Vísir - 23.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 23.06.1964, Blaðsíða 8
3 mmikvm Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f rjaBMBMHaHBnaHBMHBnnaaaBaMaHnauHBKKai Viturleg samþykkt S.I.S. ^largar og langar greinar hafa birzt í Tímanum allt síðastliðið ár, þar sem harðlega hefir verið deilt á n'kisstjórnína fyrir að stórauka ekki framkvæmdir í iandinu og veita meira fé út í atvinnulífið. Um þverbak keyrði þegar bankarnir takmörkuðu útlán sín í fyrra. Það töldu þingmenn Framsóknarflokksins ganga glæpi næst og höfðu mörg orð og stór um það hve ill sam- dráttarstefna ríkisstjórnarinnar væri. Sjálfsagt væri að stórauka útlánin, í stað þess að draga úr þeim. En nú bafa þau tíðindi gerzt, að sá voldugi félagsskapur S. í. S. hefir gert samþykkt á aðalfundi sínum, sem gengur í algjört berhögg við þennan söng Framsóknarflokks- ;ns. I þeirri samþykkt er hins vegar mörkuð nákvæm- lega sama stefnan í fjármálum og ríkisstjórnin hefir beitt sér fyrir. í S. í. S. samþykktinni er orðrétt talað um nauðsyn þess „að útlán séu minnkuð.og að fjár- festing Sambands og kaupfélaganna sé takmörkuð sem mest má verða og ekki hafnar nýjar byggingar- framkvæmdir að sinni nema fé til þeirra sé fyrirfram tryggt“. Auk þess ályktar félagsskapurinn „að nauð- syn sé á að mikillar varúðar sé gætt í fjármálum“. Hér er vissulega viturlega mælt, enda slík varúð sjálf- sögð, ef unnt á að reynast að hafa hemil á verðbólg- unni í landinu. Enginn aðili gæti meira lært af þessari samþykkt en Framsóknarflokkurinn. Og enginn einn maður gæti meira lært af henni en formaður Fram- sóknarflokksins, Eysteinn Jónsson. Það vill svo til, að hann á líka sæti í stjórn S. í. S. — svo honum ætti að íeynast auðvelt að kynna sér samþykktina — og fara eftir henni! Herfræðileg mistök ] 30 hræðum tókst kommúnistum að smala saman til þess að mótmæla varnarliðinu á sunnudaginn. Það er eins og íbúatalan í afskekktum hrepp eða farþegatala einnar íslenzkrar flugvélar. Það var allt og sumt. ‘Aldrei fyrr hefir fylgisleysi íslenzku kommúnistadeild- arinnar verið opinberað á jafn ljósan hátt. Frá sjónar- miði kommúnista hlýtur gangan að vera talin meiri háttar herfræðileg mistök. Það er ekki erfitt að tala digurbarkalega í blöðunum. En það er verra þegar „þjóðin“ reynist ekki nema hundrað og þrjátíu manns. . V1 SIR . Þriðjudagur 23. júní 1964. Edward Kennedy meðvitundarlaus í flugvélarflakinu. Edward Kennedy mun ná fullri heilsu eftir Mönnum hnykkti ónotalega við, er það fréttist fyrir seín- ustu helgi, að Edward Kennedy yngsti bróðir hins myrta for- seta, Johns F. Kennedy, hefði meiðzt lífshættulega af völdum flugslyss. Og menn ræddu um þetta sem nýtt reiðarslag fyrir Kennedy-ættina. En betur mun að líkindum fara en á horfðist, því að lækn ar telja, að Kennedy muni ná sér að fullu, en hann muni verða misseri að ná sér að fullu. í flugslysinu beið flugmað- urinn bana og einn af nánustu samstarfsmönnum Kennedys. Edward meiddist í baki og rif- bein brotnuðu, en hann hefir Með Gullfossi fyrir helgi kom hingað til Iands ungur skoti, Alasdair Murray, sem er nokk- urs konar „framvörður“ leið- angurs sem hefur í hyggju að kanna landssvæðið milli Hofs- jökuls og Langjökuls. Fyrirliði leiðangursins he>t- ir John Henderson og hefur hann áður farið í sams