Vísir - 16.04.1964, Blaðsíða 7
y 1SIR . Fimmtudagur 16. apríl 1964.
7
*
Björn Björnsson stórkaup-
mann í London þekkja flestir
þeir íslendingar sem London
hafa gist um skemmri eða
lengri tíma síðustu tvo áratug-
ina. Hann hefir verið driffjöðrin
í félagslífi þeirra um Iangt
skeið og margra manna vanda
leyst, sem til hans hafa leitað.
Islendingafélagið í London var
stofnað fyrir aldarfjórðung og
var Björn fyrsti formaður þess
og gegndi því embætti um
tuttugu ára skeið, eða þar til
fyrir örfáum árum.
lSLENZK MIÐSTÖÐ.
Undanfarin ár hefir Björn
rekið inn og útflutningsverzlun
1 London og m.a. selt íslenzkar
afurðir í Englandi, þótt aðallega
skipti firma hans við önnur
lönd.
Vísir átti fyrir skömmu tal
við Björn. í því viðtáli setti
Björn Björnsson
eitt við það og sem betur fer
hefir það gengið nokkuð vel, og
mér hefir tekizt að koma af-
urðum inn á markaðinn hér
sem ekki hafa selzt hér áður.
En betur má enn gera. Ég get
tekið eitt dæmi frá því í fyrra.
Þá gerði ég tilboð í íslenzka
fiskvöru, það var í fyrravcr,
um hærra verð en mér var
kunnugt um að áður hefði ver-
ið boðið, meira magn og fjár-
tryggingu fyrir samningum.
Þrátt fyrir þetta var tilboði
mínu ekki tekið og engar frek-
ari skýringar á því gefnar. Mér
dettur því í hug hvort þjóð-
erni mitt og sköpulag nefs
míns hafi verið þar til fyrir-
stöðu. Fyndist mér það afar
harðir kostir þar sem landar
mínir heima ættu frekar að
styðja þá sem eru að koma á
viðskiptum erlendis, þar sem
möguleikar eru fyrir hendi.
EFNIÐ BANNAÐ
I BRETLANDI!
Sömuleiðis kom það mér
Stofmim ÍSLANDSHÚS í London
Yrði miðst'ób vórusýninga og útflutningsaðila
Hugmynd Björns Björnssonar stórkaupmanns
hann fram merka hugmynd um
stofnun íslenzks húss í London,
að fyrirmynd annarra þjóða,
svo sem Norðurlandaþjóðanna.
Það hús yrði miðstöð fyrir út-
flutning okkar til Englands, þar
hefðu útflutningsaðilarnir sínar
skrifstofur, og þar væru einnig
rými fyrir fastar íslenzkar
vörusýningar.
— Bretland hefir lengi verið
mikil viðskiptaþjóð okkar ís-
lendinga, sagði Björn. Okkur
hefir líkað vel að skipta við
Breta og viljum halda því á-
fram. Hins vegar eru nú nokkr-
ar blikur á lofti þar sem er að-
ild Breta að Fríverzlunarbanda-
laginu, en við það stórlækkar
tollur á fiskafurðum frá öðrum
ríkjum, t.d. Noregi og Dan-
mörku í Bretlandi, en okkar
helzt óbreyttur. Meðal annars
vegna þess er okkur nauðsyn á
að gera meira en áður til þess
að auglýsa okkar afurðir og
selja hér í Bretlandi.
VÖRUSÝNINGAR
OG VEITINGAHÚS?
Hér hafa sölusamtökin skrif-
stofur. S.Í.S. sína Sölumiðstöðin
aðra á öðrum stað I borginni.
Ég held að það væri nokkuð
snjallt ef útflutningsfyrirtækin
heima sameinuðust t.d. ferða-
skrifstofu ríkisins og flugfélög-
unum um að stofna til sérstaks
íslandshúss í London. Þar yrði
miðstöð útflutningsins til Bret-
lands, en á neðstu hæðinni
rými fyrir vörusýningar þar
sem sýna mætti íslenzkar fisk-
afurðir, íslenzkar ullarvörur og
aðrar landbúnaðarvörur sem
við viljum selja í Englandi.
Og fleira íslenzkt mætti sýna
þar. Hvers vegna ætti ekki að;
vera unnt að selja íslenzk hús-
gögn í Bretlandi, jafn falleg og
þau eru nú orðin, eins og t. d.
dönsk sem hér renna út eins og
heitar lummur?
