Vísir - 06.08.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 06.08.1964, Blaðsíða 2
V1SIR . Fimmtudagur 6. ágúst 1964. UR FYRIR LANDSLIÐSNEFND Mjög léleg frammistaða ailflesfra leiStmarma „Bsztu knattspyrnumenn vorir“ — 22 talsins — léku á Laugardalsvellinum og hafa eflaust ekki verið landsliðsnefnd nein uppörvun, en eftir þenn- an leik settist nefndin á rökstóla. í hádeginu í dag mun KSÍ hafa verið tilkynnt um endanlegt val nefndarinnar, og í dag mun KSÍ skýra blaðamönn- um frá vali nefndaiinnar á landsliðinu gegn Ber- muda, fyrsta knattspymuliðinu, sem hér leikur og er skipað þeldökkum mönnum. Leikurinn í gær- kvöldi var nánast kjaftshögg fyrir þá fjölmörgu áhorfewiur, sem lögðu leið sína á völlinn, fyrir landsliðsnefnd og fyrir knattspyrnuna í heild. Leilcurinn í gær var mjög léleg- ur hjá báðum liðum. Þó verður að segja landsiiðinu til hróss að á smáköflum í seinni hálfléik örlaði á knattspyrnu, en allt of lítilli að vísu. Ríkharður sótti nokkuð stíft fyrstu mínútur leiksins að Geir markverði ,,pressuliðsins“ en Geir hafðí jafnan betur, en Árni Njálsson bjargaði í eitt skipti mjög fallega á línu. Eyleifur áttí og gott færi á 17. mfn. en var nokkuð hæverskur og gaf boltann í stað þess að skjóta sjálfur. Gunnar Fel- ixson átti bezta tækifæri blaða- l'iðsins í þessum hálfleik og líklega f öllum leiknum. Skúli Ágústsson gaf honum boltann mjög skemmti- lega með skalla en Gunnar skaut himinhátt yfir af örstuttu færi. 9 Karl Hermannsson, „bitill“, skorar á 22. mín. með hörkuskoti 1:0 fyrir landsliðið. Ge'ir var nokk- uð framarlega í markinu, en skot Karls af vítateig snöggt og gott í bláhornið. © Ellert Schram bætti við eftir 5 mínútur með glæsilegum skalla. Sólin blindað'i Geir, þegar boltinn kom svífandi fyrir markið. Hann ... I áttaði sig ekki á að úthlaup hans var ekki tímabært og Ellert varð auðveldlega á undan á boltann og skallaði eins og honum einum v’irðist lagið, örugglega í netið. | Undir lok hálfleiksins átti Gunn- ar Felixson skot utan í stöng í lokuðu færi, eftir góðan samleik milli Akureyringanna í „press- unni“. Og landsl'iðið var ekki langt frá að skora. Sigurður Einarsson bjargar á 45. mín. þrumuskoti Rík- harðar á línu eftir að Geir var bú- inn að gefa upp von um að verja. © í byrjun síðari hálfleiks byrj- aði „pressuliðið“ af kraft'i og skor- ar á 3. mín. eina mark sitt eftir klúður í landsliðsvörninni. Gunn- ar Felixson skoraði af örstuttu færi. En smátt og smátt fékk landsliðið yfirhöndina og á 11. mín. small skot frá Ellert Schram af alefli í stöng hjá „presstmni" og stundar- fjórðungi síðar bjargar Geir þegar Ellert komst í skotfæri. Nokkru fyrir leikslok missti Geir h’iris veg- ar skot Ellerts aftur fyrir sig og þá var 'Sigurður Einarsson á mark línunni eins- og fyrri dag'inn og bjargar meistaralega. m'iðjunni f síðari hálfleik. Útherjar liðsins voru ekki nógu góðir. Karl Hermannsson átti þó allgóða spretti á stundum, en Eyleifur skil- aði engu úr sínu hlutverki, enda er hann innherji og það mjög góður, ekki útherji. 1 stað Rúnars Júlíussonar, sem ekki gat verið með, kom félagi hans Einar Magn- ússon í innherjastöðu, eina af lyk- ilstöðunum í þessum leik. Hefur sennilega verið ætlazt t'il þess að nóg væri að fylla skarðið með einhverjum félaga þess sem ekki gat mætt. Það voru margir á vell- inum í gær sem spurðu. Hvar er Axel Axelsson, hvar er Baldur Scheving, báðir meðal beztu út- herjanna okkar í dag. Því eru þeir ekki einu s'inni reyndir í leik sem þessum og Eyleifur látinn í sín\ stöðu sem innherji? Ríkharður var nokkuð góður í byrjun leiks en var orðinn fremur þungur undir lokin. Hjá „pressuliðinu" bar mest á bakvörðunum Sigurði og Árna Njálssyni, en tilraunin með Þórð Jónsson sem miðvörð fór í vask- inn. Guðni Jónsson framvörður var mjög góður og mjög slæmt var að fá ekki að sjá Magnús Jónatans- son, félaga hans frá Akureyri. Senriilega eru þar tveir þeztu fram verðir landsins í sama liðinu. í framlínu var Skúli Ágústsson á- gætur og Valsteinn athyglisverður, en aðrir fremur lélegir og oft á- Jiugalitl'ir. Dómari var Carl Bergmann og dæmdi ágætlega. — jbp — Guðni Jónsson og Ellert Schram eigast hér við. © Síðasta markið skoraði Ellert loks er örfáar mínútur vóru eftir. Mistök í vörninni og Ellert tókst að skjóta af vítateig. Að vísu var Sigurður E'inarsson kominn á marklínuna, — en nú tókst hon- um ekki að verja, kom höndum á boltann en hann hrökk inn fyrir marklínu. Langbezti maður landsliðsins var Ellert Schram, sem fór mjög vaxandi allan leikinn. Heimir í mark'inu átti rólegan dag en gerði allt vel sem af honum var ætlazt. Vörn landsliðsins virtist ekki of örugg og enginn varnarmanna átti góðan leik. Framverðirnir voru all- góðir og náðu algjörum tökum á FFRDAH AN D BOKI N Nl FYLGIR VEGAKORT, MIPHALENDISKORT OG VESTURLANDSKQRT Hér skorar >,pressan“ eina mark sitt í gærkvöIdL Sölumaður — Sölumabur Ábyggilegur sölumaður óskast. Þarf helzt að vera vanur. Fast kaup _ eða góðar prósentur í boði. Tilboð sendist til blaðsins fyrir 12. ágúst, merkt: „Sölumaður *- 773“. BLAÐBURÐARBÖRN Unglingur óskast til að bera út Vís i íKópavogi (við Hafnarfjarðarveg að vestanverðu). Sími 41168 í kvöld. Handfæramenn Tvo vana háseta vantar á handfæraveiðar. — Uppl. um borð í m/b Ottó við Grandagarð. Símar 21760 og 40469. a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.