Konar leiðangra til margra annarra landa m.a. Grænlands. Leiðang- urinn mun dveljast í einr tvær vikur milii jöklanna við jökla- fræði, dýrafræði og jarðfræði- rannsóknir. Hér er þó ekkl um raunverulegan vísindaleiðangur að ræða, heldur eru þetta frem- ur áhugamenn, enda á vegum not bæði handleggja og fóta. Hann liggur í sjúkrahúsi í Northampton Talið var að hryggjarliðir í lend, sem eru mikilvægar hryggstoðir, hefðu brákazt. Kennedy hafði tekið þátt í at kvæðagreiðslunni í þjóðþinginu í Washington um mannréttinda- frumvarpið og lagði af stað það an í leiguflugvél ásamt Bayh öldungadeildarþingmanni frá Indiana og konu hans og Ed- ward Moss, einkaráðunaut sín um og ætluðu þeir á flokksþing demokrata I Southampton, þ.-r sem greiða skyldi atkvæði um frambjóðanda flokksins til öld- ungadeildarinnar I næstu kosn Rovers Scouts from Scotland og Bandalags fsl. skáta. í stuttu rabbi, sem fréttamaður Vísis átti við Alasdaír, sagði hann að þeir hefðu mikinn áhuga á að kanna Surtsey, en hann vissi ekki hvort þeir kæmu því við í þetta skipti því að tími'þeirra hefði allur verið skipulagður fyrir nokkuð löngu. Hann sagði ennfremur, að þeir myndu ekki algerlega binda sig við svæðið mílli jöklanna, heldur fara einn ig um nærliggjandi sveitir, eft ir því sem tækifæri gæfust. Alas dair mun vinna að undirbúningi ferðarinnar þar til félagar ham , sem eru 13 talsins koma hin^- að, fyrsta ágúst. flugslysið ingum. Þegar fréttist á sam- kunduna um slysið risu menn úr sætum og kusu Edward fram- bjóðanda með lófataki. Áreksturinn varð í þoku og rakst flugvélin á trjátoppa i aldingarði Vængirnir rifnuðu af en boiurinn valt á hliðina. Flug maðurinn beið bana þegar, en Edward Moss lézt í sjúkrahúsi. Bayh slapp með skrámur cg bjargaði konu sinni meðv.tund arlausri úr flugvélinni, Mikil gleði ríkir í Bandaríkjunum yf- ir batahorfunum. Alasdair Murray. (Ljósm.:Vísir). Leiðangur frá Skotlandi Anton Dohrn bjargaði slösuð- um sjómanni á Grænlandshafi Á laugardaginn sendi nurskt skip, sem var að veiðum við austurströnd Grænlands út skeyti þar sem það bað um ?ð- stoð. Var það skipið Stálegg frá Álasundi Hafði rúmlega finmt- ugur skipsmaður um borð, Sig- urd Möller, slasazt illilega, þar sem hann hafði lent með aðra höndina í vindu. Landhelgisgæzlan íslenzka gerði þegar f stað ráðstafanir til að senda varðskipið Óðin á móti skipinu og fá aðstoð varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli með þyrlu, sem Óðinn gæti flutt á móti Stálegg. En nokkru síðar var þó hætt við það vegna þess að þýzka eftirlitsskipið, Anton Dohrn, var nær hinu norska skipi og á þvi er læ^n.r og fullkomin skurðstofa. í fyrrad. mættust norska skipið og Anton Dohrn um 200 milur út af Grænlandsströnd og 300 mílur frá íslandi. Var hir.n slas- aði maður tekinn um borð og skurðaðgerð gerð þegar á bcn- um, Missti hann tvo fingur. en auk þess voru hönd hans og arm ur mjög kramin. Vísir átti símviðtal við Voben skipherra á Anton Dohrn v pær. Hann sagði að norska sjo- manninum liði nú vel. Ekki kvað hann Anton Dohrn geia sér sérstaka ferð með hann til íslenzkrar hafnar, þar sem at- læti hans- væri eins og á sjúkra húsi um borð í skipinu pn að líkindum mun Anton Dohrn koma til Reykjavíkur í næstu T »> viku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.