Vísir - 28.04.1964, Page 9

Vísir - 28.04.1964, Page 9
VÍSIR . Þriðjudagur 28. apríl 1964. 9 Tómas Helgason yfirlæknir: Vísir hefir fengið til birtingar erindi það, sem prófessor Tómas Helgason flutti á ráðstefnunni um áfengisvandamálið s. 1. laugardag. Ræðir prófessorinn þar þennan mikla vanda og greinir frá rannsóknum sínum á þessu sviði. Drykkjusýki er einn af þrem- ur stærstu geðsjúkdómaflokkun- um, hinir eru taugaveiklun, — neuroses, — og meiri háttar geðveila eða psychoses. Það eru nú 160 ár síðan Englend ingurinn Trotter skrifaði fyrst um ofnautn áfengis sem sjúk- dóm, sem þyrfti lækningar við, en ekki bæri fyrst og fremst að fordæma út fxá siðferðilegu sjón armiði né beita við refsingu. Sið ustu 70 árin, a. m. k. hafa allar kennslubækur í geðlæknisfræði helgað þessum sjúkdómum sér- staka kafla. Það er þó ekki fyrr en á siðustu 20—30 árum, sem fólk er aimennt farið að líta á drykkjuhneigð sem sjúkdóm eða einkenni um sjúkdóm hjá ein- stakiingum eða umhverfinu. Ofdrykkjumenn Þá einstaklinga, sem eiga við áfengisvandamál að stríða eða skapa sjálfum sér og fjölskyldu sinni örðugleika vegna áfengis- nautnar er einu nafni hægt að kalla ofdrykkjumenn. Þeir neyta meira áfengis heldur en hóflegt og venjulegt er í því samfélagi, sem þeir tilheyra. Slík óhófleg áfengisneyzla orsakast venju- lega af einhverri ytri eða innri geðrænni spennu eða flækju, sem á einstaklingnum hvílir. Þeir neyta áfengis til að létta á spennunni, til að draga úr kvíðanum til að slaka á hömlum sfnum, svo að þeir komist út úr eigin skel í samband við aðra menn. Einstaklingar með meira eða rriinna vanþroskað tilfinn- ingalíf, sem erfitt eiga með að Iaga sig kröfum umhverfisins og stöðu sinni í lífinu eða einstakl ingar, sem ekki hafa getað mjmdað eðlileg tilfinningatengsl við annað fólk á uppvaxtarárum sínum og eiga þar afleiðandivið aðlögunarerfiðleika að stríða á fullorðinsárum, verða oft hug- sjúkir eða taugaveiklaðir. Þeir þjást af ýmsum tauga- veiklunareinkennum, sem móta daglegt far þeirra til þess að af stýra óbærilegum kvíða eða sí- felldu innra striði. Aðrir einstakl ingar, sem eru tilfinningalega vanþroska eða einstaklingar, sem ekki geta myndað eðlileg til finningaleg tengsl snúa sér að áfengi til að losna við kvíðann, sem er þeim ekki meðvitaður, nema kannske að litlu leyti. Verði þessi lausn að vana verð- ur maðurinn ofdrykkjumaður. Þrír hópar Nefnd, sem fjallað hefur um geðheilbrigðismál á vegum Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefur flokkað ofdrykkjumenn í þrjá hópa: 1) Þá sem neyta á- fengis í óhófi óreglulega vegna einhverra ytri eða innri persónu legra ástæðna, 2) ávanaof- drykkjumenn, þ. e. menn, sem neyta áfengis að staðaldri af ein hverjum ástæðum, 3) áráttu- drykkjumenn, addictive drink- ers, eða alcohol addicts, sem kallaðir eru á ensku. Það eru menn, sem eru orðnir svo háðir áfengi, að þeir geta ekki hætt áfengisneyzlunni af sjálfsdáðum, ef þeir á annað borð byrja að neyta áfengis. Hve fljótt menn, sem verða áráttudrykkjumenn missa stjórn á drykkjunni er mjög misjafnt sumir gera það ekki fyrr en eftir margra ára of- neyzlu aðrir fyrr. Þeir, sem hafa misst stjóm á drykkjunni mega venjulega aldrei neyta áfengis, þar eð þeir geta ekki stoppað eft ir fyrsta glasið eða jafn/el fyrsta sopann. Síðarnefndu tveir hóparnir eru hinir eiginlegu drykkjusjúkling- ar. