Vísir - 08.10.1964, Side 8

Vísir - 08.10.1964, Side 8
8 Bl V í S I E . Fimmtudagur 8. október 19ð4. VISIR otgerandi: BlaSaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn ó. Thorarensen Björgvin Guðniundssor Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3 Askriftargjald er 80 kr á mánuði I lausasölu 5 kr eint - Slmi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis - Sdda h.t Stefna ofbeldis og kúgunar ^töðugt berast fréttir um það úr löndum kommúnism- ms, að fólk sé að reyna að flýja þaðan undan harð- iijóminni og kúguninni, sem þar er beitt á öllum svið un. Nýlega var sagt frá því í fréttum, að 57 manns íefði tekizt að flýja frá Austur-Berlín um göng undir núrnum illræmda En ekki tekst alltaf eins giftusam- ega til og í þetta sinn. Margir, sem reyna að flýja, eru ceknir höndum, og settir í fangelsi, aðrir eru skotnir | il bana eða liínlestir á flóttanum. En það sýnir bezt, | .vemig líðan þess fólks er undir oki kommúnismans, 1 íð það skuli leggja sitt eigið líf og jafnvel ættingja •;mna líka í hættu til þess að losna úr ánauðinni og comast inn í hinn frjálsa heim. íbúar Austur-Berlínar hafa þrátt fyrir allt einna nesta möguleika til þess að sleppa. Fólk í öðrum lönd- '.m austan járntjaldsins á ennþá erfiðara um vik, enda n nú orðið mjög sjaldgjæft, að nokkur komist þaðan. • ítirlitið er svo strangt að sá sem flótta hefur í huga, í við allt að því óyfirstíganlega erfiðleika að etja, ef lann reynir að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. lann getur engum treyst, jafnvel innan fjölskyldunn- ir á heimilinu, getur verið njósnari frá flokknum, sem cemur upp um hann. Þess eru dæmi, að sonur hefur comið upp um fyrirætlanir föður síns eða bróður. Enginn er óhultur á nóttu eða degi. Hvenær sem er >etur óboðinn gestur ruðzt inn í nafni flokksstjórnar- nnar eða iögregluyfirvaldanna, rannsakað íbúðina og riutt hvern þann á brott með sér sem honum þykir ^runsamlegur. Það er svo undir geðþótta yfirvaldanna comið, hvað um hinn óhamingjusama mann verður, | ivor til hans spyrst nokkru sinni framar, eða hvort i iann t.d. endar ævina sem óþekktur fangi með ein- iverju númeri austur í þrælabúðum Síberíu, eða ein- iverjum öðrum álíka stað Þetta er það þjóðskipulag og réttarfar, sem íslenzkir jcommúnistaleiðtogar eru að reyna að telja íslending .im trú um að sé betra en það, sem vér búum nú við. ">g þetta er það sem koma mundi, hér eins og annars taðar, ef kommúnistar kæmust til valda. Hver íslend- ;igur, sem greiðir þeim atkvæði á kjördegi, eða styð- ur starfsemi þeirra á einhvern hátt, er því að leggja sitt fiam til þess að leiða hörmungar þessa stjórnskipulags fir þjóðina. • Kommúnistar hafa enn hvergi í heiminum sigrað á ýðræðislegan hátt. Þar sem þeir hafa náð völdum, iafa þeir gert það með ofbeldi og svikum. Og hver þjóð | em lendir undir oki þessarar grimmdarstefnu, sér rax í hvílíka ógæfu hún hefur ratað, en þá er orðið •f seint að snúa við. Það sannar dæmið frá Ungverja- j mdi 1956 og mörg fleiri. mmmw Píanóleikarinn, sem er læknir, Prófessor Victor Schioler með eiginkonu sinni og syninum Leif, sem átti 10 ára afmæli í gær og fékk þess vegna að vera með á myndinni, þó að foreldrarnir leyfi venjulega engum blaðaljósmyndur- um að koma nærri honum. (Mynd: B.G.) sjónvarpsstjarna og margt fleira Hann er rétt að koma af æf- ingunnj í Háskólabíói, og venju- legir menn myndu sjálfsagt vera dauðuppgefnir í hans spor- um, en prófessor Victor Schio- ier, hinn frægi danski píanóleik- ari, er nú enginn venjulegur maður. Enda er hann svo sjóð- bullandi af iífsfjöri sextíu og fimm ára gamail, að þrisvar sinnum yngri menn mættu öf- unda hann af. Og honum hefur ekki veitt af dugnaðinum um dagana. Mörgum hefði þótt alveg nógu umfangsmikið ævi- starf að verða einn r.í fremstu píanóleikurum Norðurlanda og þveitast um víða veröld í sí- felldum tónleikaferðum, en það var engan veginn nóg fyrir Victor Schioler. Hann hreifst af alls konar músík, ekki aðeins þeirri sem skrifuð var fyrir píanóið, og þegar hann var orð- inn frægu- píanóleikari, kom hann aðdáendum sínum á óvart með því að gerast skyndilega hljómsveitarstjóri, og árið 1930 var hann ráðinn tónlistarstjóri Konungiega ieikhússins I Kaup- mannahöfn, þar sem hann stjórnaði bæði óperum og ball- ettum af siikri snilld, að minnstu munaði, að frægð hans sem píanóleikara hyrfi í skugg- ann. 