Vísir


Vísir - 23.06.1964, Qupperneq 7

Vísir - 23.06.1964, Qupperneq 7
V I S I R . Þriðjudagur 23. júní 1964. 7 Staða íslenzkra fískveiða / Evrópu Svo sem hverjum þeim má verða ljóst, sem þekkir til íslenzkra, norskra og færeyskra fiskveiða, jiá getur flest af því, sem ég nun segja hér á eftir til að skýra stöðu íslenzkra fiskveiða í Evrópu, einn ig átt við fiskveiðar þessara grann þjóða Islendinga og mun ég því yfirleitt ekki vekja sérstaklega et- hygli á því. Það leikur ekki á tveim tungum að hafið umhverfis Island er með- al hinna fiskauðugu svæða á norð- anverðu Atlantshafi og þannig hef- ir það verið svo lengi sem sogur fara af. Þetta byggist á þeim yrðum, sem skapast í sjónum við blöndun hins hlýja vatns Goif straumsins að sunnan og hins kalda vatns straumanna frá íshafinu að norðan. Þannig eru þessi skiiyrði náttúrunnar hin hagstæðustu lífinu í sjónum og viðkomu fiskistofn- anna. Á hinn bóginn má segja að hnattstaða landsins leiði af sér tiltölulega óhagstæð veðurskiivrði fyrir fiskveiðar á opnu hafi, því hér er stormasamt og veður oft v:ð- sjál, einmitt á þeim árstímum, sem mest er um vert að ná fiski lum. Þennan þátt náttúruskilyrðanna reyna mennirnir þó að yfirvinna með því að byggja stærri og fu’l- komnari skip búin öllum hugsanieg um siglingar- og öryggistækjum og mikil breyting hefur orðið til batn aðar í þessum efnum á síðustu ára tugum, svo ekki sé litið lengra aft ur í tímann. Veiðar botnfiska fara að jafnaöi fram á tiltölulega grunnu vatni þ.t. a.s. á þeim svæðum, sem nefnd eru landgrunn landanna og veiðisvæð in eru yfirleitt staðbundin og af- mörkuð, En upþsjávarfiskarnir, svo sem síldin, virðast einnig r.ijög bundnir landgrunnssvæðunum, þeg ar þeir veiðast, annað hvort yfir landgrunninu eða við landgrunns- kantana. Við I’sland kemur þetta mjög greinilega fram, þar sem land- grunnið er all skýrt afmarkað, en landið sjálft liggur á sökkli, sem í útlínum sínum líkist mjög útlín- um landsins sjálfs. Ef við teljum landgrunnið miðast við 200 m. dýptarlínu, en um það eru rau i- ar engin ákvæði, alviðurkennd, þá liggur sú lína æði misjafnlega ’angt frá ströndinni eða allt frá 2 sjó- mílum og upp í og yfir 80 sjó- mflur, en víðast mun fjarlægðin vera milli 15 og 40 sjómílur. Að því er fiskistofnana snertir þá eru þeir, sem við ísland veiðast, að yfirgnæfandi meirihluta heima- aldir. Frá þessu eru þó alkunn.ar undantekningar, þar sem þorskur- inn, sem gengur milli Grænlands og Isiands að einhverju leyti og sú sfld, sem fæðist við Noreg en íeitar til íslands á miðsumri til að !e;ta sér ætis. Þær fisktegundir, sem veiöast á hafsvæðinu umhverfis ís- land eru hinar sömu, sem veiðast á öðrum svæðum um norðurh! ita Norður-Atiantshafsins Ef við lítum á landakort þersa hluta heims kemur í ijós, að ís- land liggur nærri því á miðju svæði sem liggur frá Nýfundnalandi og Labrador í vestri til Novava Zemlja í austri en á þessu svæði eru fengsæl fiskimið við Nýfundna land og Labrador við V,- og A.