Vísir - 23.06.1964, Síða 3

Vísir - 23.06.1964, Síða 3
3 V1 S I R . Þriðjudagur 23. júní 1964. i ' ■■■■■ mTiwiiinTiiiinai irn* r iii ímiwiiiiimiínnni^w FIMM ÁR ÍSLENZKRAR MYNDLISTAR óðvinur minn einn tjáði mér um daginn, að sér þætti lítið um það vert að lesa list- dóma þar sem augsýnilega skorti mjög á nákvæmni í lýs- ingum og hugtökum þeim, sem notuð eru þegar rætt er um myndlist. Hins vegar brigzla ýmsir heiðursmenn mér um, að ég fari f skrifum mínum um myndlist með allt of skólameist araleg vfsindi, akademisma, ef ekki óíslenzka starfsemi. — I þessum vanda barst mér óvænt liðveizla í blaðagrein eftir ung-_ an, mér ókunnan höfund, Magnús Skúlason (Vísir, 20. þ. m.) Vil ég sérstaklega þakka honum fyrir skrif hans. Ég er í mörgum atriðum hjartanlega sammála honum. Hann hefur hreinsað úr garðinum margs konar illgresi misskilnings, og ætti nú að vera nokkru hægara um vik, að ná samkomulagi um það, sem máli skiptir í mynd- list. í þágu þeirrar nákvæmni, -sem réttilega er krafizt, vil ég þó leggja áherzlu á eitt atriði: Á sýningu þeirri, sem nú stendur yfir, má oft heyra '0 MYNDLIST þeirri skoðun haldið fram, að fegurð hinnar íslenzku náttúru komi þar of lítið fram. Er því ekki full þörf á að spyrja, í hverju þessi fegurð felist og hvernig hún setji svip sinn á íslenzka myndlist? Fegurð, — 'felst hún ekki fyrst bg fremst f stórfengleika þessa víðáttu mikla lands, í ijóma sumar- skrúðsins og ótæmandi gnægð lita og birtu, sem baða jökla, eldfjöll og hraunfláka þess? En eigi hugtakiö að vera meira en sumarleyfis-hrifning, þá hlýtur það einnig að ná til alls hins: einverunnar, nektar og grimmdar og takmarkalauss miskunnarleysis þessarar vold- ugu náttúru. Þar eru að verki öfl andstæðnanna, sem skora manninn á hólm, vekja með honum kraft, frelsi og vilja til sjálfstæðis. Sú vitund, að hann getur ekki hjúfrað sig að faðmi algóðrar náttúru kállar hann til sjálfs sín. Einmitt þessi fegurð kemur greinilega fram í mörgum myndum þessarar sýningar, meira að segja með líkum hætti og hún hefur birzt í íslenzkri list um aldir, þvf að ég hygg, að hún hafi lítið aflagazt í 1000 ár. Á ég hér við íslendingasög- urnar og það, sem enn er Wjóh^nnes jóhannesson af gamalli fslenzkri myndlist. Þar birtist hún þó ekki sem eft- irlíking ytri staðreynda, heldur mun frumlegri, innst í eðli mannanna, sem hún mótaði, í hugsun þeirra, tilfinningum og tjáningarvilja; og svo mun enn vera f dag. — - En hefjum nú göngu okkar um sýninguna og reynum að afla okkur nokk- Eiríkur Smith litra þríhyrninga. Hlutverk þessa teppis er að gera kaldan vegg hlýjan, að gæða dauðan flöt lífi lita og forma. Þetta er mynd. Eftirtektarvert er, hvern- ig vefnaðartækni og myndskip- an eru hvort öðru háð, og veld- ur þetta samræmi því, að mynd Eftir KURT ZIER urra upplýsinga um lög- mál og leyndardóma mynd- sköpunar, er aðeins myndirnar sjálfar geta veitt. Við byrjum á frekar hlutlausu dæmi: Ás- gerður Búadóttir sýnir vegg- teppi („Krossfarar"). Á því er sýnd listræn skipan lína, sem mynda rythmiska samstæðu mis in er einkar skýr. Hún lýtur engu öðru en sfnu eigin iögmáli. (Andstætt dæmi væri vegg- teppi „með Surti á“, sem nú er selt hér f bænum). íyiyndir Guðmundu Andrés- dóttur minna að nokkru á áðurnefndan vefnað: Strik Nína Tryggvadóttir Hafsteinn Austmann eru dregin yfir léreftið; lista- konan er þó óháðari en vefnað- arkonan. Hún getur hagnýtt sér allar áttir. Myndflöturinn er þakinn Iinuneti. Roitina, sem þannig myndast, fyllir Guð- múnda með litum. Hún gerir það á viðkyæman, fremur hlé- drægan, fágaðan hátt. Þetta dæmi sýnir hvernig listamaður- inn sveigir efnivið og listræn .tæki til hlýðni við lögmál mynd byggingarinnar. Sumir kunna að misskilja eða rangtúlka sem fátækt það, sem í raun og veru er róttæk listræn hagsýni. Göngum nú skrefi lengra. Ég leyfi mér að beita nokkrum kænskubrögðum, sem e.t.v. geta gert okkur kleift að skyggnast betur inn í verkstæði lista- mannsins. Ég ber saman tvær myndir, aðra eftir Eirík Smith og hina eftir Jóhannes Jóhann- esson. Ég ítrekaði aðallínurnar í byggingu beggja myndanna með svörtum strikum, og kom þá nokkuð óvænt í ljós: Þær eru furðu áþekkar hvor annarri í teikningu og korpposition. I þungamiðju hvorrar myndar um sig er tígulform (3) og fer- hyrningur (1), svo til á sam.a stað, þó misstór. Línan, sem stígur frá vinstri rönd myndar- innar í átt til ferhyrningsins (1) hefst á sama stað og mynd- ar jafnstórt horn við röndina á báðum myndunum. Áhorfandan- um mun sjálfum vera auðvelt að gera sér grein fyrir fleiri at- riðum (með aðstpð tölusetning- anna), sem sýnai þenna skyld- leika Og að sjálfsögðu einnig fyrir því, sem ólíkt er. Aðal- munur myndanna er sá, að efri fjórðungur til hægri í mynd Jóhannesar er auður. Ég vil Frs. á bls. 5.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.