Vísir - 04.11.1964, Síða 3

Vísir - 04.11.1964, Síða 3
V í S I R . Miðvikudagur 4. nóvember 1964 3 myndsjá vás . M '> ■ • STYTTA EINARS BENEDIKTSSON- AR AFHJÚPUÐ Á KLAMBRA TÚNI Á aldarafmæli Einars skálds Benediktssonar laugardaginn 31. okt. s.l. var stytta af honum, sem Ásmundur myndhöggvari Sveinsson hafði gert, afhjúpuð í viðurvist fjölmennis. Það var félagið Bragi, sem nokkrir aðdáendur Einars skálds Benediktssonar stofnuðu á sín- um tíma, er lét gera styttuna á eigin kostnað og afhentu hana Reykjavíkurborg að gjöf. Fór af- hendingin fram við hátíðlega at höfn á Klambratúni kl. 2 e. h. Úrhellisrigning hafði verið all an laugardagsmorguninn, en stytti upp skömmu áður en at- SIS Magnús Víglundsson í ræðustól höfnin hófst og safnaðist þá saman allmikill hópur fólks við styttuna á Klambratúni, Meðal viðstaddra voru forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, ýmsir ráðherrar, borgarstjórinn í Rvík, listamaðurinn, sem gert hafði styttuna, ýmsir menntamenn og listamenn þjóðarinnar og fjöl- margt annarra gesta. Athöfnin hófst með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék, en að því búnu tók formaður fé- lagsins Braga, Magnús Víglunds- son ræðismaður til máls og hélt skörulega ræðu. I ræðu sinni gat Magnús þess mikla hlutverks, sem Einar Benediktsson hefði gegnt meðal þjóðar sinnar. Hann hafi verið spámaður hennar og farið sjálfur óruddar brautir í orði og verki. Hann hafi verið stórbrotnasti andi sinnar sam- tíðar og hafi reist sér og þjóð- inni allri óbrotinn minnisvarða með einstæðum kvæðum, sem hann orti. Meiri tign og reisn hafi verið yfir Ijóðum hans held ur en nokkurs annars samtíma- skálds. Þá gat ræðumaður hlutverks félagsins Braga í sambandi við minningu Einars Benediktsson- ar og m. a. þess, að ákveðið hafi verið að stofna til nýs tíma- rits, sem fyrst og fremst yrði til- einkað æskunni í landinu, en helgað minningu skáldjöfursins. í öðru lagi að ákveðið væri að veita árleg verðlaun fyrir beztu ritgerðir æskufólks um bók- menntaleg efni. Kvaðst ræðu- maður óska þess að æskan minntist Einars Benediktssonar með því að koma árlega saman fyrir framan minnisvarða hans á afmælisdegi hans 31. okt. Að lokum þakkaði ræðumaður borgarstjóra Reykjavíkur og öðr um forráðamönnum borgarinnar fyrir áhuga þeirra á málinu og fyrir að taka sérstakt tillit til styttu Einars Benediktssonar við fyrirhugaða skipulagningu Klambratúns Listamanninum þakkaði ræðumaður fyrir stór- brotið Iistaverk, svo og öðrum aðilum fyrir aðstoð á ýmsa lund. Að þvf loknu kvaðst ræðumaður afhenda styttuna Reykjavíkur- borg til ævarandi eignar og um- sjár. Geir Hallgrfmsson borgar- stjóri veitti gjöfinni móttöku með stuttri ræðu, þakkaði bæði félaginu Braga gjöfina og Ás- mundi myndhöggvara Sveins- syni fyrir listaverkið. Kvað hann Reykvíkinga mega það mikils að eiga styttu þessa skáldjöfurs á listatúni borgarinnar. Að þvf búnu bað hann sonardóttur skáldsins, frú Þóru Benedikts- son að afhjúpa styttuna. Síðastur talaði Tómas Guð- mundsson skáld og hélt ágæta og skörulega ræðu um. Einar Benediktsson og skáldskap hans. Hann taldi Einar vera mesta skáld sinnar samtíðar á íslandi og enginn hafi skipað íslandi virðulegri sess við háborð ver- aldar en Einar. — Tómas kvað Egil Skallagrímsson og Einar Benediktsson um margt vera líkust skáld og um leið mestu skáldjöfra hver á sfnum tíma. Hvorugur þeirra hafi þó myndað skóla með skáldskap sín um, enda engum meðalmennum hent að líkja eftir þeim eða reyna að feta f fótspor þeirra. Athöfninni lauk með einsöng Guðmundar Jónssonar óperu- söngvara við undirleik Lúðra- sveitar Reykjavíkur. Forseti íslands herra, Ásgeir Ásgeirsson talar við Ásmund Sveinsson myndhöggvara. STÓRSL YS ÚM S.L HELGI Á KEFLA VÍKÚRVEGI Geir Hallgrímsson borgarstjóri þakkar gjöfina f. h. Reykjavfkurborgar. Mjög alvarlegt umferðarslys varð á þjóðveginum suður á Vatns leysuströnd fyrir sunnan Vatns- leysu á sunnudagskvöldið var. Slysið varð við árekstur tveggja Reykjavfkurbifreiða, R-16500, sem er 5 manna fólksbíll af gerðinni Consul Cortina og R-5724, sem er Bedford vörubíll. Að þvf er lögreglan í Hafnar- firði tjáði Vísj barst henni tilkynn ing um áreksturinn um hálf ellefu leytið á sunnudagskvöldið. Sagði lögreglan í gærkveldi að rann- sókn málsins væri enn á frum- stigi. en svo virtist sem fólks- bíilinn hafi verið á mikilli ferð, en geigað á veginum í sama mund og bílarnir mættust og þess vegna rekizt á vörubílinn. í vörubílnum voru tveir menn og sluppu báðir við meiðsli, en í fólksbílnum voru 5 farþegar auk ökumanns og slösuðust allir svo mjög að flytja varð allt fólkið, sex talsins, í sjúkrahús, þar sem það liggur ennþá. Þrennt var flutt f sjúkrahúsið f Keflavík, tvennt í Landsspítalann og einn í Landa- kotsspítala. A.m.k. sumt af þessu fólki er stórslasað Þeir sem slösuðust voru Þorleif- ur Valdimarsson Óðinsgötu 16B Rej'kjavfk, en hann ók bifreiðinni, María Kristín dóttir hans, Sigurð ur Einarsson Bergi við Keflavík, Magnús Magnússon Hringbraut 61 Keflavík, Anna Ólafsdóttir Mosa- gerði 5 Hafnarfirði, Fjóla Friðfinns dóttir Hellisgerði 15 Hafnarfirði 1 Reykjavfk hafa verið talsverð brögð að slysum undanfarna daga. Mestu slysin urðu undir lok sl. viku, eöa föstudag og laugar- dag. Á föstudaginn slasaðist rosk- inn maður, Úlfar Bergsson, er hann varð fyrir bíl á Hringbraut, móts við Bjarkargötu. Hann var fluttur í Landakotsspítala. Á laugardaginn urðu tvö meiri- háttar umferðarslys. Annað á Bú- staðavegi er 9 ára telpa varð fyrir bifreið og slasaðist. Hitt slysið varð á mótum Grettisgötu og Vita stígs, en þar varð piltur á skelli- nöðru fyrir bifreið. Pilturinn höf- uðkúpubrotnaði og var fluttur í Landsspftalann.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.