Vísir - 27.04.1964, Page 1
\
VISIR
Mánudagurinn 27. april 1964
400 ára afmæli Shakespeare
SHAKESPCARC
/ íslenzkum bókmenntum
EFTIR VILHJÁLM Þ. GÍSLASON IÍTVARPSSTJÓRA
Þótt enginn viti það með vissu er talið að
brezki skáldmæringurinn WiIIiam Shakespeare
hafi verið í þennan heim borinn 23. apríl 1564
og eru því fjögur hundruð ár liðin frá fæðingu
hans um þessar mundir. Vísir minnist þessa mikla
skálds í dag með nokkrum greinum um ævi, líf
hans og list.
Hér á síðunni birtist grein um Shakespeare í
íslenzkum bókmenntum eftir Vilhjálm Þ. Gísla-
son útvarpsstjóra. Að stofni til er hún samhljóða
erindi sem hann flutti við opnun Shakespearesýn-
ingar Þjóðleikhússins, en allnokkru ítarlegri. —
Fjallar höfundur í greininni um Shakespeare á
íslandi og íslenzk tengsl við leikrit hans.
Grein um Shakespearesýninguna birtist á 17.
síðu Vísis í dag.
gumum kann að þykja það ó-
þarfi eða þá yfirlæti, að
Ieikhús á útskaga menningar-
innar skuli ætla sér að taka
einhvern þátt í þeim alþjóðlegu
hátíðahöldum, sem fram fara á
þessu ári, og einkum í dag,
vegna fjögur hundruð ára af-
mælis Shakespeares.
Það er eðlilegt, að Shake-
speares og áhrifa hans gæti
hér heldur seint og ekki fyrr en
leikhús eflast hér fyrir alvöru.
Annarra gamalla enskra skálda
gætir hér fyrr, Popes og Milt-
ons c>2 býðing Jóns Þorláksson-
ar á 'fsradísannissi er reyndar
ennþá -jr.crkara og máttugra verk
í bÆsicenntasögu okkar, vegna
íslonstes máJs og kveðandi, en
almennt er tekið tillit til,
Ekki var farið að þýða
Shakespeare á dönsku fyrr en
milli 1770 og 1780. Bjarni
Thorarensen er Iíklega fyrsta
íslenzka skáldið, sem les Shake
speare og hefur mætur á hon-
um. Hann hefur kannske lesið
hann á dönsku, en hann vitnar
líka í hann á ensku, eins og
þegar hann segir í sendibréfi,
að „there is something rotten
in the State of Suður-amtið".
Shakespeare og skáldskapur
hans var annars aldrei til sams
konar áhrifa á íslenzkar bók-
tnenntir og t.d. Horas og
Cicero á tímum uppeldis í
klassískum fræðum eða Horaer
um skeið í þýðingum Svein-
bjarnar Egilssonar. Seinna urðu
það einnig aðrir yngri brezkir
höfundar, sem dýpri áhrif höfðu
Byron Bretatröll, sem sr. Matt-
hías kallaði svo, og Sir Walter
Scott.
í verkum Shakespeares held
ég að ekkert íslenzkt komi
nokkru sinni fyrir, nema einn
íslenzkur hundur í Hinriki
fjórða. Það er þá notað sem
skammaryrði um góðan Eng-
Iending, að Iíkja honum við
eymasperrtan íslenzkan hund.
Annars vissu Englendingar
Elísabetartímas lítið um Island
og oftast hégiljur og ýkjur mis-
jafnra ferðalanga, þó að tals-
ý i|g||g||g®
Titilblað af hinni frægu fyrstu folíóútgáfu á leikritum Shakespeares.
Vilhjálmur Þ. Gíslason.
verðar samgöngur væru milli
landanna og allmiklar fiskiveið
ar Breta hér við land, í gömlu
ensku kvæði segir:
I was borne in Island, as
brute as a beast
whan I eat candles ends
I am at a feast.
Og í öðm kvæði segir svo:
Of Island to write is little nede
save of stockfish ...
Annars voru rit Arngríms
lærða dálítið kunn í Englandi
á seinni árum Shakespeares og
Jón Indíafari kom til London
árið áður en Shakespeare. dó.
Hann sagði að turn St. Páls-
kirkju væri tilsýndar sem ein
fjallsgnýpa, en í borginni væru
framdir alls konar leikir og
mætti heyra þar trómet, bumb-
ur. pípur og hljóðfæri alls kon-
ar uppá spilað.
Einnig vom fjarlæg tengsl
milli stærsta og frægasta leik-
rits Shakespeares, Hamlets, og
gamalla íslenzkra bókmennta.
