Vísir - 23.06.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 23.06.1964, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 23. júní 1964. Frá blaðamannafundinum á Hótel Sögu. Dirk Stikker er yzt til hægri, næst honum er Bjarni Guðmundsson, blaðafuiitrúi, þá fylgdarmaður Stikkers og dr. Gylfi Þ. Gislason, ráðherra. ViB metum framlag íslands til Atlantshafsbandalagsms mikils «— sngði Dirk Stikker á fundi með biaðumönnum í gær Ég tel Atlantshafsbandalagið sterkara í dag en nokkru sinni fyrr, sagði Dirk Stikker fram- kvæmdastjóri bandalagsins á fundi með blaðamönnum í gær. Varnarmáttur bandalagsins hel- ur aukizt um 25% og þrátt fyr ir nokkurn ágreining aðildarrikj- anna t.d. í kjarnorkumálum, er engin hætta á því, að nokkurt aðildarríkjanna hyggi á brottför úr bandalaginu í bráð, sagði Stikker. Stikker sagði í upphafi blaða- mannafundarins nokkur orð um ástæðuna fyrir heimsókninni til Islands svo og um orsakir þess, Larsen Sigurvegarínn Larsen telur að úr- slitin íAmsterdam hafi verið réttlút Býst víð csð koma og keppa við Friðrik í febrúar Vísir óskar þér til hainingju með sigurinn, sagði fréttainaður blaðsins, sem náði stuttu símtali við Bent Larsen skákmeistara, þar sem hann dvaldist úti í Am sterdam að loknu millisvæðamót inu. — Var þetta ekki erfið „törn“? — Keppnin var mjög hörð, en ég var vel upplagður fyrir hana og eftir á verð ég að segja, að ég er þreyttur, en ekki úttaug- aður. — Telur þú að þessi úrslit hafi verið sanngjörn? — Já, það held ég eftir at- vikum. Ég held þó ég segi sjálf ur frá, að ég hafi átt skilið þetta sæti, það er engin heppni, sem hefur hjálpað mér, mér finnst Fjármólasíðn 1 dag birtist hér í blaðinu sér- stök síða, sem fjallar um við- skipti, framleiðsiu og markaðs- mál. Er ætlunin að þar verði fjallað um ýmsa þætti fjármála og fyrirtækja, bæði í formi stuttra fræðslugreina og einnig sagðar fréttir af þessum vett- vangi. Svipaðar fjármálasiður tíðkast i erlendum blöðum og væntir Vísir þcss að nýbreytnin muni vel metin af lesendum blaðsins. Fyrst um sinn mun síða þessi birtast hálfsmánaðar- lega í blaðinu. að ég hafi þvert á móti verið fremur óheppinn. — Þér tókst það sem fáum hefur tekizt áður, að kljúfa hina hörðu og samheldnu sveit sovét- manna. Heldurðu að þér takist það líka á áskorendamótinu? — Ég vona það. Svo mikið er víst, að ég skal gera mitt ýtrasta til að kljúfa fylkingu Rússanna. Fréttamaðurinn minntist á það, að Skáksamband Islands hefði boðið Larsen að koma hing að til að tefla einvígi við Friðrik næsta vetur. Friðrik hefur haft mikinn áhuga á þessu, en Lar- sen hefur enn ekki svarað boð- inu. — Já, ég hef líka mikinn hug á þessu, svaraði Larsen, en ég veit ekki strax hvort ég get þetta, vegna þess að mér hefur verið boðið að taka þátt í ýms- um keppnum, m. a. í Beverwijk í Hollandi í janúar. Ef það yrði, þá væri febrúar sennilega bezti tíminn. Ég vil biðja ykkur um Storoiur á síldarmiðunum í gær fengu 48 skip 28300 mál, en í nótt veiddist hins veg- ar ekkert. Stormur var þá á mið unum og ófært veiðiveður. Einn bátur mun þó hafa kastað, Hamravík, og fékk hann 700 mál. Löndunarbið er á öllum Austfjörðum, svo og á Raufar- höfn. að skila þakklæti til skáksam- bandsins fyrir boðið. Ég held ég hljóti að koma, m. a. vegna þess, að það kemur sér vel fyrir áskorendamótið, sem nú verður í einvígisstíl, að fá tækifæri til slíkrar einvígiskeppni við svo góðan skákmann sem Friðrik. að hann lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Atlants hafsbandalagsins eftir 3ja ára starf. Stikker kvaðst vera i s^ultri kveðjuheimsókn hér til *þess að kveðja þá mörgu vini, er hann hefði eignazt hér á landi. -lann kvaðst láta af embætti íram- kvæmdastjóra NATO af hð'lsu- farsástæðum. Heilsa hans þyldi ekki lengur hið erfiða starf fram kvæmdastjórans, er krefðist 14 tíma vinnu á dag. Ég mun þó ekki setjast í helgan stein, sagði Stikker. Ég á enn talsverða starfsorku og hyggst hefja störf við ný viðfangsefni heima í Hollandi. . Stikker sagði, að hlutvefk NATO væri að vinna að friði, frelsi og réttlæti. Þetta verk- efni kynni að virðast auðvelt, en þó væri það svo, að það þyrfti stóra stofnun og gífurlegt sLv/f til þess að vinna að þessu m:k ilvæga verkefni. Stikker kvað Framh á hls. 6 G. O. Sars á Seyðisfirði. islenzkir, norskir og sovézkir síldarrannsóknarmenn áfundi I gær hófst á Seyðisfirði fundur íslenzkra, norskra og rússneskra síldarrannsóknarmanna, sem stjórn að hafa og tekið þátt í síldarrann- sóknum hér við land og víðar á norðvestur Atlantshafi í sumar..— Rússneska rannsóknaskipið kom til Seyðisfjarðar í fyrrakvöld, en Ægir hafði komið þangað um nónbilið með íslenzku Ieiðangursmennina, og auk þess norsku leiðangurs- mennina, þar eð skip þeirra, G. O. Sars, fór til aðstoðar hinu strand- aða, norska eftirlitsskipi við Siglu nes. Frá þvi strandi var sagt í blaðinu í gær. Er G. O. Sars nú Frh. á 6. bls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.