Vísir - 17.09.1964, Side 5

Vísir - 17.09.1964, Side 5
V í SIR . Fimmti dagur 17. september 1964. 5 litlö: utlönd í morgun 35.. inorgun morgún ur stöðvað för Krúsjeffs Fyrir nokkru var tilraun gerð til að myrða einn af starfsmönn- um þýzka sendiráðsins í Moskvu. Maður þessi heitir Horst Schwirkmann og var hann staddur við Zagorsk-klaustur í Moskvu, sem er söguleg bygg- ing, er ferðamenn hafa gaman af að skoða. Var þá ráðizt að honum og skotið að honum lít- illi eiturgassprengju. Það reynd- ist vera sinnepsgas og var mað- urinn hætt kominn af því. Hann var þó fluttur á sjúkrahús í Moskvu og þaðan hefur hann nú verið fluttur til Vestur-Þýzka- lands og liggur hann í sjúkra- húsi í Bonn. Eru batahorfur nú orðnar meiri en áður. Þýzka stjórnin hefur mótmælt þessu afbroti og krafizt refsing- ar yfir hinum seku. Enn er sára- lítið vitað um þennan einkenni- iega atburð, en talið er, að það verði mjög komið undir svari rússnesku stjórnarinnar, hvort getur orðið af heimsóknum Krúsjeffs til Vestur-Þýzkalands eins og ráðgert hafði verið. Talið er hugsanlegt, að tilræð- ismennirnir séu gamlir Stalín- istar, sem hafa ætlað sér að spilla fyrir því að Krúsjeff gæti komizt í heimsókn til Vestur- Þýzkalands. Konur á kaþóSska kirkjuþinginu Kirkjuþing kaþólsku kirkjunnar er enn setzt á rökstóla. Hófst fram- haldsfundur á mánudag, en upphaflega var kirkjuþing þetta sett 1962 af Jóhannesi páfa 23. Margt er ti! nýlundu á þessu þingi, m. a. það, að konur hafa nú í fyrsta skipti fengið sæti á kaþólsku kirkjuþingi. Hér sjást fjórar af konunum, sem eru í hópi þingfulltrúa, eru þær fulltrúar klausturreglna. Þær eru þó aðeins áheyrnarfulltrúar að sinni, mega j ekki taka til máls. Umræður eru hafnar á opin- berum vettvangi í Sovétríkjun- ‘um að taka upp nýja stefnu í verzlunar og viðskiptamálum Sovétríkjanna. Þessi nýja stefna sem margir hneigjast að getur kallazt fráhvarf frá grundvall- arreglum marxismans. Hún er FLUGVOLLUR ASAL THOLMA OG BRÚ YFSR EYRARSUND Forstjóri SAS flugfélagsins í Danmörku Emil Damm hefur nú lýst því yfir, að félagið óski þess að aðalflugvöllur Kaupmannahafn- ar verði í náinni framtíð fluttur frá Kastrup á Amager-eyju yfir á Salt- SKIPAFKÉTTIR Ms. Herðulireið fer austur um land í hringferð 22. þ.m. Vörumóttaka á fimmtu- dag og föstudag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdaisvikur, Stöðv- arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Revðar fiarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, Borgar fjarðar, Vopnafjarðar Bakkafjarð- ar, Þórshafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á mánudag.. Höfum kuuppusiu að 1-2 herb. íbúð sem næst Mið- bænum. Útborgun og greiðsluskil- málar eftir samkomulagi. Má vera ' gömlu húsi. Ekki í k.iallara. Fasteignasala Jóns Ingimarssonar, 1 Hafnarstræti 4 hólmann í miðju Eyrarsundi. Yfir- iýsing hans styrkir rnjög þá hug- mynd að gera brú og bílágöng yfir Eyrarsund milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar Með flugvelli á Salthólma yrði einnig leyst flugvallarvandamál Málmeyjar stærstu borgar Suður- Svíþjóðar og allar þessar áætlanir myndu sameiginlega stuðla að myndun mikillar sameiginlegrar að albyggðar Danmerkur og Svíþjóðar sitt hvorum megin við sundið. Hugmyndin er sú, að jarðgöng fyrir bifreiða og járnbrautaumferð verði lögð frá Amager til Salthólm- ans. En milli Salthólmans og Sví- þjóðarstrandar yrði lögð brú. Með slíkri samgönguæð yflr Eyrarsund myndi stórkostleg bílaumferð verða yfir sundið Þetta yrði ferðaleið Norðmanna og Svía til Danmerkur og Suður-Evrópu og mætti búast við umferð margra milljóna bif- reiða á ári. Jafnframt myndi brúin opna erlendum ferðamönnum að- | gang að Skandinaviu. Er búizt við að brúin myndi þannig auka stórlega ferðamanna- straum og alls konar önnur við- skipti f borgunum beggja megin sundsins og er í tillögum þessum jafnvel farið að kalla hina sam- eiginlegu byggð sitt hvorum megin sundsins „örestað" eða Eyrarborg. Nú falla óskir SAS mjög saman við þessar áætlanir. Með þeirri stórfelldu aukningu, sem orðið hef- ur á flugsamgöngum við Kastrup, er flugvöllurinn óðum að verða of lítill og þrengir að honum með byggð á Amager. Lausnin á þessu yrði að byggja nýjan risavaxinn flugvöll á Salthólmanum. Þar væri hægt að gera einn stærsta og full- komnasta flugvöll heims. í því fólgin, að gróðasjónarmið- ið verði látið koma sterkar fram f viðskiptum Rússlands. Sá sem vakti umræðurnar upp -3> ■ að þessu sinni er éinn af for- ustumönnum rússneskra hag- fræðinga, Vadim Trapesnikov, sem skrifaði grein í Pravda og benti á það að gróðasjónarmið- ið væri aflvaki hinna stærstu framkvæmda. Lagði hann til, að verðlag á vörum færi eftir fram leiðslukostnaði, en væri ekki ákveðið út í loftið eftir opinber- um áætlunum. Jafnframt yrði komið á eðlilegum álagningar- reglum bæði í framleiðslu og verzlun. Síðan hafa talsverðar umræð- ur spunnizt af þessu í blöðun- um. Nú síðast fyrir þremur dög um, þegar annar af fremstu hag fræðingum Rússa, Sergei Afas- jev, tók undir þessar skoðanir í annarri grein í Pravda. Mörg bréf hefur blaðið einnig birt frá lesendum og eru þeir flestir þeirrar skoðunar, að gróðasjón- armiðið verði að koma skýrar fram i Rússlandi ef vel á að vera. Uppdrátturinn sýnir Iegu Salthólmans í Eyrarsundi mitt í milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar og fyrirhugaða samgönguæð yfir sundið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.