Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR . Laugardagur 14. marz 1964. fyrir sig járnsmiðar. Þar leiddu örlðgin þá saman, hann og Brynj ólf meistara Sveinsson — þá er Hallgrímur átján ára. Kemur Brynjólfur honum inn I Frúar- skóla — hann komst þar upp í „meistaralexlu" (það svarar til sjötta bekkjar 1 menntaskóla). En þá kemur Guðríður í spilið og breytir öllu llfi hans. Kristján konungur fjórði hafði útleyst 38 manns, sem hernumd- ir höfðu verið í Tyrkjaráninu tíu árum áður. Á þeim tíma, sem liðinn var frá því, höfðu sumir gengið af trúnni eða voru orðn- ir ryðgaðir í kristninni. Konu- efni skáldsins var í þeim hópi. Þá um vorið 1637 sigldu þau til Islands, smbr. ferðasálminn: Jeg byrja reisu min, Jesú í nafni þín. Höndin þín helg mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru englaliði. Tjegar beygt var niður afleggj- arann að prestsetrinu í Saur- bæ, með gamla bæjarstæðið á vinstri hönd, þar sem hús síra Hajlgríms stóð, en það brann til kaldra kola á slðustu árum hans þar, dró snöggvast ský fyr- ir sólu, svo að syrti I lofti og skuggar dönsuðu á sjónum fram undan. Hallgrímslind er skammt fyrir ofan túngarðinn. Við hana er grasbekkur, sem er eins og hús- gagn I stássstofu nema fegurra, og sígrænt mosadý breiðir sig eins og flosteppi á upphækkaðri flöt — niður af henni stallur, Prófasturinn, síra Sigurjón Guðjónsson (af ætt Jóns Stein- grímssonar eldprests), sem hefur setið Saurbæ síðan 1931 eða á fjórða tug ára, kom fram á trappir hússins og bauð 1 bæ- inn. Kona hans, frú Guðrún jyjargar tilgátur eru um hjóna- band þeirra Guðríðar og Hallgríms. Sumir sagnritarar gera hlut Guðríðar lítinn, aðrir ekki, — hún hefur sennilega verið skapstór og ástríðumikil og þvl dæmd harðar fyrir bragð- Þórarinsdóttir (af Þorvaldsætt) Þorlákssonar listmálara, bróður Jóns heitins Þorlákssonar borgar stjóra og Brynjólfs sáluga orgel- leikara, bauð kaffi og trakter- ingar. Prófestur reyndist vera haf- sjór af fróðleik um síra Hall- grím — hann hefur að auki lagt fyrir sig hymnology — sálmafræði — eina grein kirkju- legra trúarlegra fræða, hefur siglt til nokkurra þjóðlanda til að vlkka sig I þeirri mennt. Saurbæ hafa setið merkir kenni- menn síðan á dögum Hallgrlms — þeir hafa fundið til ábyrgðar gagnvart skáldinu og staðnum, og núverandi eftirrennari hefur ekki verið eftirbátur hinna I því að viðhalda söguhelgi staðarins og heiðra minningu um meist- ara Hallgrím. Sigurjón prófast- ur er fjölmenntaður maður, með listrænt skyn — hann á fágæt málverk eftir Þórarin tengdaföð- ur sinn, Jón Stefánsson og fleiri, ið. Alls konar sögur hafa spunn- izt um það, að hún hafi tignað skurðgoð, en falleg hefur hún verið og haldið sér vel — það hefur maður á tilfinningunni. Hún hefur alls ekki verið neinn engill, blessunin, en hreint ekki sú foráttukona, sem slæm þjóð- saga leitast við að gera hana. Og það mun vera skemmtisaga, að Guðríður hafi tilbeðið skurð- goð á hnúknum I hlíðarbrúninni fyrir austan og ofan Saurbæ — Prjónastrákur kallast hæðin — Átti dúfan einkum að hafa dund að við þetta á meðan maðurinn hennar flutti tíðir heima á staðn um. Þetta brýtur I bága við Múhammedstrúna, þvl alkunna er, að engir eru fjær dýrkun mynda en fylgjendur Allah. Þetta er uppspuni, en líklega hefur verið auðvelt að ljúga á Guðríði, — hún hefur aldrei gef- ið skýringu á framferði slnu I ástum sem öðru. Eitt er vlst, að án hennar sónutöfra, kannskl nokkuð svarta, smbr. 9. vers 1 38. Passlu sálmi: „Formæling illan finnur stað, fást mega dæmin upp á það“. Þó andmæla sumir fróðir menn því, að hér sé átt við formælingu Guðríðar. Galdratrú in er raunar við lýði I landinu, þegar þau hjón eru uppi. Þegar öll kurl koma til grafar, hefur Guðríður fyrst og fremst verið kona, ósköp algengur kvenmað- ur, en ekki Xantippa Islands. A nno 1650 varð Saurbær á 1 Hvalfjarðarströnd laus, og fékk síra Hallgrímur brauðið 8. apríl 1651. Brynjólfur biskup vlsiterar Saurbæ 27. ágúst 1952. Þá fóru fram vitnisburðir. Báru sóknarmenn prestinum góð an vitnisburð