Vísir - 15.04.1964, Side 1
Minnismerki um
Ungmcnnasamband Eyjafjarð-
ar hefur ákveðið að gangast fyr-
ir samtökum i Eyjafirði um að
Davíð Stefánssyni frá Fagra-
skógi verði reistur veglegur
minnisvarði. Hugmynd ung-
mennasambandsins er, að minn-
isvarðinn verði reistur á æsku-
stöðvum skáldsins að Fagra-
skógi.
Þá eru viðræður hafnar milli
erfingja Davíðs Stefánssonar
skáids og bæjarstjómar Akur-
eyrar um eignir skáidsins á Ak-
DAVÍÐ
ureyri. Einhvern tíma á næst-
unni verður tekið til við að meta
eignirnar, sem eru m. a. íbúðar-
hús, ágætt bókasafn og mál-
verkasafn. Er mikill áhugi á því
á Akureyri og raunar víðar, að
hús skáldsins verði gert að
safni.
TCKJU5KA TTURINN UCKKAR UM
80 MILU. KRÓNA
Ur ræðu Gunnars Thoroddsen fjármálarábherra á Varðarfundi i gærkv'óldi
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra skýrði frá því í ræðu
sinni á Varðarfundi í gær, að
við breytinguna á tekjuskatts-
lögunum myndu iandsmenn
greiða 80 millj .króna lægri upp-
hæð í tekjuskatt en samkvæmt
núgildandi lögum. Hann kvað
breytingarnar á tekjuskattinum
aðallega fólgnar i tvennu. Upp-
hæð persónufrádráttar, skatt-
frjálsra tekna, væri verulega
hækkuð eða uni 30% frá því
sem nú er. Auk þess væri skatt-
stiganum einnig breytt. Hann
er nú í sex gjaldþrepum, en
verður fækkað við breytinguna
í þrjú.
Réttlátara skattakerfi
Tilgangur breytinganna á
skatt- og útsvarslögunum væri
sá, að gera skattbyrðarnar létt-
bærari fyrir þjöðina, og gera
skattalögin sanngjarnari og rétt-
látari. Jafnframt yrði sjálft
skattakerfið gert einfaldara og
óbreyttara í sniðum við þessar
breytingar. Tekið væri upp rétt-
Iátara skattakerfi, sem vonir
stæðu til að hefði bætt siðferði
í skatta -og framtalsmálum í för
með sér.
Ráðherrann iagði áherzlu á að
miða yrði tekjuskattinn fyrst og
fremst við gjaldþol borgaranna
og fyrirtækjanna í landinu. Þess
yrði að gæta, að tekjuskattur-
inn misbyði ekki almenningsá-
iitinu og skattameðvitund borg-
aranna. I>ví rhíður hefðu skattar
á fslandi lengi stórlega dregið
úr sjálfsbjargarviðleitni manna
og þverbrotið í bág við réttlæt-
iskennd almennings. Hefði þetta
ieitt til samdráttar í framleiðslu
og atvinnulffi og almenningur
hefði taiið það sjálfsagða nauð-
vörn að draga undan skatti.
Gjörbreyting 1960.
Á þessu hefði orðið gjörbreyt-
ing 1960, þegar almennar launa-
tekjur hefðu verið gerðar tekju-
skattslausar og persónufrádrátt-
urinn mjög hækkaður. Sú breyt
ing hefði verið þakksamiega þeg
in og mikil breyting hefði þá
strax orðið til batnaðar á fram-
tölum manna. Væri það sam-
róma álit skattstióra landsins oc
þeirra endurskoðenda, sem við
skattaframtöl fengjust. Ekki
hefði síður verið mikilvagg á
þessu sviði breytingin á skött-
um fyrirtækja, sem lögfest var
1962.
En á árinu 1963 hefðu gerzt
alvarlegir atburðir i efnahags-
málum landsins. sagði fiðrmála-
Gunnar Tboroddsen fjármálaráðherra.
ráðherra. Þenslan óx- mjög í pen
ingamálunum, verðbólgan fór
aftur af stað og aukin spilling
fylgdi í kjölfar verðbólgunnar,
ekki sízt í skattaframtölum. Við
urkenna yrði þessar staðreyndir.