Nafn Amlóða kemur fyrst
fyrir í lausavísu eftir Snæbjörn
íslenzkt skáld á elieftu öld
(1010—20?), hvernig svo sem
annars á að skilja þá vísu. Þar
er talað um bylgjur þær, er
fyr löngu mólu Amlóða meldur-
lið og venjulega talið að átt sé
við kvörn, Amlóða eða hafið.
Hamlet sagnir um Amlethus
eða Amlóða, sem frægastar
voru annars úr Dana-sögu Saxa,
geymdust lika I íslenzkri sögu,
Ambalessögu. Það er undir hæl
inn lagt, hvers virði slík tengsl
em talin. Einn enskur fræði-
maður, Gollanz, hefur skrifað
stóra bók um Hamlet á íslandi,
en ;í nýjustu ævisögu Shake-
speares, þeirri frægu og um-
þráttuðu bók eftir prófessor
Rowse, er það talið nægilegt að
geta í einni línu um að til sé
gömul miðaldasaga um Hamlet.
Hins vegar eignaðist Shake-
speare marga skáldbræður hér
norður í fásinninu, sem þótti,
eins og honum, Hamlet girnilegt
yrkisefni. Ég held, að til séu í
handritum að minnsta kosti sex
allmiklir rímnaflokkar um Ham-
let eða út af Ambales sögu.
Hamlet Shakespeares var ekki
þýddur fyrr en sr. Matthías
gerði það. Hann segir 1862 í
bréfi til Steingríms Thorsteins-
sonar, að hann hafi í vetur vað
ið I gegnum flest Shakespeare's
rit á sænsku, því hann hafi ekki
tíma til að lesa originalinn.
Hamlet þýddi hann í Móum
og'hann kom út 1878, en fyrst
þýddi hann Macbeth í Kaup-
mannahöfn 1871 og sfðar
Rómeó og Júlíu og Othello í
Móum, eins og Hamlet.
Hann þýddi úr ensku, nam
hana snemma og var í Englandi,
og ég man einu sinni að ég
heyrði sr. Matthías segja heima
hjá foreldrum mínum, að hann
talaði þá ensku, sem Shake-
speare skrifaði. Hann sökkti sér
niður í rit hans og hafði á hon-
um mjög miklar mætur. „Feiki-
legur jötunn hefur sá maður ver
ið og þó svo fínn og moderat
og útspekuleraður og delikat“,
segir hann einu sinni í sendi-
bréfi. Annars staðar talar hann
um það, að Shakespeare „hafi
alltaf haft höfuð og herðar yfir
öll dramatisk skáld sem ég hef
lesið“, en talar þó um takmörk-
un hans, sem er „öldin með
hennar forskrúfaða ídelismus".
Jþað var annars Steingrímur
Thorsteinsson sem fyrstur
ruddi brautina fyrir Shake-
speare og hann þýddi Lear kon-
ung, sem reyndar var ekki prent
aður fyrr en 1878.
Það var einmitt með þessu
mikilhæfa og magnaða skálda-
kyni, um og upp úr miðri sein-
ustu öld, sem tími Shakespear
es hófst hér á landi. Grímur
Thomsen las hann og Benedikt
Gröndal, þó að hann segist
aldrei hafa haft þolinmæði til
að lesa hann að neinu gagni,
hann Ias fremur Schiller og
Goethe og frönsk rómantísk
skáld. Gisli Brynjúlfsson las líka
Shakespeare. Síðar þýddi Eirík-
ur Magnússon Storminn og til
eru í handriti drög að þýðingu
hans á Vetrarsögunni. Hann
skrifaði líka óvæginn og ósann-
gjarnan dóm um Othello þýð-
ingu sr. Matthíasar.
Löngu seinna kom Indriði
Einarsson til sögunnar og þýddi
14 Shakespeare-Ieikrit, eftir að
hann átti að vera setztur í helg-
an stein. Sigurður málari hafði
sagt honum fyrir löngu frá
Shakespearesýningum f Kaup-
mannahöfn og hvatt hann til
utanfarar. Sigurður málari hafði
sagt Indriða, að í leikhúsum og
einkum á Shakespeare-sýning-
um, „hefði hann átt nokkrar af
hinum beztu ævistundum sín-
um“. Nefndi hann þar einkum
til Lear konung, Macbeth og
Hinrik IV., en „Hinrikarnir eftir
Shakespeare eru hans aðalátrún
aður í leikskáldskap og leikrita-
gerð“.
Þegar út kom sannfærðist
Indriði um það sjálfur, að þetta
væri eitt hið mesta í heimi, eins
og hann segir í minningum
sínum. Hann var lengi lífið og
sálin í íslenzkri leiklist.
Framhald á hls. 14.