Vísir - 08.10.1964, Page 3

Vísir - 08.10.1964, Page 3
V1SIR . Fimmtudaguv 8. oktöber 1964. 3 Skósmíðadansinn, fyrsti dansinn sem krakkarnir læra. „Fyrst á röngunni svo á réttunni, tjú, tjú, tra la la.“ Þökk fyrir dansinn. Litli herrann hneigir sig eftir ölium kúnstarinnar reglum, daman tekur í pilsfaidinn og beygir hnén. Vetur nálgast óðum. Skólar eru teknir til starfa og vöxtur færist í félagsstarfsemina. Að- sókn að dansskólum borgarinn- ar, sem eru að hefja vetrarstarf sitt, hefur aldrei verið meiri. Aukningin frá í fyrra er mest í barnaflokkunum, sérstaklega hjá þeim yngri á aldrinum 4—6 ára, og í hjónaflokkunum svo- kölluðu, en þar eru hjón á öll- um aldri allt frá tvítugu upp undir sjötugt. Afturkippur er í flokkum barna 11 — 12 ára og er auðsýnllegt að kennsla þeirra færist til skólanna. Vinsælasti dansinn í vetur, hjá unga fólkinu, verður eflaust „shake“ eða hristingur, sem tek ur við af tvistinu, aðaleinkennið á þeim dansi er að standa kyrr en hristast sem mest, þátttak- endur eru líka frjálsir að því að búa til alls konar merki eða tala saman á merkjamáli, hvort sem þeir taka atriði úr daglega Iífínu eins og það að tala í síma eða eitthvað annað. Annar dans, sem nýtur mik- illa vinsælda, er cha, cha, cha, en hann kom fyrst fram 1957 og er sá eini af þeim dönsum, sem komið hafa fram síðan, sem hefur orðið langlífur. Ann- ars stefna danskennarar að því að kenna tíu undirstöðudansa, sem eru viðurkenndir um allan heim, einnig kynna þeir nýja dansa, ofannefndan hristing, merengue, sem er upprunninn á Haiti og hefur borizt þaðan til Bandaríkjanna og Evrópu, blues, sem dansaður er mikið í Eng- landi við bítlalög og fleiri. Augljóst er, að áhugi á dansmennt færist sífellf í auk- ana, samkvæmt skoðanakönnun, er Æskulýðsráð stóð fyrir síð- astliðið haust, i gagnfræðaskól- um borgarinnar kom í ljós að dans naut Iangmestra vinsælda sem tómstundagaman. Virðist sjáifsagt að styðja unglingana með ráðum og dáð í þessu á- hugamáli þeirra. Myndsjá Vísis birtir f dag myndir úr dansskóla Hermanns Ragnars. Hér dunar dansinn hátt. Þau eru búin að vera einn vetur áður i dansskóianum og kunna bæði samba og jive.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.