Vísir - 09.04.1964, Blaðsíða 4
A
V1 S I R . Fimmtudagur 9. apríl 1964.
wwBaaBin|n»ii mun’iiMMnw
Franska þyrlumóðurskipið La
Résolue, sem borið getur 16
þyrlur, verður í kurteisisheim-
sókn í Reykjavíkurhöfn dagana
15.—17. apríl. Þetta er síðasta
ferðin, sem skipið fer berandi
þetta nafn, þvf að henni lokinni
verður það notað til að þjálfa
liðsforingjaefni í franska flot-
anum, og mun þá hara nafnið
■leanne d’Arc. La Résolue var
hleypt af stokkunum í septem-
ber 1961, var á friðartímum ætl-
að til þjálfanar liðsforingjaefna.
Ef til stríðs kæmi, yrði skipið
tekið í slipp, gerðar á því nokkr-
ar skjótar breytingar, og síðan
notað sem jjyrlumóðurskip, eða
til að flytja innrásarherdeildir,
og þá búið innrásarvopnum. Af
núverandi vopnabúnaði má t. d.
nefna 4 100 mm fallbyssur, en
í hernaði yrði fleiri bætt við.
Eftir dvölina hér fer La Résolue
■1 Che bourg í Frakklrndi, ng
verður þar væntanlega 21. aprfl.
Myndin er af þyrlumóðurskip-
inu.
iiskulýðsheimili
á Siglufirði
Æskulýðsheimili Siglufjarðar efndi
á annan í páskum til sýninga á
verkum nemenda, en það voru eink
um Ijósmyndir, teikningar og bast
vinna. Var gerður að góður rómur
og þótti með ágætum hafa til tek-
izt.
Það eru 10 menningarfélög á
Siglufirði, sem standa fyrir æsku-
lýðsheimilinu og njóta til þess að-
stpðar bæði Sildarverksmiðja rík-
isins, sem lána ókeypis húsnæði
og Siglufjarðarkaupstaöar sem legg
ur fram ríflegan styrk, á fjárhags-
áætlun þessa árs 150 þús. kr.
Byrjað var á þessari starfsemi
tvo mánuði í fyrravetur til reynslu.
Gaf það þá svo góða raun, að
ákveðið var a<S halda henni áfram
í vetur. Var starfsemin mjög um-
fangsmikil, kennt var alls konar
föndur og bastvinna, ijósmyndun,
dráttlist og litameðferð, bridge og
skák og sérstakt námskeið 1 fram-
sögu og leiklist. Hafa nemendur í
þeim flokki þegar efnt til kabarett-
sýninga.
Júlíus Júlíusson veitti æskulýðs-
heimilinu forstöðu og þótti leysa
það starf með einstakri prýði af
hendi.
Fyrsta skref unglinganna til sjáHstæðis
SKCMMTUH SKÚLANNA
Á sameiginlegri skemmtun fram-
haldsskólanna í Reykjavík, sem
haldin verður í Háskólabíói n.k.
sunnudag vérður flutt úrval
skemmtiatriða frá árshátfðum
þeirra. Skipulagning og allar fram-
kvæmdir í sambandi við þessa
1 skemmtun er f höndum nemend-
| anna sjálfra, og það verða einnig
kynningar, og yfirleitt allt sem
henni viðkemur.
Fjölbreytni verður að vonum mik
‘il. Þar verður sungið af kvartett-
| um, kvintettum og kórum, dansar
j sýndir, leikþættir fluttir, og ávörp
! og sýningar áf öðru tagi.
Þessi skemmtun er á vegum 1
Bandalags æskulýðsfélaganna f
Reykjavík, og er einn liður f þeirri
j viðleitni hennar að fá unga fólkið
; til að vinna sjálft að sínum skemmt
unum og vakna til samstarfs um
uppbyggingu og skipulag innbyrð- j
is.
