Vísir - 23.06.1964, Síða 6
6
'— Greiðálujöfn.
Ptsmhald-af : bls 4
tfma erii ekki taiin með í
gjaldeyrisstöðunni ■ enda þótt
þau séu talin með á reikning-
um bankanna. Ónotað lánsfé á
reikningujh banfcanna er ekki
talið mefi við gjaldeyrisuppgjör
og h'eldg'f ekkí;'iiínstæður eða
skuldir erlendra aðila á hlaupa-
reikningum hér aðrar en reikn-
ingsstöður erlendra þjóðbanka.
En meðtalin er í gjaldeyris-
stöðu bankanna gulleigri Seðla-
bankans og gullframlag til Al-
þjóða gjaldeyrissjóðsins. Er
uppgjör gjaldeyrisstöðunnar
með þeim hætti, að það gefi
hverju sinni sem bezt yfirlit
yfir þann gjaldeyri er bankarriir
hafa til ráðstöfunar á hverjum
tíma.
Augljóst er af framangreindu,
að breytingar á greiðslujöfnuði
og gjaldeyristöðu þurfa ékki að
vera hinar sömu. Greiðslujöfn-
uður getur verið óhagstæður án
j>ess að gjaldeyrisstaðan versni
ef greiðsluhallinn er jafnaður
með lántökum til langs tírria.
Sl. ár er gott dæmi um
slíka þróun hér á landi.
Björgvin Guðmundsson.
— Stikker
Framh. af bls. 16.
það ekki nóg að NATO herði
öflugan herstyrk, það yrði e;nn
ig að vinna stöðugt að stjórn-
málalegu samstarfi aðjldarrikj-
anna, ræða vandamálin hvar
sem þau kæmu upp í heiminum.
Stikker vék að íslandi og
NATO. Minnti hann á sérri.öðu
íslands og sagði að þegar san.n
ingurinn um NATO hefði venð
1!jí undirritaður í Bandaríkjunum!"
• hefiði Bjarni Beneijiktssori þáV'é'r
aridi utanríkisráðherra íslands
tekið það skýrt fram, að ísland
væri eina Iandið í heiminum,
sem aldrei hefði farið með ót
friði á hendur öðru ríki. fsland
væri óvopnað land en hefði þó
kosið að taka þátt í bandalagl
til varðveizlu friðar í heimin-
um og kvað Stikker það sýna
hve friðelskandi fslendingar
væru. Við höfum ávallt metið
framlag fslands til NATO mik-
ils, sagði Stikker, einmitt vegna
sérstöðu íslendinga.
Fréttamaður Vísis spurði
Stikker hvað hann vildi segja
um framtíðarhorfur NATO.
Hann kvað stofnskrá bandaiags j
ins svo rúma, að ekki væri
sennilegt að breyta þyrfti henni
þrátt fyrir breyttar aðstæður.
Taldi Stikker ekki sennilegt eð
miklar bréytingar yrðu á stefnu
bandalagsins. Það gæti hald'ð
að mestu óbreyttri stefnu. Þó
kvað hann nauðsynlegt að auka
samvinnu herstjórnar og borg-
aralegrar yfirstjórnar bandalags
ins.
Fréttamaður Vísis spurði einn
ig um sérafstöðu de GauIIe inn-
an NATO og hvort hún her'ði
ekki veikt bandalagið. Stikker
sagði, að þrátt fyrir séráfstöðu
de Gaulles í vissum málum
taldi hann NATO sterkara í dag
en fyrir 3 árum. En það hefði
verið enn sterkari í dag, ef de
Gaulle hefði fylgt algerlega
sömu stefnu og önnur banda-
lagsríki. Stikker sagði, að ?!-
drei yrði unnt að komast hjá
skoðanaágreiningi lýðræðisríkja
En Atlantshafsbandalagið hefði
getað og mundi geta fylgt
stefnu sinni enda þótt einhver
aðildarríki væru ekki fyllilega
ánægð með hana og svo væri
þgð með Frakka, að þeir hefðu
ekki hindrað NATO 1 að fram-
kvæma stefnumál sín enda þótt
þeir hefðu ekki verið fylgjandi
þeim öllum. Og Stikker fcvað
V I S I R . Þriðjudagur 23. júní 1964.
það segja mikið, að ekkert að.Id
arríkjanna hefði hug á þvi að
segja sig úr bandalaginu.
