Vísir - 15.04.1964, Síða 7
7
VlSIR . Miðvikudagur 15. aprfl 1964.
mÉ*.....................
Yeiddi í kóngsins náð
Albert f Veiðimanninum.
Nú þegar landhelgisstríði
okkar er lokið (í bili a.m.k.) og
Færeyingar teknir við af okkur
að erta brezka ljónið, hafa ýms-
ir orðið til að Hta yfir „sundið"
til þess að sjá hvernig frænd-
um okkar á hinum Norðurlönd-
unum gengur með sínar strend
ur. Og þó að sums staðar gæti
nokkurrar öfundsýki í okkar
garð, vegna nýja „punktsins"
sem við virðumst vera að fá í
landhelgislínuna okkar, þá virð
ist allt vera með kyrrum kjör-
um.
Þó bar svo við eigi alls fyrir
löngu, að íslendingur nokkur
var á veiðum innan sænskrar
landhelgi, og allrækilega fyrir
innan, því að hann var staddur
í , næsta héraði fyrir norðan
Skán, við ána Mörum. Hér var
semsagt ekki .á ferðinni ryðg-
aður togari, sem van að laum-
ast inn fyrir landhelgi Svíanna,
heldur grandvar og strangheið
arlegur, íslenzkur sportfiskimað
ur með gljáfægðar „græjur“,
sem ætlaði að fara að renna eft
ir sjóbirtingi.
Og hann hafði meira að segja
fulltingi hans hátignar Gústafs
Adolfs Svíakonungs, og skriflegt
„bevis” þar að lútandi.
Þessi veiðiglaði íslendingur
heitir Albert Erlingsson, og er
eigandi, og aðalafgreiðslumaður
i hinni vinsælu verzlun „Veiði-
maðurinn". Fréttamaður og ljós
myndari frá Vísi hittu Albert
að máli á dögunum, og inntu
hann eftir helztu tíðindum úr
. hans veiðiferð.
Áin Mörum, þar sem Albert
var að veiða, mun vera ein fræg
asta sjóbirtingsá í heiminum, en
þar á móti kemur að þær eru
ekki nema tvær sem rennandi
er í, í Svíaríki.
Okkur þykir það ekki ýkja
mikið hér á landi.
En eins og karlinn sagði:
„Því fágætari sem rétturinn er,
þeim mun betur bragðast hann
þegar maður fær hann.“ Svo að
þegar veiðin hefst, sem er 1.
apríl, er jafnan mikið um að
vera og glatt á hjalla. Fylgzt
er með veiðideginum um ger-
valla Svíþjóð, og mikið fargan
fréttamanna frá blöðum, út-
varpi og sjónvarpi til staðar.
Og það er ekki minni karl en
sjálfur landshöfðinginn sem
byrjar daginn með stuttri ræðu
og skipun til veiðivarðar að
hleypa af startskotinu. Veiðin
hefst kl. 8 og stendur langt fram
á kvöld — eða þangað til menn
hafa krækt sér í hámarksaflann
sem er 4 fiskar.
Á slaginu 8 glymur svo start
skotið og meira en hundrað lín
ur þjóta með hvin út yfir ána
og þeim fylgja mikil fagnaðaróp
áhorfenda sem eru fjölmennir.
— Og voru menn ekki titr-
andi af veiðigleði, Albert?
— Jú ég býst við að sumir
hafi verið það. En hafi ég titr-
að, þá hefur það eingöngu verið
af kuldanum, en hann var ægi-
legur. Sem sannur íslendingur
varð ég auðvitað að bera mig
vel og setja upp bros og það
varð tiltölulega auðvelt þegar
frá Ieið því að þá fraus það fast.
— Bar ekki nokkuð á því að
menn væru með hinar heilögu
nauðsynjar sportveiðimannsins
viský, bjór og þess háttar?
— Eitthvað hefur sjálfsagt
verið um það, en þarna á ár-
bakkanum voru kveiktir margir
eldar og flestir kusu að orna sér
við þá. Þó tel ég vafalaust að
einhverjir hafi líka reynt að
„kynda í innyflunum" þegar
leið á daginn og eins notað áð-
urnefndar veigar til þess að
halda voninni við, ef illa gekk.
— Tókst þér að halda uppi
heiðri íslands?
— Já, vonum framar. Mér
gekk svo vel að margir frænd-
anna voru komnir i kringum
mig og hrópuðu „leve Island“
í hvert skipti sem línan hreyfð-
ist. Ég var að frá þvi kl. 8
um morguninn og til rúmlega
tvö, en þar má draga frá a.m.k.