- Grænland, umhverfis ísland, við N,- Noreg og í Barentshafi, auk ann- arra svæða norðan og sunnan þessa beltis. Ef allt þetta svæði er tekið sem eitt er styttra að sækja á öll þessi fiskimið frá ís- landi en frá nokkru öðru einu landi v/ð norðanvert N.-Atlantshaf Þetta, sem hér hefir verið sagt má segja, að hafi ekki beina þýt- ingu í sambandi við það efni, sem hér er ætlað að gera nokkur skil, en þó þótti mér rétt að vekja at- hygli á þessum grundvallaratriðum í sambandi við íslenzkar fiskvcið- ar, svo heildarmyndin verði skýrari. Fiskveiðar hafa íslendingar sturd að við landið frá því landið var numið. Þegar landnámsmennirnir settust að í hinu nýja landi fundu þeir fyrir aðstæður til sjávarins, sem voru í ýmsu ekki ósvipiðar þeim, sem þeir höfðu átt að venj- ast í sínum fyrri heimkyn.iurn. M.a. voru hér sömu fisktegundirn- ar og því unnt að nota sams konar veiðarfæri og veiðiaðferðir og peir þekktu áður. Lengi fram eftir öldum voru þó veiðarnar frumstæðar og einnig lengj eftir, að erlendir fiskimenn frá Bretlandseyjum og ýmsum löndum á meginlandi Evópu tóku að stunda fiskveiðar við h- land, allt frá 14. öld, á, stórum, góðum skipum á mælikvarða jie'rra tíma, og á djúpmiðum umhverfis landið, voru íslenzkir fiskimenn á smáskipum við veiðar innfjarða eða 1 næsta nágrenni strandarim- ar. Erfiður efnahagur um alda- skeið varnaði íslendingum að taka : þátt í að nýta hin auðugu fiskimið I umhverfis landið, Það var ekki j fyrr en kom fram á síðari hluta 19. ! aldar, að hér tók að rakna úr fyrir j íslendingum og með vélvæðingu fiskiflotans, sem hófst á fyrsta tug þessarar aldar hefst sú bylting á þróun íslenzkra fiskveiða, sem segja má að standi enn yfir. Þcss ari þróun verður ekki kostur að gera nein teljandi skil hér. Aðeins skulu nefndar nokkrar tölur til að sýna þróunina. Árið 1905 var tala íslenzkra fiski skipa 169 og rúmlestir 8300. Auk þess var svo fjöldi róðrarbáta og smáir vélbátar, opnir. Heildarfisk- aflinn á því ári var talinn nema 45 þús. lestum. Árið 1930 var tala skipanna kom in í 312 og rúmlestir 24.000 að viðbættum smáum vélbátum þ. e. undir 12 rúmlestir, um 800 að tölu og rúmlestir 2.600. Aflinn á því ári var 417 þús. lestir. En 25 árum síðar árið 1955 var tala fiskiskipanna 637 og eru þá meðtalin öll þiljuð skip, og rúm- lestatala þessa flota 53.500. Heildar aflinn nam á því ári 496 þús. lestum. Loks, í ársiok 1963 var tala fiskiskipanna orðin um 850 og rúmlestatalan um 75 þús. en heildaraflinn á því ári nam 774 þús, lestum, en mestur afli á einu ári varð árið 1962, en það voru 833 þús. lestir. Þannig hefir tala fiskiskipanna á nær 60 ára tímabili fimmfaldazt og rúmlestatalan nífaldazt, en afl- inn um það bil átjánfaldazt á sama tímabili. Þessi mikla aukning á aflamagn- inu kemur að mestu leyti frá haf svæðinu umhverfis ísland, en þangað hafa íslenzkir fiskimenn jafnan sótt meginhluta aflans, svo sem vænta má. Með stærri skipum hefir þó orðið svo að nokkuð hefir verið sótt á mið fjarri íslandi og ! þá einkum við Grænland og einnig við Nýfundnaland og Labrador. Fyrstu sambærilegar skýrslur um þetta eru frá árinu 1932 en þá fengu íslendingar allan afla sinn á íslandsmiðum og tóku 41% af þeim fiski, sem veiddur