Slíkar fastar vörusýningar £
íslandshúsi hér í miðbiki Lond-
on yrði örugglega hin mesta og
bezta auglýsing fyrir landið og
það sem það hefir upp á að
bjóða á markaðinum. Og hugs-
anlegt væri að hafa lítið veit-
ingahús á sama stað sem byði
upp á íslenzkan mat.
Hér hafa Norðmenn og Danir
slíka miðstöð og reynsla þeirra
af henni er mjög góð.
UNDARLEG
SÖLUMENNSKA.
— Þú vinnur að sölu ís-
lenzkra afurða £ Bretlandi?
— Já, ég hefi fengizt litið
nokkuð spánskt fyrir sjónir að
ég var beðinn um að reyna
sölu á niðurlagðri síld £ Bret-
Iandi. Fékk ég nokkrar dósir.
En þegar ég opnaði pakkann
sá ég mér til mikillar hrellingar
að utan á dósunum var prent-
að að £ þeim væri efni sem er
bannað með lögum að setja £
mat hér £ Bretlandi. Ég sendi
þvf viðkomandi hina brezku
reglugerð, þar sem frá þessu
er skýrt. Hér sýnist mér að
framleiðendunum hefði verið
innan handar að leita sér upp-
lýsinga um málið áður en til
sölu var hugsað og er reyndar
ekki nema venjulegur verzlun-
armáti.
— En þrátt fyrir þessi tvö
dæmi, sagði Björn, þá er ég
sannfærður um það að gæði
fslenzkra afurða eru slfk að
þær munu ganga vel á brezka
markaðinum, og við ættum
sízt að spara okkur ómak við
sölu þeirra og auglýsingu.
Endurskoðun lugu um atvinnuleysistryggingusjóð — Jómfrúræða Sverris
Fundur hófst í sameinuðu þingi
í gær með því að Skúli Guðmunds
son kvaddi sér hljóðs utan dag-
skrár. Þá beindi Óskar Jónsson
fyrirspurn til félagsmálaráðherra
varðandi atvinnuleysistrygginga-
sjóð. Síðan fór fram atkvæða-
greiðsla um tillögu Alþ.bandalags
manna varðandi utanríkismála-
stefnu fslands og var hún all
söguleg. Að lokum var tekin fyrir
hin nýja vegaáætlun ríkisstjórn-
arinnar og var umræðu ekki lok-
ið heldur frestað til kvöldsins.
ENDURSKOÐUN LAGA UM AT-
VINNULEYSISTRYGGINGASJÓÐ
Óskar Jónsson (F) bar fram fyr-
irspurn um hvað liði endurskoðun
laga um atvinnu
Isv£.istrvíi§in23*
sjóð og hvort
árangurs af
yy henni væri að
vænta á þessu
f ^ þingi. Ennfrem-
ur spurði hann,
hvort gert væri
ráð fyrir því við
þessa endurskoð
un, að verzlunarmenn fengju að-
gang að sjóðnum, þar sem þeir
væru í ASÍ.
Félagsmálaráð-
herra, Emil Jóns
son, svaraði og
sagði, að árið
1960 hefði verið
skipuð nefnd til
að 'endurskoða
þessi lög og
hefði hún skilað
áliti f marz s.l.
— Samkomulag
hefði ekki orðið í henni og ríkis-
stjórnin hefur ekki afgreitt málið
og gerir það tæplega á þessu
þingi.
Hvað viðvék seinni liðnum, um
verzlunarmennina, þá væri gert
ráð fyrir í frv. nefndarinnar að
verzlunarmenn fengju aðgang að
sjóðnum, en einn nefndarmanna
hefði þó skilað séráliti.
Sverrir Her-
mannsson (S)
lýsti ánægju
sinni yfir þess-
um gangi mála,
þvf nú yrði e. t.
v. bundinn endi
á átta ára lög-
leysu. Verzlunar
menn hefðu árið
’57 viljað fá að-
ild að sjónum, en hefði verið bent
á að samkv. lögunum um atvinnu-
leysistryggingasjóð teldust þeir
ekki til verkalýðshreyfingarinnar.
100 MILLJÓN KRÓNA HÆKK-
UN TIL VEGAFRAMKVÆMDA
Samgöngumálaráðherra, Ingólf-
ur Jónsson, fylgdi úr hlaði þings-
ályktunartillögu um vegaáætlun
fyrir árið 1964. Sagði hann þessa
till. fram komna samkv. ákvæðum
vegalaga, þar sem gert væri ráð
fyrir að áætlun yrði gerð til 4
ára um vegi. En nú næði hún
aðeins til eins
árs samkvæmt
bráðabirgða á-
kvæði, en strax
næsta haust
rriundi koma
fram áætlun til
lengri tíma.
