Vísir - 16.04.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 16.04.1964, Blaðsíða 4
V í S I R . Fimmtudagur 16. apríl 1964. bækur íslenzkar Vísir leitaði til Friðjóns Skarphéðinssonar bæjarfógeta á Akur- eyri og bað hann að segja frá bókasöfnun sinni. Friðjón hefur safnað bókum frá unga aldri og á verðmætt bókasafn þótt hann Iáti sjálfur iítið yfir, enda manna hógværastur. Bókasafn Friðjóns er mjög alhliða en ekki hvað minnsta rækt hefur hann lagt við söfnun lögfræðibóka og er þeirri hlið bók- mennta flestum, ef ekki öllum, núlifandi íslendingum kunnugri. Til er prentuð skrá, sem Friðjón hefur gert um íslenzk lögfræðirit frá upphafi. Það var ekki hvað sízt í tilefni af þessu sem Vísir fór þess á ieit viðJFriðjón að hann skrifaði sérstaklega um fágætar útgáfur lögfræBibóka án tillits til þess hvort hann ætti þar sjálfur eða ekki. Má ísienzkum bókamönnum og söfnurum vera að því nokkur stuðningur. Hér 'gefum við Friðjóni orðið. Stundum hefi ég velt því fyrir mér, hvað hafi valdið því, að bækur hafa löngum verið mér tómstundagaman, ekki að- eins söfnun bóka, heldur einn- ig lestur þeirra. Líklega er þetta ættararfur og mér í blóð borið eins og mörgum öðrum mönn- um. Ekki veit ég heldur, hvort bókmenntaáhugi og bókasöfn- un er algengara einkenni meðal Fyrsta bókin, sem prentuð var hérlendis um Iögfræðileg efni á 18. öld mun vera lögbók ís- lcndinga, sem prentuð var á Hólum 1707. Islendinga en annarra þjóða. Mig brestur þekkingu á öðrum þjóðum til þess að geta dæmt um það, en ýmsir, sem telja sig bera skyn á þetta, halda því þó fram. Hinn mikli fjöldi forn- bókaverzlana í sumum eriend- um borgum, t.d. í Kaupmanna- höfn, bendir þó I aðra átt. Hvað sem þessu líður eru furðu margir menn hér á landi, sem leggja meiri eða minni stund á bókasöfnun og hefur þeim fjölgað ört undanfarin 10—20 ár. Ég tel að 'ég hafi aldrei lagt mikla stund á að safna bókum og hefi jafnan álitið mig meðal hinna smærri spámanna á því sviði. Mér er ekki ljóst, hve- nær telja má að söfnun mín hafi byrjað. Efnahagur minn setti þröngar skorður a.m.k. þar til ég hafði lokið námi. En það var 1935. Eftir það fór bókum mínum dálítið fjölgandi. Aldrei setti ég mér neitt markmið i því sambandi, en söfnun mín beindist fyrst og fremst að ís- lenzkum bókum og bókum um íslenzk efni þó erlendar væru, og að sjálfsögðu helzt að göml- um bókum, sem ekki voru á hverju strái. Sérstaka ánægju hafði ég af FYRRI GREIN að safna smám saman í heil eintök af tímaritum og safnrit- um, í stað þess að kaupa þáu í heilu lagi, enda var það miklum mun ódýrara. Þannig safnaði ég t.d. öllum Skírni, Nýjum Féýrgsritum, Andvara, Þjóðvina félagsalmanökum, Fornbréfa- safni, Sýslumannaævum o. fl., jafnvel Árbókum Espólíns. Hins vegar reyndist ekki unnt að safna þannig mörgum gömlu tímaritanna, t.d. Lærdómslista félagsritum, Klausturpósti, Ár- manni á Alþingi o.s.frv. Ekki er laust við að maður telji sig hafa unnið gagnlegt verk með því að tína saman í samstæða heild brot, sem annars hefðu legið á tvist og bast, og e.t.v. aldrei orðið saman felld ella. SAMSKIPTI VIÐ AÐRA BÓKASAFNARA. Af bókagrúski mínu hefur leitt að ég hefi kynnzt ýmsum bókamönnum og bókasöfnurum og jafnvel fylgzt dálítið með söfnun þeirra sumra. Við þessa menn hefi ég átt margvísleg samskipti og hlotið hjá þeim ómetanlega hjálp. Auðvitað hefi ég reynt að greiða fyrir þeim í staðinn eftir minni litlu getu. Þessi samskipti hafa und- antekningarlaust verið ánægju- leg og oft haft mikla þýðingu fyrir mig. Eru þá efst í huga mér Þorsteinar þrír, Helgi