og prestur sókn- armönnum. Hallgrímur undi sér vel á staðnum — allt bendir til þess, bréf og aðrar heimildir. Brynjólfur biskup segir 1 bréfi til umboðsmanns höfuðsmanns 1668, að hann hafi „fornumið á Hallgríms bréfi, að hann vildi gjarnan við plássið bllfa, svo Iengi, sem hann gæti þjónað, og sóknin vildi með nægjast". Fræg er þjóðsagan, sem herm ir, að síra Hallgrímur hafi lofað Guði því I þakkarskyni „að minnast skyldi hann frelsara síns, sem hann mætti, fyrir lausn úr volæði og vélabrögðum Suðurnesinganna, og þá hafi hann á einni langaföstu, litlu eftir það að hann var kominn að Saurbæ, setzt við og byrjað að yrkja Passfusálmana“. Hall- grímur fer að yrkja vel eftir að hann er laus úr andlegu og hjalp SEIN 44 þar sem lindin rennur sindrandi fram af jafnt og þétt eins og svaladrykkur guðs. Slðasta spölinn að prestsetr- inu var farið á postulunum — annað var ekki viðeigandi — fótgangandi vitjuðu menn á Is- landi helgra staða áður á tíð- um. Rakki prófastsins kom flaðr- andi I fangið á okkur, rauðbrúnn á lit, með hlýju I höltu votu auga; hann virtist gamall, svo gamall, að ætla mætti, að hann hefði lifað yfir þrjú hundruð ár og fylgt staðnum. og heimili þeirra hjóna er með blæ, sem sæmir miklum stað. Af samræðum við prófast, varð maður margs vfsari um sálmaskáldið og kennimanninn Hallgrlm Pjetursson. Þegar skáldið kom til Islands með Guð ríði sinni, biðu hans harðir dag- ar á Suðurnesjum. Kona hans ól honum barn þá um sumarið (1637) I Ytri-Njarðvík, en Hall- grlmur vann að kolaburði og öðrum þrældómi. Hann var I þjónustu hjá „þeim dönsku", kallaður „púlsmaður'S sem er sama og eyrarkall. Sagt er, að hann hafi verið að vinna af sér fargjöldin til Islands. Þessi sjö ár (1637 — 1644) á útnesjum hafa verið ömurlegasti tíminn á ævi hans. Svo gerist það, að hann er kallaður og vígður til Hvalsnessóknar af vini sínum Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Það hefur verið sálarátak fyrir Hallgrlm, óprestlærðan, að taka við brauði. Geta má sér I hugar- lund, hvernig heimskur lýðurinn hefur tekið honum sem presti — þau hjón höfðu áður oft mætt lítilmennsku og misskiln- ingi hjá þessu sama fólki. Saga er til um það, að Hallgrímur hafi á heimleið frá vlgslu kom- ið á bæ og guðað á glugga og sagt þá frétt, að búið væri að vígja hann. Fékk hann þá þetta svar: „AHan skrattann vlgja þeir". Þrátt fyrir óviðunandi skóla- lærdóm, hefur Hallgrímur verið vel að sér — engum blöðum um það að fletta — og nógu vel til þess að gegna prestsembætti með sóma. Hann er sagður hafa legið 1 þeim bókum, sem hann komst yfir. Hann var húmanist af guðs náð, ein er sú bók, sem talin er hafa haft dýpst áhrif á hann: „Eintal sálarinnar“ eft- ir Martini Moller. „Það er óhætt að segja, að Hallgrímur hefur verið innlifaður þeirri bók, og Hallgrímssteinn, þar sem Hallgrímur Pétursson sat og orti Passíu- . j,ann j,afj jjaft j,ana { huga, sálmana. Efsta myndin er af róðukrossinum f Hallgrímskirkju, semþegar hann orti sálmana", sagði að Ifkinrum hefur tilheyrt Saurbæjarkirkju í tíð síra Hallgríms. Sigurjón prófastur. $ Blaðamaður frá V'isi var sendur upp i Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd i tilefni af þvi, að brjú hundruð og fimmtiu ár eru nú liðin frá fæðingardegi skáldsins, séra Hallgrims Péturssonar hefði Hallgrimur sennilega aldrei ort á jafn-djúplægan hátt. Sögumar um það, að Hallgrím- ur hafi kveðið eld I hrisköst, sem Guðriður lét flytja heim á messudegi, eða þegar hann kvað tófuna dauða fyrir brýningar hennar, eru kostulegt dæmi um það ,að Guðríður hefur haft per- líkamlegu fjötrunum á Suður- nesjum. Hann gat andað I Hval- firði og var snortinn af nátt- úrufegurðinni þar. Hallgrímur er sagður hafa ver ið röskur bóndi, hann gekk að slætti og torfristu, og honum vegnaði sæmilega I búskapnum. Framhald á bls. 6. Prófastshjónin f Saurbæ á Hvalfjarðarströnd: Frú Guðrún Þórarins- dóttir og síra Sigurjón Guðjónsson. (Myndir með greininni tók Ijósm. Vfsis, I. M.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.