Vísir - 06.08.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 06.08.1964, Blaðsíða 4
4 V I S I R . Fimmtudagur 6. ágúst ÍÍW' GE/M3ANNSÓKNUM OG ELDFLA UGASMÍÐ Eldflaug Frakka Dragon á Mýrdalssandi. Hún er sett saman úr tveimur öðrum eldflaugategundur Bélier og S-2, sem mynda sitt hvort þrepið. STÓRSTÍG ÁÆTLUN FRAKKA pyrir eínskæra tilviljun hafa íslendingar kynnzt því af eigin raun, að það eru ekki ein- ungis stórveldin miklu, Banda- ríkin og Rússland, sem eru að framkvæma áætlanir um eid- flaugaskot og geimrannsóknir. Til viðbótar þeim kemur „litla“ stórveldið Frakkland. beir koma hingað óvænt, þar sem á okkar breiddarstigi er að finna vísindalegt viðfangs- efni í sambandi við eðli norð- urljósa. Og segja má, að þáð komi mönnum á óvart, ao þeir flytja hingað með sér og skjóta á loft tveimur eldflaugum, af mjög fullkominni gerð. Dragon eldflaugarnar þeirra eru að vísu tiltölulegar litlar á móti eld- flaugabáknum Bandaríkja- manna, en þær eru t.d. knún- ar svokölluðu eldsneyti, en það brennsluefni er aðeins f nýj- ustu og fullkomnustu eldflaug- um og sýnir þetta ljóslega hve miklu valdi Frakkar hafa náð yfir eldflaugatækninni. rJ'il skamms tíma smíðuðu Frakkar aðeins mjög iitl- ar eldflaugar, sem voru nær ein ungis ætlaðar til hernaðarnota. Aðstaða þeirra f þessu var lík og aðstaða Breta. Þetta voru mestmegnis eldflaugar er var aetlað að skjóta úr flugvélum, til að verjast óvinaflugvélum í styrjöld. Lengi vel voru Bretar taldir standa þeim miklu framar og gat stundum litið út fyrir að þær væru að keppa við Banda- rfkjamenn f þessu efni. En 1 kringum og upp úr 1960 verða miklar breytingar í þróun eld- flauganna. Þá gerist það, að Rússum tekst fyrstum pjóða að skjóta gervitungli á loft og við það bregður Bandaríkja- mönnum svo í brún, að þeir margfalda fjárframlög til eld- flaugaframleiðslu. Öll viðhoff í þessu efni gerbreytast á skömmum tíma og við það iiafa. síðan orðið tvær þýðingarmikl ar breytingar. Bretar komast á þá skoðun, að þýðingarlaust sé að keppa við Bandaríkjam«m í eldflaugasmíði og síðan hafa þeir dregið verulega úr eld- flaugaframieiðslu sinni, lagt á ríkjamenn væru komnir svo miklu lengra og þá hvort það væri ekki affarasælast fyrir all ar vestrænar þjóðir að njóta á- vaxtanna af þeirra framtaki og losna við að tvöfalda kostnað- inn með því að fleiri þjóðir væru að hafa fyrir hinum vís- indalegu og tæknilegu tilraun- um. En þá ákvað de Gaulle vorið 1961 að setja á fót sérstaka geimrannsóknastofnun og gefð J\g hvers vegna tók de Gaulle þessa ákvörðun? Það hefur oft verið túlkað svo að hann hafi þannig viljað fram kvæma stórveldisdrauma sína um mikilleik Frakklands. Vel má vera að stórveldishug- sjón búi að nokkru leyti á Dak við ákvörðun hans. En þar gæt- ir líka praktískra sjónarmiða. Smíði eldflauga hefur ekki að eins hernaðarlega þýðingu, heldur eru þar að gerast örustu Gcrvitungl Frakka, sem skotið verður á loft á næsta ári. hilluna ýmis eldflaugaáform sín og þar með dregizt aftur úr. llTin breytingin varð í Frakk- , ^lánðí. -Þ#r v«r- áatBtt og í Bretlandi, að menn stóðu andspænis þeirri spurningu, hvort það hefði nokkra þýðingu að Frakkar væru að fikta við þessi viðfangsefni. Banda- var áætlun um framkvæmdir á þessu sviði, sem