Vísir - 10.11.1964, Page 4

Vísir - 10.11.1964, Page 4
VlSIR . Þriðjudagur 10. nóvember 1964 1 4 ! Viðtal við GÍSLA SIGURÐSSON dalunnn er niðri í kjallara i gamla Kaabershúsmu í Hafn arstraett 1 og lfkist gömlum galleríum í París. Þar eru hlaðnir steinveggir, hvítmálaðir og bjálkar í loftinu. Þessi kjall ari hefur verið látinn ónotaður til þessa, en Sigurður Karls son, húsgagnateiknari tók sig til og kom honum í það stand sem hann er nú f. Fyrsta mynd listarsýningin, sem þar er hald in, stendur nú yfir og við hitt um þar Gísla Sigurðsson, sem málað hefur myndirnar. Hann sagði: — Ég hafði ekki hugsað mér að sýna, en Sigurður Karlsson sá myndirnar hjá mér og mér Ieist vel á kjallarann, svo ég Iét til leiðast. — Og sérðu nokkuð eftir því? — Svo sannarlega ekki. Þessi sýning hefur fengið margfalt betri viðtökur en ég þorði að vona. Að vísu var það fremur óheppilegt að byrja sama dag inn og prentaraverkfallið hófst en samt hefur komið 1050 manns á sýninguna. Mér skilst að það sé góð aðsókn. — Það er að sjá, að brúni liturinn sé talsvert ráðandi hjá þér. — Jú, það er rétt. Ég hef unnið talsvert mikið með jarðlit um. Bæði kann ég vel við þá og svo hitt að betra er að halda sýningunni saman ef svo mætti segja, með því að nota ákveð inn litaskala, vegna þess að myndimar eru talsvert ólíkt unnar að öðru leyti. — Hvemig skilgreinir þú þinn stíl? — Ég kann ekki listfræðileg ar skilgreiningar á því, enda á að láta listfræðinga um slfkt. Einn af listamönnum okkar, sem hingað kom, sagði að þetta væri abstrakt expressionismi. Það má vel vera, en eins og þú sérð, þá vel ég einhver mótfv, sem oftast má þekkja, en nota þau meira sem uppistöðu eða meginhugmynd og legg svo út af því eftir eigin geðþótta og stflfæri. Það mætti halda áfram í það óendanlega með sama mótívið, ef það býður upp á góða möguleika. Ég hef aðeins tvítekið eitt mótív hér. Það er þetta hér: það var farvegur með stórgrýti norður á Kili og svo hef ég stílfært sama mótfv f annarri mynd. — Hafa þessar myndir orðið til á löngum tíma? — Nei, það er engin eldri en síðan í ágúst í sumar. Ég var í tveggja mánaða fríj frá blaða mennskunni og vann þá í þessu Ég var svo heppinn að hafa ör ugga handleiðslu þar sem var vinur minn Balthasar, er margir þekkja nú orðið af ágætum teikningum. Svo notaði ég tím ann til þess að fara utan og sjá sýningar. — Er það lærdómsrikt? — Mér hefur sjálfum fundizt að ekkert jafnaðist á við það. Þá fylgist maður með því, sem er að gerast og sér, hvað menn eru að glíma við annars staðar Ég sá Júl_dæmis ágæta sýningu *Tsplnskrt nútfniálist'á Heims sýningunni f New York og svo komst ég á Biennalinn í Feneyj um, sem haldinn er annað hvert ár og vekur jafnan mikla at- hygli. Ég verð að segja það, að ég varð einna hrifnastur af Spánverjunum, þessum ungu mönnum, sem hafa nýlega feng ið frelsi hjá Franco til að mála eins og þeir vilja. Mér fannst mjög athyglisvert hvað þeir voru í beinu framhaldi af gam- aÖi spánskri myndlistahefð, en samt voru þeir mjög móderne. Og það er mjög hrffandi við- fangsefni, sem sumir þeirra eru að fást við, að sameina ffgúra tfvt og abstrakt f einni og sömu myndinni. Sumum virðist að það sé óframkvæmanlegt, en það er nú einu sinni svo í list inni, að það er aldrei hægt að slá neinu föstu. — Hefur þú reynt þetta? — Aðeins í einni myrid hér. Ég hugsaði mér sæluhúskofa eða eitthvað þvíumlíkt og gerði forhliðína á honum alveg fígúra tfva, en svo vann ég hitt al- veg óbundið, en það gæti þó gefið hugmynd um öræfalands- lag. Jóhann Eyfells, sem var með sýninguna í Listamanna- skálanum um daginn, taldi þetta beztu myndina, en kann- ski verkar hún dálítið undar- lega á þá, sem ekkj vita, hvað verið er að reyna að Ieysa. — Geturðu bent á einhverja þróun frá því elzta á sýning- unni og til þess nýjasta? — Jú, það held ég, þetta tek- ur alltaf breytingum. Kjarval kom hér eitt kvöldið og sagði að þetta 'væri heljarstökk frá því sem hann hefði áður séð eftir mig. En elztu myndimar hér eru fremur j.konstrúktiv- ar“. þ. e., þæ byggjast meira á uppbyggingu og uppröðun, en verða fyrir það dálítið stíf- ari og kaldranalegri. Ég hef ver ið að losa um formin í seinni tíð og reynt að gera þetta dá- lítið lyriskara án þess þó að Pramhald a bls 10 Gfsli Sigurðsson, ritstjóri Vörður — Hvöt — Heintdullur — Óðinn SPILAKVOLD ' r V ’ • í ; :' ■ \ halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík n. k. miðvikudag í Sjálfstæðishúsinu kl. 20,30. D A G S K R Á : 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp: Höskuldur Ólafsson, bankastjóri. 3. Afhending spilaverðlauna. 4. Dregið í happdrættinu. 5. Kvikmyndir: Sumarferðir Varðarfélagsins 1963 og 1964. \ ' I Húsið opnað kl. 20,00. Lokað kl. 20,30. Sætamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins é venjul. skrifstofutíma Skemmtinefndin. Höskuldur Ólafsson I l

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.