Vísir - 23.06.1964, Blaðsíða 1
SíMarútvegsnefnd hefur selt
fyrirfram 300 þús. tunnur
Þátttakendur á norrænu fiskimálaráðstefnunni byrjuðu daginn með því að heimsækja þrjú frystihús,
ísbjörninn, BÚR og frystihús Júpiter og Marz h.f. á Kirkjusandi, en þar var myndin tekin í morgun.
Unnið var að pökkun humars og ýsu. Haft var eftir einum Norðmannanna að þarna væri ýmislegt
hægt að læra. (Ljósm. I.M.)
Sala á saltsíld héfur gengið
allvel að undanförnu og má bú-
ast við því að söltun verði leyfð
á næstunni. Þó hefur enn ekki
verið lokið samningum við
Rússa. Standa samningar við þá
nú yfir í Reykjavík, en nú á
síðustu stundu kom ósk frá
Rússum um að íslenzk samninga
nefnd færi til Moskvu. íslend-
ingarnir hafa svarað með því að
bera fram óskir um, að samn-
ingarnir fengju að haida áfram
hér vegna þess hve Iangt þeir
væru komnir.
Vísir hefur frétt, að síldarút-
vegsnefnd sé þegar búin að selja
yfir 300 þúsund tunnur, megnið
af því, eins og venjulega, til
Framh. á bls. 6.
VISIR
54. árg. — Þriðjudagur 23. júní 1964. — 140. tbl.
/?æðo Sunnanás á fiskimálaráðstefnunni markar timamót
Strandríki N-Atiantshafs fái
aukna vernd fiskihags
Nauðsynlegt er að
veiða í N-Atlantshafi. Ef
ekki næst um það við-
unandi samkomulag get-
ur orðið nauðsynlegt fyr
ir einstök strandríki að
grípa til sérstakra ráð-
stafana til að vernda
hagsmuni sína.
Á þessa leið talaði Klaus
Sunnaná, fiskimálastjóri Noregs
í ræðu á norrænu fiskimálaráð-
stefnunni í Háskóla Islands i
gær. Erindi Sunnaná fjailaði um
„vandamál og hagsmuní strand
ríkis varðandi skipulag fisk-
veiða41 Davíð Ólafss., fiskimá'a-
stjóri sagði á eftir að ræða Surm
aná hefði verið epoehgörande,
markað tímamót í þeim umrteö
um, sem nú færu í hönd um
skipulagningu fiskveiða á N.-
Atlantshafi á grundvelli samn-
ings frá sl. hausti. í sömu ræðti
lagði Davíð Ólafsson áherdu
á sérstöðu íslands sem strand-
ríkis í fiskveiðum á Athntsr-
hafi.
Klaus Sunnaná rakti í ipp-
hafi ræðu sinnar fyrri tilraunir
Framh. á bls 6
Lóðum úthlutuð innun Elliðórvogu
I dag verður endan-
lega gengið frá úthlutun
602 íbúða í Árbæjar-
hverfi, þ. e. innan Elliða-
árvoga. I næstu viku
mun borgarráð væntan-
Iega ganga frá úthlutun
144 einbýlishúsa á sama
svæði, en með þessum
og öðrum nýlegum út-
hlutunum eru þær íbúðir
orðnar rúmlega eitt þús-
und, sem borgin hefur
ráðstafað á þessu ári.
Hér er að sjálfsögðu um að
ræða einhverja stærstu úthlutun
lóða, sem átt hefur sér stað á
vegum borgarinnar. Samkvæmt
samtali við Helga V. Jónsson,
skrifstofustjóra borgarverkfræð-
ings, er álitið að úthlutun 600
íbúða á ári eigi að fullnægja
íbúaaukningunni í borginni. —
1000 ibúðir eru þar vel umfram,
enda telur Helgi, að velflestum
fullnægjandi umsóknum hafi ver
BLAOÍD í DAG
Bls. 3 Kurt Zier ritar um
, myndlist 5 síðustu
ára.
— 7 Staða íslenzkra
fiskveiða í Evrópu.
— 8 Fréttir.
— 9 Fjármálasíða.
Ungur enskur stúdent var í gær
niorgun „veiddur“ upp úr Seyðis-
firði, er hann var að reyna að vinna
veðmál um það' hvort hann gæti
synt alla leið yfir. Stúdent þessi
heitir John Reid og hefur dvalizt
nokkra daga á Seyðisfirði ásamt
þremur félögum sínum, og búa þeir
í tjaldi, meðan þeir leita sér að
atvinnu. Ekki virðist fjárskortur
hrjá þá tilfinnanlega, þrátt fyrir
atvinnuleysið, a. m. k. treystu þeir
sér til þess að veðja 5000 krónum
um það hvort einn félagi þeirra
gæti synt yfir þveran fjörðinn.
Lagði sá af stað og svam mikinn.
Heldur fór samt að draga af pilti
þegar hann var kominn út á miðj-
an fjörð, og dapráðist honum sund
Framhald á bls, 6.
Enski stúdentinn, sem bjargað var
úr Seyðisfirði.
ið og sé nú sinnt. Þó hafa bygg-
ingarfélög og önnur samtök
fólks, sem sýnilega hyggjast
byggja í eigin þarfir, segir skrif-
stofustjórinn, verið látin ganga
fyrir við úthlutun.
Eins og fyrr segir gengur borg
arráð frá úthlutun 602 íbúða í
fjölbýlishúsum í Árbæjarhverfi
í dag. Eru það samtals 101 stiga
hús. í næstu viku verður lóðum
Framh. á bls. 6
Þremenningamir sem björguðu enska stúdentinum: Einar Björnsson
Viðar Valdimarsson og Ottó Magnússon.