón- andi prestur og sálusorgari I Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, og kirkjan fagra er reist guði og honum tii dýrðar og vegsauka og kennd við hann. „Heimsins hjálp er sein“, seg- ir Matthías Jochumsson I kvæði, I J • I / •) , V,'‘ íi jJJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.