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hefur skýrgreint „drykkju- sjúklinga, sem þá ofdrykkju- menn, er svo eru orðnir háðir á- fengi, að áfengið hefur valdið greinilegum skapgerðarbreyting- um eða er farið að hafa áhrif á andlegt og líkamlegt heilsufar, samskipti við aðra eða félags- lega og fjárhagslega afkomu; þeir, sem sýna einkenni um, að yfirvofandi sé, að áfengi hafi of angreind áhrif teljast og til drykkjusjúklinga og þarfnast meðferðar sem slíkir". Meðal þessara byrjunareinkenna er léttirinn, sem sjúklingurinn finn ur við áfengisneyzluna. Þennan létti þakkar hann kannski fyrst í stað aðstæðum, en smám sam Tómas Helgason an verða honum ljós áhrif áfeng isins jafnframt því sem hann þolir minni spennu og minna mótlæti án þess að flýja á náðir áfengisins. Eftir enn nokkurn tíma fer hann að þurfa meira á- fengismagn til að finna þá fró- un, sem hann leitar eftir. Skyndi lega fer sjúklingurinn að gleyma sér eftir tiltölulega litla skammta af áfengi, án þess þó að sofna, hann missir úr, veit ekki, hvað hann hefur gert eða hvar hann hefur verið. Upp úr þessu fer áfengið að verða nauð synlegt til að geta hitt annað fólk, drykkjumaðurinn reynir að ná í nokkra snapsa án þess að eftir sé tekið, af því að hann ótt ast, að fólk skilji ekki, að áfengi sé honum nauðsyn, þó að hann sé enginn ofdrykkjumaður. Ef hann fer á mannamót, hugsar hann um, hvort hægt verði að ná í nóg áfengi, og fær sér kannski nokkra sopa áður til öryggis eða byrjar á að hvolfa í sig nokkrum sopum. Sjúkling urinn fer nú að finna til sektar vegna drykkjumáta slnsoghann fer 1 felur með drykkjuna og forðast að ,nefna áfengi f sam- ræðum. Það, sem áður var hon- um hjálp til að komast í sam- band við aðra, verður honum nú fjötur um fót. Skapbrestir og ofdrykkja Fræðilega séð er ekki hægt að tala um ákveðna skapgerð eða persónuleika, sem leiði til of- drykkju. Menn með hvers konar skapgerð geta orðið ofdrykkju- menn, en þó eru líkur manna með ákveðin skapgerðarafbrigði eða skapgerðargalla meiri til að verða drykkjusjúklingar heldur en almennt gerist. Þeir brestir, sem mest ber á eru vilja- og út- haldsleysi, talhlýðni, þreyta, upp gjöf, ósjálfstæði, óeðlileg við- kvæmni, jafnvægisleysi, það má ekki orðinu halla, án þess að mönnum þyki nærri sér höggvið og þeir komist úr jafnvægi. Sum ir eru inniluktir, þunglyndir og fáskiptnir, aðrir kannski þvert á móti miklir á lofti, þurfa að láta á sér bera. Margt fleira mætti telja upp, en flest skylt þessu. Hins vegar er engin fylgni milli greindar eða greind- arskorts og ofdiykkju. Fjórðung ur ofdrykkjumanna, sem ég hef aflað upplýsinga um hafði á- berandi skapgerðargalla, sem höfðu sérkennt þá alla tíð burt séð frá þeim áhrifum, sem of- drykkjan hafði, en eins