Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 30.06.1964, Blaðsíða 6
-6 í V1SIR . Þriðjudagur 30. júní 1964. Söltun leyfð en fólk em ókomíð tíl söltunarstöðva EigaBidaskSpti á stærsfu stöðinni Síldarútvegsnefnd hefur nú heimilað söltun sxldar frá og með hádegi í dag. Þessa leyfis hefur verið beðið í ofvæxii á allrl norður- og austur strand- lengjunni og reyndar á flotanum í heild. Verður nú tekið til ö- spilltra málanna, enda flest til- búið til söltunar. Þó er söltun- arfólkið enn ekki allt mætt til staðar, og á Seyðisfirði segj- ast þeir t.d. hafa „tunnur en ekkl fólk“. Á Seyðisfirði eru 8 söltunar- stöðvar og hefur ein r.ý bætzt við á þessu ári, Fiskiðjan s f. Eigendaskipti hafa orðið á stærstu söltunarstöðinni þar og reyndar á landinu. Sveinn Bene diktsson sem verið hefur aðal- eigandi Haföldunnar, mun hafa selt sinn hluta til Ólafs Ósk- arssonar, sem er eigandi flein söltunarstöðva á Seyðisfirði og víðar. Á Siglufirði bíða menn einnig óþreyjufullir, ekki lengur eftir leyfinu til söltunar heldur sfld- inni sjálfri. Þeim fregnum að veiðisvæðið sé að færast norðar er vel fagnað þar nyrðra. A Siglufirði er 21 söltunarstöð, þær stærstu þurfa allt upp I 60 söltunarstúlkur. Hefur hins veg ar gengið mjög treglega að fá stúlkur til staðarins, enda le:tar fólkið, á eftir slldinni lengra austur. Or þessu getur þó rætzt. Sömu sögu má segja frá öðr- um stöðum á strandlengjunni. Flest er tilbúið undir sóltun, tunnur og kassar til taks, en fólkið enn ókomið. Ef að líkum lætur, tekur það nú að streyma að. íslandskvikmyntl / BBC Sjólíðar of Britannío keppa við K.R. 1 gær var sýnd 30 mínútna ís- landskvikmynd í brezka sjónvarp- inu, í tilefni af ferð hertogans af Edinborg til íslands. Myndin er gerð af kvikmyndatökumönnum BBC og Gísla Gestssyni, kvik- myndatökumanni. Ýmislegt annað gerist í sam- bandi við þessa heimsókn, utan dagskrár. Sjóliðar af snekkju her- togans, og fylgdarskipi hennar, 160 talsins, fara til Þingvalla og skoða sig þar um. Þá hafa þeir óskað eftir að fá að leika knattspyrnu við eitthvert Reykjavíkurfélag- anna, og varð KR fyrir valinu, sen^^zt^^él^ð. Hingað eru komnir eða á leið- inni til Islands, allmargir enskir blaðamenn, frá öllum helztu dag- blöðum Lundúna. Nokkrir eru um borð f fylgdarskipinu, HMS Malcolm, en blaðamenn Daily Ex- press, fór um borð I togara og voru fyrir á mlðunum, þegar her- toginn kom þangað, til að heilsa upp á brezka sjómenn við IsUnd. i/ • i ur JL •» S 11 § ' # a Kiev-balletlinn kemur i dag Kiev-ballettinn rússneski var væntanlegur til Reykjavíkur kl. 2 I dag með leiguflugvél Flugfélags íslands beina Ieið frá Álaborg. Þetta er 45 manna flokkur undir forystu Vikors Gontars óperustjóra í Kiev, eða Kænugarði. Frumsýning ballettsins verður I Þjóðleikhúsinu RAUÐA MYLLAN Stúlka eða kona óskast til afleysinga í eld- húsi. Þarf að geta smurt brauð. Vaktaskipti Sími 13628. annað kvöld. Alls verða 6 sýnlng- ar. Uppselt er þegar á fjórar en kl. 1 á morgun hefst sala aðgöngu miða á tvær stðustu sýningamar. Ballettflokkurinn mun búa að Hótel