Vísir - 07.11.1964, Síða 9

Vísir - 07.11.1964, Síða 9
VISIR . Laugardagur 7. nóvember 1964. 9 Lánstraust þjóðarinnar erlendis endurheimt Qrtvaxandi þjóðartekjur - Kaflar úrfjárlaga- rœðu Gunnars Thoroddsen fjármálaráðherra Hér fara á eftir kaflar úr ræðu fjármálaráðherra, Gunn ars Thoroddsen, er hann flutti við fyrstu umræðu fjárlaga 23. okt. sl. Hann hóf mál sitt á þvi aS fara nokkrum orðum um afkomu ríkissjóðs 1963 og afkomuhorf- um hans á þessu ári. Benti hann á, að á árinu ’63 hefði greiðsluaf gangur rikissjóðs orðið 124 millj. kr. og hluti af þessu fé hefði verið notað til að greiða vangold in gjöld til hafnargerða og sjúkrahúsa. Um afkomu ríkissjóðs á þessu ári yrði ekkert fullyrt að svo komnu máli. En greinilegt væri þó að hún yrði miklum mun erf iðari en áður. Stafaði það fyrst og fremst af þvi að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar til að halda vísitölunni óbreyttri, og einnig hefðu útflutningsupp bætur á landbúnaðarvörur hækk að mikið. Þá ræddi hann um fjárlagafrv. það er nú iiggur fyrir Alþingi. Tekjur eru áætlaðar 3219 millj. og er það 523 millj. kr. hækkun á tekjuáætlun, en séu nýju vega lögin og Iög um aðstoð við sjáv arútveginn tekin með verður hún 370 millj. Síðan rakti hann helztu tekjustofna ríkissjóðs, benti á að beinir skattar eru að- eins 1/10 hluti teknanna og á- lögur hins opinbera voru í hundr aðstölu af bjóðarframleiðslu árið 1963 26,6% og áætlað ’64 25,8% og hefur þessi tala farið lækkandi sl. 4 ár. Borið saman við Norðurlöndin er þessi tala miklu lægri hér t. d. f Svíþjóð nemur hún 38,6%. Útgjöld ríkis ins eru áætluð 3209 millj. og er það 532 millj. kr. hækkun frá gildandi fjárlögum, en sé höfð hliðsjón af vegalögunum og janú ariögunum verður þessi upphæð 367 millj. Þá gerði fjármálaráð herra skilmerkilega grein fyrir öllum helztu útgjaldaiiðum frum varpsins og verða þeir ekki nán ar raktir hér, en að iokum mælti hann á þessa leið. Þegar núverandi ríkisstjórn tók til starfa fyrir nærri fimm árum, setti hún sér það mark áð leysa þjöðina úr viðjum hafta- búskapar og uppbótakerfis í þvi skyni, að lagður yrði grundvöll- ur vaxandi velmegunar samfara jafnvægi í efnahagsmálum. Eitt vandamál yfirskyggði þá öll önn ur. Það var hin síversnandi staða þjóðarbúsins út á við. Látlaus skuldasöfnun og gjaldeyrisskort ur hafði lamandi áhrif á allt atvinnulíf og stefndi jafnvel efna hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða Þegar nú er litið yfir farinn veg, fer það ekki á milli mála, að mikið hefitr á unnizt. S. 1. 3 — 4 ár hafa verið eitt mesta grósku- og athafnatímabil í sögu þjóðar- innar. Þjóðartekjur og velmegun hafa farið ört vaxandi, eðlilegur gjaldeyrisforði verið byggður upp að nýju og lánstraust þjóðar innar erlendis endurheimt. Á hinn bóginn verður að horf ast í augu við það, af fullkom- inni hreinskilni, að ekki hefur tekizt á þessum árum að tryggja það jafpvægi í kaupgjalds- og verðlagsmálum, sem nauðsyn- legt er til að tryggja áframhald- andi vöxt þjóðartekna og vel- megunar. Ég mun nú gera unarnefnda. Loks hafa verið gerðar víðtækar endurbætur á skattalögunum og tollum í því skyni að veita atvinnufyrirtækj- um betri starfsskilyrði og auka áhuga þeirra og möguleika til framleiðsluaukningar. Með öllum þessum ráðstöf- unum hefur tekizt að leysa úr læðingi mikið afl með þjóðinni til framtaks og aukinnar fram- leiðslu Þannig var lagður grund völlur mestu alhliða efnahags- framfara, sem átt hafa sér stað Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra