Vísir - 23.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 23.06.1964, Blaðsíða 2
VI S I R . Þriðjudagur 23. júní 1964. KR og FRAM háðu harða baráttu í óveðrinu í gær Það var rok og rigning í Laugardal í gærkvöldi. Áhorfendastæðin voru að heita auð, en ,í hverju skúmaskoti hímdu aðdá- endur liða þeirra 22 leik- manna, sem þreyttu kapp um knöttinn úti á iðgræn- um en blautum og viðsjál- um vellinum. Það voru liðs menn KR og Fram, sem voru svo óheppnir með leik veður í gærkvöldi, og auð- vitað kom þetta mjög mik- ið niður á öllum leik lið- anna, en KR vann þarna STAÐAN á Islandsmótinu • og markhæstu menn • © KR-Fram 1:0 (0:0). ! Stigin eru nú þannig: Keflavík 3 3 0 0 14:6 KR 4 3 Akranes 5 3 Valur 5 2 Þróttur 4 1 0 3 5:10 Fram 5 10 4 11:17 0 1 0 2 9:5 11:10 0 3 14:14 6i <*: 6* 4: z: 2* s: Markhæstu menn eru: Hermann Gunnarsson Val Ellert Schram KR Haukur Þorvaldsson Þrótti 4J Bergur Guðnason Val 4» 1 kvöld heldur mótið áfram * á Njarðvíkurvelli kl. 20,30. Þá J leika lið Þróttar og Keflavíkur.* HERMANN GUNNARSSON - t. h. á myndinni — markhæstur f 1. deild. 1:0 með marki frá Ellert Schram. Segja má að Fram hafi komið á óvart með frammistöðu sinni gegn liði íslandsmeistaranna. Fram átti lítið minna í leiknum og leikmenn ! lögðu sig mjög vel fram og sóttu af kappi. KR átti þó meira af tæki-: færum og sigurinn 1:0 er fremur | sanngjarn. Framarar sóttu fyrri hálfleikinn ' undan veðurhamnum. Heimir bjarg aði góðu skoti eftir 7 mín. leik, og áður en varði var Fram búið að skora, — en markið, mjög laglegt mark Grétars Sigurðssonar, var skorað úr rangstöðu og því dæmt af. Og enn sóttu Framarar og stundum skall hurð nærri hælum við mark KR, m. a. átti hinn ungi innherji, Hinrik Einarsson, mjög gott skot af löngu færi, sem skall í þverslána. KR sótti þó talsvert með veðrið í fangið. Gunnar Felixson átti t. d. ágætt tækifæri á 20. mín., en skaut mjög fast yfir markið og nokkur minni tækifæri átti liðið. . 1 síðari hálfleik snerist taflið við og KR sótti undan strekkingnum, og eftir 9 mínútna leik kom eina mark leiksins. Örn Steinsen brun- aði inn að endamörkum með knött inn og gaf fyrir á Ellert Schram, sem afgreiddi glæsilega með skalla bolta, algjörlega óverjandi fyrir Geir markvörð, sem annars var mjög góður í gærkvöldi. Framarar lentu annars hvað eftir annað í erfiðleikum uppi við mark sitt. Sig urður Einarsson varði t. d. tvívegis á línu, mjög vel gert hjá Sigurði, einkum í seinna skiptið, en þá lenti hann með höfuðið í marksúlunni og virtist dasaður á eftir. Hinn ungi og mjög efnilegi nýliði, Theó- dór Guðmundsson v. útherji KR, átti ágætar tilraunir, en allar rétt fyrir utan mark. Þá bjargaði Geir með réttu úthlaupi, þegar Gunnar Felixson ógnaði með gegnumbroti. Framarar sóttu nokkuð í seinni hálf leik og bezta tilraun þeirra var á 37. mín., þegar Hinrik skaut naumlega yfir markið. Það voru ekki öfundsverðir Ieik- menn, sem léku þennan leik. Það er allt annað en skemmtilegt að þurfa að leika knattspyrnu, eða hvaða íþrótt sem er, í veðri sem um. Beztu menn liðanna voru þeir þessu. Skilyrði voru ekki þannig að hægt væri að ná neinu út úr leikn- Ellert Schram, í>órður Jónsson og Sveinn Jónsson hjá KR, en hjá Fram Geir Kristjánsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson. — Framarar voru mjög óheppnir að missa Sigurð Friðriksson miðvörð og Ásgeir Sigurðsson h. innherja út í fyrri hálfleik, en varamenn þeirra voru báðir allgóðir. Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi vel. FRJÁLSÍÞRÓTTAMOLAR: 3 sprettir á 10,1 í 100 metrunum! - Evrópu- met í 200 metrunum — og í stungurstökki Bob Hayes. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR virðast ætla að blómstra að venju OI- vmpíuárið. Frá Oregon koma fréttir af Harry Jerome frá Kan- ada. Hann hljóp á háskólamóti um helgina tvívegis á 10.1 í 100 metrunum. Sjálfur á hann heims metið, 10.0. — Bob Hays var á sama móti með í 200 metrun- um og fékk 20.4 sek. — Sama tíma fékk ítalinn Sergo Otto- lina á móti hinum megin Við hafið, nánar tiltekið í Saarbriick en. Tími Ottolina er Evrópu- met, en fyrra metið átti landi hans Berutti. Heimsmetið á Henry Carr og er það 20.2 sek. Manfred Preussger setti á Henry Carr. sunnudaginn Evrópumet i stang arstökki, 5.02 metra, á alþjóð- legu móti í Leipzig. — Finninn Penttii Nikula átti fyrra metið, 5.00 m. .,. og enn úr 100 metra hlaup inu, sem án efa verður einhver harðasta greinin á OL í Tokio I haust. i Moskvu náði Kúbu- maðurinn Enricue Figuerola 10.1 sek. CLAY HITTIR NASSER Gortarinn og heimsmeistar- inn Cassius Clay, sem sumir við urkenna þó ekki sem meistara, er hér að hylla „meistara sinn“, sjálfan Nassér bónda í Egypta- landi. Clay eða Mohammed AIi, eins og félagar hans I hreyf- ingunni Black Muslims kalla hann, er nú á ferðalagi um ara- bísku sambandsríkin, og auðvlt- að er hann í boði hnefaleika- sambandanna þar. Þarna kyssir hann brons-afsteypu af Nass- er, en ekki er vitað hvort þeim hlotnaðist þá gagnkvæmi heið- ur að hittast persónulega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.