var á ls- landsmiðum. Mest sóttu íslenzk skip á fjar- læg mið á árunum 1958 og 1959, en þá fundust mjög auðug karfa- mið undan Labrador og Nýfundna- landi. Á þeim árum fengu íslenzk skip 17% og 14% af heildarafla sínum á fjarlægum miðum. Sfðan, með minnkandi afla á ■ fyrrgreind- um miðum hefir þetta breytzt mjög og á árunum 1963 komu aðeins 3% af heildaraflanum frá fjarlæg- um miðum, mest frá Grænlandi. Árið 1961 tóku Islendingar um 96% afla síns á Islandsmiðum og nær 60% af þeim fiski, sem tekinn var á þessum miðum tóku fs lenzkir fiskimenn. Þannig hefir sá hluti, sem Is- lendingar sjálfir taka af þeim fiski, sem fæst á hafsvæðinu kringum Island farið vaxandi. Mjög er þetta þó mismunandi hvað snertir hinar einstöku fisktegundir. Tökum aftur árið 196Í. Þá var hiutur íslendinga í afla nokkurra helztu fisktegund- anna við ísland, sem hér segir. Síldin var langhæst með 70%. Af þorski veiddu Islendingar 62%, ýsu 47%, karfa 22%, ufsa 27%, löngu 60% og skarkola 38%, svo helztu tegundirnar séu nefndar. Þær aðrar þjóðir, sem sækja á Islandsmið hafa ekki verið margar og þýðing þessa hafsvæðis fyrir þær verið æði mismunandi, einnig með tilliti til einstakra fisktegunda. Við vitum, að fyrr á öldum voru einkum Bretar, Þjóðverjar, Frakkar og Holiendingar, sem hingað sóttu. Á sfðustu öld komu svo Norð- menn og hófu hér síldveiðar. Árið 1961 var það svo, að af heildarafla eftirtalinna þjóða var fengið við ísland sem hér segir: Breta 20% Belgíumanna 34%, Þjóðverja 17%, Færeyinga 11%, Norðmanna nær 7% og Rússa 1,2%. Þannig má segja að fyrir Breta, Belgíumenn og Þjóðverja höfðu miðin við Island verulega þýðingu og fyrir Færey inga og Norðmenn voru þau hreint ekki án þýðingar. Aðeins fyrir Norðmenn og Rússa höfðu síldveið- ar við ísland verulega þýðingu en allir hinir einbeittu sér að botn- fiskum, aðallega þorski, ýsu og karfa. Þannig hafa fiskimiðin við lsland og hafa um langan aldur haft veru lega þýðingu fyrir fiskveiðar nokk urra þjóða. En það, að þessar þjóð ir hafa stundað veiðar við ísland, 1 samkeppni við Islendinga, hefir líka haft sína þýðingu fyrir Is- lendinga, enda þótt íslenzkir fiski- menn hafi oft litið hina erlendu keppinauta sína fremur óhýru auga. Það er t. d. að vísu ekki hægt að segja, að það sé Norðmönnum að þakka, að íslendingar stunda nú síldveiðar í stórum stíl og með ágætum árangri. Hins vegar er það staðreynd, að atvikin höguðu því svo, að Norðmenn hófu síldveiðar hér við Iand upp úr miðri sfðustu öld 1 stærri stfl en áður hafði þekkzt og með nýjum aðferðum og af þeim lærðu íslendingar þessar veiðar, sem þeir gátu svo fært sér í nyt þegar þeim óx svo fiskur um hrygg fjárhagslega, að þeir höfðu getu til þess. Svipað má segja um botnvörpuveiðarnar. Bretar hófu hér við land að veiða með botn- vörpuskipum, upp úr 1890, og af þeim lærðu íslendingar þær veiðar, einmitt af þvf að fylgjast með hvernig þeir báru sig að hér á fiskimiðunum. Þannig hefir þetta gengið til eins og dæmin sýna og þannig mun það verða áfram, þó nú séu fslenzkar fiskveiðar komnar á það stig tæknilega, að íslending- ar eru hér ekki