Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 13.06.1964, Blaðsíða 7
7 V1SIR . Laugardagur 13. Júnl 1964. o ER VINNUHAGRÆÐING? HVAÐ Vinnuhagræðing, er orð, sem æ meira hefur verið notað und- anfarið. En hvað er vinnuhag- ræðing Orðið er þýðing á skandinavíska orðinu „rational- isering“ en það orð hefur á ár- unum eftir stríð táknað skipu- lagsbundnar rannsóknir á vinnu brögðum og vinnuskipulagn- ingu og ráðstafanir f þvf skyni að gera vinnubrögð hagkvæm- ari og einfaldari. Hér á landi eru það einkum tveir aðilar er hafa beitt sér fyrir vinnuhagræðingu f is- lenzkum fyrirtækjum, þ.e. Iðn- aðarmálastofnun Islands og Stjómunarfélag íslands. Er nú nýlokið að Bifrðst f Borgar- flrði ráðstefnu' um „hagræð- ingu í fslenzku atvinnulífi" á vegum Stjómunarfélags Islands. I orðsendíngu er Stjómunar- félag íslands sendi út fyrir ráð- stefmma segir svo m.a.: „Með nútíma viðhorfum er Ijósara en áður, að bætt afkoma fyrir- tækja og Jaunþega er öðru fremur háð þvf, að auka megi með skynsamlegri skipulagn- ingu og bættum vinnubrögðum nýtángu vinnuafls, framleiðslu- tækja, hráefna, orku og fjár- magns. Þess er ekki að vænta, að atvinnuvegir landsmanna fái notið vinnuhagræðingar til fulls nema til komi fullur skilningur pg áhugi heildarsamtaka vinnu- veitenda og launþega og sam- staða þeirra um meginstefnuat- riði. Er metnar skulu leiðir til bættrar hagræðingar og auk- innar framleiðni I atvinnulíf- inu almennt beinist athyglin að hagsmunasamtökum launþega ,og vinnuveitenda, en samvinna þeirra í hagræðingarmálum mun reynast haldgóð og áhrifarík leið til þess að stuðla að heil- steyptri þróun í kaup- og kjara- málum. Auk heildarsamtaka og aðila þeirra þá eru umrædd mál hin mikilvægustu einstökum fé- lögum, fyrirtækjum og stofnun- um.“ Um markmið ráðstefnunnar að Bifröst sagði f orðsending- unni að henni væri ætlað að kanna hvar íslendingar væru á vegi staddir I hagræðingarmál- um almennt í samanburði við grannþjóðirnar, (einkum Norð- menn) svo og að gera álykt- anir um hvernig íslendingar gætu á sem árangursríkastan hátt og á sem stytztum tíma stofnað til varanlegrar alhliða starfsemi á sviði hagræðingar í þágu atvinnulífsins. Vinnuhagræðing hefur átt sér stað á skipulegan hátt í Noregi frá því strax eftir strið. Er það skoðun forráðamanna Stjómun- arfélagsins og Iðnaðarmálastofn unarinnar, að íslendingar gætu mikið lært af Norðmönnum I þessu efni. Þvi var það, að fengnir voru tveir sérfræðingar frá Noregi til þess að flytja erindi um þessi mál á ráðstefn unni í Bifröst. Stjórnunarfélag- ið leitaði samstarfs Vinnuveit- endasambands Islands og Al- þýðusambands Islands um undir búning ráðstefnunnar og þessi tvö sambönd sneru sér til hlut- aðeigandi sambanda í Noregi með ósk um að þau sendu hir.g- að sérfræðinga sína í vinnuhag- ræðingu. Varð árangurinn sá, að hingað komu þeir John Andrés én ingenior frá norska vinnu- veitendasambandinu og Egil Ahlsen forstöðumaður hagræð- ingardeildar Alþýðusambands Noregs og fluttu þeir erindi á ráðstefnunni í Bifröst. Töluðu þeir báðir um þróun hagræðing armála í Noregi en hagræðinga- deildir beggja norsku samband anna starfa með svipuðum hætti og er með þeim hin ágæt- asta samvinna. Stjórnunarfélag íslands bauð til ráðstefnunnar að Bifröst mörgum forystumönnum og starfsmönnum samtaka, sem vinnuhagræðing snertir beint. Voru á ráðstefnunni margir for ystumenn launþega og vinnu- veitenda, og lýstu þeir því yfir að ráðstefnunni lokinni að þeir teldu það mjög gagnlegt að fá tækifæri til þess að koma sam- an til þess að ræða í bróðerni sameiginleg vandamál og á- hugamál. Töldu þeir, að slík tækifæri gætu síuðlað að auknu samstarfi og auknum samvinnu- anda í framtíðinni. Þegar við upphaf ráðstefnunn ar, sunnudaginn 7. júní, fluttu fulltrúar Alþýðusambands Is- lands og Vinnuveitendasam- bands íslands ávörp, þ.e. þeir Hannibal Valdimarsson forseti ASl og Kjartan Thors formaður Vinnuveitendasambands Islands Jakob Gíslason raforkumála- stjóri formaður Stjómunarfélags Islands setti ráðstefnuna. Auk hinna norsku gesta fluttu margir íslenzkir sérfræð ingar erindi. Sveinn Bjömsson framkvæmdastjóri Iðnaðarmála- stofnunar Islands talaði um efnið: Viðhorf, markmið og leið- ir í íslenzkum hagiæðingarmál- um Sigurður Ingimundarson forstöðumaður