Vísir - 28.04.1964, Side 4

Vísir - 28.04.1964, Side 4
i /. V1SIR . Þriðjudagur 28. apríl 1964. Um 300 drengir og stúlkur hafa tekið þátt f námskéiðum Æskulýðsráðs Akureyrar í vet- ur og allt að 100 unglingar eru meðlimir í hinum einstöku klúbbum, sem stofnaðir hafa verið að tilhlutan ráðsins. Átta námskeið voru haldin í vetur, eða standa yfir: Radíó- námskeið, námskeið í smábáta- smíði, meðferð og viðgerð reið- hjóla með hjálparvél, dansnám- skeið, sjóvinnunámskeið, nám- skeið í bein- og homvinnu, nám skeið í teikningu og meðferð lita og skáknámskcið. Eftir er að halda leiklistarnámskeið og búvinnunámskeið. Auk þessa hafa verið haldnir unglingadans leikir og kvikmyndasýn:ngar. Kennarar á námskeiðunum voru eða eru: Arngrímur Jó- hannsson, Dúi Eðvaldsson, frú Margrét Rögnvaldsdóttlr, Jens Sumarliðason, Bjöm Baldvins- son, Einar Helgason og Ármann Dalmannsson. Nefndir og klúbbar á vegum Æskulýðsráðs Akureyrar eru nú sex: Sjóvinnunefnd Akureyr- ar, Sjóferðafélag Akureyrar, ,,, skemmtiklúbburinn Sjöstjarn- an, vélhjólaklúbburinn Örninn, ||||(| fiskiræktarklúbburinn Uggi og Radíóklúbburinn. Æskulýðsráð er nú að byggja bátaskýli og verkstæði fyrir bátasmíði. Er þetta byggt upp úr gömlu flugskýli Flugfélags íslands, sem Akureyrarbær keypti og gaf Æskulýðsráði. Eins' og sjá má á þessu, er starfsemi á vegum Æskulýðs- ráðs Akureyrar f senn fjölþætt og fróðlegt og ýmsar nýjungar á prjónunum. Æskuiýðsfulltrúi Akureyrar og jafnframt íþróttafulltrúi er Æskulýðsráð Akureyrar skipa: Björn Baldursson, Eiríkur Sigurðsson, Tryggví Þorsteinsson, sr. Pétur Hermann Sigtryggsson. Sigurgeirsson, Hermann Sigtryggsson, Einar Helgason, Guðmundur Þorsteinsson og Haraidur Sigurðss. Drengir f Sjóferðafélaginu æfðu meðferð báta í neyðartilfellum. Æfingin fór fram í Sundlaug Akureyrar Eitt vinsælasta námskeiðið fjallaði um radíótækni. Strákarnir hafa gaman af að smíða sér sjáliir litla báta, sem þeir ætla svo að róa á í sumar, þegar Ýmsir fallegir hlutir voru smíðaðir á námskeiði í horn- og beinvinnu. Pollurinn er sléttur og fallegur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.