lengur aðeins þiggj andi heldur einnig veitandi. Eins og getið var hér að fráman hefir aflamagnið, sem íslendingar hafa fengið, vaxið mjög mikið bæði ef litið er yfir lengri tfmabil og einnig nú á allra seinustu árum. Má gera ráð fyrir, a. m. k. 800 þús. lestum árlega, og var raunar nokkuð meira en það, árið 1962. Með því má gera ráð fyrir, að ein ungis fjögur lönd f Evrópu hafi meiri ársafla, en það eru Sovét- ríkin, Noregur, Spánn og Bretland. Hversu þetta hefir breytzt, sést á þvf, að árið 1938 voru sex þjóðir í Evrópu með meiri ársafla en Is- Framh. á 4. sfðu. Davíð Ólafsson fiskimálastjóri flutti erindi á fiskimálaráðstefnunni í gær um „stöðu íslenzkra fiskveiða í Evrópu“. Davíð hefur orðið við ósk blaðsins um að fá leyfi til þess að birta erindið og birtist fyrri hlutinn í dag. f^kólamálin eru ætíð ofarlega á baugi. Um þessar mundir verða þær raddir æ háværari, sem benda á það að tímabært er orðið að taka menntaskóla- námið til gagngerðrar endur- skoðunar og hæfa það betur að kröfum hins nýja tfma. Sitja rektorar menntaskólanna einmitt nú á ráðstefnu að Laugarvatni og ræða þessi mál. Einn merkasti skólamað- ur landsins, Þórarinn Bjöms- son skólameistari, vék að skól unum og æskunni í ávarpi sfnu til nýstúdenta 17. júní. Þau orð eiga erindi til miklu fleiri en þeirra einna og fara kaflar ávarpsins því hér á eft- ir: # Megingallinn „ — Megingalli ísienzkra skóla er sennilega sá, að nem endur eru ekki nógu virkir í kennslustundum. Þær breyt- jngar, sem framundan eru í kennslumálum, liggja að lík- indum í því að ráða bót á þessu. Kyrrsetan innan veggja kennslustofunnar getur ekki keppt við kvikuna fyrir utan. Skólarnir þurfa að vera glaðir skólar. Dýrmætasta lífsins list er að kunna að vinna verk sitt með gleði, — einnig að stunda nám sitt með gleði. - Nú eru uppi háværar kröfur um styttingu vinnu- dagsins, en þó kalla verkefnin hvarvetna á starfandi hendur. Ég sé ekki betur en hér æpi mótsagnirnar hvor gegn ann- arri. Vegna fámennis þjóðar- innar er hver einstaklingur á Islandi meira virði en annars staðar. Það er líka meginkost- urinn við að vera íslendingur. Við þurfum að vinna meira og betur en aðrar þjóðir. Við verð um að vinna þau verk, sem ísland heimtar af okkur, ef við viljum vera Islendingar. Hugs- ið ekki um það, sem þið eruð búin að vinna, heldur hitt, hvað er ógert. Verkefnin eru næg # Heiðarleiki í vinnubrögðum Nú höfum við minni samskipti við náttúruna en áður fyrr, en því meiri mann- leg samskipti, og þá helzt pen- ingaleg. I þvf felast hættur og freistingar, sem Islendingar virðast ekki viðbúnir að stand- ast. Það, sem áður voru hygg- indi í samskiptum við náttúr- una, verður nú að klókindum f viðskiptum við mennina, það að leika á náungann og beita gáfum sínum til þess, Náttúr- an lét ekki leika á sig f gamla daga. Heiðarleiki í vinnubrögð- um og samskiptum manna á milli er það, sem við þörfn- umst mest. Ég óska þess, að t þið eigið þá mannslund að sigra hættur mannlegra sam- skipta og standast þær freist- ingar, sem þeim eru samfara".

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.