Vísir - 09.04.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 09.04.1964, Blaðsíða 5
V1SIR , Fimmtudagur 9. aprfl 1964. 5 utlönd í utlönd í nopgun útlönd í morgun sSpiillPfff: útlönd í mopgun orðaskiptum við hinn mælska og vígfima leiðtoga stjórnar- andstöðunnar Harold Wiison, — og þykir hinn fyrrnefndi jafn- vei hafa staðið sig betur. Sir Alec minntist á það í ræðu, að eitt blaðið hefði birt frétt um eina ræðu Wilson’s undir fyrir- sögninni „Gloves off“, þ. e. að Wilson hafi haldið því fram, að nú ætti að kippa glófum af höndum sér og berjast með ber: um hnefunum, en Sir Alec sagði, að blaðið hefði heldur átt að hafa fyrirsögnina: Wilson tekur af sér grímuna. Sir Alec kvaðst efast um, að brezkir kjósendur væru hrifnir af hávaðaskvaldri Wilsons. „Stjórnmál“, sagði hann, „eru alvörumál, að minnsta kosti á Bretlandi. Þau fjalla um vinnu, frið og hugsjónir, um þjónustu í þágu fólksins í landinu og annarra, innan lands og utan“. Áður hafði Sir Alec sagt, að Wilson hafi fundizt, að hann yrði að „hleypa út gufu“, og hann hefði svarað vegna þess að ræða hans hefði verið full af hártogunum, og svo villandi, að ekki hefði verið .hægt að þegja. STJÓRNARFUNDUR í LONDON UM VAL KJÖRDA CS Sir Alec Douglas-Home for- sætisráðherra Bretlands gekk í gærkvöldi á fund Bretadrottn- ingar og fullyrða stjórnmála- fréttaritarar, að hann hafi rætt við hana um hvaða dag al- mennar þingkosningar skuli fara fram, en kunnugt var orð- ið þegar í gærkvöldi, að fundur í ríkisstjórninni yrði haldinn ár- degis í dag, og mundi þá verða tekin ákvörðun í málinu. Það var haft eftir stjórnmála- fréttariturum í gær, að það hefði meira fylgi innan stjórn- arinnar, að láta kosningar fara fram í október, eða að tveir af' hverjum 3 ráðherrum væru þvf fylgjandi, en meðal beirra sem vilja vorkosningar eða í júní er sagður vera fremstur í flokki Maudling fjármálaráð- herra, og hans álit vegur mikið, en það verður forsætisráðherra sjálfur sem ræður kjördegi. Það virðist að mörgu leyti hagstætt að láta til skarar skriða nú þegar í vor. Efna- hagsskýrsla stjórnarinnar, sem birt var í gær leiðir í Ijós, að brezkur almenningur vann sér meira inn og hafði meira fé aflögu til ýmissa kaupa 1963 en 1962, og fólki í atvinnu fjölgaði í landinu, en þetta staf- aði af framleiðsluaukningu cg auknum útflutningi, — áfram- hald var á þeirri framleiðslu og viðskiptaþróun, sem var svo hagstæð 1962, og boðuð er framhaldssókn til aukinnar vel- megunar, og ■ sé víst að hún gangi vel, ef vinnufriður helzt í landinu svo að verðbólgu verði afstýrt. í gær voru birtar tilkynning- ar um nýja ársfjórðungsmet- framleiðslu á stáli, en hún reyndist vera 19% meiri á fyrsta fjórðungi ársins hjá aðal- stálframleiðendum en á sama tíma 1962. GLÓFARNIR OG GRÍMAN. Sir Alec Douglas-Home þyk- ir hafa staðið sig vel í öllum Sir Alec Douglas Home og Harold Wilson deila hart. RÍKISÁBYRGÐIR OG GREIÐSLUR VEGNA Fundur var í sameinuðu þingi í gær. Á dagskrá voru 23 mál fyrir spurnir og þingsályktunartillög- ur. Fyrirspurnum var báðum beint