Mikil vinna
liggur að baki
tillögunni og
þvf hefur ekki verið hægt að leggja
hana fram fyrr. Þá rakti ráðherr-
ann efni tillögunnar og skal ekki
farið nánar út f það hér, enda áð-
ur gert í blöðum, én niðurstöðu-
tölur hennar eru 242,1 millj. kr.
og er það um 105 millj. kr. hækkun
frá s.I. ári
Að lokum sagði ráðherrann, að
þessi tillaga gæfi gott yfirlit yfir
ástand vegamála í landinu og þing-
menn ættu auðveldara með að setja
sig inn í þau en áður. Hér væri
um grófa skiptingu vegafjár að
ræða, sem Alþingi og fjárveitinga-
nefnd deildi síðan nánar niður út
um landsbyggðina, að fengnum til-
lögum vegamálastjóra.
Og það er enginn vafi á því, að
nýju vegalögin, sem samþykkt voru
í des. s.l., hafa markað tímamót,
bæði hvað snertir fjárveitingu og
hvað fé til vega nýtist betur en
áður.
Næstur tók Ey
steinn Jónsson
(F) til máls. —
Sagðist hann
ekki hafa athug
að tillöguna til
hlítar, en hvatti
til þess að fyrri
umr. yrði hrað-
að til þess að
hún kæmist sem
fyrst til nefndar, því hún ætti
mikið verkefni fram undan. Þá
Framh á bls. 5
© Alröng skoðun.
‘Alþýðublaðið segir í fyrra-
dag að það sé „eðlileg þróun“
að stórátök í atvinnulffi og
uppbyggingu landsins á næstu
árum verði ekki gerð nema
undir forystu ríkisins og þann
ig að það eigi mikinn meiri-
hluta í þeim fyrirtækjum sem
stofnsett verða. þetta er al-
röng stefna og hinn mesti mis
skilningur. Að því verður að
vinna að ríkið eigi ekki nema
alstærstu fyrirtækin, sem ein-
staklingum er algjörlega of-
viða að ráða við' og byggja
upp. Sem dæmi má taka alum
iniumverksmiðjuna, sem mun
kosta á annan milljarð króna.
Hins vegar er það eðlilegt og
sjálfsagt að einstaklingar og
félög þeirra Iyfti 'þeim steinum
sem minni eru og léttari án í-
hlutunar ríkisvaldsins, nema
þá að litlu leyti.
0 Úreltur hugsunar-
háttur.
ísland er eitt þjóðnýttasta
land veraldar, þrátt fyrir það
að þjóðnýtingarflokkarnir hafa
aldrei verið hér á landi f meiri
hluta. Ástæða þess er einföld
og auðskilin. Þjóðin er svo
smá og fjármagnslaus að ein-
staklingarnir hafa ekki haft
bolmagn til þess að byggja
upp stærri fyrirtæki, einkum
þar sem efnahagsgrundvöllur-
inn hefir verið svo ótryggur að
enginn veit hvernig fjárhags-
lega árferðið verður skamman
tíma framundan, né hverjar
gengisbreytingar kunna til að
koma. í öðrum löndum, t. d.
Norðurlöndum er þessu á allt
annan veg farið. Þar eru ein-
staklingar aflvakinn en ekki
ríkið. Með bættum efnum hlýt
ur að verða á þessu breyting
hér á landi. En þá verðum við
jafnframt að kasta frá okkur
hinum gamla nauðungarhugs-
unarhætti þjóðnýtingarinnar:
að enginn geti neitt gert nema
rfkið. Ríkið á alls staðar að
halda að sér höndum, þar sem
einstaklingarnir og félög þeirra
geta leyst verkefnin.
$ Ðæmi annarra.
Að undanförnu hefir verið
bent á að sjálfsagt sé fyrir
okkur íslendinga að fylgja
dæmi annarra þjóða, svo sem
Vestur-Þjóðverja, Breta og
Bandaríkjamanna og stofna al
menningshlutafélög um stór-
ar framkvæmdir sem fáeinir
einstaklingar hafa ekki bol-
magn til að koma fram. Það er
sú leið sem kemur til með að
leysa þjóðnýtinguna og ríkis-
eignina af hólmi. Og ekkert er
því til fyrirstöðu að fyrirtæki.
sem er tiltölulega smátt í snið
um eins og kísilgúrverlcsmiðj-
an verði seld almenningshluta-
félagi þegar hún er komin á
laggirnar og ríkið hverfi frá
51% eignarhluta sínum í henni
Og þannig má, og er sjálfsagt
að fara að með önnur stórfynr
tæki.,