Vísir - 06.08.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 06.08.1964, Blaðsíða 11
VÍSIR Finrní ;d'gar 8. rtúsí 'S54. ranwrawa—if jfitroaagBicæaiwMBwewiBBWwwMWB elka, III. Stefán Sigúrðsson kennari les. 22.30 Harmonikuþáttur: Jo A:in Castle leikur. 23.00 Dagskráriok. Sjónvarpið Fimmtudagur 6. ágúst. 18.00 It’s a wonderful world: — Landkynning. 18.30 5o You Know: — Spurn- ingakeppni. 19.00 Fréttir -19.15 Encyclopedia Britannica: — Kaflar úr ensku alfraði orðabókinni. 19.30 Ripcord: — Leitað er að- stoðar björgunarfélagsins til þess að bjarga ungum dreng, sem liggur hjálpar- vana I skógarsvæði, sem er að verða alelda. 20.00 Corando 9: — Hér hefst nýr þáttur, sem mun fram vegis verða á þessum tíma næstu vikurnar. Aðalhlut- verk í þessum leynilög- regluþætti hefur Rod Cam- eron með höndum. 20.30 Behind Closed Doors: — Fyrir luktum dyrum — Kínverskri stúlku, sem er starfsmaður neðanjarðar- hreyfingar, er rænt af kommúnistum henni hald- ið sem gfsl, og á að pína hana til sagna. 21.00 I-Iollywo'od Palace. 22.00 Desi’.u Playhouse: — Leik- konan Pier Angeli fer með hlutverk Bernadettu Sou birous. 23.00 Fréttir 23.15 Tonight Show. — Stjórn- andi þáttarins er Johnny Garson. Blöð og tímarit Sveitarstjórnarmál tímarit Sam bands íslenzkra sveitarfélaga 3 hefti 1964 er komið út. I því er sagt frá breytingum á tekiu- stofnalögum, birt er ágrip af er- indi Valdimars Kristinssonar við skiptafræðings á fulltrúaráðs fundi sambandsins um þróunar- svæði á íslandi og spurt og svar- að úr bréfabókinni heitir nýr dálkur. 1 Tryggingarmál, sem er I um- sjá Tryggingarstofnunar ríkisins, skrifar Páll Sigurðsson tryggingar Iæknir grein um starf norrænnar nefndar til samræmingar örorku mats slysatryggingar 1961—1933. Sagt er frá 6. norræna almanna- tryggingamótinu í Kaupmanna- höfn 12.—14. maí s.l. Grein er frá nýjum reglum um daggjöld opinberra sjúkra- húsa, og sagt frá nýjum lögurn frá Alþingi. íSÍI^IP* % STIÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir föstudag- inn 7. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20 apríl: Ef sumarfríið fer í hönd hjá þér núna, þá mun það al!t ganga þér í haginn. Þau verk- efni, sem eftir kunna að vera, geta vel beðið síns tlma. Nautið, 21. apríl.til 21. maí: Sú spenna, sem ríkjandi verð- ur fyrri hluta dagsins, kynni að hjaðna niður, er frá iíður. Þú kynnir að þurfa að endur- skipuleggja starfshætti þína. Tvíburarnir, 22 maí til 21 júní: Þú kynnir að hafa bað á tilfinningunni, að eitthvað sé að ganga þér úr greipum. Þér . kynni að reynast nauðsynlegt að ferðast eitthvað eftir • skamma hríð. Krabblnn, 22. júní til 23. júií: Þér er nauðsynlegt að gera frek ari ráðstafanir til þess á næst- unni að vernda eigur þínar gegn ýmiss konar skemmdum. Forðastu að lána nokkuð, eins og stendur. Ljónið, 24 júli til 23. ágúst’ Þú þarft að taka á talsverðu til að halda gangi heimilismál anna á réttum kili. Þú múnt finna meira til löngunarinnar að stjórna öðrum síðar í dag. Meyjan. 24 ágúst til 23 sept Talsverðar efasemdir kynnu að leita á þig á næstunni, en það gæti gert þér kleift að meta alla möguleika þína. Þú þarfn- ast þess að vera í næði. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú mátt þúast við þvl, að þú verðir talsvert á ferðinni í heimi félagslífsins, það sem eft ir er sumars. Þú ættir að kynna þér vel, hvað allt slfkt kostar nú til dags. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Það er margt, sem bendir til þess, að myndugleiki þinn vaxi að mun, ef þú tekur að pér meira ábyrgðarhlutverk. Þú ætt ir að hugleiða vel allar efasemd ir. Bogmaðurinn. 23. nóv. til 2K des.: Þú ættir ekki að Iáta það hafa of mikil áhrif á þig, bó að þér finnist ýmislegt vera þess eðlis, að full ástæða sé til á- hyggna. Steingeitin. 