Vísir - 09.04.1964, Side 7

Vísir - 09.04.1964, Side 7
V í S IR . Fimmtudagur 9. apríl 1964. 7 Leslie Caron og Peter Hall skilja Leslie Caron, kvikmyndaleik- konan fræga, og Peter Hall, brezki leikstjórinn, forstjóri Kon unglega brezka Shakespeare-fé- Iagsins, eru skilin — eftir 8 ára hjónaband. Þau voru eins ástfangin og sæl og fólk getur verið — en hvað olli því þá, að þau skildu eftir 8 ára sambúð — en í hjóna bandi sínu eignuðust þau tvö indæi börn. Okkur varð þetta um megn, sagði Leslie Caron — starf okk- ar hvors um sig gerði svo harð- ar kröfur til okkar, að við gát- um elfki sinnt hvort öðru — urðum að dveljast langdvölum, stundum sitt í hvoru landi. „Við erum bæði ákaflega sorg bitin ýfir þessari óhjákvæmi- Iegu ákvörðun okkar“, sagði Leslle — en Peíer er þögull. Þau voru gefin saman 1956. Hann er 32 ára og hún líka. Þau eiga 6 ára dreng og 5 ára telpu. Leslie varð heimsfræg fyrir Gigi-hlutverk sitt í London og hún hjaut Oscarsverðlaun fyrir leik sinn í „The L-shaped Room“. „Ég hef aldrei ætlað að hætta að leika“, segir hún, — „ég hef gert það síðan ég var 14 ára. Það er erfitt fyrir manninn minn en ég get ekki breytzt“. Þetta sagði hún fyrir nokkr- um mánuðum. Nú er hún að Ieika í mynd móti Gary Grant. Peter stjórnar nú leiksýning- um og hátíðahöldum Shakespe- are-minningarinnar. VesturheimsferBir SUNNU M.a. ú HeimssýninguBifi í New York Ferðaskrifstofan Sunna mun gangast fyrir hópferðum til Bandaríkjanna og Kanada á komandi sumri, og er megintak- mark þeirra að gefa fólki kost á að skoða Heimssýninguna glæsilegu í New Vork, og is- lenzk byggðarlög þar vestra. Hægt er að velja um 3 ferðir, sem af hagkvæmnisástæðum eru felldar inn í eina heild, eins langt og aðstæður leyfa. Mikii áherzla er lögð á að fólk njóti sem mests frjálsræðis, og geti sjálft ráðið hvað það gerir. Ferðirnar eru þessar: Viku- ferð til New York og Washing- ton 27. júlí-3. ágúst, ferðin kostar 12.100 krónur. Þá er tveggja vikna ferð. til New York og Winnipeg 27. júli — 9. ágúst fyrir 22.900 krónur. Og sú þriðja er þriggja vikna ferð til New York, Winnipeg, Vancouver, Seattle — og Salt Lake City dagana 27. júlí til 16. ágúst. Þessi ferð kostar 28.700 krónur. Með tilliti til þess að margir ferðalanganna munu eflaust dveljast hjá ætt- ingjum og vinum vestan hafs, er matur ekki innifalinn, en hins vegar gisting, og allar ferð ir me.ð flugvélum eða langferða- bílum. Fararstjóri verður Gísli Guðmundsson. Á fundi með fréttamönnum minntist hann sérstaklega á íslendingafagnað- inn í Gimli 2. ágúst (en þangað hefur m. a. verið boðið forsæt- isráðherra, dr. Bjarna Benedikts- syni og frú) og kvað áreiðanlega marga Isleqdinga fýsa að vera viðstadda hátíðahöldin og byði Sunna með ferðum sínum ágætt tækifæri til þess. Flugvélar — Framh. af bls. 8 bjartsýnn á að ég fái nóg verk- efni fyrir vélina fyrir vestan“. j ★ Sverrir Jónsson, flugmaður, mun verða flugmaður á flugvél Flugsýnar ,sem mun halda áæti un á Neskaupstað. „Þetta er fyrst og fremst fram tak þeirra Norðfirðinga sjálfra" | sagði Sverrir í viðtali í gær. ♦ „Þeir hafa haft mestan veg og vanda arf þessu ö!Iu, enda má segja að hér se um mikið nauð- synjamál að ræða fyrir þá, því þeir eru mestan hluta ársins mjög einangraðir. Vélin ætti hinsvegar að setja þá meira í samband við umheiminn". „Hvaðan keyptuð þið vélina?" „Við keyptum hana frá Kaup- mannahöfn. Þar var hún í eigu Transair og mikið notuð í ljós- j mynda- og farþegaflug, og er hún raunar mjög hentug í ljós myndaflug og útbúin til þess. | Heim komum við með hana fyr- j ir tæpri viku, en urðum að bíða nokkuð lengi í Höfn, þvi við .Egill Benediktsson,* flugmaður, komum að lokuðum 'skrifstofum dönsku flugmálastjórnarinnar, og urðum af þeim sökum að bíða í viku eftir að fá pappír- ana í lag. Siðan var flogið gegn um Bergen til Reykjavíkur“. „Og vélin reyndist vel?