Vísir - 15.08.1964, Page 9

Vísir - 15.08.1964, Page 9
VlSIR . Laugardagur 15. ágúst 1964. 9 X- Það er sennilega ekkert furðulegt þótt Grænland hafi seiðmögnuð áhrif á íslendinga. Ekkert land er nær okkur og samt varla nokkurt land ver- aldar jafn lítið þekkt og kannað sem Grænland. Ég minnist þess oftsinnis, allt frá bernskudögum mínum að hafa haft uppi ráðagerðir um Grænlandsferð. Að vísu fannst mér þá þetta vera draumórar e'inir sem aldrei kæmust f framkvæmd. Þá var ekki um annan farkost að ræða en skip. En ég var sjóveikur og auk þess lafhræddur við ís. Ég var sannfærður um að þessi draumur minn myndi aldrei rætast. Sfðan hefur það skeð að ég hefi nokkrum sinnum flogið t'il Grænlands, fyrstu þrjú skiptin án landtöku eða lending- ar, en seinna nokkrum sinnum lent þar, sfðast skömmu eftir miðjan jú!f f sumarí Einmitt f þessari síðustu ferð m'inni varð mér hugsað til fs- lenzkra Grænlandsfara, hversu ótrúlega margir þeir hafa verið gegnum aldimar og hve miklu þeir hafa fórnað — vinum og ættingjum á heimaslóð, lifandi fé og dauðu og jafnvel lífi sínu — til að kanna eða setjast að í þessu hrjóstruga jökullandi í vestri. land svo mjög að heita mátti aó það hyrfi í gleymsku um aldir. En svo undarlega bregður j við að fljótlega eftir að Danir j taka að sinna Grænlandi eftir siðaskiptin, le'ita hugir Islend- j inga þangað á nýjan leik og j aldrei fleiri þó en á 18. öld Tveir íslenzkir rithöfundar og j sagnfræðingar, þeir Arngrfmur 1 lærði og Þormóður Torfason i taka að grúska í fræðum varð- andi Grænland og skrifa um; það bækur. Þar með er vegur- i inn ruddur á nýjan leik fyrir i auknum kynnum við systurlann j okkar í vestri. Flytja átti íslendinga hundruðum saman til Grænlands. Það skeði á fyrsta þriðjungi 18. aldarinnar að til tals kom að flytja íslendinga í hópum til Grænlands, svo að hundruðum manns skipti. Þess’ir þjóðflutningar komu Á siglingu á Eiríksfirði. Þar er jafnan mikið af borgarísjökum á reki, er þeir brotna úr skriðjökl- um, sem ganga í sjó fram og rekur síðan um fjörðinn undan straumum og vindum. FERÐIR ISLENDINGA TIL GRÆNLANDS Á 18. ÖLD Órofa tengsl. Allt frá því er Eiríkur rauði settist að á Grænlandi hafa einhver órofa tengsl bundið ís- land við Grænland. Við skoð uðum Grænland aldrei sem ný- lendu, heldur sem bræðraland og Grænlendinga sem systur- þjóð. Þeir voru vinir okkar og ekkert var okkur hugstæðara en ýináttutengsl við þá, jafnvel þó þeir yfirgæfu ísland og vildu heldur lifa annars staðar. Grimm og ömurleg örlög urðu þess samt valdandi að tengsiin slitnuðu. Hvorugan aðilann var þó um að saka, heldur utanað- steðjandi öfl sem e'inangruðu löndin hvort frá öðru, og Græn fyrst til tals fyrir tilmæli Dana- konungs, sem hafði sérstakan áhuga á Grænlandsmálum og hafði fengið þá flugu í höfuð ið að byggja það þegnum sín- um frá íslandi og Danmörku og gera það að arðbærri nýlendu. Meðal annars sendi konungur mörg skip, mönnuð dönskum körlum og konum, til Græn- lands, þ. á m. hermenn og for- ingja til að verja Grænland fyrir óvinaher. Vegna þess að þátttakan mun eitthvað hafa verið léleg leysti hann saka- menn úr hald'i, lét þá giftast sakakonum úr þrælkunarhúsi Khafnar eftir hlutkesti og sendi þá með öðrum innflytjendum til Grænlands. | J k \ J 1«, Glaðlegur Eskimóadrengur. 