Verkstjóraná.n- skeiða flutti erindi er nefndist: Þáttur verkstjórans og trúnað- armannsins I framkvæmd hag- ræðingar. Benedikt Gunnarsson deildarstjóri IKO flutti erindi um launakerfi og hagræðingu, Sveinn Björnsson talaði um rammasamning um undirbúning og framkvæmd vinnurann- sókna og nokkrir fulltrúar fyrir- tækja fluttu frásagnir af hagræð ingaraðgerðum í íslenzkum fram leiðslufyrirtækjum og stofnun- um. Frá því var skýrt að ráð- stefnunni lokinni, að þegar hefði verið samið uppkast að rammasamningi um vinnurann- sóknir. Hafa Alþýðusambandið Vinnuveitendasambandið og Fé- lag fsl. iðnrekenda haft sam- starf um mál þetta og stendur nú fyrir dyrum að semja upp úr uppkastinu endanlegan samn ing. Standa vonir til þess að samkomulag verði um hann. I Noregi hafa slíkir rammasamn- ingar verið til um nokkurra ára skeið. Þeir skuldbinda ekki verkalýðsfélögin eða atvinnu- rekendur til þess að koma á vinnurannsóknum en þeir hafa mikla þýðingu i sambandi við framkvæmd slíkra rannsókna og eftir þeim er farið. I lok ráðstefnu Stjórnunarfé- lagsins að Bifröst var eftirfir- andi ályktun samþykkt: 1) Ráðstefnan telur, að fram leiðniaukning í atvinnuvegum landsmanna sé ein höfuðfor- senda aukins hagvaxtar og bættra lifskjara þjóðarinnar og beri að vinna markvisst að því að glæða skilning og afla við- urkenningar þjóðarinnar á gildi þess( að nýting starfsorku, hrá- efna, atvinnutækja og annarra fjármuna sé jafnan ráðandi sjónarmið f hvers konar fram- kvæmdum og stjórnun fyrir- tækja þjóðarinnar. 2) Jafnframt þvf, sem ráð- stefnan vekur athygli á nauðsyn þess, að hagræðingarstarfsemi verði efld í landinu, telur hún áríðandi, að sem flestir stjórn- endur og starfsmenn einstakra Framh. á 10. síðu. Umræður að Bifröst. Snorri Jónsson í ræðustól, Óskar Hallgrín^sson situr við borð fundarstjóra. ■sæa Aukinn áhugi á að koma henni á í íslenzku atvinnulífi TV’æsta broslegt er að lesa ^ pistla Þjóðviljans og leið ara um samkomulagið sem náðist milli höfuðaðila vinnu- markaðarins fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar. Blaðið eign- ar konjmúnistum samkomulag ið og þau friðindi og hags- bætur sem þar náðust fram. Það er eins og blaðinu sé alls ekki Ijóst að það þarf tvo til þess að gera samkomulag. AuðvjÉað þurfti ríkisstjórnin alls ekki að beita sér fyrir því að samkomulag næðist. Hún gat uppfyllt óskadraum Fram- sóknar og sett lögbindingu á verðlag og kaupgjald. En mergurinn málsins er sá að hún fór ekki þessa leið. Hún taldi það skyldu sína að beita sér fyrir samkomulagi. Hún taldi það sjálfsagt sem rfkis- stjórn í lýðræðisríki að aðil- arnir í deilunni réðu sjálfir málum sínum, en ekki yrði gripið til lögþvingunar. Þetta sýnir, að rfkisstjórnin er vand anum vaxin og gerir sér Ijósa ábyrgð sína og hlutverk. £ Fráleit skoðun Fráleitt er þess vegna dð ætla að öðrum en henni sáu að þakka þær hagsbætur sem launþegar fengu í samningun- um. Það var samkvæmt vilja ríkisstjórnarinnar að um þær var samið, enda þar um stefnu mál hennar að ræða, eins og t.d. stytting vinnudagsins eg það grundvallaratriði að deilan leystist án grunnkaupshækk- unar. Hið stóra átak í húsnæð- ismálunum hefir löngu verið á stefnuskrá ríkisstjómarinnar einnig. Aðalatriðið var, að grunnkaupið hækkaði ekki. Þess vegna er nokkur von ril þess að nú verði unnt að ráða við verðbólguna. Og því munu alljr fagna. @ Skattapeningarnir í sumarleyfið Þessa dagana eru menn sem óðast að ákveða hvert þeir ætla að fara í sumarleyfinu. Sumir fara suður á frönsku eða spönsku rivieruna og sleikja þar sólskinið á hvítum söndum. Það er hverjum manni orðið viðráðanlegt hvað verðið snertir nú til dags. Aðrir halda í óbyggðir. Hundruð, ef ekki þúsundir manrtá fara nú utan í sumar- leyfi sem ekki hafa haft efni á því fyrr. Ástæðan er sú að svo mjög hafa skattar ver- ið lækkaðir á launamönnum að þeir hafa nú efni á að veita sér ærlegt sumarfrí. Þorri þeirra hefur nú verið gerður alveg skattlaus. Þeir geta því eytt þeim 10-15 þús. krónum sem þeir greiddu áður í gjöld, til sumarleyfis, hvíld ar og hressingar. Þannig finna menn hagsbætur hinna miklu skattalækkana f verki. Og það mun heldur ekki gleymast að núverandi ríkis- stjórn var sú fyrsta sem lækk aði skattana. Allar hinar hækkuðu þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.