og al- kunnugt er veldur ofdrykkjan líka meiri eða minni skapgerðar breytingum. Ég gat um það í upphafi, að drykkjusýkin væri einn af þrem- ur algengustugeðsjúkdómaflokk unum. Drykkjusýkin er miklu al- gengari hjá körlum en konum. Hins vegar eru taugaveiklun og hugsýki miklu algengari hjá kon um en körlum. Mér hefur reikn azt til, að líkur íslenzkra aarla til að verða drykkjusjúklingar væru 6,51%, en llkur þeirra til að verða ofdrykkjumenn ein- hvern tíma ævinnar væru 9,78% Líkur kvenna til að verða of- drykkju að bráð hafa hins vegar ekki verið nema 0,5%, þ. e. a. s. ekki nema 1/20 hluti af líkum karlanna. Ef lyfamisnotkun og ofdrykkja eru hins vegar tekin saman eru sjúkdómslfkur kvenna 1/10 hluti af sjúkdóms Iíkum karlanna. Drykkjusýki og taugaveiklun Við athugun og samanburð á einstökum sjúklingum með drykkjusýki annars vegar og taugaveiklun hins vegar hefur komið I ljós, að þessi kvillar hafa oftast. þróazt á svipuðum grunni. Við hópathuganir finnast líka mörg samkenni með drykkju- sýki og taugaveiklun. Út frá slík um hópathugunum er einnig hægt að draga nokkrar álykt- anir um áhrif umhverfisins á hlutfallslega tfðni drykkjusýki og taugaveiklunar. Tíðnin er eins og þegar er á minnzt mjög misjöfn eftir kynjum. Ef hins vegar tíðni ofdrykkjunnar og taugaveiklunarinnar eru Iagðar saman hjá körlum og konum hvorum fyrir sig, sést, að samanlögð tfðni þessara kvilla er mjög svipuð hjá körium og konum. Tíðni þessara sjúkdóma er lfka misjöfn eftir því, hvar einstaklingamir alast upp, hvort þeir hafa alizt upp í sveit eða þéttbýli. Þeir eru algengari með al þeirra, sem hafa alizt upp f bæjum og þorpum, heldur en meðal þeirra, sem álast upp í sveit. Tíðnin er einnig breytileg eftir þvf, hvort mennflytjaogþá einnig eftir því hvert flutt er. Hún er meiri meðal þeirra, sem flytja til Reykjavíkur heldur en meðal þeirra, sem flytja til ann arra staða á landinu. Þessir kvill ar eru miklu algengari meðal fólks, sem býr í þéttbýli á full- orðinsárum, heldur en meðal sveitafólks, einkum ofdrykkjan. Tfðnin er nokkuð óháð stéttum, ef þeim, sem landbúnað stunda er sleppt, en meðal þeirra virð- ast þessir kvillar koma heldur sjaldnar fyrir en ella. Þó eru þeir kannski heldur algengari meðal þeirra karla, sem betur eru settir þjóðfélagslega. Loks er lítill munur á tfðni kvillanna meðal þeirra, sem ekki hafa gifzt annars vegar og meðal hinna, sem einhvern tíma hafa gifzt. Hér er þess þó að geta, að ofdrykkjan leiðir oft til hjú- skaparslita, svo að meðal þeirra, sem skilið hafa eru margir drykkjusjúklingar. Ef Ifkur karla og kvenna til að verða taugaveiklaðir eða ofdrykkjumenn eru athugaðar eftir uppeldisstað, aðsetursstað, stétt eða hjúskaparstétt kemur í ljós, eins og áður, að heildar- sjúkdómslfkurnar eru svipaðar fyrir bæði kynin. Yfirleitt er um helmingur af sjúkdómslik- um karlanna fyrir taugaveiklun (neuroses), en hinn helmingur- inn fyrir misnotkun áfengis. Undantekning frá þessu eru þó karlar, sem búsettir eru f sveit. Þeir hafa lægstar heildar'íkur til að fá þessa kvilla og aðeins