til fjármálaráðherra og fjölluðu um ríkisábyrgðir og greiðslur vegna þeirra. Þings- ályktunartillögurnar voru flest- ar bornar fram af Framsóknar mönnum m. a. um landfundi íslendinga í Vesturheimi, fóður iðnaðarverksmiðju á Norðaust- urlandi og unglingafræðslu utan kaupstaða o. fl. Ríkisábyrgðir og greiðsiur vegna þeirra_ Fjármálaráðherra, Gunnar Thor oddsen, svaraði fyrirspurn frá Helga Bergs o. fl. varðandi rík isábyrgðir fyrir síðasta ár. — Sagði hann, að ríkisreikningur fyrir árið ■ ’63 væri ekki fullbú inn enn, en hann hefði látið úr honum um þetta atriði. En þar sem það tæki langan tíma að lesa allar þær tölur upp, sundurliðaðar, þá hefði hann talið heppilegra að afhenda fjárveitinganefnd og fyrirspyrjendum skýrslu um málið. Helgi Bergs þakkaði ráðherra og sagðist láta sér þetta nægja a. m. k í bili. Þá tók til máls Gils Guð- mundssoji, þingmaður komm- únista af Reykjanesi, og bar fram fyrirspurn, sem fjallaði að mestu um það sama. Sagði hann hana fram komna vegna mikilla vanskila við ríkisábyrgða sjóð og þjóðin ætti heimtingu á að fá að fylgj ast með þessum málum öllum. Fjármálaráð- herra svaraði og sagði, að fyrir- spurnir þessar væru um sama efni nema hvað hin síðari næði líka yfir árið ’62. Hefði hann því talið eðlilegt að svara þeim í einu lagi og hefði fyrirspyrj- andi fengið skýrslu þar að lút- andi. En varðandi ummæli þing- mannsins um vanskil í ríkis- ábyrgðasjóð, er rétt að geta þess; að fyrir nokkrum árum var slæmt ástandið f þessum málum. En árið ’61 hefðu verið sett tvenn lög, sem áttu að veita aukið aðhald, og árið ’63 var ástandið mun skárra en áður Og það er von mín, að með þessum lögum og auknu aðhaldi dragi úr vanskilum. Þá tóku þeir til máls Gísli Guðmundsson 3. þingmaður Norðurlands eystra og Berg- ur Sigurbjörnsson, þingmað- ur kommúnista í Reykjavlk. Kvörtuðu þeir einkum undan þessari aðferð við að svara fyrir spurnum, þannig kæmi hún ekki fyrir þingheim. Gunnar Thoroddsen svaraði og sagði, að fyrirspurnin hefði verið nýstár- leg," þar sem beðið væri um sundurliðuð svör, löng og ýtar- leg, að þess væri tæplega dæmi. Hins vegar þótti sjálfsagt að veita þessar upplýsingar, sem hefur verið gert með skýrslu sem fyrirspyrjendur hafa fengið í hendu^, þótt spurning væri hvort ekki væri .farið út fyrir þingsköp um fyrirspurnir með svona fyrirspurnum. — Þessi skýrsla tekur um 40 bls. í ríkis reikningnum og tæplega dettur nokkrum þingmanni í hug að fara að lesa hana í nokkrar klukkustundir yfir þingheimi. Hver einasti þingmaður getur fengið þessa skýrslu í hendur og auk þess er hún prentuð og gefin út í ríkisreikningi, sem er opinbert plagg. Bergur Sigurbjörnsson hefði kvartað undan því, að þeim mönnum, sem ekki hefðu staðið í skilum við ríkisábyrgðarsjóð væru veitt lán úr honum. Þetta er bannað með lögum frá ’61, en samkv. þeim á lántakandi að hafa greitt skuldir sfnar eða hafa samið um greiðslu á þeim, áður en hann fær nýtt lán úr sjóðn- um. Gísli Guðmundsson tók þá enn til máls og sagði, að þegar fyrir spurnum væri svarað