flytur fjárlagaræðuna. nokkru nánari grein fyrir aðal- atriðum þróunarinnar undan- farin ár. Afnám hafta Aukning þjóðarteknanna hafði verið lítil á árunum frá 1955 til 1960, að árinu 1958 undanteknu. Er enginn efi á því, að þessi ó- hagstæða þróun stafaði að veru legu leyti af vaxandi misræmi í verðlagskerfinu, höftum og óheii brigðu uppbótakerfi. Núverand’ ríkisstj. hefur leitazt við að gefa rétt gengi íslenzku krónunnar var stefnt að því að tryggja sjá- varútveginum eðlilegan starfs- grundvöll, jafnframt þvi sem öllum greinúm hans var gert jafnhátt undir höfði. Með þvi að afnema gjaldeyrishöft og gera innflutning framleiðslutækja og neyzluvarnings frjálsan vgr at vinnuvegunum í fyrsta skiþti um langan aldur gefið það athafna frelsi um kaup véla og tækja. sem er forsenda fyrir auknum af köstum. Á sama hátt gerði af atvinnuvegunum heilbrigðan starfsskilyrði. Með því að skrá nám fjárfestingareftirlits og leyf isveitinga fyrirtækjum kleift i fyrsta sinn í meir en áratug að skipuleggja framkvæmdir sínar og fjárfestingu eftir eigin mati og án afskipta pólitískra úthlut- hér á landi á jafn skömmum tíma. Hér hafa hagstæðar ytri aðstæður, góður afli og síðustu tvö t'il þrjú ár hagstæðir mark- aðir, átt mikinn þátt. Hinu mega menn þó ekki gleyma, að hag- stæð ytri skilyrði verða þvi að- eins til búbótar, að menn geti gripið tækifærin, þegar þau gef ast, en þá er athafnafrelsið öllu öðru dýrmætara. Þetta hefur líka komið fram undanfarin 2 — 3 ár. Þegar á það er litið, hve tækm framfarir hjá fslenzkum atvinnu vegum hafa verið örar og fjár- festing mikil til framleiðsluaukn ingar. Hér hefur mjög skipt um frá því sem var seinni helming síð asta áratugs. í staðinn fyrir til- iJlulega lítinn ’agvöxt árin 1955 —1960, hafa þjóðartekjurnar aukizt mjög ört undanfarin þrjú ár. Á árinu 1962 jukust þjóðar- tekjurnar þannig um 8%, árið 1963 um 7% og líklegt er, að aukningin verði svipuð á þessu ári. Hér er því um að ræða nærri þvf fjórðungsaukningu þjóðar teknanna á þriggja ára tímabili miðað við sama verðlag. Árið 1962 fór verulegur hluti hinna auknu þjóðartekna til þess að styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við, en drjúgur og sívaxandi hluti hefur farið til þess að auka fjárfestingu og framkvæmdir og búa þannig í haginn fyrir fram- tíðina. Batnandi staða út á v/ð Eins og ég gat um áðan hefur á þessum árum orðið gerbreyt- ing á stöðu þjóðarbúsins út á við. Islendingar hafa eignazt í fyrsta sinn síðan í stríðslok við unandi gjaldeyrisforða. Það er rétt að fara um það nokkrum orðum, þar sem því hefur einatt verið haldið fram að staðan út á við hafi raunverulega ekkert batnað síðan í árslok 1958. Því til sönnunar er bent á, að nettó skuld þjóðarinnar út á við, ef saman eru teknar skuldir til langs tíma, vörukaupalán og gjaldeyr- iseign, að nettóskuld þjóðarinn ar út á við hafi verið 300 millj. kr. hærri í árslok 1963 en í árs iok 1958; Þótt slíkut samanburð ur sé tölulega rétfvf,, ,þá geíur hann ranga mynd af stöðunni. Áhrif efnahagsaðgerða ríkisstj. fóru ekki að koma fram, fyrr en á árinu 1960, en á árinu 1959 versnaði staðan út á við um 640 millj. kr., og var það bein afleið ing þeirrar hafta- og uppbótar- stefnu, sem rekin hafði verið ár- in á undan. Síðan í árslok 1959, þegar núverandi ríkisstjórn tók við og til ársloka 1963, batnaði heildarstaðan út á við um 340 millj. Á árunum 1956 — 1958 versnaði hins vegar heildarstaða þjóðarbúsins út á við um 1240 millj., mest vegna aukinnar