Vísir


Vísir - 10.11.1964, Qupperneq 3

Vísir - 10.11.1964, Qupperneq 3
VlSIR . ÞriSJudagur 10. növember 1064. 3 Fyrir 26 árum gerðist ungur, íslenzkur jarðfræðinemi að- stoðarmaður þýzks vísindaleiðangurs við sérstakar mælingar í óbyggðum Iandsins, og ætiuðu visindamennimir að koma aftur að 10—15 árum liðnum, vitja um mælipunkta sína og endur- taka mæiingar. En sfðan kom stríðið og sá kvittur gaus upp, að vfsindamennirnir hefðu verið njósnarar, sem ekki var, og gáfu þeir út merka bók um leiðangurinn. Nú er jarðfræðingurinn frá 1938, Tómas Tryggvason, fyrir löngu orðinn iandskunnur vís- indamaður og örlögin höguðu þvf þannig til, að f sumar, eða eftir 26 ár, kom það í hans hlut að leiðbeina nýjum þýzkum vísindaleiðangri á gömlu slóðimar, en af leiðangursmönnum frá 1938 er nú aðeins elnn á lífi, auk Tómasar. Og nú er spumingin frá 1938 endurtekin: ER LANDIÐ AÐ GLIÐNA, Sumarið 1938 starfaði hópur þýzkra vísindamanna við jarð- vísindalegar rannsóknir á Norð urlandi. Tómas Tryggvason jarð fræðingur, sem þá stundaði nám, var túlkur leiðangurs'ins. í sumar sem leið dvaldi þýzkur vísindaleiðangur á sömu slóðum og vann að þvf að rifja upp og halda áfram rannsóknum þeim, sem hafnar voru 1938, og starf- aði Tómas einnig með honum. Blaðið hefir snúið sér til Tómasar og beðið hann um upp fjallgarð, og liggur því yfir jarð eldasvæðið á Mývatnsfjöllum með öllum þess gjám og gos- sprungum. Umfangsmesti þáttur rann- sóknanna voru landmælingar (þríhyrningamælingar) milli fastra punkta víðs vegar á rann- sóknasvæðinu, og var svo vand- lega frá mælipunktunum gengið, að þeim var ætlað að geta stað- ið óhaggaðir um áratuga ske'ið. Aðrar mælingar voru jarðþyngd armælingar og hæðarmælingar, Dr. Schleusener og Tómas Tryggvason að jarðþyngdarmælingum við Eyjafjörð 1938. Þeir eru einu metnnirnir úr þeim leiðangri, sem enn eru á lff, og tóku báðir þátt í leiðangrinum f sumar. Er landið að gliðna? lýsingar um rannsóknir þessar. — Hver er tilgangur þessara rannsókna, og í hverju voru þær fólgnar? — Fyrir nokkrum áratugum kom svissneski jarðvísindamað- urinn Alfreð Wegener fram með þá kenningu, að jarðskurnin væri á stöðugri hreyfingu, og að meginlöndin, sem eru úr léttara efni en botn úthafanna, flytu á undirlagi sínu og væru á reki líkt og ísjakar á vatni. Kenning þessi vakti á sínum tíma mjög miklar umræður, og jafnframt vaknaði sú spuming, hvort ekki væri unnt að sanna hana eða afsanna með mæling- um. Það hefir lengi verið kunn- ugt, að opnar jarðsprungur eru algengar hér á landi, og sprungu gos tið. Tilgangur þýzka vísinda ieiðangursins 1938 var að kanna hræringar jarðskurnarinnar með nákvæmum mælingum, sem sið- ar skyldu endurteknar með nokkurra ára millib'ili. Til mælinganna var valið belt ið, sem nær frá fjöllunum vest- an Eyjarfjarðar austur á Dimma og voru þeir mælipunktar einnig merktir og staðsettir af mikilli nákvæmni. — Hvaða vísindamenn tóku þátt í leiðangrinum 1938? — Þýzku leiðangursmennirnir voru sex að tölu. F. Bernauer, prófessor I iarðfræði við Tekn- iska Háskólann í Berlín mun fyrstur manr.a hafa átt uppá- stunguna að þessum mælingum. Hann var jarðfræðingur leiðang ursins og skrifaði langa ritgerð um jarðhræringar á íslandi í þá bók, sem le'iðangurinn gaf út. Mestur þunginn og ábyrgðin af leiðangrinum mæddi á