“ „Já, mjög vel. Ég er mjög ánægður með flughæfni hennar og hraða, sem er um 170 mílur á klukkustund. Hún er raunar ein af tveim flugvélum, sem ég álít að geti leyst flutningaþörf ina á smærri staði úti á landi, því hún er útbúin að mestu eins og stærri vélar en öll smærri í sniðum. Ég held líka, að við höf um verið mjög heppnir með vél- ina, sem er að koma úr stórri skoðun og viðgerð". „Og hvenær hefst reglubund- ið áætlunarflug?'1’ „Það er enn ekki alveg ákveð- ið. Við munum sennilega fljúga austur innan fárra daga og semjum við Norðfirðingar um áætluriina". 30 bækur á 30 árum Framh. af bls. 9 gerðu o.s.frv. Og þannig varð sagan til“. . „Hvort verður til á undan, söguþráðurinn eða persónurn- ar?“ „Frekast þráðurinn, held ég; persónurnar móta sig svo mikið sjálfar þegar þær fara að iifna við — stundum taka þær alveg af mér ráðin, og þá getur sögu- þráðurinn líka breytzt. Lífið hennar Þóru minnar hefur orð- ið þó nokkuð öðruvísi en ég ætlaði I byrjun, og ég held, að ég hefði hreint og beint ekki byrjað á fjórða bindinu, ef mig hefði grunað, hvílik togstreita þetta yrði: ein aðalpersónan neit aði blákalt að gera það sem ég vildi, og ég fékk bara engu e.ð ráða. Upphafið er eins og ég hafði áformað það, en eftir fyrstu þrjá kaflana varð gag.n- ger breyting á allri sögunni, cg hvað eftir annað munaði minnstu, að ég hætti við hana. En svona getur það orðið, þeg- ar persónurnar öðlast sitt eig- ið líf — þá þýðir ekkert að æt'-a sér að segja þeim fyrir verkum". „Þú sagðir áðan, að rithöf- undarstarfið væri enginn 'nam- ingjuvegur — en einhverja gleði hlýturðu þó að hafa af bókunum þínum?" „Jú, ef ég verð þess áskynja, að einhver hafi ánægju af því, sem ég skrifa, veitir það mér innilega gleði". „Þú heldur enn vinsældum þínum meðal unga fólksins; áttu ekkert erfiðara með að komrst í samband við það núorðið?" „Ég veit ekki — það er bætt við, að ég fari að verða dálítið út úr, en yngsta kynslóðin virð- ist epn lesa það sem ég skrifa; það gladdi mig ekki lítið að frétta, að ég hefði verið .efst á útlánslistum bókasafnanna i Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði í fyrra, því að það sýnir, að börn og unglingar eru ekki hætt að lesa mig“. Skrifar í rúminu. „Hvernig er vinnudeginum háttað hjá þér? Vinnurðu reglu- Iega eða eins og andinn inn- gefur hverju sinni?" „Þegar ég er með bók i smíðum, reyni ég að vinna á reglulegum tímum. Ég skrifa alltaf uppi í rúmi, það er sjálf- sagt versti ósiður. en ég er skelfing sérvjtur. Og ég verð alltaf að nota sama blýantinn, 15 ára gamlan Parkerskrúf- blýant — ef ég týni honurn, skríð ég undir rúm og leita um allt, þangað til ég finn hann, því að fyrr get ég ekki haldið áfram!" Hún hlær að sjálfri sér og handleikur hinn dýrmæta blý- ant ástúðlega. „Það er kostulegt", heldur hún áfram, „en mér hefur alla tíð þótt svo Ieiðinlegt að skrifa að þegar ég var í barnaskóla, sat ég með hendurnar undir borði í skriftartímunum. Og öll þessi ár hef ég orðið að skrifa og skrifa, hverja bók minnst tvisvar-þrisvar, suma kaflana miklu oftar. Maður er ekki allt- af sjálfráður í þessu Iífi". „Finnst þér þú nokkuð farin að þorna upp?“ „Nei, eiginlega finn ég ekki til þess. Mér finnst ég alltaf hafa nóg efni og nóg af hug- myndum, en ég er orðin þrek- lítil og læt truflast meira en áður. Annars verð ég að segja, að ég hef ailtaf haft mjög góð vinnuskilyrði og mínir nánustu hafa frá upphafi sýnt mér ein- stakan skilning og nærfærrii. Guðjón les með mér prófarkir, Sigrún, dóttir okkar, vélritar fyrir mig handritin, og allir leggjast á eitt að gera sem me^t fyrir mig. Ég er þeim af hjarta þakklát, en aldrei er hægt að ofþakka það góða, sem maður nýtur". „Ertu ekki með eitthvað nýtt á prjónunum?" „Jú, ég er með skáldsögu í smíðum, en maður veit aldrei, hvað úr þessu verður". „Dreymdi þig kannske efn- ið?“ Ragnheiður kímir. „Ég kynnt ist persónunum í draumi. Og sagan greip mig svo föstum tökum, að ég henti frá mér öllu öðru, sem ég var að vinna við, og byrjaði af meira krafti en ég hef fundið til árum saman". „Hvenær heldurðu, að hún verði fullgerð?" „Ég er búin að skrifa upp- kastið — meira þori ég ekki að segja að svo stöddu" - SSB Ný saga í smíðum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.