Það er öllum ljóst að slíkt er
ekki á færi neinna annarra en
unga fólksins sjálfs, það hefur
reynslan sýnt.
Þegar Bandalagið var stofnað ár
ið 1947, var aðalstefnumál þess
að reisa æskulýðshöll fyrir Reykja-
vfk, en bráðlega komu upp raddir
er heimtuðu minni félagsheimili
sem dreift yrði um borgina. Nú
hefur Sambandið eins og fyrr segir
breytt um stefnu, og miðar nú að
þvf að fá æskuna til þess að sam-
einast um að ráða sjálf sínum
málum.
I því skyni er haldin þessi
„Skemmtun skólanna". Og í þvf
skyni verður reynt að halda ráð-
stefnu um æskulýðsmál þar sem
helztu forráðamönnum yrði boðið
til skrafs og ráðagerða, og myndi
unga fólkið að sjálfsögðu eiga þar
sinn fulltrúa. Þá verður á komandi
hausti haldið leiðtoganámskeið, þar
Fáein orð um litla bók
Ég sá nýlega iitla bók, sem
heitir SKAPGERÐARLIST. Það
vakti strax athygli mfna að hún
er þýdd af séra Jakob Kristins-
syr.i, fyrrverandi fræðslumála-
stjóra, því málsnjalla og andríka
valmenni. Þó mun fremur vera
um þýðingarágrip að ræða,
„með innskotum og smáviðauk-
um frá sjálfum mér, eftir því
sem bezt þótti henta fslenzkum
aðstæðum", eins og þýðandinn
kemst að orði f formála.
Það er skammst frá þvi að
segja að ég las rit þetta vand-
lega, og þótti mér lesningin svo
athyglisverð að ég sting hér
niður penna, til þess að vekja
athygli á henni, enda þótt slíkt
sé á móti venju minni.
Hér er um að ræða hagnýta
og holla sálfræði, tilsögn í
sjálfsþekkingu og sjálfstamn-
ingu. Og svo skýrar eru þessar
leiðbeiningar, lifandi og ljóst
fram settar, að þessi litla hand-
bók f sjálfsuppeldi er beinlfnis
skemmtileg aflestrar fyrir alia
hugsandi menn, unglinginn sem
lífsreyndan manninn.
Rit þetta heitir á frummálinu
Character Building, eftir hinn
kunna enska höfund og ræðu-
mann Ernest Wood, sem lengi
dvaldist á Indlandi. Skapgerð-
arlist kom fyrst út hér á landi
1924 og er nú komin út I ann-
arri útgáfu hjá bókaútgáfunni
Hliðskjálf.
Skapgerðarlist fjallar f stuttu
máli um það, hvernig maður
getur með sjálfsrannsókn og
sjálfsaga og uppeldi orðíð sinn-
ar gæfu smiður, byggt upp far-
sæla skapgerð fyrir sig og um-
hverfi sitt. Hún fjallar um eðli
hinna ýmsu þátta skapgerðar-
innar, viljann, kærleiksþelið.
skilningseðlið, ímyndunaraflið,
'■Tnnsóknarbneigðina, tilbeiðslu
tilhneiginguna, fegurðarskynið
og fleira. Einkum er lögð á-
herzla á nauðsyn þess að sem
bezt jafnvægi og samræmi sé
milli allra þessara, og annarra,
mótunarafla skapgerðarinnar.
Bent er á, að með sjálfsrann-
sókn komist menn til þekkingar
á því, hver sé meginþáttur lífs
þeirra og skapgerðar. En jafn-
hliða eru menn varaðir við of-
stjórn þessa meginþáttar, hver
sem hann er, en hvattir til að
gera hann að aflvaka þeirra
eðlisþátta, sem aftur úr hafa
orðið, m. ö. o. hlaða upp í skörð
skapgerðarbyggingarinnar, svo
að hún verði heilsteypt og
traust.