200 gáfu sig fram. Hér heima á Islandi lét Danakonungur sýslumenn skrá fólk til Grænlandsfarar sumarið 1729 og gáfu s'ig nær 200 manns fram, sem kváðust vera fúsir til að leita nýrra heim- kynna á grænlenzkri jörð. Var þessu fólki heitið alls konar fríðindum, m.a. gefins bústofii og íslenzkri fæðu, svo sem fiski og smjöri á meðan það væri að venjast grænlenzkum lífshátt- um og mataræði. Ennfremur var því heitið skipum til fisk- veiða og byggingarefn'i til htísa gerðar. íslendingarnir áskildu sér hins vegar að fá með sér klerk að heiman og einhvern forsvarsmann eða fyrirliða, sem úthlutaði því jarðnæði og mældi út engjar og tún. Allar þessar ráðagerðir um flutning Islendinga til land- náms á Grænlandi fóru þó út um þúfur og kom hvort tveggja til að ótti greip um sig meðal íslendinga um að þeir yrðu e. t. v. fluttir nauðugir af landi burt og svo hitt að konunga- skipti urðu í Danmörku og á- hugi hins nýja konungs á Grænlandsmálum aliur annar en fyrirrennara hans. Af þe'im 200 íslendingum, sem gáfu sig upphaflega fram til Grænlandsfarar, hættu allir við áform sitt nema einir 14, þar af 5 bændur. En konur þriggja bændanna neituðu að hverfa að heiman. Skömmu síð- ar barst svo t’ilkynning frá hin- um nýja Danakonungi, Kristjáni VI. að grænlenzka nýlendan skyldi lögð niður og að ekkert yrði úr flutningi íslenzkra manna þangað. Matthías Jochumsson vildi fá íslendinga til Grænlandsfarar. Árið 1729 var danskur maður. Matthías Jochumsson að 'nafn:. sendur til Islands þeirra erinda að kynna sér brennistein og möguleika á þvi að hagnýta sár hann. Matthías þessi dvaldi her lendis í þrjú ár og skrifaði mikil rit um ísland, sem reynd- ar hafa aldrei verið gefin út. Jón Marteinsson segir að Matt- hías Jochumsson hafi verið „argur flakkari", sem farið hafi betlandi um landið og hafi Jón biskup Árnason sett undir hann bikkju og gefið honum fé til að losna við hann af biskups- stólnum. Hvammsannáll segir að Matthías hafi sótt um lög- mannsembætti hér á landi, en ekki hlotið. Þá hafi hann farið til Grænlands og vildi fá ein- hverja íslenzka með sér, en engir fengizt til þess. Eftir þvl verður ekki annað séð, en á- hugi hinna 200 hafi með öllu verið þrotinn. Tálknfirðingar fá áhuga á Grænlandi. Svo gerist það um það bil aldarfjórðungi síðar að fslenzk- ur bóndi, Þormóður Ásbjörns- sor^f. Arnarstapa í Tálknafirði, sótti um leyfi til þess að mega flytja til Grænlands. Þormóður bóndi var talinn vel efnum bú- inn, og hinn duglegasti maður. Hann átti fjögur stálpuð böm, sem öll ætluðu með honum til Grænlands og sömuleið'is fjögur vinnuhjú hans. Danska stjórnin hafnaði þessari beiðni, svo ekk- ert varð úr för hans. Um svipað leyti, ef ekki sama Framh 4 bls. 10 Grænlenzkur bóndi á biskupssetrinu Görðum. 'ÖH i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.