Sögu og Hótel Garði og dveljast hér til næsta þriðjudags. Hljómsveitarstjórinn kom fyrir nokkra til að æfa hljómsveitina, sem á að aðstoða við sýningarnar, og með honum kom fulltrúi frá menntamálaráðuneytinu I Moskvu. ^I%KVÖLDFERÐ í GJÁBAKKAHELLI GJÁBAKKAHELLIR liggur á miðri Lyngdalsheiði, en þang að er rúmlega klst. akstur frá Reykjavík og í gegnum þjóð- garðinn. Hellirinn er mjög sérstæður, opinn í báða enda og greiðfær gangandi fólki. í ráði er að ganga í gegnum hellinn en sú ganga tekur um eða innan við 1 klst. Lagt verður upp í ferðina kl. 20,00 úr Valhöll. Verð farmiða kr. 50.00. Tilkynnið þátttöku í síma 17100. ANNAÐ KVÖLD, MIÐVIKUDAGUR I. JÚLÍ. Kominn fram — Framh. af bls. 16 Þorsteinn fór heimanað frá sér s.l. miðvikudag og hafði þá við orð að ganga norður Kaldadal og koma við I Kalmanstungu. Hann hafði svefnpoka meðferðis og bar föggur slnar I bakpoka, en tjald hafði hann ekki. Þegar aðstandendur hans fréttu I gær að Þorsteinn hafði ekki komið að Kalmanstungu, var tek- ið að óttast um hann, Iýst eftir honum, I útvarpi og björgunar- deild Slysavamafélagsins á Akra- nesi hóf leit. Erfitt var um vik hvað leit snerti, þvl nlðd'mm þoka var I gær á Kaldadal og sást ekkert frá sér að heitið gæti. Er leit Akurnesinga bar ekki ár- angur var ákveðið að fjölga leitar- mönnum og hjálparsveit skáta í Hafnarfirði kvödd á vettvang. En skömmu síðar hringdi hinn týndi heim til sín og kvaðst vera heill á húfi norður á Stóruborg I Vlðidal. Eftir því sem vitað er um ferðir Þorsteins lagði hann á Kaldadal frá Þingvöllum • á fimmtudaginn. Undir kvöldið tók að syrta I lofti og útlit fyrir óveður, sem og líka brast á skömmu síðar. Þorsteinn var þá svo heppinn að hitta vega- vinnuflokk sem var á leið yfir I Borgarfjörð og fékk far með þeim þangað, en komst slðan með öðr- um bll norður I Víðidal. Þar átti hann kunningjafólk og settist upp hjá því, en Iáðist að láta vita af sér heima þar til I gærkveldi eftir að búið var að lýsa eftir hon- um 1 útvarpinu. ÍÞRÓTTIR — ,tir' ' • w:. Framh. af bls. 2\ hreinsað. Þetta er á 34. mln. ... . . . og nú er 37. mlnútan upp- ranninn með svipuðum tilvikum, sem fengu blóðið til að frjósa 1 æðum æstra áhangenda félaganna. Hinn ungi framherji Theódór skall ar laglega I stöng, hörkuskalli, sem rúllar yfir þvera markllnuna og 1 stðngina á móti, en slðan var hreinsað burt frá markinu* . . . og 40. mínútan. Ekki var hún minna æsandi en mfnúturnar á undan. Það gekkkraftaverkinæst hve vel tókst að bjarga. Enginn talaði I stúkunni um „KR-heppn- ina“ svonefndu, enda engu slíku til að dreifa. I þessari atlögu meiddist Geir við hetjulega vörn sína, og varð að yfirgefa leikvang- inn, allur drifinn auri, en inn kom hinn ungi Hallkell klæddur snjó- hvltum markvarðarbúningi, sem stakk illilega I stúf við hina leik- mennina. Þegar hér var komið sögu var allur máttur úr leikmönnum beggja liða og vart búizt við að fleiri mörk mundu fylgja og Iauk leik 1:1. Var þá framlengt I tvo stundarfjórð- unga til að fá úrslit. Leikurinn gerðist nú mjög hæg- ur, en þó var talsverð