Vísir - 15.04.1964, Qupperneq 11
V í S IR . Miðvikudagur 15. aprfl 1964.
n
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
ítalski stúdentinn Vittorio
Vitt, veðjaði við einn af vin-
um sinum, að hann gæti auð-
veldlega haldið sér vakandi í
14 daga, eins og einn finnskur
stúdent gerði. Og Vittorio lét
ekki sitja við orðin tóm, held-
ur settist niður og vakti. Eftir
36 tíma, varð hann nú samt
að gefast upp, þrátt fyrir það
að hann drakk ósköpin öll af
kaffi og reykti eins og skor-
steinn til þess að reyna að
halda sér vakandi. Hann valt
út af steinsofandi. Félagar Vitt
orios háttuðu hann ofan í rúm
og þar svaf piltur með sælu-
svip næstu 36 tímans.
Alltaf er eitthvað verið að
hrjá feita fólkið f USA. Nú
hefur lögreglustjórinn í Nass-
au, Long Island, hótað að setja
45 af mönnum sínum í „Fat
Man’s Club“ ef þeir byrji ekki
strax að grenna sig. Og það er
lítið varið í að vera f þeim
klúbb, því að meðlimirnir
verða fyrir ails konar sektum
og óþægindum. Þurfa meira
að segja borga vissa upphæð
daglega fyrir hvert aukapund
Lögreglulæknirinn hefur samt
beðið Iögreglustjórann að vera
örlítið mildari, því að flestir
mannanna hafi fitnað svona
þegar þeir hættu að reykja
vegna herferðarinnar gegn
krabbameini.
Holly wood-s t j arnan Maur-
een O’Hara, hefur mjög þokka
legan líkama, en hún er á
þeirri skoðun að það sé algert
einkamál sitt. Hún er hatramm
ur andstæðingur þeirra leik
kvenna sem koma hálf- eða
ails naktar fram í kvikmynd-
um, og segir að þær komi illu
orði á stéttina. Hún segir enn
fremur: Ég er öskuvond út f
þessar kvenféiagskonur sem
hrópa upp yfir sig í hneykslun
þegar fréttist um nýja nektar-
mynd, en standa svo fremstar
í biðröðinni.
Sumt fólkið f jámtjaldslönd
unum er ekki alveg visst um
hvaða afstöðu það eigi að tak:
í deilunni milli Kínverja oj
Rússa, og margir kjósa þvf aí
vera hlutlausir. Fyrir skömmu
kom maður inn á kaffistofu i
Budapest og bað um einn
bolla af tei. — Á það að vera
kfnverskt eða rússneskt te?
spurði afgreiðslumaðurinn. —
Hmm, sagði hinn vandræða-
iegur, gefið mér einn bolla af
kaffi.
Nýlega var ungur Rúmeni
Alex Tonescu dæmdur f þunga
sekt fyrir að bíta tengdamóð-
ur sína. Hann beit hana illi-
lega í hendina, þegar hún ætl
aði að fá sér aðra sneið af
eplakökunni sem honum þótti
svo góð.
Fern Floyd hefur ákveðið að
láta eðlisávísun konunnar hjálpa
sér að fir.na „sinn mánn“ og
hún gefur burðarkörlunum skipun
um að stanza hjá Kirby, sem sýn-
ir að auðvelt er að rugla eðlis-
ávisunina ef myndarlegur karl-
maður er annars vegar. Henni
finnst Rip bera af öðrum mönn
um I salnum, svo að hún ákveður
með sjálfri sér að hann hljóti að
vera sá sem hún á að daðra við.
Hún réttir honum hendina og
„citerar“: „Ef það er í raun og
veru ást, þá segðu mér hversu
mikil.“ Og Rip svarar: „Ástin á
sín takmörk eins og sjá má.
Shakespeare bjó það til, bætir
hann við brosandi. Og Fern
Floyd brosir á móti. — Okkur
mun áreiðanlega koma vel saman
segir hún.
601UG TO
GETALONG
JUSTFINE...
ari flytur frásöguþátt: Göm
ul kynni. d) Óskar Ingi-
marsson flytur frásögu eft
ir Þormóð Sveinsson á Ak-
ureyri: Nokkrar minningar
frá vetrinum 1913-14
21.45 íslenzkt mál
22.10 Lög unga fólksins
23.00 Bfidgeþáttur
23.25 Dagskrárlok
Sjónvarpið
Miðvikudagur 15. apríl
16.30 Captain Kangaroo
17.30 The Price is Right
18.00 Sea Hunt
18.30 Biography
19.00 Afrts news
19.15 The Sacred Heart
19.30 The Dick Van Dyke show
20.00 The Garry Moore show
21.00 The Jack Benny show
21.30 The Untouchables
22.30 I’ve Got a Secret
23.00 Afrts Final Edition news
23.15 The Tonight show
Þýzkur vélfræðingur W. Acker-
mann mun næstu 5 vikurnar
ferðast um landið í sérstökum
kennslubíl og leiðbeina eig-
# % # STJÖRNUSPÁ
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn
16. apríl.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Þegar ein starfsaðferðin
bregzt þér, geturðu ávallt reynt
aðrar. Þeir, sem ekki skoftir
frumleikann eru sjaldan í
strandi lengi. Reyndu sjálfur.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
Þér kynni að vera nauðsynl. að
venjast þeirri hugmynd, að aðr
ir geta verið nákvæmlega eins
stífir og ósveigjanlegir og þú
ert stundum.
