Vísir - 15.04.1964, Page 4

Vísir - 15.04.1964, Page 4
4 VlSIR . Miðvikudagur 15. aprfl 1964. HÍÖRTUR JÓNSSON KAUPMAÐUR: lOKUNARTlMI VCRZUNA I/ Jamdómur hefur nýlega stokkað upp launasamninga verzlunarfðlks og komið því til leiðar, að nú verður að telja laun þess fólks viðunandi miðað viö aðrar stéttir. Flokkaskipting hefur verið gerð, sem hefði ver- ið ágætt, ef hún væri ekki svo þvöglulega skilgreind, að deila má, svo að segja, um hvern fldkk og stöðu. Ólíklegt verður að telja að vakað hafi fyrir samningamönnunum að búa þetta svona út og verður þá að færa þetta á reikning þreytunn ar og höfuðsins. Úr þessu má nú bæta með lipurð og skarpri hugsun, næst þegar um þetta verður fjallað. Þessir samning- ar, ef samninga á að kalla, sner ust um laun fólksins, þótt aðrar kjarabætur flytu þar nokkrar með. Nú er skýrt kveðið á um dagvinnu, eftirvinnu og nætur- vinnu og er það til stórra bóta. Samningum launþega og at- vinnurekenda í þessu landi er jafnan hagað þannig, að sem minnstum umhugsunartíma sé yfir að ráða, og sem allra mest pressa og öngþveiti skapist. Ekki verður séð hvor aðilinn á meiri sök á þessu, en svo virð- ist, sem þetta ábyrgðarleysi eða máske frekar þroskaleysi sé sjálfsögð latina í kjaramálum hérlendis. Þess vegna er það, að þegar samnmgsaðilar eru orðnir Iangsyfjaðir, leiðir og sljóir af endalausu máttlausu þjarki, uppurnir af smáskrítlum sögum og sérhverju gamni, að þeir grfpa hvert tækifæri til þess að komast frá þessu leið indastarfi, taka fegins hendi hverri tillögu, sem ber í sér lausn frestun eða flótta frá mál inu. Atvinnurekendur hlaupa oft ast óþarflega sperrtir fyrstu hringina, en eru þeim mun sila legri á lokasprettinum. Skerpa og kraftur samningsaðila fer 1 það að pexa um öfgatölur á báða bóga, en þegar til þess dregur, að tala um eitthvað, sem vit er í þá eru flestir orðnir eins og útvatnaðir bútungar. Stjórnmálamennimir hoppa 1 kringum samningsaðila eins og staðfuglar um dauða kind, en þykjast þó hvergi nærri koma. Endirinn verður því vanalega sá, að í eitthvert hálmstrá er gripið og flotið með þvf út úr hringiðu samninganna. Sfðasta hálmstráið í samningunum við verzlunarfólk hét kjaradómur. Ef framangreind lýsing ætti við, þá er það minna undrunar- efni en hve það er bagalegt, að stórmál, sem bíða og þarfnast úrlausnar, og sem bundin eru kjarasamningunum og leysa verður í sambandi við þá, séu lögð á hilluna. Átt er þar við lokunartíma sölubúðanna. Að sönnu ætti þetta mál ekki að snerta kjarasamninga verzlunar fólks nokkum skapaða hlut, en af einhverri fyrirmyndar heimsku hefur þessu verið hnall að inn í samningana fyrir löngu og því ekki um annað að ræða, að því er virðist, en að koma þessu ákvæði út úr þeim um leið og samið er um kjörin. Forustumenn verzlunarfólks telja sig 'hafa kverkatak á kaup- mönnum með því að geta ráðið þvf hvenær þeir opna verzlanir sfnar og loka þeim, og óneitan- lega mundi öðrum atvinnu rekstri þykja hart að gengið að hafa slfka firru f samningum. enda þekkist þetta hvergi ann- ars staðar. Auðvitað gleymist forustuliði verzlunarfólks að hagur verzlananna er líka þess hagur og því óskynsamlegt