rúmur fjórðungur af þessum heildarlikum er fyrir ofdrykkju. í sambandi við þessar athug- anir má benda á, að athuganir í Bandaríkjunum hafa leitt f ljós, að tíðni drykkjusýki og taugaveiklunar er mismunandi meðal hinna ýmsu þjóðarbrota og trúarflokka. Þannig er drykkjusýki talin mun algengari meðal Ira heldur en meðal Gyð- inga, en hins vegar er tauga- veiklun mun algengari meðal Gyðinga. Einnig er drykkjusýki sjaldgæfari meðal þeirra, sem eru Gyðingatrúar, þó að áfeng- isneyzla þeirra sé nokkuð al- menn, heldur en meðal hinna rómverskkaþólsku og mótmæl- enda. Ofdrykkja og geðtruflanir Það er hægt að setja fram ýmsar getgátur um, af hverju sumir sérstaklega karlar snúa sér að áfengi og aðrir, einkum konur, verða taugaveiklaðir, út frá hópathugunum. Banda- ríkjamaðurinn Jellinek hefur sett fram eftirfarandi tilgátu, sem mínar athuganir -enna stoðum undir. í hópum þeim, sem óviðeigandi þykir að neyta mikils magns af áfengi verða aðallega þeir, sem eiga við miklar geðrænar truflanir að etja, og þeir, sem hafa tilhneig- ingu til að ganga á móti al- menningsálitinu vegna mikilla skapgerðargalla, drykkjusýk- inni að bráð. En í hópum, par sem lítt þykir athugavert, þó að mikið áfengi sé drukkið, þarf ekki nema minni náttar geðrænar eða aðrar truflanir til þess að mönnum sé hætta búin vegna ofnautnar. í peim aldursflokki, sem athuganir mfnar taka til, hefur það yfir leitt þótt mesta hneisa fyrir konur að láta sjá á sér vfn, enda stafaði ofdrykkja 90% kvennanna af öðrum áberandi geðsjúkdómum eða meiri nátt- ar skapgerðargöllum. Hins veg- ar hefur alltaf þótt mun minna athugavert, þó að vín sæist á körlum, enda verða miklu fleiri karlar ofdrykkjumenn án þess að hafa meiri háttar skapgerð- argalla fyrir. Það hefur og jafn- an þótt mjög óviðeigandi, að bændur hirtu ekki bú sfn vegna drykkju. Auk þess sem þegar hefur verið sagt um samkenni of- drykkju og taugaveiklunar, er nauðsynlegt að minna á, að af ofdrykkjunni hljótast oft aðrir alvarlegri geðsjúkdómar sam- fara vefjabreytingum f tauga- kerfi. Um það bil helmingur drykkjusjúklinganna, ávana- og áráttudrykkjumanna, sem at- hugun mfn tók til fékk ýmsar slfkar truflanir, skapgerðar og geðslagstruflanir, minnisleysi, óróa, sljóleika eða ofskynjanir og óráð. Ennfremur ýmsar skyntruflanir, lifrarskemmdir og meltingartruflanir. Meðferð drykkju- sjúklinga Áður en ég sný mér að með- ferð drykkjusjúklinga vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að geta þess, að á síðastliðnum áratugum hefur einnig inikið verið unnið að rannsóknum á drykkjusýkinni með lífefna- fræðilegum, lífeðlisfræðilegum og lyfjafræðilegum athugunum. Enn sem komið er hafa þessar rannsóknir ekki leitt til neinna skýringa á orsökum drykkju- sýkinnar, nema f einstökum sjaldgæfum tilfellum, þar sem getur verið um að ræða skyld- leika við flogaveiki. Meðferð: Á núverandi þekkingarstigi verður þvf ekki um neina skyn- samlega meðferð, sem miðar að Framh. á 13. sfðu úeðrænar orsakir drykkju- hneigðar og lækning

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.