fól 1 sér stórfelldar auknar fjárveiting- ar og rannsóknastarfsemi. Til- raunimar með Dragon eldflaug- amar eru aðeins einn Iiðurinn í þessari áætlun, sem mun innan skamms leiða til þess að Frakk ar skjóti á loft fyrsta gervi- tungli sfnu. og merkilegustu framfarir nú tímans á flestum sviðum vis- inda og tækni. Sitji Bandaríkja menn einir að þessu munu þeir einir hafa yfir að ráða þeim sérfræðingum og tæknifræðing um, sem eiga eftir að hugsa og framkvæma mestu framfarir mannkynsins á næstu árum. Við það blasir við sú hætta að Evr ópa verði mjög háð Bandaríkj- unum tæknilega og efnahags- lega. Tjað er þegar farið að bera á þessu í einni tæknigrein, það er í rafeindatækninni. Ein- mitt þar hafa Bandaríkjamenn varið milljarðafúlgum í tilraunir í sambandi við ýmis elektrón- ísk hjálpartæki i geimrannsókn- um og afleiðingin kemur þeg- ar í ljós. Þeir hafa komizt langt fram úr Evrópumönnum á þessu sviði og geta svo notað sérþekkingu sína í þessu á ótal öðrum sviðum framleiðslunnar, svo sem við elektrónfsk sjálf- virk framleiðslutæki í alls kyns verksmiðjum og í yfirburðum í smíði rafeindaheila. Og efna- hagslegir möguleikar þessara framfara koma f ljós í aðgerð- um eins og með Telstar, þar sem Bandaríkjamenn eru einir allra þjóða orðnir færir um að framkvæma alheimssjónvarp. Lfkra sjónarmiða hefur gætt í flugvélaiðnaðinum, þar sem Evrópuþjóðirnar eiga í vök að verjast vegna fullkominnar tækni Bandarikjamanna og am- erísku flugvélaverksmiðjurnar eru að sölsa undir sig allan markaðinn svo að stundum virðist þýðingarlaust fyrir Evr ópumenn a?S ætla sér að keppa við þá. Tjað eru þessi sjónarmið, sem ráða þvf mjög að Frakkar ákváðu að Ieggja út á braut geimrannsókna, ekki vegna þess að þeir búist við, að þeir geti komizt fram úr risun- um í austri og vestri, heldur vegna þess, að þeir vilja gefa ungum vísindamönnum og tæknifræðingum sfnum tæki- færi til að fylgjast með og skapa undirstöðuna að framtið- ariðnaði og nýjum atvinnugrein um. Síðan geimrannsóknaáætlun Frakka hófst 1962 hafa þeir ver ið mjög framkvæmdasamir. Þeir hafa komið sér upp eldflauga- stöðvum í Sahara-eyðimörkinni m.a. f Colomb Bechar og Regg ane. Ennfremur hafa þeir feng- ið að setja upp bækistöð f Cha- mical f Argentínu. A ðalbækistöð geimrannsókn anna er f Bretigny um 30 km. suður af París. Þar vinna nú um 150 vísindamenn og tæknifræðingar, en áætlað er að 1965 verði tala þeirra komin upp í 500. í undirbúningi er svo að koma á fót miklu stærri geimrannsóknastöð við Toul- ouse f Suður-Frakklandi. í>á verður stór frönsk eldflauga- skotstöð reist í Guyana, 'ands- svæði Frakka á norðurströnd Suður-Ameríku. Eldflaugasmfði Frakka er þeg ar orðin mikil og margbrotin. Þeir halda uppi stöðugum há- loftaathugunum með litlum eld flaugum óg nota til þess eink- um. eldflaugagerðina Bélier, en hún myndar efra þrepið f Drag on eldflauginni, sem þeir fluttu hingað. Neðra þrepið er stærri eldflaug sem ber heitið S 2. Þeir hafa einnig sett saman eldflaug úr tveimur þrepum af S-2. sem er þannig miklu öfl- ugri heldur en Dragoneldflaugin Tfn það er ekki aðeins eld flaugagerð sem hefur mið að áfram hjá þeim, heldur eru ótal margir aðrir hlutir, sem Framh. á 13. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.