--- Lóðir
Framh. uf bls 1
undir 144 einbýlishús ráðstafað
á sama svæði. Eftir er þá að
ráðstafa parhúsum 1 Kleppsholti
og einbýlis-, tvíbýlis- og raðhús-
um 1 Elliðaárvogum. Verður það
gert innan tíðar. Áður er búið
að úthluta 156 ítíúðum í fjöl-
býlishúsum við Kleppsveg.
Áætlað er, að byggingarfram-
kvæmdir við lóðir í Árbæjar-
hverfi geti hafizt í byrjun sept-
ember, eða þegar lokið hefur
verið nauðsynlegum mælingum
og uppdráttum. Ekki er ósenni-
legt, að á næsta sumri verði
risið upp heilt, nýtt hverfi til-
heyrandi Reykjavfkurborg, inn-
an Elliðaáa, inni við Árbæ
nar.jti g.
UNDMAL
Góð veíði var síðastliðna viku
og veður hagstætt. Fyrri hluta vik-
unnar veiddist síldin á svipuðum
slóðum og áður, þ. e. út af Langa
nesi og Sléttu, en er leið á vikuna
færðist síldin austar og fékkst
mestur hluti vikuaflans í Seyðis-
fjarðardýpi og Héraðsflóa um 15 —
40 mílur undan landi.
Vikuaflinn nam 147.075 málum
og tunnum og var heildaraflinn á
miðnætti síðasta laugardags orðinn
301.337 mál og tunnur, sem skiptast
þannig eftir verkunaraðferðum:
í bræðslu 295.915 mál. I fryst-
ingu 5.422 uppmældar tunnur.
Á sama tíma í fyrra var vikuafl-
inn 77.484 mál og tunnur og heild-
araflinn var þá orðinn 134.314 mál
og tunnur.
Bræðslusíldaraflinn skiptist þann
ig á löndunarstaðina:
Mál
Siglufjörður 62.447
Hjalteyri 18.267
Krossanes 30.948
Húsavík 8.942
Raufarhöfn 86.374
Vopnafjörður 41.235
Bakkafjörður 2.105
Seyðisfjörður 21.162
Reyðarfjörður 13.532
Fáskrúðsfjörður 6.950
Breiðdalsvík 3.953
— Fiskveiðar
>' Framh, af bls. 1.
til takmörkunar á fiskveiðum
á Atlantshafi. Hefði verið um
tvenns konar reglur að ræða: 1)
Um lágmarksmöskvastærð, 2)
Um lágmarksstærð fisks, sem
leyfilegt var að veiða. Taldi
Surinaná þessar aðgerðir ekki
' hafa verið fullnægjandi.. Kvað
hann of mikið hafa drepizt af
fiski á tilteknum æviskeiðum
og væri togveiði um að kenn.a.
Nauðsynlegt væri að tryggja
jafria og góða veiði, enda yrðu
hagsmunir þeirra, sem fiskveið-
ar stunda bezt tryggðir með því
móti. Leitast yrði við að gera
fiskveiðar arðbærar og eftir-
sóknarverðar. Hingað til hefði
ckki tekizt að .skipuleggja fisk-
veiðar’ á yffiúnaridi 'háít vegna
ÁWúfiSáÍgjaHSi féglria' dg þess,
'• 'hvé’!'s;ðfrt Héfði gérigið 'áð ná
samkomulagi um þær.
En á sl. hausti hefði gengið
í gildi nýr samningur um skipu
lagningu fiskveiða á Atlants-
hafi. í þeim samningi væri gert
ráð fyrir að hægt verði að j
beita hvers kyns þekktum ráð- j
um til takmörkunar fiskveiða j
og verndunár á fiskstofnum j
Hins vegar yrði að nást nánara |
• samkomulag um það hvaða at-
riði komi helzt til framkvæmda
Sjálfur taldi hann. nauðsyniegt
að fiskveiðiþjóðimar komi sér j
saman um hve mikið magn megi
veiða og hlut hverrar þjóðar um
sig í því magni. Ekki taldi bann
eins þýðingarmikið að tak-
marka stærð fiskiskipaflotans
vegna þess að í rauninni skipti
veiðitæknin meira máli.
Þá sagði ræðumaður það
velta á hinu stjórnmálalegu' á-
standi hvort unnt væri að fram-
kvæma þessar hugmyndir un
takmörkun fiskveiðanna.