Þessum vanda yrði að mæta
með tvennu:
Sanngjörnum skattalögum og
ströngu aðhaldi varðandi fram-
töl, sem beitt er af óhlutdrægni
Framh. á bls. 6
Verksamningur um byggingu Ruunvisindastofn
unar Háskólans undirritaður í dag
Verður tilbúin undir tréverk í desember nk.
í dag verður undirrit-
aður verksamningur um
byggingu fyrsta áfanga
Raunvísindastofnunar
Háskóla fslands, sem
byrjað er að grafa fyrir
rétt sunnan við Háskóla
bíó.
Fyrsti hluti hússins er 540
fermetrar að flatarmáli, 2 hæð
ir aUk kjallara. Verktakinn er
Verklegar framkvæmdir h.f. og
er samið um það að húsið verði
fullgert að utan og tilbúið undir
tréverk að innan f desember n.
k.
Vísir hafði í morgun tal af
Þorbirni Sigurgeirssyni prófess-
or, formanni bygginganefndar
Raunvísindastofnunarinnar. —
Hann sagði að Ármann Snævarr
rektor undirritaði samninginn i
dag fyrir hönd háskólans og
Ólafur Jensson verkfræðingur
fyrir hönd verktakans. 6 milljón
ir gjöf frá Bandaríkjastjórn, eru
í byggingarsjóði. Prófessor Þor-
björn kvaðst fastlega vona að
fyrsti áfangi Raunvísindastofn-
unarinnar yrði tilbúinn til notk-
unar fyrir háskólaárið 1965 —
1966. 1 þessum fyrsta hluta
byggingarinnar verður húsnæði
fyrir Eðlisfræðistofnun háskól-
ans, stærðfræði, efnafræði og
jarðeðlisfræði. Verður nú þegar
farið að slá upp mótum fyrir
undirstöðum hinnar nýju bygg
ingar og unnið áfram af fullum
krafti i allt sumar.
Frumvörpin um skatffa og útsvör lögð fram:
Blaðið í dag
Bls. 3 Myndsjá: Parísar-
tízkan i hárgreiðslu.
— 4 Hjörtur Jónsson
skrifar um lokunar-
tima verzlana.
— 7 Viötal við Albert í
Veiðimanninum.
— 8 Kosningahorfur í
Bretlandi.
— 9 Grein Gunnars Thor-
oddsen, fjármálaráð-
herra um skatta-
lækkanir.
Fjölskyldufrádráttur stórhækkar
Eftirlit með framtölum hert
Frumvörpin um tekjuskatt og
útsvör, sem Visir hafði boðað, voru
lögð fram á Alþingi í gær. Sam-
kvæmt frumvarpinu um tekjuskatt
og eignaskatt á fjölskyldufrádrátt-
ur að stórhækka. Er gert ráð fyr-
ir, að barnlaus hjón með 91 þús.
kr. tekjur verði tekjuskattsfrjáls.
En frádráttur fyrir hvert bam verði
13000 krn þannig að hjón með 3
börn megi hafa 130 þús. kr. tekjur
án þess að nokkur tekjuskattur
komi á þau. Samkvæmt frumvarp
inu um tekjustofna sveitarfélaga
er nú gert ráð fyrir, að f stað
afsláttar frá útsvarj verði tekinn
upp fjölskyldufrádráttur frá tekj-
um á sama hátt og á sér stað við
ákvörðun tekjuskatts.
Mikilvægustu ákvæði frumvtrpe
ins um tekjuskatt og eignaskatt
fjalla um fjölskyldufrádráttinn.
Frádráttur fyrir einstaklinga verð
ur 65 þús. kr. En það þýðir, að
einstaklingur með þær tekjur slepp
ur við tekjuskatt en áður var ein-
staklingsfrádrátturinn 50 þús. kr.
Frádráttur fyrir hjón var áður
70 þús. Hækkunin á frádrætti
hjóna við ákvörðun tekjuskatts er
því 21 þús. kr. Bamafrádrátturinn
var áður 10 þús. kr., en hækkar f
13 þús., sem fyrr segir.
Þá er gert ráð fyrir þvi í frum-
varpinu, að frádráttur vegna heim
ilisstofnunar verði hækkaður úr 20
þús. kr. í 26 þús. kr.
Þá er reiknað með því í nýja
frumvarpinu, að innstæður bama
í bönkum, sparisjóðum og lögleg-
um innlánsdeildum félaga svo og
vextir af þeim innstæðum verfti
skattfrjálsar án tillit« SH akulda for
ltausfc. á bfe. 6