22. des. ti) 20. jan.: Það eru sterkar líkur á þvi. að sú fyrirstaða, sem þú hefur áhyggjur af á sviði fjármálanna, muni hverfa, er hjá líða stund- ir. Vatnsberinn, 21 jan til 19. febr.: Þú ættir ekki að drepa á deilumálin fyrri hluta dagsins, því betra er, að félagar pínir uppgötvi sjálfir mistök sín. Tim inn svarar spurningum þínum. Fiskarnir, 20 febr til 20 marz: Þú kynnir að vera eitt- hvað illa fyrir kallaður I dag einhverra ástæðna vegna. IVIarg ir fiskmerkingar munu þurfa að halda sig við störf sín í nán- ustu framtíð. SIÐASTA SILDIN BRÆDD •I Mynd þessi er frá Siglufirði. .* Aðeins rýkur úr skorsteinum |i Rauðku sem er að bræða síð •* ustu síldina i blli. I" Til Rauðku hafa borizt V í sumar 67.361 mál af síld og ■J til Síldarverksmiðja ríkisins þar ■JJ .V.VAV.V.V.ViV.-.V.V.V.V.V Aheít og gjofir Nýlega barst Styrktarfélagi vangefinna 10.000.00 kr. minn- ingargjöf um merka konu, frú Filippíu Þorsteinsdóttur. Gefend ur eru synir hinna látnu, Ólafur og Þorsteinn H. Ólafssynir. Jafn framt hafa félaginu borizt áheit og gjafir sem hér segir: Áheit: Vegna nýfædds barns kr. 5000.00, Jón Jónsson frá öxl A.-Húnavatnssýslu kr. 500.00, ó- nefnd kona kr. 500.00, ónefndur kr. 300.00, G. A. kr. 300.00, N. N. kr. 500.00,- Gjafir: Ónefndur kr. 1000.00, N. N. kr. 500.00, börn úr Hafnar firði kr. 337.50, ónefndur kr. 100.00. Styrktarfélagið færir öllum gef endum inn^egar þakkir. Hver gjöf stuðlay að. bættum aðbúnaði hinna vangefnu. TiBkynnÍBig Viðtalstími minn í Neskirkju er mánudaga, þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga kl. 4.30-5. 30, sími 10535. Heimasími 22858. Frank M. Halldórsson. hafa komið 140.261 mál, þar af hluta af söltunarsíld á þessu flutt með flutningaskipum að austan 50.038 mál. Þessar tölur gilda 28. júlí, en þá var ekki vltað nema um mjög litia veiði á auturmiðunum. Siglfirðingar hafa farið var sumri og mjög fátt aðkomu- fólk er í bænum. Útlitið er dap urlegt og menn eru orðnlr all mjög svartsýni um nokkra söit unarsíld í ár. ■V.V.V.V.’.V.V FRÆGT FOLK Hér er ein dæmigerð umsögn hins mikia franska skálds Ana- tole France. Þegar Ferdinand Lesseps, sem gerði Suezskurð- inn, var tekinn inn í frönsku akademíuna við mikla viðhöfn, sagði kona við skáldið: — Finnst yður það ekki ein kennilegt að hann skuli vera valinn sem meðlimur, hann sem aldrei hefur skrifað staf? Kæra ungfrú, svaraði Anatole með meinlegu glotti, þér gleymíð því að hann skrifaði undir öll skjöl- varðandi framkvæmdir og fjár- mál skurðarins. númer 44. Næstur er svo hinn þýzki Erhard með númer 43, meðan þorparinri Franco verður að láta sér nægja 39, þegar hann fer í einræðisskrúðgöngur sínar. -K Enski verksmiðjueigandinn Norman Day hefur' það sem tóm stundaiðju að grafast fyrir um hvaða skónúmer þjóðhöfðingjar heimsins nota. Og hér er lítið sýnishorn. ' Stórfættastur er auðvitað de Gaulle, sem notar skó númer 46. Og þrátt fyrir það að Mao Tse-tung og Krúsi séu sífellt að rífast um það hvor þeirra sé „stærri“ nota þeir báðir skó Það er ekkert Ieyndarmál að flestir verzlunarmenn í USA fá sér einn dry martini fyrir mat- inn, og jafnvel 1—2 á eftir líka. Og það er einnig vitað, að flest ir þeirra biðja um vodka i hann i staðinn fyrir gin, til þess að það finnist ekki lykt af þeim þegar þeir mæta aftur á skrif- stofuna. Einn af bönkum New York borgar lét ekki alls fyrir löngu setja upp eftirfar- andi tilkynningu, sem vakti mikla kátínu: Allir þeir starfs- menn bankans sem hafa komizt upp á að drekka vodka-martini með matnum, eru hérmeð beðn ir um að breyta til og drekka wisky i staðinn. Við viljum frek ar að viðskiptavinimir haldi að starfsmenn séu fullir en vitlaus- ir. * Þýzkt fyrirtæki hefur sent á marþaðinn lykla úr plasti. Þeir eru alveg eins sterkir og máhn Iyklarnir, en hafa það framyfir að þeir opna dyrnar algerlega hljóðlaust. Væntanlega verða þeir mjög vinsælir meðal eigin- manna sem koma stundum seint heim. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.