‘ Þá vék Klaus Sunnaná að sér
stöðu strandríkja. Minnti hann
á yfirlýsingar þeirra frá Genf-
arfundinum 1958 og 1960. Ta’di
hann ekki útilokað að strand-
ríki yrðu að grípa til sérstakra
ráðstafana til verndunar nags-
munum sínum, ef ekki næðist
viðunandi samkomulag um
þessi mál og nægilega snemma
á grundvelli þess samnings, sem
gekk i gildi á sl. hausti.
Að loknu framsögue'indi
norska fiskimálastjórans urðu
allmiklar umræður. Meðal
þeirra, sem tóku til máls var
Svíinn Jöran Hult, aðalfor-
stjóri, sem varpaði fram spurn-
ingunni: Hvað er strandríki?
Kvaðst hann ífrekað hafa leitað
eftir skilgreiningu á þvi hug-
taki en ekki fengið nokkurt svar
Væri því erfitt að tala um sér-
stöðu strandríkja.
Johannes Olsen, formaður
fiskimálanefndar norska Stór-
þingsins kvaðst telja það ríki
strandríki, sem byggði afkomu
sína aðallega eða að verulegu
leyti á fiskveiðum.
Allmargir aðrir tóku til niáls
en síðastur ræðumanna var
Davíð Ölafsson, fiskimálastjóri.
Kvað hann ræðu Sunnaná
marka tímamót í þeim umræð-
um, sem framundan væru im
vemdun fiskstofna og takmörk
un fiskveiða. Umræður um þau
mál fram að þessu hefðu í raun-
inni verið barnaleikur miðað við
það sem eftir væri í þeim efn-
um. svo flóknar og erfiðar, sem
þessar umræður hlytu að verða.
Þá ræddi Davíð Ólafsson um
ályktun Alþingis frá 5. maí 1959
um landgmnnsmálin. Sagði
hann að ef farið yrði inn á þá
braut að skipuleggja fiskveiðar
yrði að taka tillit til hinna sér-
stöku hagsmuna strandríkja. Is
lendingar hefðu ætíð í umræð-
um um þessi mál, eða frá Röm-
arfundinum á vegum Sþ 1955 og
--i,i Genf 1958 og 1960 lagt sér-
staka áherzlu á sérstöðu j's-
lands, þegar rætt var um vernd
un fiskstofnanna og takmörk-
uri fiskveiðanna.
Ráðstefnan hélt áfram í morg
un. Áður en erindaflutningur
hófst, fóm þátttakendur ráð-
stefnunnar í heimsókn i þrjú
frystihús f Reykjavík, frystihús
Júpiters og Mars h.f. á Kirkju-
sandi, ísbjörninn h.f. og frysti-
hús Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
KI. 10.40 flutti Jöran Hult, Sví-
þjóð, fyrirlestur um sænsku
laxarannsóknarstofnunina og
starfsemi hennar. Kl. 14.30 átti
Paul Jensen verkfræðingur, Dan
mörku, að fjalla um alþjóðlega
stöðlun á fiski og fiskafurðum.
Kl. 17.15 átti dr. phil. Paul M.
Hansen, Danmörku, að flytja
skýringar með kvikmynd um
fiskrannsóknirnar við Austur-
Grænland. Kl. 19.30 bjóða sam-
tök fiskframleiðenda og fiskút-
flytjenda til kvöldverðar að
Hótel Sögu.
— Rannsóknir
Framh. af bls. 16
einnig komið til Seyðisfjarðar.
Jakob Jakobsson stjórnaði ís-
Ienzka leiðangrinum á Ægi og
með honum voru ýmsir aðrir
fiskifræðingar og haffræðingar.
Leiðangursstjórarnir eru nú að
bera saman niðurstöður sínar af
rannsóknunum í sumar og munu
birta sameiginlega skýrslu um
síldargöngur, ástand sjávarins
og fleira, er fundi þeirra lýkur
í kvöld eða á morgun.
Þrjár nefndir starfa á þessum
fundi, að þvl er Jakob Jakobs-
son tjáði Vísi I morgun, haf-
fræðinefnd, átunefnd og síldar-
nefnd. Þær byrja að skila álits-
gerðum klukkan 3 I dag.
BRÆÐIR AÐEINS 800
MÁL í STAÐ 5000
Mikil óánægja út af Seyðisfjarðarverksmiðjunni
Síldarsjómenn, og raunar einn
ig Seyðfirðingar, hafa orðið fyr-
ir miklum vonbrigðum með sild
arverksmiðjuna á Seyðisfirði
undanfarið. Hún á að geta brætt
5000 mál á sólarhring en bræð-
ir ekki nema 800 mál eins og
nú er. Þetta er þeim mun alvar
legra mál sem síldin er ná öll
fyrir austan og skipin verða
unnvörpum að sigla til Norður-
landshafna með aflann.