Tryggvason, Árni Bjarnarson og Sigurður L. Pálsson, þó að fjölda marga aðra mætti nefna. Af þessum mönnum hefi ég numið marga gagnlega hluti og , á þeim mikið að þakka. Margir bókasafnarar kunna að segja frá skemmtilegum sögum í sambandi við bóka- söfnun sína, sem oft fjalla um atvik að því, hvemig þeir kom- ust yfir einhverja tiltekna bók eða bækur, eða úndarlegar til- viljanir, sem átt hafa sér stað og orðið hafa til þess að bjarga sjaldgæfum bókum frá glötun. Slfkar sögur kann ég þvf miður ; engar að. segja ajf mfnum bók- um. Þar héfur -aflt verið tiltölu- lega hversdagslegt og ekki í frásögur færandi. Kann þó að vera að hér-ráði nokkru, að mig brestur fundvísi á slfk söguefni. Af söfnunarsnuðti mfnu leiddi áð lokum að ég eignaðist dálft- ið safn af góðum bókum. All- í Crymogaea Arngríms lærða, sem fyrst var gefin út í Hamborg 1609, er kafli um stjórnskipun og lög íslendinga á söguöid með tilvitnunum í hin fomu lög, væntanlega hið fyrsta, sem prentað hefur verið úr Grágásarhandritum. Varla verður sagt, að ég hafi lagt stund á að safna vissum flokkum bóka umfram aðra. í SÖFNUN LÖGFRÆÐIBÓKA. Söfnun lögfræðibóka hefur reynzt mér erfið, en sl^ac bæk^. Alls staðar eru þó ófyllt skörð. Vera má, að á vissum tímabil- um hafi ég lagt meiri áherzlu á eitt en annað, t.d. rímur, riddarasögur, þjóðsögur, ljóð, leikrit, lögfræði, fornbókmennt- ir, ferðabækur o.s.frv. Vel uni Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti segir frá bókasöfnun sinni og merkustu lógfræði- bókum sém gefnar hafa verið út mörg hin síðari ár hefur söfnun mín legið niðri að mestu eða öllu, enda er nú orðið stórum erfiðara til fanga en áður var, og sjaldgæfar bækur komnar í hátt verð. ég því að ófyllt skörð eru hvar sem litið er. Þvi meiri von er til að eignast bók og bók, sem maður hefur áhuga á, og allir bókamenn þekkja þá ánægju, sem því er samfara. Meðal merkra iögfræðibóka um ísienzk efni, sem prentaðar voru í Kaupmannahöfn á seinni hluta 18. aldar voru Historisk Indledning til den gamle og nye Islandske Rættergang, Kristinn réttur hinn gamli og Kristinn réttur hinn nýi. ur voru þó með því íyrsta, sem ég tók að ágirnast. Þegár ég var í skóla keypti ég af Guðmundi Gamalíelssyni eina af mínum fyrstu bókum, sem telja má til gamalla bóka. Það var jafn- framt fyrsta Hrappseyjarbókin, sem ég eignaðist, Norsku lög, ágætt eintak á 10 krónur. Það er raunar ekki sjaldgæf bók, en mun þó ekki lengur auðfengin. Þannig mun það vera um flest- ar eða allar gamlar bækur um lögfræðileg efni, að þær eru torfengnar. Meira að segja mun þvf einnig þannig háttað um ýmsar hinna nýrri. FYRSTA LÖGBÓKIN. Fyrsta bókin, sem prentuð var á íslandi um veraldleg efni, var Lögbók íslendinga, Hólum 1578. Það var lögbók sú, sem Magnús konungur Hákonarson lét semja fyrir íslqndinga og sendi til íslands með Jóni lög- manni Einarssyni. Síðan hefur hún verið kölluð Jónsbók og líklegt er talið að Jón lögmaður hafi verið höfundur hennar að öllu leyti eða einhverju. Þessi fyrsta Jónsbókarútgáfa mun nú ekki vera til, utan örfá eintök í söfnum og vantar þó í flest þeirra. Sama máli gegnir um aðra útgáfu bókarinnar 1580 og einnig svongfnda Núpufells- bók, sem er Jónsbók prentuð á Núpufelli nokkru síðar. Af henni er ekkert heilt eintak til svo vitað sé. Jónsbók 1578 var gefin út ljósprentuð 1934 í rit- safninu Monumenta typo- graphica islandica. Bókasafnari getur vitanlega ekki gert sér vonir um að eignast 16. aldar Jónsbókarútgáfu, enda munu þær naumast til í einkaeign.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.