Vísir - 08.10.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 08.10.1964, Blaðsíða 10
10 V í S í R . Fimotudagur 8. október 1964. Konungur á Kili — y Framh. at 9. ;íðu yfir. Sama gegndi með féð bæði vor og ha-st. Það var rekið í ána, nema farlama kindur og stórhyrndir hrútar. Það var ferjað yfir. Hausarnir á hrútum með stór horn voru oft svo þungir að þeir héldu þeim ekki upp úr vatninu og drukknuðu. Við höfðum alltaf ferju til taks á ánni til að bjarga fé sem átti í erfiðleik- um með að synda yfir. Það var tiltölulega sjaldan sem fé fórst í ánni við rekstur. Tók 12 klukkustundir að koma fénu yfir Hvítá — Var ekki stundum tafsamt að koma fénu yfir ána? — Jú, og langverst þegar veður var hvað bjartast og bezt. Ef sólskin var og sólin skein í augun á k’indunum á le'iðinni yfir ána, ætluðu þær aldrei að fara yfir og sneru aftur og aftur til sama lands Ég man sérstaklega eftir því eitt haustið f lieiðríkju og björtu veðri hvað erfiðlega gekk að coma safninu yfir. Við komum að ánni kl. 12 á há- degi og byriuðum að reyna að koma fénu út i ána, en það ætlaði ekki að þora og sneri ævinlega til baka. Við ferjuð- um fjölda fjár yfir f bátunum, en ekkert dugði. Og það var ekki fyrr en klukkan 12 á mið- nætti að síðasta kindin var komin yfir. Allan þennan tíma höfðum við bundið hestana á streng á meðan og máttum ekki vera að því að sinna beim En um nóttina beear við tókum loks að huga að þeim voru mínir hestar horfnir. öðrum hafði bá tekizt að nudda fram af sér beizlinu og hafði lagt af stað heimleiðis með hinn aftan i sér. Höfðu þeir synt yfir ána. en daginn eftir fann ég þá sunnan undir Bláfelli. Var ann- ar þá enn bundinn aftan í tagl- ið á hinum. Fótbrotnaði í glímu — Hafa aldrei orðið slys í göngum hjá þér, Þórður? — Nei og aldrei í neinum göngum, sem ég hef tekið þátt f. Hins vegar vissi ég um atvik, sem skeði rétt áður en ég byrj- aði sjálfur að fara í leitir. Einn gangnamanna fófbrotnaði í glfmu. — Hvað var gért við hinn slasaða barna inni á reg'.nör æfum? — Það var ekki margt hægt að gera. Menn reyndu að binda um fótinn eftir beztu getu — þótt kunnáttan væri engin. S\/o var hann settur á hestbak og farið með hann til byggða. 1 þá daga var ekki ”m neitt annað að ræða. Það spurði heldur enginn um það hvort manninum hefði liðið vel eða illa á leið- inni niður. En ég heid að allt hafi þetta farið vel að lokum Hrakvlðrí á fjöllum — Hafið þið ekki stundum fengið hrakviðri og bylji f göng- um og villzt? — Mikil ósköp. Allt þetta hef ur hent oft og mörgum sinnum. Stundum höfum \ hreppt skaðræðisveður og líka hefur það komið fyrir, að gangnamenn mm hafa tapað áttum eða farið úr- leiðis í dimmviðri og bylium. En alltaf hafa þeir skilað sér aftur áður en • lauk og villur þeirra aldrei komið að sök. — Hvenær telurðu að þú haf- ir hreppt hvað verst veður og afdrifaríkast á Kili? — Það er ekki gott að segja, en minnisstætt skaðræðisveður fengum við í 2. leit haustið 1947. Þá var svo dimmur bylur, að við urðum að liggja tvær nætur um kyrrt á Hvítárnesí á leiðinni innúr. Þegar svolítið tók að rofa til daginn þar á eftir, skipti ég leit. Það segir ekki af því fyrr en um kvöldið að við komum norður á Hveravelli, að þá vant aði tvo leitarmennina. Ég var orðinn næsta órólegur þegar þeir komu loksins seint um kvöldið. Báðir höfðu mennirnir lagt af stað um morguninn með tvo til reiðar, en þegar þeir komu norður