Vísir spurðist fyrir um það
hjá fréttaritara sínum á Seyð-
isfirði I gær, hverju þetta sætti
með verksmiðjuna. Hann hélt
ekki að um bilun væri að ræða
kvaðst þó ekki geta fullyrt
hver ástæðan væri. En að/ i/k-
indum hefur verksmiðjan ekki
verið tilbúin að hefja vinnslu
þegar síld fór að veiðast fyrir
austan og mun auk þess ekki
hafa á að skipa vönum mönnum
við vinnsluna. Svo mikið er vist,
að útkoman er jafn hörmuleg
og fyrr segir með afköstin.
80 Spellyirki og
innbrot
Nokkur brögð voru að ýmiss kon-
ar skemmdarverkum í Reykjavík
um síðustu helgi.
Meðal annars' var brotizt inn í
íbúðarhús eitt I borginni á meðan
húsráðendur brugðu sér frá um
klukkustundarskeið milli kl. 5 og
6 á sunnudaginn. Brugðu þeir sér
í stutta ferð út úr bænum, en þeg
ar þau komu til baka, höfðu tvær
hurðir verið brotnar allharkalega
upp og sýnilega farið inn, en þó
engu stolið, svo séð yrði og ekk-
ert aðhafzt eftir að inn var komið.
Þá bar það og til tíðinda, að
þegar húsverjar í húsinu nr. 30
við Egilsgötu komu út á sunnudags
morguninn hafði verið ráðizt
harkalega að bifreið sem stóð fyrir
utan húsið. Hafði afturrúða I bíln-
um verið brotin I mél með vatns-
glasi og lá glasið I bílnum þegar
að var komið. Sömuleiðis hafði
bíllinn verið dældaður bæði á þaki
og annarri hlið og var illa leikinn
eftir. Rannsóknarlögreglan óskar
eftir vitnum ef einhverjir kynnu að
geta gefið upplýsingar, sem leiddu
til handtökú þrjótsins.
— Síldarsölur
Framh. af bls. 1.
Svíþjóðar og Finnlands, en einn
ig nokkuð til Danmerkur, Nor-
egs, Vestur-Þýzkalands og
Bandarlkjanna.
Samningamir við Rússa hóf-
ust þegar I apríl, þegar síldar-
útvegsnefnd bauðst til að selia
þeim 150 þúsund tunnur, þar af
100 þús. tunnur af Norðurlands
sild.
Ef samningar við Rússa tak-
ast, sem vænta má, þá verður
búið að selja yfir 400 þúsund
tunnur af Norðurlandssíld, og
er það óvenju mikil fyrirfram
sala.
- Bjargað
Framh. af bls. 1.
ið. Ekki vildi hann samt snúa við,
enda var jafnlangt til lands á báða
vegu og mun honum hafa þótt
sæmra að deyja eins og hetja við
tilraunina með þvl að halda áfram
en að drukkna á bakaleið. Það vildi
„hetjunni“ til happs, að þrfr menn,
þeir Ottó Magnússon, Viðar Valde-
marsson og Einar Björnsson, sáu
til hans og hröðuðu sér þegar til
hjálpar á bát og fiskuðu hann
upp með krókstjaka. Var hinum
enska sundkappa það kærkominn
félagsskapur og fylgdist hann fús-
lega með þeim félögum til sömu
strandar og hann lagði frá.
SKIPAFRÉTTIR
Ms. Esja
fer austur um land I hringferð 27.
þ.m. Vörumóttaka I dag og árdegis
á morgun til Fáskrúðsfjarðar, Reyð
arfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar
Seyðisfjarðar, Raufarhafnar og
Húsavíkur. Farseðlar seldir á
fimmtudag.
Ms. Skjaleðbresð
fer vestur um land til Akureyrar
26. þ.m. Vörumóttaka I dag ug ár-
degis á morgun til áætlunarhnfna
við Húnaflóa, Skagafjörð og Ólafs-
fjarðar. Farseðlar seldir á fimmtu-
dag.
Ms. Herjélfur
fer til Vestmannaeyja og Horna-
fjarðar á morgun, Vörumóttaka til
Hornafjarðar í dag.
/