Tviburarnir, 22. maí til 21.
júní: Það er mjög mikilvægt að
ókunnugir kynnist þér fremur,
þegar þú ert vel fyrir kallaður,
heldur en þegar allt gengur á
tréfótunum. Slikt hefur góð á-
hrif á orðstír þinn.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Haltu þig eingöngu að þeim
málefnum, sem þig varða, og
láttu aðra um að bjarga eigin
vandræðum, það er þeim fyrir
beztu að læra af reynslunni.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Þú verður að gæta fyllstu hag-
sýni í rekstri heimilisins og
annarra stofnana, sem kynnu að
vera á þfnum snærum. Hafðu
góðan aga á ungviðinu.
Meyjan, 24. ágúst til 23 sept.:
Þú ættir ekki að láta öðrum
uppi skoðun þina á málunum,
eins og stendur því að það gæti
leitt til óþarfa deilna. Þér mun
þó ganga betur, þegar fólk verð
ur vinsamlegra 1 viðmóti.
Vogin, 24. sept til 23. okt.:
Hafðu morgundaginn I huga og
láttu ekki bregðast að gera ráð
stafanir til þess að skútan fljóti
þá. Ekki dugar að lifa eingöngu
fyrir líðandi stund.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Misklíð, sem gætt hefur að und-
anförnu er hægast að jafna, þeg
ar á daginn líður. Fólk hefur til
hneigingu til að vera rausnar-
legt í þinn garð núna.
Bogmaðurinn, 23 nóv. til 21.
des.: Þú getur alltaf reynt nýjar
aðferðir, þegar það, sem þú nú
nótast við, hefur brugðizt. End
urskipuleggðu starf þitt og fjár
hagsgrundvöll.
Steingeitin, 22. des. til 20.
jan.: Ástúð og uppörvun maka
þíns, eða náins félaga hefur
verulega góð áhrif á skap þitt.
Farðu eftir góðum ráðlegging
um annarra.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Þú ættir að leggja harðar
að þér I framtíðinni til að ná
því marki, sem þú hefur sett þér
Tileinkaðu þér þá lexíu, sem
reynslan hefur kennt þér.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marz: Sú spenna, sem rikt hef
ur að undanförnu, mun að ein-
hverju leyti dvína, eftir því sem
á daginn líður. Þú getur einbeitt
huga þínum að einhverju, sem
er skemmtilegra \
endum Deutz dráttarvéla um
meðferð þeirra. I kennslubílnum
eru sundurtekin, og þverskurðar
model af Deutz vélum, ásamt
kvikmyndavélum, sem notaðar
verða til að sýna skýringarkvik
myndir. í fylgd með Ackermann
verður m. Tómas Árnason véla-
eftirlitsmaður, sem mun annast
þýðingar og útskýringar. Tveir
viðgerðarbílar frá hlutafélaginu
Hamar — sem hefur umboð
fyrir Deutz — verða í fylgd með
kennslubílnum.
Á myndinni eru þeir Tómas
Árnason t. v. og W. Ackermann
við kennslubíiinn, en þar sést I
nokkurn hluta kennslutækjanna.
(Ljósm. Vísis B.G.)
Minningarspjöld Gjafir
Minningargjafasjóður Lands-
spitala fslands. Minningarspjöld
fást á eftirtöldum stöðum: Lands
síma íslands, Verzluninni Vlk
Laugavegi 52, Verzluninni Oculus
Austurstræti 17 og á skrifstofu
forstöðukonu Landsspítalans, (op
ið kl. 10.30-11 og 16-17).
Minningarspjöld Slómsveiga-
sjóðs . Þorbjargar Sveinsdóttur
eru seld hjá Áslaugu Ágústsdótt
ur, Lækjargötu 12, Emelíu Sig-
hvatsdóttur Teigagerði 17. Guð-
finnu Jónsdóttur Mýrarholti við
Bakkastíg. Guðrúnu Benedikts-
dóttur, Laufásvegi 49, Guðrúnu
Jóhannesdóttur, Ásvallagötu 24,
og Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds
sonar.
-Minningarspjöld styrktarsjóðs
starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar fást á eftirtöldum stöðum:
Borgarskrifstofum Austurstræti
16, Borgarverkfræðingaskrifstof-
um Skúlatúni 2 (bókhald) Skúla-
tún 1 (búðin), Rafmagnsveitan
Hafnarhúsinu á tveim stöðum, Á-
haldahúsinu við Barónstíg, Hafnar
stöðin Tjamargötu 12.
Minningarspjöld Háteigskirkju
eru afgreidd hjá: Ágústu Jóhann
esdóttur Flókagötu 35, Áslaugu
Sveinsdóttur Barmahlíð 28. Gróu
Guðjónsdóttur Stangarholti 8,
Guðrúnu Karlsdóttur Stigahllð 4,
Sigríði Benónýsdóttur Barmahllð
7. Ennfremur I bókabúðinni Hlíð
ar, Miklubraut 68.
Hjálparsjóði æskufólks barst
I gær höfðingleg gjöf. Maður sem
ekki vill láta nafns slns getið, gaf
II þúsund krónur.
Flýttu þér heim. Ég er með
nokkrar dásamlegar slúðursögur
til að segja þér i símann.