á Hveravelli, var annar þeirra einhesta. Þbtta vakti furðu mína og spurði ég manninn hverju þetta sætti. Kjalhraun gleypí; hestinn. Þá sagði hann mér frá því að hann hefði misst hestinn á leið- inni og nú væri hann dauður. Kjalhraun hafði gleypt .tann. Mennirnir tveir höfðu riðið norður Kjalhraun svo sem gert hafði verið ráð fyrir. Snjór var yfir öllu eftir bylinn og ekki gott að greina hvað framundan var. .llt í einu steypist hest- urinn undir öðrum mannínum, óhörðnuðum unglingspilti, ofar, í hraunsprungu. en pilturinn endasentist um leið frarp af hest inum og hafnaði á giárbarmin um. Sakaði hann ekki. Þegar gangnamennirnir fóru að athuga ummcrki, urðu þeir þess varir, að sprungan var þröng en hyldjúp, að því er virtist Mennirnir gripu í beizlið á hest inum, í þeirri von að hann gæti spyrnt sér uppúr. Sú von brást. Um leið og hesturinn tók að brjótast um. seig hann dýpra niður f sprunguna. Hesturinn varð vitstola af hræðslu og gerði hverja örvæntingartilraun ina eftir aðra til að briótast upp úr sprungunni, en það gerði að- eins illt verra. Hann seig æ dýpra. Hann vat blóðugur og skac' ður eftir umbrotin. Fé'-'gi pilts þess sem var með hestinn, harðduglegur maður og úrræðagóður. kleif þá niður f sprunguna til hestsins, bað langt að hann fékk seilzt til hans, brá kuta sínum á háls- æðarnar og lét honum blæða út. Þau urðu örlög jósins í Kialhrauni haustið 1947. Það undarlega er, að þessi sprunga eða gjá hefur aldrei fundizt, hvorki fyrr né síðar. Þ. Jós. ...........T 4>— Hattar - Húfur Nýkomið mjög mikið úrval af höttum og ýmis konar skinnhúfui Nýj- asta tízka. HATTABÚÐIN HULD Kirkjuhvoli. KÓPAVOGS- BÚAR! Málið sjálf við lögum fyrir ykkur litina FuIIkomin þjónusta. LITAVAL Alfhólsvegi 9 Kópavogi Sími 41585 Vélsshreingerning Vanir og vandvirkir menn. Ódýr og örugg bjónusta. ÞVEGILLINN Sími 36281 NÝJA TEPPAHREINSUNIN , EINNIG VÉLHREIN GF.RNING- 4R Mýja teppa- og húsgagna h reinsunin Sími 37434 VÉLHREINGERNING Vanir menn. Þægilea Fliótleg Vönduð yinna. ÞRIF — Sími 21857 og 40469 SLYSAVARÐSTOFAN Opið allan sólarhringinn Sim, 2123U Nætur og heleidagslæknit t sama slma Næturvakt > rtevk.javík vikuna 3.—10 okt. verður í lyfjabúðinni Iðunn Neyðarvaktin kl. 9—12 og 1—5 afla virka daga nema >augardag3 ' kl 9—12 Sfmi 11510 Læknavakt i Hafnarfirði að- faranótt 9. okt,- Jósef Ólafsson, Ölduslóð 27, sími 51820. Útvarpið Fimmtudagur 8. október. 18,30 Danshljómsveit Daves Appel leikur. 18.50 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 20.00 Frú Luna“, óperettulög eft ir Paul Lincke. 20.15 Raddir skálda: Úr verkum Hannesar Sigfússonar. Les- arar: Guðrún Helgadóttir, Jón Ingvi og Jóhann Hjáim arsson. Einar Bragi sér um þáttinn og les viðtal við skáldið. 20.55 Fyrstu hausttónleikar Sin- fóníuhljómsveitar fslands í Háskólabíói, fyrri hluti. Stjórnandi: Igor Buketoff 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Kvöldsagan: „Pabbi, mamma og við“ eftir Jo- han Borgen, I. Margrét R. Bjarnason þýðir og les. 22.30 Djassþáttur: Jón Múli Árna son hefur umsjón með höndum 23.00 Dagskrárlok. BLOÐUM FLETJ Sporna við illu, spar í umgengni, oft eyðist fé þeim er ei varir; gef ei til fjölda, þó þú farir víða, fremstr af öllum þeim er framir heita. Ljúflingsmál. Haustvertíð I Reykjavík. Haustvertíðin var talin frá Mikjálsmessu —29. sept, — til Þor- láksipessu. Að vísu byrjuðu einstaka formenn haustróðra um miðjan september, en allur fjöldi þeirra ekki fyrr en í mánaðarlokin. Miklu var .