að bregða fæti fyrir verzlanir á þennan hátt, sem nú er farið að bóla á. Tjótt ótrúlegt sé, þá em tvö sjónarmið ríkjandi um skyld ur verzlpnarstéttarinnar við al- menning, þegar afgreiðslumenn f verzlununum og kaupmenn ræða saman. Annað sjónarmiðið er, að hafa verzlanimar opnar, á þeim tfma, sem bezt hentar afgreiðslu fólki f búðunum og kaupmönn- um, og það lengi, að ætla mætti að nægði til þess að kaupa það, sem þarfir krefja. Hitt sjónarmiðið er, að hafa verzlanimar opnar á þeim tfma, sem hinum ahnenna kaupanda hentar bezt innan skynsamlegra tfmatakmarka. Hvað finnst mönnum? Em verzlanimar til vegna fólksins, sem í þeim verzl ar, eða eru viðskiptavinirnir bara til vegna verzlananna? Er nokkur svo gegnsýrður af höft- um, einokunarbrölti og ríkis- rekstri að hann sé í vafa um svarið? Þvf verður ekki trúað að óreyndu. Verzlunarstéttinni ber skylda til að haga vinnu- degi sfnum þannig, að sem allra hagkvæmast sé fyrir neytendur. Þetta er staðreyndln' f málinu. Með því er alls ekki sagt að verzlunarstéttin eigi að hafa Iengri vinnudag en aðrir. Afgreiðslufólk segir: Það er haágt að láta fólkið verzla á þessum tima, það er hægt að venja það á að gera sín innkaup þegar okkur í verzlununum hent ar bezt. Er það svona verzlunar frelsi, sem verzlunarstéttin bið ur um og býður öðrum? Eru þetta venjulegar aðferðir þjón- ustufyrirtækja í frjálsu landi? NeL Kaupmenn eiga að kapp- kosta að reka fyrirtækin þannig, að sem hagkvæmast sé fyrir al- menning. Þetta er einn þáttur verzlunarfrelsisins og tryggir bezt afkomu kaupmannanna sjálfra. Þeir kaupmenn, sem ekki vilja skilja þetta mega gjaman heltast úr lestinni. Það er misskilningur af forustumönn um verzíunarfólks að þumbast gegn þeirri þróun, sem siglir nú í kjölfar frjálsari verzlunarhátta með því að vilja takmarka verzl unarfrelsi almennings. Með því vinna þeir stétt sinni ekkert gagn. Það er enginn að biðja um að vinnudagurinn sé lengdur, enginn að bjóða lægra kaup heldur hærra kaup. Almenning ur gerir bara kröfu til þess að fá sæmilega þjónustu. þróunin gengur nú í þá átt, að fleiri og fleiri starfsgreinar vinna Iftið eða ekki á laugar- dögum. Sá dagur er hinn ákjós- anlegasti innkaupadagur fyrir fólkið, einkum yfir vetrarmán- uðina. Fjöldi fólks er svo bund- inn við vinnu, að enginn tími er til þess að skoða vörur í búð- um, bera saman verð í næði og fara út með konu og börnum þessara erinda. Laugardagurinn skapar þennan möguleika. En þá mega kaupmenn ekki bregðast Þeir verða að hugsa um þarfir yiðskiptavina sinna og hafa búð imar opnar. Á laugardögum þarf, yfir vetrarmánuðina, að hafa verzlanir opnar ekki skem- ur en til kl. 4 e.h. Þetta þarf þó ekki að gilda fyrir allar tegund ir verzlana. TVú er gengin í gildi reglugerð um lokunartíma sölubúða. Hún er frjálslegri en áður var og horfir til þess að bæta úr því leiðindaástandi sem rikt hefur. Hin hvimleiðu sölugöt skyldu hverfa og annar menni- legri háttur upp tekinri. En verzl unarfólk hefur nú snúizt gegn þessum umbótum í krafti hinnar fráleitu samningsgerðar, sem fyr getur. Hér kemur áþreifanlega fram sú meginfirra að láta starfsmenn