Flesta einstaklinga og alla
tíma skortir bæði sjálfsþekk-
ingu og sjálfsögun. Þess vegna
eiga þessar hófsömu og vitur-
legu leiðbeiningar ávallt brýnt
erindi. Vera má að einhverjum
nútíma sálfræðingum þyki ekki
mikið til um „vfsindi" þessarar
litlu bókar. En framsetningin á
boðskap hennar er svo alþýðleg
að hún er líklpg að verða fleir-
um að gagni en margt flókið
vísindaritið, að þeim ólöstuðum.
Hagnýt hugvísindi löngu lið-
inna kynslóða búa að baki lín-
anna, sjálf lífsreynslan talar.
Emil Björnsson.
sem reynt verður að fá sem flest
foringjaefni til þjálfunar, þvf að
ekkert skortir meira en starfshæfa
og starfsfúsa unga menn og konur
til að taka við stjóminni.
Reynt verður að gefa út litla
handhæga félagsbók með leiðbein
ingum varðandi alla starfsemi,
skipulag, starfrækslu félaga og
sambanda ungs fólks. Og loks verð
ur reynt að halda árlegan æskulýðs
dag þar sem kemur fram ailt það
helzta er unga fólkið vinnur að,
og hefur áhuga á, Þar yrðu m.a.
veitt verðlaun fyrir beztu afrek
í íþróttum, myndlist, leiklist, tón-
list, dansi, framsögn o.fl. Skemmt
unina á sunnudaginn mætti kalla
fyrsta skrefið, sem unglingarnir
stfga saman til þess að öðlast yfir-
; ráð yfir sjáifum sér opinberlega og
I það verður gaman að sjá hvernig
fer.
Stjórn Bandalagsins skipa: form.
Árelíus Níelsson og varaform. Þóra
Valgerður Jónsdóttir Kvennaskól-
anum, aðrir f stjórn Bandalagsins
eru: Ámi Johnsen Kennaraskólan-
um, Aðalsteinn Eiriksson stud.
! theol., Halldóra Sveinbjörnsdóttir
j Landsbankanum, Gísli Gunnarsson
kennari, Kari Jeppesen Kennara-
skólanum og Sveinbjörn Óskarsson
Verzlunarskólanum
Esperantistaféiag-
ið Auroro 20 ára.
Esperantistafélagið Auroro í
Reykjavík á 20 ára afmæli 18. april
n.k. Félagið var stofnað fyrir for-
göngu Ólafs S. Magnússonar kenn
ara, en hann hafði þá um skeið
stjómað bréfanámskeiði f esper-
anto og hefur markmið félagsins
verið að kynna alþjóðamálið esp-
eranto, og gefa félagsmönnum kost
á að tala það. Er það mál m.a. tal
að á öllum fundum félagsins.
M.a. í tilefni afmælisins, er hér
nú stödd Miss Marjorie Boulton,
einn þekktasti rithöfundur á esper-
anto. Hún hefur meistarapróf í
enskri tungu og bókmenntum og
er skólastýra við Charlotte Mason
College f Ambleside f Norður-Eng
landi, en það er kennaraskóli fyrir
stúlkur. Bækur hennar á esper-
anto eru um 20 talsins. Útgáfustarf
semi hefur verið blómleg á esper-
anto, og hér hefur komið m.a. út
rit Auroro, Voco de Islando eða
Rödd íslands, og er það landkynn-
ingar- og bókmenntarit.
Einnig hefur verið nokkuð um
aðra útgáfustarfsemi, sem ekki hef
ur verið á vegum félagsins. T.d.
bæklingur Ólafs Hanssonar Facts
about Iceland, orðabók sem Bald-
vin B. Skaftfell hefur tekið saman
og þýðingar á tveimur ljóðabókum
eftir Þorstein frá Hamri. Það er
Baldur Ragnarsson, sem.þýtt hefur
bækurnar, en hann hefur einnig
sent frá sér frumsamda ljóðabók
á esperanto.
Miss Marjorie Boulton.