Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 6
6
VÍSIR . Laugardagur 13. júní 19S4.
Ashkenasí — Kristinn
ynadimir Ashkenasl kom engum
á óvart, hvorki á síðustu sin-
lóníuhljómleikum, þar sem hann
5ék einleikshlutverkið í tveim önd
regiskonsertum, né öðrum hljóm-
íeikum sem hann hefur átt meiri
íða minni hlut að, hér um slóðir
að undanfömu. Fólk er löngu orð-
ið vant því að búast við sem mestu
af honum, reyndar svo miklu að
stappar nærri óbilgimi, en ekki hef
ur þó heyrzt að neinn yrði fyrir
vonbrigðum hans vegna. Hefur
sjaldan troðið hér listamaður sem
svo margir era unj að lofa fyrir-
varalaust, og hann á það sannar-
I lega skilið.
|
Með, Sinfóníuhljómsveitinni lék
Ashkenasi fyrsta píanókonsert
Beethovens, og þann þriðja eftir
Rachmaninov, sumsé tvö eins ólík
viðfangsefni og hugsazt geta. Flutn
ingur hans á konsert Beethovens
var einmitt gæddur þeirri klassísku
heiðrikju og snerpu, sem maður
ósjálfrátt tengir öllum æskuverkum
Beethovens. Túlkunaraðferð, sem á
einhvem hátt er sér á parti, og
þrátt fyrir augljósan skyldleika,
myndl til dæmis ekki eiga sérlega
vel við I konsertum Mozarts, sem
eru mfldu innhverfari og flóknari
þrátt fyrir vöramerkið. Einhver
| myndi kannski hafa saknað mýktar
j og sönggleði í hæga þættinum og
| farið fram á meiri pedalnotkun til
hljómfyllingar. En hefði það ekki
j einmitt orðið til að draga úr heild-
aráhrifum glitrandi fyndni og form
festu?
Rachmaninovkonsertinn nr. 3 hefur
það eitt framyfir þann nr. 2, að
hann heyrist miklu sjaldnar. Hins
vegar er unun að hlýða á Ashken-
asl leika svona hér um bil hvað
sem er, og víst er að honum lætur
ekki síður að fara með þungavikt-
arkonserta af rómantíska „skólan-
um“ en fíngerðari smiðar eldri
tíma, og á maður vonandi eftir að
heyra hann í viðameiri og sann-
ferðugri tónverkum, t. d. báðum
konsertum Brahms og raunar
mörgu fleira, sem ekki er ástæða
upp að telja.
^shkenasí kom þá fram sem und-
irleikari, með einum ágætasta
ljóða og óperasöngvara okkar,
Kristni Hallssyni. Samvinna þeirra
félaga var með hinum mestu ágæt
um, og var flutningur þeirra á An
die ferne Geliebte. lagaflokki eftir
Beethoven og Dichterliebe Schu-
mans með öllu óaðfinnanlegur og
oft reyndar heillandi stllhreinn og
blæríkur. Minnist ég ekki að hafa
heyrt Kristni takast upp öllu betur
en I Dichterliebe, þessu þó vand
meðfama perlubandi sannrar smá-
lagasnilldar. Verður ekki annars
óskað en Kristinn haldi nú áfram
á þeirri braut sem hann er staddur
á, og mætti þá spá miklum dýrð-
ardögum I heimi íslenzkrar söng-
listar. Á milli lagaflokkanna lék
Ashkenasí eina af síðustu sónötum
Beethovens, þá op. 110. Hrifning
mln á þeim flutningi var reyndar
nokkuð .blapdÍn, og. fanjost .„„mér,
túlkún hans .á skeríúinu^t, d,. aljt
of ýkt og hæggeng, líkt og píanó-
leikarinn væri I einhverjum vand-
ræðum með að finna botninn I
þessari þurrfyndnu tónsmíð. En
þann misskilning bætti hann þá
fyllilega upp með undursamlegum
leik lokafúgunnar, sem mun lengi
lifa I minningunni.
Leifur Þórarinsson.
Skákþáttur —
Framhald af bls. 3.
24. — Hd8 25. Da4 Hd2 26. Kg2
Re5 27. Hf4 g5 28. hxg5 Dxg5t
29. Khl Dh5t 30. Kg2 Kh8 31.
Bh7!?
Hér gat hvítur auðvitað eins gef
ið.
31. — Kxh7 32. De4t Dg6t! 33.