2 tíma, sem fóru í mat Og annað
stúss. Og á þessum tíma setti
ég í 6 fiska og sléppti þar af
tveimur, til þess að fá að halda
áfram, því að hámarkið var 4
fiskar. Sá minnsti sem ég land-
aði var 3,7 pund, en sá stærsti
6,7 og fyrir hann fékk ég smá
medaliu um kvöldið, í hó'fi sem
landshöfðinginn stjórriaði, þvi
að hann (fiskurinn) var einn af
þremur stærstu sem veiddust
þann daginn
— Hvernig var með hina
veiðigarpana gekk mörgum
þeirra jafnvel og þér?
— Nei, það gekk engum eins
vel. Landshöfðinginn t.d. var á
bakkanum andspænis mér, og
hann fékk ekki bröndu allan
daginn.
— Varstu þá ekki litinn illu
auga af hinum?
— Nei, langt frá því. Þeir
voru hinir kátustu og virtust
gleðjast yfir heppni minni.
Þetta var líka algert sportfiskirí
því að við urðum að skila veið
inni, þegar öllu var lokið
nema við vildum kaupa hana
„af sjálfum okkur.“
— Voru „græjurnar" þínar
ekki mikið skoðaðar?
— Jú, það var ekki laus við
það. Og beitan sem ég notaði,
sem var Toby spónn, seldist al
gerlega upp daginn eftir.
— Hvernig stóð annars á, að
þú varst að veiða þarna? Sendi
Svíakonungur kannski eftir þér?
— Nei, svo gott var það nú
ekki, ég var úti í boði fyrir-
tækisins sem ég hefi umboð
fyrir, „Urfabrikken", og þeir
buðu mér þátttöku, mér til gam
ans. Og ég notaði auðvitað
„græjur“ frá þeim.
— Þeir hafa væntanlega verið
ánægðir með árangurinn
— Já, þeir voru frekar hress
ir.
— Og að lokum Albert, hvað
misstu margir þann stóra?
— Ég heyrði satt að segja
ekki um neinn meðan ég var
þarna, en ég býst við að þeir
hafi verið nokkrir, eins og allt
af þegar veiðimenn koma sam-
an.
kvik
myna
kvik
myndir
ir Grimmir unglingar
kvlk kviklk
myndir myndirlmi
I kvik ]
Imyndirli
Amerísk (Harold Hecht), sýnd
í Tónabíó Leikstjórn: John
Frankenheimer.
Þessa kvikmynd hefði að sumu
leyti mátt taka á sumum stöðum
í Reykjavík eða jafnvel í and
rúmslofti ýmissa félagsheimila
úti á landi. Ungu dárarnir, leð-
urjakkarnir, sem koma við sögu,
eiga sér hliðstæður (sömu and-
lit, sami svipur, sami stíll) um
allan heim, hér á íslandi, 1 Eng-
landi, en þar eru þeir nefndir
„teddy-boys“, í Þýzkalandi, þar
sem þeir ganga undir nafninu
„die halbstarken" (hinir hálf-
sterku), meira að segja eru þess
ir grallaraspóar til í Sovét-
Rússlandi og heita „stiliagi" og
þeir eru víst ekki barnanna bezt
ir. 1 Sviþjóð eru þeir kallaðir
„raggare" og æða á átta gata
tryllitækjum eins og Þórskaffis
peyjarnir hér. Ja, þvílíkir peyjar
Þeir rotta sig saman og fara um
í hópum eins og hýenur, hug-
lausir með öllu, ef þeir finnast
einir í fjöru, en þykjast aldeilis
kappar, þegar þeir eru nógu
margir iaman. Þá ráðast þeir
lymskulega að vegfarendum, slá
þá í öngvit og ræna þá — stund
um drepa þeir, ef þeir þykjast
vissir um, að það kemst ekki
upp. Yfirleitt er svona bastörð-
um af manni og óæðra dýrakyni
sýnd of mikil linkind — af því
að, þeir erú ekki mennskir
nema að litlu leyti og flestir
þeirra óforbetranlegir, af því að
þeir eru sálarlega bæklaðir
(psychopaths)
Myndin gerist í Harlem í New
York þar sem lög frumskógarins
gilda meðal unglinganna. Þeir
eru aldir upp í spilltum jarð-
vegi, á götunni og fara um ræn
andi og ruplandi, myrðandi og
ógnandi. Þeir skipast I bófa-
flokka eftir þjóðernum og milli
þeirra innbyrðis ríkir blóðug
styrjöld að hætti A1 Capone (fyr
irliði ítalska glæpalýðsins hef-
ur hann að fyrirmynd I aðferð-
um). Svo er það gamli Burt
Lancaster, sem er þarna í hlut
verki persónu, sem á að vera
sambland af Jóhannesi skirara
og refsivendi — aumingja Burt
— þetta er talsvert erfitt fyrir
hann. En Burt slampast í gegn
um þetta og reynir að vera svip
hreinn og göfuglyndur mynd-
ina í gegn þrátt fyrir ýmis
svöðusár, sem hann hlýtur í af-
skiptum sínum af pjökkunum.