'p'n áhugamál hans einskorð- uðust ekki við músíkina. Þegar Evrópa tók að lokast fyr- ir seinni heimsstyrjöldina og tónleikum þar af leiðandi að fækka. fannst Schioler, sem var vanur að vinna minnst 16-18 klst á sólarhring, óþolandi að lifa slíku letilifi, svo að hann fór að læra læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lauk námi með prýði og sóma á mettíma. Eftir það var hann starfandi læknir um þriggja ára skeið meðfram því sem hann lagði stund á sérgrein, en þegar nazistar hernámu Danmörku. flýði hann til Svíþjóðar, og þar varð hann svo eftirsóttur kon- sertpíanisti, að hann hefur ekki haft tíma til að sinna læknis- störfum síðan. Eftir stríðið gat hann aftur fafið að ferðast um, og tónleikarnir útheimtu svo mikið af tíma hans, að önnijr áhugamál urðu að sitja á hak- anum, en fyrir þremur árum var hann gerður prófessor við tónlistarháskólann í Kaupmanna höfn, og nýjasta afrek hans hef- ur verið að vinna sér fádæma vinsældir sem sjónvarpsstjarna. /~|g nú situr þessi merkilegi maður hér við glugga á Hótel Sögu og lætur sem það sé hreint ekkert sérstakt að vera Victor Schioler. „Það er ákaflega gaman að vera fyrsti pfanistinn, sem spil- ar Rapsódíu Rachmaninovs um stef eftir Paganini hér á landi“, segir hann. „Hugsa sér, að það dásamlega verk skuli ekki hafa verið uppfært hér fyrr! Mér finnst mikill heiður og ánægja að fá að frumflytja það með hljómsveitinni. Vel á minnzt, henni hefur farið ótrúlega fram, síðan ég var hér seinast fyrir tveimur og hálfu ári. Ég er ekki að slá gullhamra; ég meina þetta f alvöru. Og Mr. Buketoff er afbragðsmaður, fyrsta flokks hljómsveitarstjóri, sem gott er að vinna með“. „Eru ekki allir hljómsveit- Samtal við prófessor Victor Schiöler arstjórar hræddir við yður, af því að þér voruð sjálfur f þeirri grein hérna áður fyrr?“ „Ekki góðir hljómsveitarstjór- ar“ Hann brosir hrekkjalega. „En ef þeir eru slæmir, þá langar mig c°t að hrifsa af þeim taktstokkinn, og það hugsa ég, að þeir finni á sér". „Þér hljótið að hugsa meira um heildina, þegar þér spilið með hljómsveií, en flestir aðrir píanóleikarar". „Já, og það ei Iítið truflandi, því að mér finnst ég þurfa að hafa eyrun alls staðar og þarf að þvinga mig til að béina athyglinni að píanó- inu einu, þegar það er nauö- synlegt". „Eruð þér alveg hættur að stjórna hljómsveitum?" „Já, ég hef ekkert slíkt á samvizkunni lengur“. „TJvernig lfkar yð»r að kenna?“ „Prýðilega. Ég er kominn á þann aldur, að mig langar að miðla öðrum af reynslu m'inni og kenna öðrum það sem ég hef sjálfur lært“. „Þér byrjuðuð fjögurra ára að læra hjá móður yðar, hef ég lesið einhvers staðar?" „Já, hún var vel þekktur og afburðagóður píanókennari og nemandi Busonis. Síðar lærði ég hjá Friedman og Schnabel. Friedman kenndi mér að nota fingurna og spila Chopin og Liszt, en Schnabel lagði áherzlu á klassíkina og kenndi mér að nota heilann". „Það er gott, þegar það tvennt fer saman. Og hvaða tónskáld spilið þér helzt?“ „öll möguleg. Ekki þó þau elektrónísku. Ég vil heldur spila á píanó en segulbandstæk'i". Hann hugsar sig um og bætir svo við: „En engum manni hef ég lært eins mikið af og hinum mikla meistara Toscanini. Hann er mitt músíkalska átrúnaðar- goð, og ég er hreykinn af þvf að hafa fengið hann til að koma og halda þann eina konsert, sem hann hélt í Kaupmannahöfn. Þangað hafði hann nefnilega alls ekki viljað koma, hélt vfst. að við byggjum á Norðurpóln- um, og að göturnar væru fullar af fsbjörnum, en þegar ég var formaður félags danskra hljóð- færaleikara — sem ég stofnaði reýndar — skrifaði ég honum og útskýrði, að við værum félag tónlistarmanna, sem berðust fyrir rétti sínum, en ekki neitt að hugsa um gróðabrall, og auð- vitað þráðum við að fá lista- mann eins og hann á okkar vegum til Danmerkur. Ja, hann kom, og það varð ógleymanleg heimsókn". utn dá- Framh á bls 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.