Vísir - 15.04.1964, Blaðsíða 2
2
V í S í R . Miðvikudagur 15. aprfl 1964.
JON BIRGIR PETURSSOi
RITSTJORI
Fagnaðarlætin eftir sigur Hauka voru gífurleg.
... og hér er ínarklð, sem færði Haukum jafntefii gegn Val og sigur í
deildinni. Matthías Ásgeirsson skorar, og tveir Valsmenn iiggja eftir
skotið.
Lið Hauka, sem vann 2. deild.
ungur og efnilegur Haukaleikmað-
ur, Þórður, jafnaði, og enn jafnaði
hann í 13:13, Viðar jafnaði í 14:14,
Þórður í 15:15, en loksins í 16:15
voru Haukar yfir og skoraði Viðar
Símonarson það mark úr vltakasti.
Sigurður Dagsson og Jón Carls-
son skoruðu næstu tvö mörk fyrir
Val, sem náði þar með aftur for-
ystu í 17:16 og leikurinn var orð-
inn æði spennandi og ekki frítt
við átök á vellinum. Sigurður Guð-
jónsson, fyrirliði Vals, skoraði nú
18:16 og aðeins rúmar 3 mínútur
eftir til leiksloka.
... og nú kom til kasta Matt-
híasar Ásgeirssonar, fyrrum ÍR-
ings og Iandsliðsmanns, sem er
nú með Haukum og þjálfar þá.
Hans þáttur fram að þessu hafði
að vísu verið nokkuð stór, en
ekki afgerandi. Síðustu þrjár
mínútur Ieiksins var hann þó
sá, sem valdið hafði. Hann skor-
aði 18:17 í gegnum smáopnu af
löngu færi, mjög laglega gert
Sigurður Guðjónsson storkaði
með 19:17, en Matthías hélt á-
fram og skoraði annað mark úr
löngu skoti 19:18 og nú voru
aðeins örfáar sekúndur til Ieiks-
loka, Viðar Símonarson stekk-
ur upp og reynir að skjóta í
örvæntingu gegnum margfaldan
Haukar upp í 1. deild eftir
ofsafeagim bardaga við Val
Matthías Ásgeirsson var
bprgvættur Haukanna á
síðustu þrem míhútunum
Haukar úr Hafnarfirði eru komnir í hóp liðanna í
1. deild. Þeir gerðu jafntefli við Valsliðið í gærkvöldi
og nægir það þeim til sigurs í 2. deild, þannig að tvö
Hafnarfjarðarlið munu leika í deildinhi á næsta ári.
Leikurinn í gær var eins spennandi og ein íþrótta-
keppni getur orðið. Haukar jöfnuðu t. d., er aðeins voru
7 sekúndur eftir og sekúndu áður en dómarinn flaut-
aði af, skall heljarskot á þverslá Haukamarksins frá
Bergi Guðnasyni, hættulegasta manni Vals í þessum
leik.
Það hafa eflaust ekki verið marg- I í gærkvöldi, sem trúðu á sigur
ir í hópi áhorfenda að Hálogalandi | Hafnarfjarðarliðsins. Valsliðið leit
mun betur út og vissulega er á-
stæða til að ætla að það sé sterk-
asta liðið í 2. deild þótt það sé
ekki nema í 3. sæti, eftir Haukum
og Þrótti. Valsmenn byrjuðu vel,
en tókst þó ekki að skora fyrr eftir
8 mínútna leik. Þeir virtust eiga
allgreiðan aðgang að marki Hauka
og brátt var staðan 6:2 þeim í vil.
En Haukar áttu eftir að laga töl-
urnar til. Brátt mátti sjá 7:5 og
8:7 á markatöflunni, en I hálfleik
var staðan 9:7 fyrir Val.
1 seinni hálfleik hélt Valur lengi
eins til tveggja marka forskoti þar
til í 11:11, að Viðar jafnar fyrir
Hauka við gífurleg fagnaðarlæti á-
horfendanna, sem virtust mjög
hlynntir Haukum. Ekki bætti úr
skák fyrir Valsmönnum á þessum
áhrifaríku augnablikum að vítakast
Bergs Guðnasonar skall á mark-
stönginni. Gott skot frá Pétri Ant-
onssyni færði Val þó 12:11, en
varnarvegginn, en auðvitað án
árangurs og Valsmenn sækja
upp völlinn. Þar náði Matthías
boltanum frá þeim og brunaði
upp og skoraði við einhver
mestu fagnaðarlæti, sem heyrzt
hafa að Hálogalandi f vetur.
Tilraun Valsmanna til að skora
var án árangurs, boltinn hrökk
af reginafli f marksúluna, og
upp í loft, heppnin var þeim
ekki hliðholl i þetta skipti. Synd
Ármannsstúlkur
unnu í 2. fl.
Valsmenn áttu sannarlega
ekki gott kvöld að Hálogalandi
í gærkvöldi því fyrir utan tap
sitt í 2. deild töpuðu Valsstúlk-
umar úrslitaleik sínum I 2. fl.
gegn Ármanni.
Leikurinn var mjög spenn-
andi og jafn og lauk með Ár-
mannssigri 7:6. Einnig fór fram
leikur milli KR og Ármanns í
2. fl. karla og vann KR með
miklum yfirburðum og mætir
Val í úrslitaleik.
— li l ..
Síðustu leikir 1. deildarkeppn-
innar. Er ekki að efa, að lejk-
imir í kvöld geta orðið spenn-
andi ekki sízt með tilliti til botn
Iiðanna, sem eflaust selja sig
dýru verði. Leikirnir í kvöld
eru:
FH—Ármann
Fram—Víkingur
Ármann og Vfkingur eru neðst
f deildinni með 6 stig.
að svo gott lið sem Valsliðið
sannarlega er skuli ekki fá tæki-
færi til að leika í 1. deild næsta
vetur.
Haukaliðið á annars skilið að
sigra í þessu móti, því liðið hefur
sýnt mjög jafngóða leiki og í liðið
er skipað mjög skemmtilegum leik-
mönnum, sem ættu að sóma sér vel
í 1. deild. Það hefur verið sérstök
ánægja að sjá 2. deildarliðin í vet-
ur, a. m. k. þrjú þau efstu, sem
hafa mjög góðum mönnum á að
skipa og er það vottur um vax-
andi breidd í handknattleik hjá okk
ur. Beztu menn Hauka í gær voru
þeir Matthfas Ásgeirsson, Viðar
Símonarson, Ásgeir Þorsteinsson,
Hörður Jónsson og hinn ungi Þórð-
ur.
Valsliðið var e. t. v. nokkuð ör-
Framh. á bls. 6