Hann er náttúrulega stundum
armæðulegur á svipinn eins og
gefur að skilja, einkum þegar
misklíð og misskilningur skap
ast milli hans og elsku konunn
ar hans, sem hann kallar „sweet
heart“ en ekki „honey“ Hann
ber sig karlmannlega eftir
versta hildarleikinn, þegar gæj
arnir voru næstum búnir að
koma honum fyrir kattarnef í
neðanjarðarlestinni. Það var
líka harður leikur. „This was
nothing," segir hann huggandi
við konu sína. Þá er hún líka
látin elska hann óskaplega.
Hann lendir í slæmri klípu,
þegar einn hinna grunuðu morð
ingja reynist vera sonur gamall-
ar ástkonu (Shelley Winters),
sem sveik hann í tryggðum, en
tók þess í stað að eiga mök við
lítinn karl og þorpara. Með bóf-
anum átti Shelley, sem nefnist
Mary di Race, þennan þokkapilt
Danny di Pace, ljóshærðan,
þybbinn hrokagikk, sem þó á
að vera eitthvað gott í — nema
hvað.
Þetta veldur auðvitað mis-
skilningnum mikla hjá konu
Burts.
Svona fléttast atvik inn í önn
ur atvik f kvikmyndinni, sem
er ekki óskemmtileg og má
teljast sæmileg þrátt fyrir til-
gerð og klaufahátt aðalleikand-
ans, einkum í réttarsalnum, þeg-
ar hann á að sýnast gáfaður
stgr.
4
Burt horfist í augu við
hættu ... Kona hans („verndar
engillinn“) fylgist með óttasleg
in.
© Aldrei meiri Ián
„Ætlar ríkisstjórnin að
stöðva íbúðabyggingar lands-
manna?“ spyr Þjóðviljinn í
gær með nokkrum þjósti. Spyr
sá sem ekki veit. Víst mun
ríkisstjórninni ekki hafa komið
til hugar að stöðva íbúðabygg-
ingar. Henni hefir aftur á móti
komið annað til hugar. Að
auka þær. Hér sem endranær
er rétt að halda sig við stað-
reyndir, svo maður týnist ekki
í slagorðamoldviðri vinstri
pressunnar. Við fyrstu úthlut-
un Húsnæðismálastjórnarinnar
í fyrra var úthlutað um 80
millj. króna til íbúðabygging-
ar. Sú eina úthlutun, en önnur
kom síðar, var jafn há og út-
hlutun alls ársins 1962. önnur
lánveitingin á vegum stjómar
innar fór svo fram I desember
og nam rúmlega 50 millj. krón
um. Var sú lánveiting þvi öll
ný viðbót, hækkun frá því sem
var árið áður. Þannig hefir al-
drei verið lánað meira til húsa
bygginga en á síðasta ári.
@ Nýjar leiðir
fundnar
En auðvitað eru þetta ekki
nóg lán. Það vita allir sem eru
að byggja. Umsóknir liggja nú
fyrir að upphæð um 250 millj.
króna. Æskilegt væri að unnt
yrði að sinna þéim öllum. Það
er stefna Sjálfstæðismanna. Sá
maður sem bent hefir á leiðir
til þess er einmitt einn Sjálf-
stæðismaðurinn í Húsnæðis-
málastjórn, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson. Hann setti fyrir
skömmu fram ákveðnar tillög-
ur um lausn lánsfjárvanda hús
byggjenda, hvernig afla ætti
nýs fjármagns. Var það m. a.
með víðtækri samvinnu við
tryggingarfélögin og aðra láns
fjáraðila. Óskandi væri að til-
lögur Þorvalds hlytu það
brautargengi sem nægir þeim
til þess að komast í fram-
kvæmd. Á þær er hér bent
vegna þess að það er ekki nóg
að koma í blöðin og kvarta
um lánsfjárskort, eins og
kommúnistar og framsóknar-
menn gera. Það er siðferðileg
skylda þeirra að koma með til
lögur um það hvernig á að
leysa vandann. Það hafa hins
vegar Sjálfstæðismenn þegar
gert — auk þess að lána meir
til íbúðabygginga en nokkru
sinni fyrr hefir verið gert.
^ Tillögur Gísla
Oft hefir það fyrr verið sagt
hér' í Vísi, að raunhæfasta
kjarabót þjóðarinnar væri ef-
Iaust sú ef unnt reyndist að
lækka byggingarkostnaðinn
um þau 20% sem hinn kunni
arkitekt Gísli Halldórsson tel-
ur tiltölulega auðvelt. En orð-
in ein duga ekki. Það þarf at-
• hafnir. Ríkið og bærinn verða
að mynda samtök, miðstöð.
með einstaklingum til þess að
finna hér nýjar leiðir til Iækk-
unar. Það eru útgjöld sem
borga sig.