Vísir - 06.08.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 06.08.1964, Blaðsíða 15
V í S I R . Fimmtudagur 6. ágúst 19S4. 75 Líf hans var í rústum — en þá varb kona á vegi hans Hann dæmdi hann í þriggja ára betrunarhúsvinnu Aðeins móðir hans og faðir Donovan trúðu honum og brugð ust honum ekki. Og það var Donovan, sem — er nokkur tími var liðinn — kom til hans og sagði honum, að kona hans hefði sótt um skilnað, vegna þess að hann hefði gerzt brotlegur við lög og væri ekki til þess hæfur að ala upp börn þeirra. — Og hún fékk skilnaðinn, enda var Niall svo niðurbrotinn nú að hann aðhafðist ekkert í málinu. En það var fjarri því, að mælir harma hans væri fullur. Og það var þá líka fáðir Donovan, sem kom til hans átta mánuðum síð-. ar, en þá hafði hann verið fangi fimmtán mánuði, og sagði hon- um, að Maureen hefði fundið annan. — Ég hefi ekki sagt móður þinni frá því, Niall, því að hún er alvarlega veik, og ég veit að þetta yrði líka nýtt áfall fyrir hana, því að henni þótti svo inni lega vænt um bömin. Ég hefi komizt að því, Maureen ætlar að giftast Bandaríkjamanni sem hún kynntist í Dyflinni og ætlar með honum til Bandaríkjanna. Þau ætla flugleiðis frá Shannon. Þú munt geta fengið réttarúr- skurð um að hún megi ekki fara með bömin úr landi og ég skal vera þér hjálplegur. En einmitt í þessum svifum, áður en Niall fengi svarað, kom fangavörðurinn og sagði honum kuldalega, að móðir hans væri dáin. Þá var sem allt væri hrunið í rústir fyrir honum — og þó, í héiftarþrungnum harmi sínum heitstrengdi hann að fara til Bandaríkjanna, er hann væri frjáls, og krefjast bamanna - og ræna þeim ef annað dygði ekki, og fara með þau heim til írlands. Og svo rann upp sá dagur, er faðir Donovan kom í enn eina heimsóknina, og Niall sá þegar í svip hans, að mælir harmanna var ekki enn fullur. Hvað getur hafa gerzt nú?, hugsaði hann. Hvað gat verið verra en að verða fyrir því, að vera svikinn af eigin konu, sem hann elskaði, og sjá hana svo hlaupa í faðm annars manns? Og börnin kannski glöt uð honum að fullu og öllu. — Niall, sagði klerkurinn lágt, alvarlega, beiskju blandinni röddu, ég varð að koma og segja þér það fyrstur manna, — ég mátti ekki til þess hugsa, að fangelsisyfirvöldin tilkynntu þér hvað gerzt hefir. — Eru þau farin, konan og börn i in, án þess þú gætir stöðvað j þau?, spurði Niall hljómlausri röddu. - Þau lögðu af stað frá Shann onflugvelli í dag, konan og börn in og þessi maður. — Ég skil, faðir. Ég veit, að þú gerðir það, sem þú gazt. — Það varð flugslys, Niall, nokkrum mínútum eftir að flug- vélin hafði hafið sig til flugs. Niall reis upp til hálfs og horfði á prestinn, eins og hann gæti ekki trúað því, sem hann var að segja honum. Varir hans bærðust, en hann gat engu orði upp komið fyrst í stað, en loks gat hann stunið upp, hvíslandi: - Þau — þau eru ekM f Hf- enda tölu lengur? Presturinn gat aðeins hrist; höfuðið. - Niall, húsbóndi góður, kon- an er héma, hún ætlar bara að bjóða góða nótt. Hann hafði ekki veitt því eftir tekt, að hann var ekki lengur einn, frú Riordan var þama og að baki hennar unga konan. Gamla konan hélt á eldra barn i inu á handleggnum. Það var j hlaupinn roði í kinnar telpunnar .og komið hýrt tillit í augu henn :ar og vottaði fyrir brosi á vör- unum. | Og Niall brosti i fyrsta skipti i 3 ár og honum hlýnaði um j hjartaræturnar, er telpan allt í einu beygði sig niður og kyssti hann á kinniná. Og nú tók frú Riordan yngra bamið, sem móð- ir þess hafði haldið á, og fór með bæði börnin í háttinn. — Mig langaaði til þess að þakka yður, herra Gallagher, þér eruð bezti maðurinn, sem ég hefi fyrir hitt, í köldum. miskunnar- lausum heimi. Þér vissuð ekki um mig og samt hjálpuðuð þér