fyrirtækjanna ráða því, á hvaða tíma dagsins þau starfa. Við þessu er aðeins eitt ráð, samningunum verður að breyta, nema þetta ákvæði brott úr þeim. I raun og veru er starfsfólkið i búðunum einhver óliklegasti aðilinn, sem hugazt getur til þess að fjalla hlutlaust um þetta lokunarmál, væri þá mun nær- tækara að kaupmenn hefðu sam ráð við Neytendasamtökin ef þeir gætu ekki ráðið fram úr þessu sjálfir. Það er oft búið að benda kaup mönnum á nauðsyn þess að losna við þetta lokunarákvæði úr samningunum. Vonandi sjá þeir betur nú hve áríðandi það er, og verzlunarfólkið hefur eng an hag af því að seilast á þenn- an hátt á verksvið eigenda fyrir tækjanna. Hvað hinn almenna borgara snertir, þá á hann ekki að sætta sig við það að kaup- menn þeirra Iáti hann verzla eða venji hann á að verzla á þessum eða hinum tíma dags. Vissulega eru margir kaupmenn, sem vildu taka höndum saman við Neytendasamtökin til þess að koma þessu máli í eðlilegt horf. 3 millj. í listamannalaun Listamannalaun hafa nú stór- hækkað og hefur heildarúthlut- un hækkað um 900 þúsund kr. eða úr 2.1 millj. kr. sl. ár upp í 3 milij. nú. Birti úthlutunar nefnd skrá á laugardaginn yfir þá listamenn sem hljóta laun að þessu sinni. 129 listamenn hljóta nú laun á móti 123 í fyrra Eftirtakanlegt er að nokkru fleiri leikarar en áður eru á' skránni. Að þessu sinni var úthlutunar nefndin fjölmennari en verið hefur. Ákvað Alþingi að fjölga' úr 5 f 7 nefndarmenn. Voru þeir Sigurður Bjarnason ritstjóri, sem var formaður, Halldór Krist jánsson, Bjartmar Guðmundsson Einar Laxness, Helgi Sæmunds son Andrés Kristjánsson og Þór ir Kr. Þórðarson. Launin í efsta flokki, sem nefndin veitir, hækka að þessu sinni úr 40 þús. kr. í 50 þús. kr. Þrír menn bætast nú í efsta flokk og eru þag þeir Finnur Jónsson málari, Guðmundur Daníelsson rithöfundur og Jak ob Thorarensen skáld. Fyrir í þeim flokki voru: Ásmundur Sveinsson, Guðmundur Hagalín Gunnlaugur Scheving, Jóhannes Kjarval, Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Páll ísólfsson, Tómas Guðmundsson og Þórbergur Þórðarson. Hér verður allur listi yfir þá menn sem hljóta listamanna- laun ekki rakinn, heldur gerð grein fyrir því hverjir bætist við nýir í flokkana, hækka upp eða koma nýir. í 2. flokk, sem hækkar nú 25 þús. kr. í 30 þús. kr. koma þessir nýir: Amdís Bjömsdóttir Elfnborg Lárusdóttir, Guðmund- ur Frímann, Indriði G. Þor- steinsson, Jón Nordal, Jón Þór arinsson, Kristján Davíðsson, Sigurður Sigurðsson, Stef án Jónsson og Thor Vilhjálms- I 3. flokk, sem hækkar úr 14 þús. kr. f 18 þús. kr. kqma nýir: Ágúst Kvaran, Bjöm Ólafsson, Guðbergur Bergsson, Gunnar Eyjólfsson, Helgi Skúlason, Jó- hann Ó. Haraldsson, Jóhannes Geir, Jóhannes t Jóhannesson, Jón Óskar, Jökull Jakobsson, Skúli Halldórsson og Veturliði Gunnarsson. 