Vísir - 09.04.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 09.04.1964, Blaðsíða 8
8 VISIR Utgefandi: BlaOatitgðfan VÍSIR Ritstjðri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 Unur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Sundurlyndi Islendingar eru minnsta sjálfstæða þjóð heimsins. Það hefur verið sagt, að við kæmumst fyrir við eina götu í stórborg, og það er víst rétt. Ef við vöknuðum allir einn góðan veðurdag upp við það, að búið væri að koma okkur fyrir á slíkum stað, er líklegt að við mundum vilja standa saman. Þá mundi þjóðarstolt okkar segja til sín, líkt og það hefur gert hjá Vestur- fslendingum, sem reynt hafa að vernda þjóðemið í lengstu lög, þótt hætt sé við að sú barátta endi með ósigri. Eitt sinn kom sú hugmynd fram, að rétt væri að flytja alla íslendinga suður á Jótlandsheiðar og leggja niður byggð á íslandi. Þá risu upp þjóðleg öfl, sem afstýrðu því áformi, eða kæfðu hugmyndina strax í fæðingunni. Á síðustu árum hafa þær getsakir komið fram, að einhverjir íslendingar væru tií, sem gætu hugsað sér að við yrðum 51. fylki Bandaríkjanna. Slíkt er auðvitað fjarstæða og fráleitt að nokkmm íslendingi hafi dottið það í hug í alvöru. Hihs vegar er vitað, að hér em til menn, sem vel gætu hugsað sér að afsala sjálfstæði þjóðarinnar í hendur alheimskommúnismans — en þeir eru sem betur fer fáir og ná vonandi aldrei þeim áhrifum í þjóðfélaginu, að vemleg hætta stafi af hugmyndum þeirra. Við skulum vona að hin þjóðlegu öfl verði alltaf nógu sterk til þess, að slík svik við sjálfstæði og þjóð- erni verði óframkvæmanleg. En emm við ekki samt sem áður að grafa undan sjálfstæðinu með því eilífa sundurlyndi, sem hér ríkir? Er ekki fullkomin ástæða fyrir lýðræðisflokkana að hugleiða hvað er að gerast? Einn lýðræðisflokkyrinn, Framsókn, hefur nú um langt skeið tekið höndum saman við kommúnista um að halda uppi ófriði og togstreitu milli stétta og reka skemmdarstarfsemi gegn efnahagskerfi landsmanna. Þessum tveimur flokkum hafði nálega tekizt það fyrir 5 árum, að koma landinu í greiðsluþrot við út- lönd. Hvað hefði orðið um sjálfstæðið, ef svo hefði farið? Því skal ekki haldið fram, að leiðtogar Fram- i sóknarflokksins hafi vísvitandi unnið að því, að leiða slíka ógæfu yfir þjóð sína; en með samstarfinu við kommúnista höfðu þeir næstum því gert það. Þess vegna hefði mátt ætla, að Framsóknarmenn hefðu lært svo mikið af reynslunni, að þeir létu ekki kommún- ista teyma sig áfram á þeirri braut. En hvað hefur gerzt? í ofstæki sínu og valdafíkn hafa leiðtogar Framsóknarflokksins varpað fyrir borð allri ábyrgðartilfinningu í stjórnmálum og unnið mark visst að því með kommúnistum, að koma viðreisninni á kné. Ef slíkt er ekki að vinna gegn fjá'rhagslegu ör- yggi og sjálfstæði landsins, er vandséð, hvað getur kallazt því nafni. Lýðræðisöfl þessarar litlu þjóðar þurfa öll að standa saman, ef vel á að fara. Þar með er ekki sagt, að þau geti ekki greint á um ýmsa hluti — en skemmdarverk mega þau ekki vinna. VlSIR . Flmmtudagur 9. april 1964. Flugvél Flugsýnar, Beechcraft C45H. Á mfndinni eru tveir flugmenn félagsins, Guðmundur Óiafsson og Sverrir Jónsson, en f miðjunni stendur Magnús Stefánsson, einn af forkólfum félagsins. Á mynd- ina vantar þriðja flugmanninn, Egil Benediktsson. 2 NÝJAR FLUGVÉLAR í INNANLANDSFLUGIÐ Nú fyrir skömmu héldu fjórir íslenzkir flugmenn utan, tveir til Kaup- mannahafnar og tveir til Boston, allir fóru þeir sömu erinda, þ. e. að sækja flugvélar. Guð- bjöm Charlesson frá ísa firði fór ásamt Aðalbimi Kristbjamarsyni til Bost on og sótti þangað Piper Apache flugvél, splúnku nýja, en Sverrir Jónsson og Egill Benediktsson sóttu notaða Beechcraft C45H flugvél til Hafnar. „Við fórum utan við Aðal- björn nokkru fyrir páska og fór afhending vélarinnar fram á flug vellt rétt fyrir utan Boston þar sem heitir Norwood. Heim ilug- um við frá Boston til Goose Bay, Narssassuaq og til Reykja víkur. Alls tók flugið ekki nema um 13 klukkutima og komum við heim á 2. I páskum“, sagði Guðbjörn í viðtalj í gær. „Og hvenær hefst flugið?“ „Það hafa margir verið að spyrja mig sömu spurningar, ekki hvað sízt ísfirðingar, sem eru spenntir að sjá flugvélina. Eftir að heim kom hef ég unnið mikið við að gera flugvélina tilbúna í flugið. Það þarf að ganga frá ýmsum pappirum, það þurfti að mála hana o. s. frv. Það var ýmislegt sem gera þurfti, en vonandi get ég farið f fyrsta flugið eftir viku eða 10 daga“. „Hvaðan hyggst þú reka flug- starfsemina?" „Frá Isafirði |að sjálfsögðu. Að vísu er þar enn ekki góð aðstaða, t. d. ekkert flugskýli, en ég er einmitt að hugsa ráð til að bæta úr því“. „En viðgerðaþjónustan, er hún fyrir hendi á lsafirði?“ „Nei, hana mun ég fá hér á Reykjavíkurflugvelli. Það verða tvö fyrirtæki Flugiðjan og Flug- verk, sem sjá um hana". „Er flugvél sem þessi ekki dýrt fyrirtæki?“ „Jú geysidýrt. Líklega kostar þetta allt I allt um 3 milljónir og hefði mér aldrei tekizt að kljúfa þetta nema með mjög góðri fyrirgreiðslu Þorvalds Garðars Kristjánssonar, alþingis manns, svo og ísafjarðarkaup- staðar, sem gengið hefur 1 á- byrgð“. Flugvél Guðbjörns ér tveggja hreyfla, mjög hraðskreið og getur farið 180 mílur á klukku- stund, og er ísvarin á stéli, skrúfum og vængjum, hin glæsi- legasta í alla staði. „Það var virkilega skemmtileg tilfinning að setjast undir stýri vélarinn- ar", segir Guðbjörn, „ég er mjög Framhald á bls. 7. Flugvél Guðbjörns Charlessonar af Piper Apache-gerð og eigandi hennar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.