Vísir - 08.10.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 08.10.1964, Blaðsíða 15
VÍSIR . Fimmtudagur 8. október 1964. JANE FRASER: Ferðin til TANDRA-EYJAR — Já, og þar er alveg gullfallegt. I Fjögur hundruð ekrur lands, skóg-1 ur með ágætri veiði, og jörðin ligg- ur að sjó, svo að ég hef not af bátnum eða get keypt mér annan strsrri. Þarna finnst mér vera allt, sem ég gæti óskað mér. — Svo að þú ert þá að hugsa um að selja Tandra? — Ég hef ekki enn tekið ne’ina ákvörðun. Hann renndi augum yfir sundið og í áttina til meginlandsins. — Og ég veit sannast að segja ekki hvort ég get slitið mig héðan. — Það er dásamlegt hér á þess- um árstíma, en er ekki dapurlegt og kuldalegt hér stundum á vet- urna, til dæmis í illviðrum? — Það er hka fallegt hérna á veturna, svaraði hann þrálega. — En einmanalegt, sagði Caro- • line. — Já, það getur verið einmana- legt hér, játaði hann, og beit á vör sér, og Caroline fannst hann á svipinn eins og lít’ill drengur, sem knúinn hefir verið til þess að gera •játningu þvert um geð. — Ég ætla að biðja þig að líta ekki svo á, að um íhlutunartilhneig ingu sé að ræða af minni hálfu, flýtti Caroline sér að segja. Hann brosti og stóð upp. — Nú er vfst tfmi til kominn, að ég ýti bát frá landi svo að þú komist heim í tæka tfð. Hann rétti henni hönd sfna og kippti henni upp. Hann sleppti henni ekki fyrr en þau voru kom- in að aðaldyrum hússins. Þá sagði hann: — Komdu inn rétt sem snöggv- ast. Ég ætla að ná mér f vindl- ingapakka og svo þarf ég að segja Arthur, að ég bregði mér frá. Þú getur tyllt þér á meðan í setustof- unni. Þar er allt tilbúið að kveikja eld f ami, svo að ef þér finnst kalt inni skaltu tendra eld. Ég kem annars að vörmu spori. Hann hljóp upp stigann, en Caro- line gekk hikandi inn f setustofuna. Henni fannst undir eins, að hún væri gripin einmanaleikakennd í stofunni. Þar var lágt til Iofts og bjálkar f lofti og veggir hvftkalk- aðir. Það fór eins og kuldahrollur um hana, en samt kveikti hún ekki eld í arninum. Hún stóð kyrr á miðju gólfi og leit í kringum sig. Húsgögnin voru af gamalli gerð, en viðkunnanleg. Á borði var vasi með blómum og tvær myndir f silfur- römmum. önnur var af ungri, grannri stúlku með fjörleg augu. Hún var klædd í skíðaföt og að baki hennar var snævi þakin jörð. Á myndinni hallaði stúlkan höfðinu dálítið aft- ur og var hlæjandi. Chuffy urraði og vildi fá Caro- Iine til þess að taka sig upp. Hon- um var víst kalt litla greyinu þarna inni í stofunni, en hún tók mynd- ina í hönd sér til þess að virða stúlkuna betur fyrir sér, og stóð þannig, er Bryan kom inn. Hún sneri sér hægt við og horfði á hann og þann'ig stóðu þau stundar- ■ korn. Ekki fyrr en nú tók hún eftir því, að hár hans var farið að grána lítið eitt yfir gagnaugunum. — Hún er mjög falleg, sagði Caroline. — Já, sagði Bryan 'og gekk til hennar. Hún er ítölsk. Ég kynnt’ist henni í Kitzbúhl fyrir ei'nu ári. Fað- ir hennar er auðugur iðjuhöldur I Mílanó. Hann er af gamalli aðals- ætt og það gerði málið flóknara. — Fékkstu ást á henn'i? — Já, ég varð ástfanginn af henni. Ég sá hana fyrst í einni litlu matstofúnni í grennd við skíða- brautina. Hún sat þar með vín- glas fyrir framan sig og dreypti á því. Svo tók hún af sér sólgler- augu og ég sá, að augu hennar voru dimmblá. Bryan þagnaði stundarkorn. Svo héit hann áfram: — Við kynntumst og vorum oft saman. Þegar leyfi mitt var nær á enda bað ég hennar og hún játt- ist mér, því að hún endurgalt til- finningar mínar ... — Og