1 4. flokk, sem hækkar úr 9 þús br. í 12 þús. kr. koma þess ir nýir inn: Ágúst Sigurmunds son Ámi Jónsson, Einar Bragi, Fjölnir Stefánsson, Guðmunda \ Andrésdóttir, Helgi Valtýsson, Hjálmar Þorsteinsson á Hofi, Kári Tryggvason, Leifur Þórar- insson, Oddur Björnsson, Mar- grét Jónsdóttir, Rósberg G. Sæ dal, Sigriður Hagalín, Sverrir Haraldsson og Þorkell Sigur- björnsson. Ný söluumboð Flugfélagsins 1 því augnamiði að auka þjón- ustu við landsmenn og veita vænt- anlegum viðskiptamönnum betri fyrirgreiðslu, hefir Flugfélag ís- lands gert söluumboðssamninga við aðila á nokkrum stöðum sem félagið hefir ekki starfsemi. Sölu- umboðin annast sölu /farseðla á flugleiðum félagsins innanlands og á milli landa og ennfremur fram- haldsfarseðla með öðrum flugfélög- um, sem Flugfélag íslands hefir umboð fyrir. Ennfremur veita sölu umboðsmenn félagsins allar upplýs- ingar varðandi flugferðir með flug- vélum félagsins. Söluumboð Flugfélags íslands á Akranesi annast Ólafur B. Ólafsson verzlunarstjóri Bókaverzl. Andrés- ar Níelssonar h.f. og verður far- miðasala og upplýsingajjjónusta 1 bókabúðinni ,sem er f hjarta bæj- arins, að Skólabraut 2. í Bolungarvík annast Elías H. Guðmundsson, stöðvarstjóri pósts og síma söluumboðið. Farmiðasala og upplýsingaþjónusta í Bolungar- vik verður á pósthúsinu. Á Selfossi er söluumboð Flug- félagsins hjá Kaupfélagi Árnesinga, j Selfossi. Farmiðasala og upplýsinga þjónusta verður á Ferðaskrifstofu ' Kaupfélags Árnesinga, Selfossi. 1 Frá fleiri söluumboðssamningum fyrir aðra staði á landinu mun verða gengið innan skamms. Sviptur ökuréttindum vegna kappaksturs Lögreglustjóraembættið í Reykjavík hefur frá síðustu ára mótum svipt 7 ökumenn öku- réttindum um stundarsakir. Þann síðasta í fyrradag. Tilefnið til ökuleyfissvipting- arinnar í fyrrad. var það, að um nóttina barst lögreglpnni til- kynning um ofsahraðan akst- ur þriggja bifreiða á Reykjavík- urflugvelíi. Nánar til tekið var þetta á steinsteyptu brautinni framan við viðgerðarverkstæði. Flugfélags íslands. Lögreglan fór á staðinn og tók alla þrjá ökuþórana. I gær kom mál þeirra svo fyrir full- trúa lögreglustjóra, sem veitti tveim þeirra áminningu fyrir at- hæfi þeirra, en svipti þann þriðja þeirra ökuréttindum um stundarsakir. Hafði sá brotið af sér nokkrum sinnum áður og verið þá aðvaraður og áminnt- ur. Var honum þá tjáð, að ef til slíks kæmi framar, myndi hann verða sviptur ökuréttind- um. Vísir spurðist fyrir um það hjá Ólafi Jónssyni fulltrúa lög- reglustjóra, í hvaða tilvikum gripið væri til þeirra ráða af hálfu lögreglustjóra að svipta menn ökuréttindum. Ólafur svar aði því, að þetta væri gert ef sérstök ástæða þætti til og ef um ítrekuð brot væri að ræða vegna of hraðs eða ógætilegs aksturs og talið væri að hætta stafaði af honum. Væri þegar búið að svipta sjö ökumenn rétt indum frá s. 1. áramótum. Ólafur tjáði Vísi ennfremur að þessir úrskurðir Iögreglu- stjóraembættisins væru aðeins til bráðabirgða. Væru úrskurð- irnir sendir strax til sakadóm- araembættisins til ákvörðunar, hvort heldur væri um staðfest- ingu eða niðurfellingu að ræða. Sakadómur sendir málið síðan til saksóknara og leitar úrskurð ar hans, hvort viðkomandi manni skuli stefnt eða ekki. Ólafur sagði að í nær öllum tilfellum hafi úrskurður lög- reglustjóraembættisins verið staðfestur af sakadómara. Þá vita þeir það — sem aka of hratt eða ógætilega — hvað bíður þeirra í framtíðinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.