leiðang- ursstjóranum, O. Niemczyk, pró fessor í námumælingum og berg skaðafræðum (Markscheidewe- sen und Bergschadenkunde) við Tækniháskólann I Berlín. Hann og aðstoðarmaður hans, dr. E. Emschermann, önnuðust allar landmælingarnar. Jarðþyngdar- mælingarnar önnuðust þeir próf. E. Anscl í Freiburg, og dr. A Schleusener í Hannover Þá var og sonur próf. Ansels með til aðstoðar við föður sinn. — En leiðangurinn, sem kom í sumar. Er það í fyrsta skipti, sem mælingarnar eru endurtekn ar, og hve margir leiðangurs- manna eru þeir sömu og 1938? — Upphaflega mun ætlunin hafa verið sú, að endurtaka mæl ingarnar á 10—15 ára fresti, jafnframt því að stækka hið uppmælda svæð'i eða þá að fjölga hinum uppmældu beltum. Síðari heimsstyrjöldin kollvarp aði öllum áætlunum um áfram- hald, að því undanskildu, að 1943 var gefin út í Þýzkalandi bók um leiðangurinn (Spalten auf Island). Að styrjöldinni lokinni var fjárhagur Þjóðverja lengi vel svo bágborinn, að erfitt var um styrki til rannsókna sem þess- ara Skömmu eftir 1950 leitaði Niemczyk fyrir sér um fjárvéit- ingu til þess að geta endurtekið mælingarnar á Islandi, en varð frá að hverfa. Á seinustu árum hafa rann- sóknir sem þessar fengið Vind í seglin á nýjan leik. Niðurstöð- ur af rannsóknum á botni At- lantshafsins sem fram hafa farið á vegum Lamont Geological Observatory í Bandaríkjunum (B. Heezen), benda til þess, að neðansjávarhryggur'inn, sem liggur eft'ir Atlantshafi endi- löngu, sé sprungukerfi með tíðum gosum neðansjávar. ísland liggur á þessum hrygg, á skurðpunkti hans og annars neðansjávarhryggjar, sem ligg- ur frá Grænlandi yfir ísland og Færeyja til Skotlands. Má gera ráð fyrir því, að hvergi muni vera auðveldara að rann- saka hræringar og aðrar nátt- úrur þessara hryggja en ein- mitt hér. Og nú kom I góðar þarfir, að búið var að leggja grundvöllinn að slíkum rann- sóknum með mælingunum 1938. Dr. Schleusener er auk mín eini þátttakandinn úr fyrri leið- angrinum, sem enn er á lífi. Hann kom í sumar og stjórnaði jarðþyngdarmælingum, en land- mælingarnar eru í höndum próf K. Gerke við Tækniháskólar.n f Braunschweig. Sumarið fór að mestu leyti i það að léita uppi og hressa upp á mælipunktana frá 1938, en næsta sumar er gert ráð fyrir að mælingunum verði lokið. — Er ekki aðstaða til svona rannsókna betri nú en fyrir 26 árum? — Jú, það er hún óneitan- lega. Nú var hægt að komast á jeppum langle'iðina þangað, sem áður varð að fara á hestum eða jafnvel fótgangandi. Þetta kem- ur sér einkum vel við landmæl- ingarnar, því að nú tíðkast að nota fjarlægðarmæla (telluro- meter),. sem eru miklu þyngri í vöfum en þríhyringamælarnir (theodalit), sem notaðir voru 1938. Og að lokum: — Hvað Virð- ast þessar mælingar fyrir 26 árum og aftur í sumar gefa til kynna? Er landið að gliðna, þ. e. a. s. eru sprungurnar að breikka? — 1 sumar var að vísu byrjað að mæla þetta upp aftur, en nið- urstöður liggja ekki fyrir ennþá. — En v'irtist þér vera um nokkum sjónarmun að ræða? — Ekki síðan 1938. Á hinn bóginn sá ég jarðsprungu, sem lá 1 gegnum tvö hraun, og það var sjónarmunur á því hve hún var breiðari í eldra hrauninu en því yngra. Prófessor Niemczky Ieiðangursstjóri 1938. Leiðangursmaður að þríhyrningamælingum við mælipunkt á fjall- inu Eilífi. u.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.