barátta I mönnum. Gunnar Felixson ógnaði talsvert, þegar hann hljóp upp. en Hallkell lokaði markinu, — og fákk svartan blett á hvlta búmngi.m sinn á síðustu mlnútu f.h. fram- lengingarinnar sóttu Framarar að KR-markinu. Hár bolti Kom s'df- andi og datt svo til dauður af vörn inni I skemmtilegu færi fyrir Þor- geir Þorgeirsson, sem var ekki lengi að átta sig þrátt fyrir þreylu og úthaldsskort. Skot hans var hreint „draumamark", beinskeytt eins og ör af boga og algjörlega ó- verjandi. Síðustu 15 mín. voru æ3ÍspennT andi. KR-ingar sóttu meíra, en Framarar voru ákveðnir í að vm-ja sig. KR átti nú eina af hinum stór- kostlegu sóknum. Ellert skallaði í þverslána og töldu ljósmyndarar sem voru bakvið markið nð bQltinn hefði lent innan línunnar, enda greinileg för eftir boltann I Ieði- unni. Hins vegar taldi dómari að svo væri ekki ,en hann var nokk- uð langt frá staðnum. Upp úr þessu varð ógurleg þvaga en Hallkell reyndist að lokum liggja með bolt- ann 1 fanginu I miðri hrúgunni. Það var orðinn talsverður hiti I leiknum og KR-ingar greinilega þreyttir á mótlætinu. Loks er 15 sek. voru til leiksloka, heppnast að skora úr þvögu sem varð við mark ið. Sveinn Jónsson sparkaði af iífs og sálar kröftum I „tuðruna" og inn hrökk boltinn, byrjað var á miðju og leik slitið. Hvorugt liðið átti góðan leik. Hinn ungi framvörður, Kristinn Jónsson vakti athygli hjá KR, en Þórður Jónsson og Ellert Schram vora sæmilegir. Ellert var þó mjög þungur. Hjá Fram var Geir beztur meðan hans naut við I markinu og Hallkell sem tók við var ágætur. Sigurður Friðriksson, miðvdrður, átti ágætan Ieik svo og Ólafur Ól- afsson, framvörður, ungur og miög efnilegur leikmaður. Þó er einn maður, sem var driffjöðrin I fram- lfnunni og það var Baldur Schev- ing með dugnað sinn og keppnis- skap, en hann stökk hærra e.n hæstu menn og hljóp hraðar en þeir fljótustu, allt til að vinna þennan leik, og svo sannarlega munaði ekki miklu að það tækist. — Jbp. Ashkenazy — Framhald af bls. 9. „Já, auðvitað, enda er ég alin upp til þess og á Iíka fullt af frændfólki og vinum hér.“ „Ertu alveg hætt við músik- ina sjálf?" - „Blessuð góða, það sr ekki nokkur tími til að hugsa um æfingar, þegar maður 1 cvö !ít- il börn og þar að auki konsert- planista fyrir eiginmann. Það þýðir ekkert að vera með neitt kák — annað hvort allt eða ekkert. Og heldurðu kannske, að mig langi að leggja út í keppni við Vladimir?" Nei, fáir myndu víst kæra sig um slíkan keppinaut. Vladimir hlustar þolinmóður á islenzku- flóðið og sekkur sér niður í rússneskar hugsanir á meðan - „Hvenær komið þið aftur hingað?" „Næsta ár, vona ég,“ svarar Dódý og segir svo eitthvað 3 rússnesku við mann sinn. „Sem fyrst... og sem oftast," bætir hann við. — SSB. t Jarðarför móður okkar og tengdamóður, SOFFÍU JÓNSDÓTTUR, Tjarnargötu 40, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júlí kl. 1.30 eftir hádegi. Blóm vinsamlega afþökkuð. Jóna Kristín Magnúsdóttir Magnús G. Jónsson Ragnhildur D. Jónsdóttir Böðvar S. Bjamason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.