hvað gerðist svo? — Það gat ekki blessazt, Caro- line. Ég var Vitanlega við þvi bú- inn, að erfiðleikum yrði að mæta, en ég taldi mér trú um, að það ætti að verða kleift að sigrast á þeim, en önnu. varð reyndin. Ég fór með henn’i til Mílanó. Fjölskylda hennar lagði blátt bann við því, að hún héldi áfram nokkrum kynn- um v'ið mig. — Foreldrar hennar höfðu ákveðið, að hún gengi að eiga ungan mann, sem gegndi á- , byrgðarstöðu í fyrirtæki föður henn ar. Hann var aðalsættar. Þau höfðu alizt upp saman að heitið gat, og foreldrar beggja ákveðið að þau skyldu verða hjðn. Ég gat ekki trú- að þvf, að slíkar ákvarðanir væru teknar, að slíkt gæti gerzt á okkar tímum, en ég varð að horfast í augu við þetta. Þegar við loks gát- um talað út um þetta fann ég, að hún hafði tilhneig'ingu til þess að láta að vilja foreldranna, — það væri engin önnur leið, sagði hún. Og hvað gat ég gert? Útlending- ur, Skoti — og ekki loðinn um lófana á þeirra mælikvarða? Ég var til neyddur að líta á þetta sem ferðalags-ævintýri — eða eitthvað í þá áttina. Og hún giftist Ieikbróð urnum tveimur mánuðum síðar. — Ég skil vel, að þetta hafi ver- ið sárt fyrir þig, Bryan ... — Komdu, við skulum koma okk ur af stað. i _ Það var orðið svalara og kom- inn vestankaldi. Chuffy hnipraði sig saman niðri í bátnum og vældi. Þegar Bryan hafði ræst vélina sagði hann: — Ég held, að hundurinn þinn sé ekki sjóhraustur, Caroline, sagði hann og hló. En Caroline hló pkki. Hún var að hugsa um annað. — Mér þykir leitt, Bryan, ef þú ert einmana á Tandra. — Við hvað áttu? . — Mér finnst, að þú ætt'ir ekki að einangra þig. Ég skil vel, að þú hefur orðið fyrir vonbrigðum, en jafnvel þeim, sem verða fyrir svikum hefur lífið margt að bjóða. — Ætlar þú nú að byrja að pré- dika, sagði hann, tók utan um hana og kyssti hana létt yfir aðra auga- brúnina. — Ég hefði ekki átt að vera að: segja þér frá þessari ítölsku stúlku. Það er annars dálítið, sem ég helzt tala ekki um, en get þó ekki ann- að en minnzt á við þig. Það má vera, að ég hafi séð, að ég hefði ekki átt að vera e'inbúi undangeng- in ár, heldur átt að hafa meira sam an við fólk að sælda. Og hver veit, nema ég komi í heimsókn í Altna- farg, næst þegar ég kem til megin- landsins — t'il þess að endurgjalda heimsókn þína, skilurðu? — Það ættirðu að gera, Bryan, og koma í tæka tíð til hádegis- verðar. — Ég held, að þú ættir nú að taia um það fyrst við foreldra þína. — Hvaða vitleysa er nú þetta? Auðvitað gleðjast foreldrar mfn'ir yfir því ef þú kemur. Það veiztu líka vel sjálfur. — Hvernig ætti ég að vita það? Hérna, farðu f þennan olíuborna jakka, svo að þú vöknir ekki. Ég ætla að herða á vélinni. Ég vil ekki að okkur seinki svo að foreldr ar þínir fari að óttast um þig. Og nú jók Bryan hraðann og fyrr en varði voru þau lent, og að skilnað'i sagði Caroline: — Þetta var yndislegur dagur, Bryan. — Það fannst mér líka, Caro- line. Foreldrum Caroline lék nokkur forvitni á að heyra hvernig Bryan liði á Tandra, en stilltu.sig um að spyrja Caroline, fyrst hún sagði ekkert um þetta f óspurðum frétt- um, en það fór ekki fram hjá þeim hve Caroline ljómaði af ánægju yf- ir Tandra-he'imsókninni, þeim flaug jafnvel í hug, að hún hefði skyndi- lega orðið ástfangin, — að minnsta kosti leit hún út eins og ástfang'in ung stúlka, og móðir hennar gladd- ist yfir því í hjarta sínu ... Veður hélt áfram að spillast um nóttina. Um morguninn var komin úrhellisrigning og hvassviðri á vestan. Og er á daginn ieið fór að brima