Dxg6t Kxg6 34. b4 Rd3 35. Hg4t
Kf6 36. Hfl Hxa2 37. Hd4 Hg8t
38. Kf3 Re5 39. Ke4 Rc6 40. Hc4
h5 og hvftur gafst upp.
HVERS VEGNA SKRÓPAÐI
FISCHER?
óhætt mun að fullyrða, að aldrei
I skáksögunni hafi fjarvera eins
manns, vakið annan eins úlfaþyt
meðal skákunnenda og það furðu-
lega uppátæki Bobby Fischers að
mæta ekki til leiks. Veldur þet.ta
ekki aðeins vonbrigðum vegna
þessa móts, heldur miklu fremur
tilhugsunin um það, að nú er úti-
lokuð þátttaka hans I næsta kandí-
datamóti. Þar með virðist sigur-
ganga Rússanna vart verða hindr-
uð I þessu móti né heldur komið I
veg fyrir, að næsti áskorandi
Petrosjans verði frá Rússlandi.
Enn liggur ekki fyrir nein sér-
stök yfirlýsing frá Fischer, sem
skýra megi þetta tiltæki hans, en
við ýmis tækifæri hefur hann lýst
sig andvígan regium alþjóðaskák-
sambandsins og talið allt kerfi
heimsmeistarakeppninnar til þess
eins fallið að tryggja Rússum alltaf
sín og vanmetur styrkleika ann-
arra“.
„Hann álitur öll meiriháttar mót
vera eins konar persónulegt upp-
gjör milli sín og sameinaðrar rúss-
neskrar sveitar, þ.e.a.s. allra rúss-
neskra skákmanna mótsins".
„Hann heldur, að við hjálpum
andstæðingum hans að rannsaka
biðskákir, sem hann fær. Þess
vegna er hann síkvartandi við móts
stjórnina og gengur þetta stundum
svo langt, að menn mega vart mæla
við eiginkonurnar!"
„Hvernig getum við hagnazt á
jafntefli okkar á milli? Ekki hafa
jafntefli okkar áhrif á vinninga-
fjölda hans. Þvert á móti hlýtur
hvert skólabam að sjá, að jafntefli
er minna en vinningur! Meðan við
gerum jafntefli, getur Fischer unnið
og hagnazt þannig á innbyrðis bar
áttu okkar“.
Þessari slðustu athugasemd hef-
ur Fischer svarað mjög skorinort:
„Málið er ekki svona einfalt. Ef
henta þykir og mikið liggur við,
verður einn Rússinn að fómá sér
fyrir hina eins og áberandi kom 1
ljós á síðasta Kandidatamóti (Kúr-
azao, 1962), þegar Kortschnoj tap-
aði I röð fyrir Tal, Geller, Petrosj-
an og Keres!“
Já, það er víða pottur brotinn og
ekki erfitt að finna sér ágrein-
ingsefni til að rífast um. En það
er hart hlutskipti skákunnenda að
verða að horfa upp á Fischer og
Rússana kljást 1 orðum, en forðast
að koma nálægt hver öðrum við
skákborðið.
Þ. Ó.
Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA BJARNADÓTTIR
Þórsgötu 14
andaðist að morgni 12. júnl I Landspítalanum.
Jónas Jónsson
böm, tengdaböm og bamaböm.
sigurvegarann. Margir halda, að hér
sé aðeins um f járhagsatriði að ræða
og hafa bent á það, áð 1. verðlaun
á millisvæðamótinu séu aðeins 400
dollarar, en heima hjá sér leiki
Fischer sér að þvl að taka 250 !
dollara fyrir eitt fjöltefli og sam- j
kvæmt áreiðanlegum heimildum er I
hann eftirsóttur „skemmtikraftur".
Til að kveða þennan orðróm niður
í eitt skipti fyrir öll bauð ritstjóri
„Chess World“ Fischer 1.000 doll-
ara aukaþóknun fyrir þátttöku I
mótinu. Þessu hafnaöi Fischer um-
svifalaust og kvað ágreining sinn
við F.I.D.E. og Rússana hugsjóna-
legs eðlis.
Eins og að framan greinir hefur ,
Fischer ekki farið 1 launkofa með ;
skoðanir sínar á mönnum og mál- ;
efnum, og hafa Rússamir jafnvel j
séð sig tilneydda til andsvara. .Skal i
nú drepið á helztu hnútur beggja. ;
Fischer hefur orðið og talar um ;
Rússana:
„Ég er skoðanalega á móti þeim i
og tel það ekki virðingu minni sam j
boðið að tefla við þá“.