mér. — Setjizt niður augnablik, sagði Niall. — Ég skil það ekki enn, hvers vegna þér hjálpuðuð mér ókunn ugri - án þess að spyrja. Hún settist og horfði í dvín- andi glæðumar. — Þér eigið rétt á að fá að vita hvemig á því stendur hvern ig komið er fyrir mér og bezt, að þér vitið það strax. Ég ólst upp í hæli fyrir munaðarleys- Sfórstíg óætlun — Framhald af bls. 4 þurfa að fylgja með og þá leggja þeir fyrst og fremst mikla áherzlu á rafeindatækn- ina. Á því sviði verða nú stór stökk hjá Frökkum. Þeir hafa ■í fyrstu ráðið til sín bandaríska sérfræðinga og má taka fram í þessu sambandi, að þó um sé að ræða samkeppni við Banda- ríkin, ríkir hér alþjóðlegt sam starf rr^eð ýmsum hætti. T.d. munu Bandaríkjamenn veita Frökkum hjálp rýmsum framtíð aráætlunum þeirra. Svo er t.d. með fyrstu til- raunir Frakka til að skjóta á loft gervitunglum. Það er áætl- að að fyrsta franska gervitungl inu verði skotið á loft á aæsta ári með bandarískri aðstoð. En árið þar á eftir 1966 ætla Frakk ar sjálfir að skjóta gervitungli sínu á loft að vísu með sam- starfi við Breta og Banda- ríkjamenn. Eldflaug sú sem Frakkar eru nú að smíða til að koma á loft fyrsta gervitunglinu kallast Dia inarrt eða demantur. Hún á að vera tilbúin á næsta ári og get ur hún þá með bandarísku auka þrepi komið litlu gefvitungli á braut umhverfis jörðtr-í 800 km. hæð. Jþrakkar bíða þess með mik illi eftirvæntingu að þeir nái því langþráða marki að koma gervitunglinu á Ioft og er geysi víðtækur undirbúningur undir það. Þeir eru t.d. að reisa risavaxna radiostjörnustöð við Nancay til þess að fylgjast með för gervitunglsins um himin- hvolfið og taka á móti radíó- merkjum frá því. Ennfremur eru þeir að setja upp mælingastöðv ar í Pretoria í Suður-Afríku, Brazzaville í Kongó og á eyjum í Kyrrahafi, sem þeir ráða yfir. TUNÞOKUR BJÖRN R. EÍNARSSON SÍMÍ 2.0 8 5 S FASTEIGNAVAL -1 >^l :1 1 l g Skólavörðustíg 3A Símar 22911 og 19255 Höfum ávallt til söiu íbúö- ir af öllum stærðum með góðum kjörum. Gjörið svo vel að leita nánari upplýs- inga. Framluktor- spegior ’51-’63 Austin Commer Bedford Ford Anglia Ford Consul Ford Zephyr Ford Zodiaz Ford 8-10 ’34-’48 Hillmann Humber Landrover N Morris Singer Standard Vauxhall SMYRILL ’51-’63 DÚN- OG FIÐURHREINSÚN vatnsstfg 3 Sfmi 18740 SÆNGÚR REST BEZT-koddar Endurnýjuro gömltí sængumar, eigum dún- og fiðurheld vei. Sefjum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsuro stærðum .VV.V.V.V.V.V.V.V. 2 herb. íbúðir við Lindargötu, Rauð arárstíg, Kaplaskjól, Shellveg, Efstasund ! 2-3 herb. íbúðir við Nesveg 3 herb. íbúðir við Sigtún, Lauga- veg, Hverfisgötu, Þverveg, Efsta- sund og Framnesveg 4 herb. íbúð við Hátún. 4 herb. íbúð við Háaleitisbraut 4 herb. íbúð við Kleppsveg 5 herb. íbúð við Barmahlíð ásarnt 4-5 herb í rishæð 5 herb. íbúð í Hlíðunum, bílskúrs réttur JÓN INGIMARSSON, « lögmaður. Hafnarstræti 4. Simi 20555. Sölumaf ar: Sigurgeir Magnússon Kvöldsími 34940. VINNUFAT ABUÐIN Laugavegi 76 Volkswagen 58, ’62, ’63 Comet 63 Opel Kadet '63 og ’64 SAAB ’63. Rússajeppi ’62, lúxus hús Simca ’63. Skipti á Diesel. Taunus M 17 '63. Treiter vörubfil '61. GAMLA BÍLASA? ? •** ■MPr1 TFSJ • 1 15 8' Herrasokkar creoe-nylon kr 29.09 Abuzzi, segir Tarzan aivarleg ur, þetta bréf er skrifað fyrir að- eins fáum tímum. Og þetta er hennar skrift, segir Abuzzi æstur. Faðir hennar sendi hana á enskar skóla, eins og faðir minn seadi mig. En eftir að hún kom heim, heyrðum við að ljón hefðu orðið henni að bana. klæddir I ljónsskinn, sem fóik Við biðum eftir samþykki feðra hennar sá, en ekki raunveruleg okkar til þess að giftast. Það hafa ljón. verið' hinir lúmsku Warungar Miklatorgi i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.