skuldasöfnunar. Þessi sífellda skuldasöfnun og vaxandi greiðslubyrði, sem henni var samfara, var eitt meginvandamál ið, sem núverandi ríkisstjórn átti við að glíma f öndverðu. Góð mynd af þessu fæst með því að bera saman heildarskuldastöðu þjóðarinnar út á við á hverjum tíma, bera hana saman við heild artekjur hennar í erlendum gjald eyri, bæði af útflutningi og duld um greiðslum. Árið 1955, áður en vinstri stjórnin tók við völdum, þá nam nettóskuld þjóðarbúsins út á við 22,5% af gjaldeyristekjunum. Árið 1958 var þessi tala komin upp í 50%, 1959 upp í 65% og hæst komst hlutfallið 1960 nærri 70% ,enda voru þá tekin mikil lán vegna skipakaupa er- iendis, en síðan hefur þetta hlutfall farið stöðugt lækkandi. Það var komið niður í 38% á árinu 1963 og mun vafalaust enn lækka á þessu ári. Miðað við greiðslugetu þjóðarinnar og tekj ur í erlendum gjaldeyri, eru skuldir hennar út á við nú því mun lægri en nokkru sinni á síðustu sjö árum og fara enn lækkandi. I stað sífelldrar skuldasöfnunar og vaxandi gjald eyrisörðugleika hefur komið lækkandi skuldabyrði og vax- andi traust út á við. Þessar tölur, sem ég nú hef nefnt, ættu að nægja til að stað festa það sem reyndar öll þjóð in veit af eigin reynslu, að tek- izt hefur að ná þeim tveim me~inmarkmiðum að tryggja stöðu þjóðarbúsins út á við og auka vöxt þjóðarteknanna. Þensla á efnahagskerfinu Þriðja markmiðinu að tryggja stöðugt verðlag í landinu hefur hins vegar því miður ekki tekizt að ná. Undanfarin þrjú ár og þó einkum 1963 áttu sér stað miklar hækkanir kaupgjalds og verð- lags í landinu. Þessar hækkanir áttu sér fleiri en eina orsök, tvær eru þó mikilvægastar, ann- ars vegar of mikil eftirspurn eftir vörum og vinnuafli vegna stóraukinna tekna i útflutnings- atvinnuvegum og mikillar fjár- festingar. Hins vegar miklar og óraunhæfar kaupkröfur í skjóli ofþenslu á vinnumarkaðinum. Ríkisstj. hafa lengi verið ljósar þær hættur, sem vaxandi þensla í efnahagskerfinu skapaði. Hún hefur því viljað vinna á móti þenslunni með aðhaldi í peninga málum, þ. e. útlánum Iánsstofn- ana, og með greiðsluafgangi hjá ríkissjóði. Þótt verulegur árang- ur næðist í þessum efnum og mikill greiðsluafgangur yrði hjá ríkissjóði á árunum 1962 og 1963, nægði þetta engan veginn til að koma í veg fyrir óeðlilega mikla þenslu. Verði ríkisstj. sök- uð fyrir eitthvað í þessum efn- um, er það því of lítið aðhald, en ekki samdráttur. Því miður hefur mikið vantað á almennan skilning á því, hve nauðsynlegt er að gæta hófs í peninga- og fjármálum, ef koma á í veg fyrir verðbólguna. Það kemur bezt fram í því, að ráð- izt skuli hafa verið látlaust á ríkisstj. fyrir samdráttarstefnu, á meðan hver vinnufær maður hefur fullt verkefni og margir meira en þeir geta annað. Önnur meginorsök verðbólg- unnar hefur legið í kröfum um kauphækkanir án tillits til raun- verulegra hagsmuna launþega og þjóðarbúsins. Á árinu 1963 hækk aði kaupgjald í landinu um 30% eða meira hjá svo að segja öll- um launþegum. Þessi mikla kaup hækkun hafði ekki eingöngu í för með sér verðhækkanaskriðu, heldur kippti hún um stund fót- um undan því trausti til fram- tíðarinnar, sem menn höfðu öðl- azt á árunum 1960 — 1962 og ýtti þannig undir óeðlilega mikla fjárfestingu og spákaup- mennsku. Þegar svo var komið, lá við borð, að óstöðvandi skriðu yrði velt af stað og á skömmum tíma að engu gerður sá mikli árang- ur, sem náðst hefur í efnahags- málum þjóðarinnar undanfarin Framh á bls 10

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.