„Ég er sannfærður um, að þeir !
„svindla" I mótum".
„Sín á milli semja þeir um öll úr
slit fyrirfram og I löngum mótum
fá þeir þannig aukahvlld, sem öðr-
um keppendum stendur ekki til
boða. Síðan beita þeir sér af því
meiri þrótti gegn útlendingunum".
Keres hefur orðið til að skrifa
langt mál um Fischer og leggur
honum lífsreglurnar um leið og
hann reynir að bera blak af þeim
Sovétmönnum:
„Hann sér ekki veikleika sjálfs
Bridge —
Framhald af bls. 2.
á eftir þær upplýsingar sem fyrir
liggja.
Svíþjóð:
A-svéit: B-sveit: Kvennalið:
Stenberg, Anulf, Blom,
Wahlgren, Wohlin, Silborn,
Hallén, Christenson, Segander,
Lindeberg, Zachrison, Wemer,
Rymark, Gartner, Jarpner,
Akesson. Holmgren. Lindholm.
Danmörk:
A-sveit: B-sveit:
Voigt, Faarbeck,
Ginsburg, Aastrap,
Hulgaard, Donnerup,
S. Werdelin, Israelsen,
O. Werdelin, Jörgensen,
Marienhof. Braalös.
Frá Finnlandi og Noregi liggja
ekki fyrir upplýsingar um liðin
þegar þetta er skrifað. Bæði
sænsku og dönsku sveitimar hafa
mjög sterkum spilamönnum á að
skipa og er ég ekki frá þvl að
önnur hvor þjóðanna hrifsi titlana
til sín. Karlasveitirnar okkar era
skipaðar mjög góðum spilamönn-
um og ef heppni er með gætu þær
ef til vill komizt upp á milli
áðurnefndra landa. Þriðia sætið er
þó ef til vill líklegra en hver veit?
Nánari fréttir af mótinu verða I
blaðinu í næstu viku.
Hinar þekktu amerísku
LAWN
BOY
mótor garðsláttuvélar
eru komnar aftur.
KR. 4370.00
Verðið óvenjulega
hagstætt
miðað við gæði.
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19 . Símar 13184—17227
Elzta byggingarvöruverzlun landsins.
Bruninn —
Frh. af bls. 1:
hússins var glerdeild. í syðsta
hlutanum sem var tvlskiptur
var málningarvöradeild og verk-
færadeild og fullflutt var I þann
þluta. Á efri hæðinni var birgða
geymsla fyrir vélahluta og blla-
varahluti en fyrir þeirri deild
var Sigurður Freysteinsson.
Einlyfta húsið brann til kaldra
kola sem fyrr segir og stendur
ekkert af því nema berir vegg-
ir. í tvílyfta húsinu brann mik-
ið, t.d. þakið að öllu leyti og
skemmdir urðu miklar af vatii
og reyk. En ekki telur Sigurð-
ur að mikið tjón hafi orðið á
vélabirgðum á efri hæð. Á
neðri hæðinni, þar sem máln-
ingarvörur voru, urðu skemmd-
ir miklar.
Krossgátuverðlaun
Hér birtist ráðning krossgátunnar frá 30. mal s.l. Dregið hefur verið
um verðlaun og hlýtur þau Katrln Þorvarðard., Hvaleyrarbr. 5, Hafnarf.
Guðrún Á
Framh. af bls. 1
þessa, segir Guðrún og strýkur
um kollinn á Ludvig litla sem er
eins og þeytispjald I kringum
hana. En nú er hann orðinn það
stór að ég þarf ekki að taka eins
mikið tillit til hans, og ég er að
hugsa um að byrja af krafti aft-
ur.
- Eitthvað ákveðið?
— Ekkert sem ég get sagt frá
með vissu, en ég hefi verið að
bíða eftir að Ludvig yrði eldri,
og auðvitað gert ýmsar ráðstaf-
anir á meðan.
— Og þú syngur ekkert hérna
í þetta skipti?
— Nei, það geri ég ekki. Þetta
er eingöngu hvildarferð, og ég
ætla meira að segja ekki að
hreyfa mig nema rétt út fyrir
borgina, segir Guðrún að Iokum.
I .^£íS2S3SSiAiZ'k. 'SB