þá færra um aðkomuháseta en á vetrar- og vorvertíð, en ávallt kom þó eitthvað af sveitamönnum suður, einkum úr Mýra- og Borg- 'rfjarðarsýslu, er réru yfir haustvertíðina, og þá einkum hjá þeim formönnum, sem þeir voru ráðnir hjá komandi vetrarvertíð. Lagði útgerðarmaður þeim til húsnæði og fæði fram að vetraryertíð, og auk þess ’skinnklæði, sjóvettlinga, veiðarfæri og alla aðhlynningu, en sérstakt kaup fengu þeir ekki. Hásetar þessir komu venjulega f skiprúm að afstöðnum réttum Þórður Ólafsson: Fiskveiðar Reykvíkinga. VÉLAHREINGERNINGAR ummm iu. Sjávarbraut 2 við '•’nölfsgarð i Simi 14320 Raflagnir v>ðgerðir á heimilis- j tækium. efnissala FLJÓ7 OG VÖNDUÐ VINNA SKERPINGAR Bitlaus verk- færi tefia alla vinnu Önn- umst allar skerpingar BITSTÁL Grjótagötu 14 Sími 21500 VY.1A FTDURHP-nsiJNIN Selium dún og fiðurheld ver Endurnýi- um gömlu sængurnar TÓBAKS KORN Þá eru þau komin heim, hjóna kornin hérna. Og ekki meira um það . þeim var biargað. afreks mönnunum á eyrunum við ána, sem ég minnist á sfðast kom heill leiðangur að sunnan með kranabíla og ég veit ekki hvað og dró bflferlfkið beirra upD úr mýrinni, með ferlegum átökuni og tiltektum, og vorú allar þær athafnir bæði Ijósmyndaðar, kvik myndaðar og teknar inn á segul band. Þvi næst var ferlíkið dreg- ið af kranabíl frarri á eyrarnar. þar sem það var allt þvegið og sótthreinsað. mótorinn settur í aang, talstöðvarsamband haft við höfuðborgina og gott ef ekki líka aðalstöðvar sameinuðu þjóðanha og hátíðlega tilkynnt öllum hlut- aðeigandi, að nú skyldi afrekið unnið . . . En þá gerðist sá ó- vænti atburður, að stráklingur af næsta bæ hinum megin við ána, sullaðist á jeppa út í — og yfir . gerði það víst í beztu meiningu, því að betta stfgur ekki f gáfurnar, ætlaði að vera til búinn að taka á móti afreks- mönnunum hinum megin og rétta þeim hjálparhönd ef með þyrfti; hafði ekki hugmvnd um að með því var hann að stela af þeim sjálfu afrekinu. Stóð öll þyrping in á eyrinni og starði orðlaus á aðfarir stráksa, en þvínæst leit hver á annan og voru engar ræð ur fluttar í tilefni dagsins . . . litlu sfðar lagði kranabíllinn af stað í fararbroddi, þegar öll fylk ingin seig af stað . . ekki samt út í ána, heldur mýrina — en strákur stóð á hinum bakkanum og kallaði, að þeir skyldu ó- hræddir leggja á vaðið . . þetta væri ekki neitt neitt, en þeir garp arnir virtu hann ekki svars, og enn síður að þær mynduðu hann eða tækju köll hans inn á segul band Vissi ég það sfðast til þeirra, að þeir hurfu fyrir fellið í átt til höfuðstaðarins, hvar þeim eflaust verður tekið eins ög sæmir, þegar þrekaðir garpar ná loks heim eftir volk og hrakn inga — og hérna á bæjunum er beðið með eftirvæntingu eftir blöðunum að sunnan næstu dag- ana . Það skal og fram tekið, öðrum afrekshungruðum mönn- um til leiðbeiningar og aðvörun- ar, að ekki mun nú eftir nein spræna hér í sveitinni, sem ekki hefur verið farið yfjr á vélknúnu farartæki, bíl eða traktor — en nefndum görpum til huggunar, að farartæki þeirra mun hið fyrsta, sem setið hefur fast þarna í mýrinni, og er það að sjálf- sögðu nokkurt afrek . . . STRÆTIS- VAGNHNOÐ Hópast í vagninn á hverri stöð, kjammsandi æskan sem kálfar í tröð. Brókmeyjar sprekandi bítlum röskum með framtíðina í troðnum töskurn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.