við ströndina. Fyrsti síð- sumarsstormurinn var skollinn á. Þegar setið var að morgunverð- arborði hringdi síminn og fór móð- ir Caroline f símann og dvald'ist nokkuð. Þegar hún settist aftur við borðið var auðséð á svip henn ar, að henni hafði mislíkað. — Nokkuð að, væna mín? spurði bóndi hennar. — Ekki get ég sagt það, en kven- félagsnefndin, sem hefur verið að undirbúa basarinn, hefur allt í einu fengið þá flugu f kollinn, að hafa hann f næstu viku, og ganga nú eftir því, að allar gjafir verði afhentar þegar í dag. — Ætlar þú að gefa eitthvað á basarinn, mamma? spurði Caroline, — Já, svaraði móðir hennar. Ég hef tvo böggla t'ilbúna. Þeir eru uppi f bláa herberginu. Ég verð vfst að aka til Macriach með þá, en ég hef sannast að segja litla löngun til þess í svona veðri. — Ég get sem bezt skroppið með þá fyrir þ'ig, mamma, sagði Caro- line. — Ég var nú ekki að mælast til þess. — Ég hef ekkert annað að gera, ef þið treystið mér fyrir flutnings- bílnúm. — Vitanlega gerum v'ið það. Það er þá bezt, að þú annist þetta fyrir mig. Bögglana á að afhenda frú Needle, en þú kemst áreiðanlega ekki hjá þvf að drekka kaffisopa hjá henni. — Mér verður , varla meint af þvf. — Vonandi færðu ekk'i f mag- ann af því, telpa mfn, þótt kaffið hennar sé eins og uppþvottavatn og kökurnar á bragðið eins og pappi. — Jæja, það er bezt við för- um upp og náum í bögglana. — Caroline fór í hetturegnkápu og ók flutningabílnum að dyrun- um. Hún og móðir hennar settu bögglana inn f bílinn og svo blfstr- aði og kallaði Caroline til skiptis á Chuffy, en í þetta skiptj kom hann ekki, aldrei þessu vant. — Vitið þið hvar Chuffy er? spurði Caroline móður sfna og Mary, sem stóð fyrir dyrum úti. —Hann hefur ekki farið langt, sagði móðir hennar. Vertu ekkj að hafa áhyggjur af honum. Kannski hann sé eitthvað að snuðra í garð- inum. í '.■.V.V.V.V.V.VW.W.V.V DÚN- OG í FIÐURHREINSUN Vaínsstíg 3. Sími 18740. •[ SÆNCUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. * I v5 Hárgreiðslustofan VENUS Grundarstíg 2a Sími 21777. T A R Z A N Nfkkó gengur inn í verzlunina aftur. Hvers vegna spurði þessi Níkkó okkur um nöfn Tarzan? Allskonar fólksbílar í Austin-bílar ’46 til ’63 Mercedes Benz ’53 til ’61 , Chevrolet ’46 til ’63 Ford ’53 til ’64 Ford Zephyr ’55 til ’63 Ford Consul ’55 til ’62 Ford Zodiac ’55 tii ’60 Fiat ’54 til Willys Jeep ’46 til ’64 Land Rover ’51 til ’63 Rússajeppar ’56 til ’63 Austin Gipsy ’62 til ’63 Skoda ’57 til ’61 Moskwitch ’55 til ’63 Morris ’47 til ’63 NSU Prinz ’63 Opel Kapitan ‘56 til ’60 Opel Caravan ’54 til ’59 Opei Record ’54 til ’62 Renauit Dauphine ’62 til ’63 Simca 1000, sem nýr, ’63 Rambler ’62 ekinn 22 þús. km. sem nýr Chrysler bíiar eldri gerðir í úrvali Vörubilar af flestum gerðum frá ’55 tii ’63 Bíla- og búvélasalan vlMiklatorg simi 23136 Neodon Munið Neodon-þéttiefnin. Þau eru margs konar til notkunar eftir kringumstæðum. Beton-Glasúr á gólf, þök og veggi. Þolir mikið slit, frost og hita og*ver steypu fyrir vatni og slaga og þvi að frostið sprengi pússninguna. Alla venjulega húsamálningu höfum við einnig og rúðugler. Málningarvörursf Bergstað&stræti 19 . Simi 15166 Blómabábin Tshulu ég hef Ifka verið að hugsa um þetta. Vfnið bragðast vel Tarz an með kjötinu. Á meðan tala bræðurnir saman. Þetta eru Tarz- an og Tshulu segir Nikkó, ég gabbaði þá til þess að segja til nafns. Ha, þeir héldu að þeir gætu Ieikið á okkur. Hrisateig 1 simar 38420 & 34174

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.