Vísir - 15.04.1964, Side 3
V í S I R . Miðvikudagur 15 aþríl 1984.
e
Hér má greina áhrif frá spænskum flamencodansmeyjum.
Þessi hárgreiðsla fer einkar vel við fíngert, reglulegt and-
litsfall, og til íburðarmeiri skreytingar má gjarnan nota
stóra, glitrandi kamba.
e
Nýtt afbrigði af „hirðsveina“stílnum. Þægileg og fyrirhafn-
arlítil greiðsla, góð fyrir gróft hár.
0
París hefur greinilega orðið fyrir áhrifum af Guðrúnu okkar
Bjarnadóttur, en þetta er nýjasta tízka þar í borg á þvi
herrans ári 1964.
Rómantísk greiðsla fyrir ungar stúlkur. Blóm geta farið
mjög vel í fallegu hári, annað hvort gerviblóm eða ekta, en
gætið þess að festa þau vandlega, áður en þið farið út að
tvista.
Hárgreiðslan
í PARÍS