skriflega ættu ^llir þing- menn að fá svörin f hendur, ekki aðeins fyr irspyrjendur. — Gils Guðmunds- son þakkaði ráð herra og sagð- ist ekkf áfellast hann fyfir að lesa ekki skýrsluna orð fyrir orð. Þó hefði hann getað lesið upp heildargreiðslur fyrir hvert ár úr ríkisábyrgðarsjóði en þær væru þessar: árið ’58 23 millj., ’59 28 millj., ’60 49 millj., ’61 68 millj., ’62 129 millj. og ’63 68 millj. Hér er um háar tölur að ræða, sem sýna að fsp. voru ekki óþarfar. Bergur Sigurbjörnsson spurði hvort lögunum um ríkisábyrgða- sjóð væri framfylgt, stranglega. Fjármálaráðherra svaraði enn og sagði, að það væri gleðilegt að ræðumenn viðurkenndu, að þetta væri ekki óeðlileg aðferð þegar spurt væri um heila kafla úr ríkisreikningum. Og þingmenn allir eiga að geta fengið skýrsl- una. Hvað viðvék ummælum um að lögunum um ríkisábyrgðar- sjóð væri ekki framfylgt, held ég að þvf sé öfugt farið. •I stuttu máli_ Páll Þorsteinsson (F) mælti fyrir þátill, sem hann flytur á- samt 2 öðrum þingmönnum um áætlun um þörf atvinnuveganna fyrir tæknimenntað fólk. Þórarinn Þórarinsson (F) mælti fyrir tillögu um að ríkisstjórnin leiti samvinnu við ríkisstjórnir Kanada og Bandaríkjanna um rannsóknir varðandi landfundi Islendinga í Vesturheimi á 10. og 11. öld. Karl Kristjánsson (F) mælti fyrir tillögu, sem hann flytur á- samt öðrum þingmönnum í Norð urlandskjördæmi eystra, um að þar verði reist fóðuriðnaðarverk smiðja. Hannibal Valdimarsson (Ab) mælti fyrir tillögu um, að ríkis- stjórnin festi kaup á tveim þyrl- um til landhelg isgæzlu og til samgöngubóta og sjúkraflugs á Vest- og Aust- fjörðum. Forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, tók til máls í þessu sambandi og taldi, að hér hefðu átt að fara ÞEIRRA fram tvær umræður um þetta ■mál, þar sem um væri að ræða veruleg útgjöld fyrir rfkissjóð. Ástæðurnar fyr- ir því, að ekki hefði enn verið keypt þyrJa til landsins væru þær, að margt annað hefði kallað að, senj hefði gengið fyrir og ekki væri hægt að fá allt samtimis. Vegna þeirra ummæla Hanni- bals, að ekki væri vansalaust að þilför varðskipa okkar væiu styrkt til þess að þyrlur frá varnarliðinu gætu lent þar, kvaðst hann telja það óverjandi ef ekki væri hægt að nota þær þyrlur, sem fyrir væru í land- inu og gerðar ráðstafanir til þess. En svo stóð á, að þegar þessi tilraun var gerð, átti að fá stærri þyrlur til landsins en áð- ur en það varð, var gerð til- raun til að ganga úr skugga um hvort þilfar Óðins þyldi þær og gera þá ráðstafanir f þvf sam- bandi. Þá kvaðst ráðherrann álíta, að þyrlur væru miklu fremur sam- göngubót en til björgunar f of- viðrum við íslandsstrendur, • enda hefði flutningsmaður verið á þeirri skoðun, Björn Pálsson (F) mælti fyrir tillögu um unglingafræðslu utan kaupstaða, Sagði hann tillöguna endurflutta og samda í samráði, við fræðslumálastjóra. Gunnar Guðbjartsson (F) tók undir þessa tillögu, en sagðist þó álíta að hér þyrfti að gera mikið átak og endurskoða mál- ið í heild. gera úrdrátt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.